Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Erfið ferð íslensku pólfaranna Bækistöðin gereyðilagðist í sprengingu MIKIL gassprenging og eldur gjöreyðilagði Camp Lake Hazen í fyrradag fáeinum klukkustundum eftir,að leiðangur sá sem Ari Trausti Guðmunds- son og Ragnar Th, Sigurðsson tilheyra fór þaðan áleiðis á norður- pólinn.Frá Camp Lake Hazen, sem er skáli nyrst á Ellesmere-eyju við Kanada, leggja nær allir leiðangrar upp á norðurpólinn. í sprengingunni misstu félagamir mestallan farangur sinn fyrir utan heimskautabúnað þann sem þeir klæddust, þar á meðal mestallar óáteknar og áteknar film- ur, myndbandsspólur, raflilöður, peninga og vegabréf Ara Trausta. „Þetta var gríðarlegt áfall enda vorum við búnir að fara um heim- skautið vítt og breitt, meðal annars á segulpólinn, og höfðum safnað miklu efni, myndum og heimildum, sem þarna glataðist fyrir fullt og allt,“ segir Ragnar. í dyrum þegar skálinn sprakk Sprengingin varð á milli klukkan 22 og 23 í fyrrakvöld, en þá voru Ari Trausti og Ragnar staddir um borð í flugvél á leið á norðurpólinn. „Þeir höfðu verið að skipta um ga- skút í skálanum og úr einum kútn- um stóð skyndilega bunan af gasi. Einn starfsmanna náði að öskra á menn að hlaupa út og þeir voru í dyrunum þegar skálinn sprakk tveimur eða þremur sekúndum seinna. Þessir fímm starfsmenn sem þarna sluppu naumlega á hlaupum voru lítið klæddir, sumir aðins í stuttermabolum, og hlupu út í 35 gráðu frost.“ ísinn á pólnum úfínn og sprunginn Fleira fór úrskeiðis í leiðangrin- um. „Við gátum ekki lent á norðurp- ólnum í fyrradag vegna þess hve ísinn þar var brotinn og úfínn en lentum rétt hjá. Þaðan var ekki hægt að ganga neitt vegna vaka og sprungna og útilokað að komast á sjálfan norðurpólinn. Við hringsól- uðum þarna lengi í leit að stað en án árangurs. Rétt eftir flugtak komu fréttir til okkar áf sprengingunni, en í Camp Lake Hazen er eina miðstöð elds- neytisbirgða á stóru svæði. Flugvél- in gat ekki haldið áfram til Camp Lake Hazen vegna veðurs heldur varð að taka stefnu til Eureka, sem er vísinda- og veðurstöð í Ellesmere- eyju. Þangað höfðum við þó ekki eldsneyti og var því reynt að taka krók til Tanqery-fjord. Við lentum þar með bensín til ‘/2 klst. flugs eftir í vélinni á braut með miklum sköflum og lá við að illa færi þegar vélin stakkst inn í snjóskafl og stóð upp á endann. í Eureka tókum við upp í þrjá af þeim sem komust úr eldsvoðanum og komumst loks til Resolute Bay, sem er lltið eskimóaþorp nyrst í Kanada, eftir 16 klst. flug.“ MUög brugðið Ragnar segir leiðangursmönnum líða vel en þeim og öðrum sé ákaf- lega brugðið. „Það var mikil mildi að ekkert kom fyrir sem óbætanlegt telst en okkur er oft hugsað til alls efnisins sem við misstum," segir hann. Óljóst er um framhald ferðar eða frekari tilraunir við pólinn, en þeir félagar héldu síðdegis í gær áleiðis til Thule á Grænlandi til að birgja sig upp af filmum. Morgunoiaoio/Arni öæoerg HELGA Vala Helgadóttir leiklistarnemi á fyrsta ári við Leiklista- skóla Islands tók vel á móti söngglöðum blómasendli í gær, en hún var þá önnum kafin ásamt beklyarfélögum sínum við æfing- ar á leikritinu Astarhringurinn sem frumsýnt verður á fimmtu- dag sem hluti af kynningu á starfi ársins. Syngjandi sendlar með blóm HELGA Vala Helgadóttir varð undrandi og glöð í senn þegar Guðmundur Agúst Ólafsson kom fftpð blómvönd til hennar í gær þar sem hún var við nám í Leiklist- arskóla íslands og söng fyrir hana um leið lagið „Stand by me“. Guðmundur Ágúst er einn nokk- urra ungra manna sem bjóða fólki upp á þá þjónustu að sendast með blóm og syngja fyrir þann sem fær blómin í leiðinni. Þessi þjónusta er kölluð Syngjandi sendlar og þekk- ist viða erlendis, en hefur ekki verið fáanleg á Islandi fyrr en nú. Syngjandi sendlar kynntu þjón- ustu sína fyrst um helgina. Sigurð- ur Hlöðversson, sem er í forsvari fyrir þjónustuna, sagði að það hefði kannski ekki verið sniðugt að byija 1. apríl því margir hefðu sjálfsagt haldið að um aprilgabb væri að ræða. Nokkrir hefðu þó pantað söng og blóm um helgina. „Þetta hefur gert lukku. Við sungum t.d. í afmælisveislu fyrir eldri konu á laugardaginn. Við fórum með átján rauðar rósir og sungum lag með sama nafni. Kon- an var ánægð með rósimar og sönginn," sagði Sigurður. Hægt að panta lög Sigurður sagði að hægt væri að panta nánast hvaða lag sem væri þjá Syngjandi sendlum. Auk þess gætu þeir sem gæfu blómin komið með frumsamin Ijóð. Um 20 blómabúðir bjóða upp á þjónustu Syngjandi sendla. Omar Másson, eigandi blómabúðarinnar Blómsins, sagði að á undanförnum árum hefði hann öðru hveiju ver- ið spurður hvort hægt væri að fá svona þjónustu. Hann sagði að fyrir nokkrum árum hefði hann lagt mikið á sig til að geta upp- fyllt ósk eins viðskiptavinar um söng með blómasendingu. Það hefði ekki gengið þá. Hann sagð- ist því fagna þessu framtaki Syngjandi sendla. Stefnt að skiptingu Gunnars- tinds hf. STJÓRN sjávarútvegsfyrirtækisins Gunnarstinds hf. á Stöðvarfírði og Breiðdalsvík er sammála um að stefna að skiptingu fyrirtækisins í tvennt. Gunnarstindur myndi þá væntan- lega reka áfram frystihúsið á Stöðv- arfírði og gera út togarann Kamba- röst en frystihúsið á Breiðdalsvík yrði sameinað Búlandstindi hf. á Djúpa- vogi og þangað færi kvóti togarans Hafnareyjar. Gunnarstindur varð til með samein- ingu Hraðfrystihúss Stöðvaríjarðar og Hraðfrystihúss Breiðdælinga árið 1991. Frá upphafí hafa verið deilur milli íbúa staðanna um rekstur fyrir- tækisins og það hefur verið rekið með tapi. Á stjórnarfundi í gær kom fram að stjómarmenn í Gunnarstindi eru orðnir sammála um að skipta fyrir- tækinu aftur í tvennt. Amar Bjama- son, stjómarformaður Gunnarstinds hf., segir að nú verði hafín vinna við þetta verk og reynt verði að flýta henni eftir föngum. Búlandstindur reki Breiðdalshlutann Síðastliðinn föstudag ákvað stjóm- in að veita stjómarformanni og fram- kvæmdastjóra heimild til að gera samning um sölu togarans Hafnareyj- ar án kvóta. Að minnsta kosti tvö tilboð hafa borist í skipið. Amar Bjamason er þessa dagana að ræða við hugsanlega kaupendur og sagði í gær að málið myndi væntanlega skýrast þegar liði á vikuna. Þegar Þróunarsjóður sjávarúvegs- ins auglýsti hlutabréf sín í Gunnarst- indi til sölu fyrr í vetur bauð Stöðvar- hreppur í bréfin. Síðan varð sam- komulag um að Breiðdalshreppur ætti kost á að kaupa hluta þeirra. Að undanfömu hefur verið rætt um að Búlandstindur á Djúpavogi keypti þessi bréf en Amar sagði að það málið hefði ekki komið inn á borð stjómar Gunnarstinds hf. í framhaldi af skiptingu Gunnarstinds hf. er nú rætt um að Búlandstindur yfírtaki Breiðdalshluta fyrirtækisins. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal FRÁ undirritun samningsins vegna byggingu D-álmunnar. Frá vinstri: Anna Margrét Guðmundsdótt- ir, formaður stjórnar Sjúkrahúss Suðurnesja, Jón Gunnarsson, oddviti í Vogum, Sigurður Jónsson, sveitarstjóri í Garði, Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráherra, Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Keflavík, Njarðvík og Höfpum, Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri í Grindavík, og Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði. Sjúkrahús Suðumesja í Keflavík Samningnr um byggingu og fjármögnun D-álmu Keflavík. Morgunblaðið. UNDIRRITAÐUR var í gær af hálfu ríkisins og sveitarstjórnarmanna á Suðumesjum samningur um bygg- ingu svokallaðrar D-álmu við sjúkra- hús Suðurnesja í Keflavík. Nokkur fjöldi gesta var viðstaddur og kom fram við þetta tækifæri að bygging D-álmunnar hefði verið að velkjast í kerfinu í fjölda ára en nú væru menn að vonum ákaflega ánægðir með að þetta mikla hags- munamáli væri loks í höfn. D-álman verður byggð austast á sjúkrahúslóðinni og mun tengjast bæði við heilsugæslustöðina og sjúkrahúsið. Byggingin verður kjall- ari og tvær hæðir á 2.667 fermetra gólffleti. í kjallara verða geymslur, aðstaða fyrir rúmþvott og tækni- rými. Á fyrstu hæðinni verður hluti af heilsugæslustöðinni, aðstaða fyrir endurhæfíngu, sundlaug og bún- ingsaðstaða. Á annarri hæð verður legudeild. Áætlaður byggingarkostnaður er um 335 milljónir króna og verður framlag ríkissjóðs um 285 milljónir króna 'en hlutur sveitarfélaganna verður um 50 milljónir. Bygging D-álmunar verður boðin út í þrem áföngum og verður fyrsti áfangi boðinn út á þessu ári. í þeim áfanga á að steypa upp húsið og ljúka frá- gangi að utan ásamt lóð. Arkitektar eru þeir Ormar Þór Guðmundsson og Ömólfur Hall. Hauskúpa Egils - aprílgabb MORGUNBLAÐIÐ hef- ur ekki haft aprílgabb nokkur undanfarin ár en brá nú á leik eins og les- endur gátu séð af frétt- inni af hauskúpu Egils Skallagrímssonar. Af viðbrögðum má ætla að ýmsir hafi haft gaman af og vonandi að lesendur sjái í gegnum fingur við blaðið því slíkt gabb getur valdið óþægindum þótt það sé ekki ætlan neins, heldur er hér um skemmtun að ræða. Morgunblaðið hefur oft brugðið á Ieik 1. apríl þótt ekki hafi það verið undanfarin ár því að helst er til þess ætlast að gabbið fjalli um „verðugt" mál eins og á sínum tíma þegar best tókst til, en þá var sagt frá fundi silfurs Egils tti—ii__'_______ í tut^o auk leiks og skemmtunar, að vekja athygli á merku máli og sýna hvemig blaðið hefði fjallað um það ef hauskúpa Egils hefði fundist. Kannski á gabbið eftir að verða alvörufrétt síðar, hver veit? Morgunblaðið þakkar öllum sem þátt toku í þessu gráa gamni. fellsdal og fóru margir þangað og létu gabbast. Það gabb varð frétt um allan heim. Aprílgabbið nú átti að valda minni óþægind- um og því var kúpan sögð til sýnis í Þjóðarbókhlöðunni nyju. Þangað var styttra fyrir flesta! Tilgangur með slíku aprílgabbi sem þessu er helst sá, ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.