Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ný verðkönnun sýnir að matvöruverð á íslandi hefur lækkað
Verð á búvörum svipað
í Reykjavík og Osló
NÝ VERÐKÖNNUN sem Sam-
keppnisstofnun hefur gert í sam-
vinnu við Neytendasamtökin sýnir
að verð á matvöru í stórmörkuðum
í Reykjavík hefur lækkað á seinustu
árum í samanburði við matvöruverð
í stórmörkuðum í Ósló og Kaup-
mannahöfn.
Verð á nýlenduvörum og hrein-
lætisvörum er í fleiri tilvikum lægra
í Reykjavík en í Ósló. í Kaupmanna-
höfn er verðið á þessum vörum jafn-
oft lægra og í Reykjavík. Verð á
landbúnaðarvörum er talsvert
lægra í Kaupmannahöfn en hér en
er svipað í Ósló og hér.
Könnunin var gerð í tvennu lagi.
Annars vegar var verð á nýlendu-
vörum, hreinlætisvörum og snyrti-
vörum kannað og hins vegar verð
á matvörum, þ.e. landbúnaðarvör-
um, grænmeti og fiski. Verð á land-
búnaðarvörunum var kannað í nóv-
ember og desember á síðasta ári,
en verð á hinum vörunum var kann-
að nýlega.
Reynt var að fínna vörur sem
voru samanburðarhæfar. Þannig
var gerður samanburður á verði 440
vörutegunda í Reykjavík og Kaup-
mannahöfn og 410 vörutegundum
í könnuninni sem náði til Reykjavík-
ur og Óslóar.
Könnunin náði til svokallaðra
afsláttarverslana, sem eru sam-
bæriiegar við Bónus, og stórmark-
aða. Markmiðið var að finna lægsta
smásöluverð. í úrvinnslu á könnun-
inni var annars vegar fundið lægsta
verð á hverri vöru í hverri einstakri
Verðsamanburður:
Reykjavík, Osló, Kaupmannahöfn
Kaupmannahöfn 0 s I ó
Vörutegund Fjöldi Þaraf vöruteg. ódýrastar íkönnun (Reykjavik Fjöldi Þaraf vöruteg. ódýrastar (könnun (Reykjavfk
Strásykur, púðursykur og molasykur 10 9 9 9
Hrísgrjón og hafragrjón 6 5
Kornflögur o.fl. 6 1 6 5
Spaghetti, skrúfur og lasagnaplötur 12 11 26 23
Kjötkraftur, teningar o.fl. 14 11
Hrökkbrauð, pítubrauð, kökur o.fl. 30 15 28 20
Ávextir, grænmeti og súpur 32 22 15 12
Sultur, hunand, síróp og marmelaði 8 3
Tómatsósa, soyasósa, edik o.fl. 17 11 13 13
Súpur, sósur og búðingar 11 9 90 73
Kaffi, skyndikaffi, te og kakó 25 13 16 8
Pakkamatur og þurmijólkurduft 7 6 3 3
Gosdrykkur, epla- og appelsínudjús 9 2 15 3
Tannkrem, tannbustar og tannþráður 20 12 16 8
Sjampó, sápur, hárnæring, krem o.fl. 55 16 45 14
Dömubindi 19 3 19 8
Bleiur 8 0 5 1
Rakvólar, rakvélablöð, sápa o.fl. 17 15 23 17
Þvottaduft, mýkingarefni, blettaeyðir 19 5 8 3
Hreing.lögur, fægilögur, gólfsápur o.fl. 16 9 18 16
Kaffipokar, eldhúspappír, kleenex o.fl. 11 4 12 6
Hunda- og kattamatur 4 3 3 1
Verðsamanburður:
Reykjavík, Osló, Kaupmannahöfn
36
Fuglakjöt
Egg
Unnarkjötvömr
I I Vörur í Osló
■i Vömr í Kaup
mannahöfn
i Saiöt
64HHHHMHHHI Svínakjöt
64 HHHHHHHHl Ýmsar matvömr
65 ■BHHBHBH8SS Mjólk, jógúrt
67 ■■■■■^■i Grænmeti, frosið
681 1 Fuglakjöt
751 J Egg
7S0BIBH9 Ostar
821 I Ýmsar matvömr
83 ■■■■ Smjör, samjöriíki
Vömm í Reykjavík er gefið
gildið 100 og verðsaman-
burðurgerðureftirvöm-
flokkum milli Reykjavíkur
og Oslóar annars vegar og
Reykjavikur og Kaup-
mannahafnar híns vegar
þannig vömr með gildi
undir100emódýrarií
borgunum tvelmur en
vömr með gild! yfir 100
em dýrari en i Reykjavík.
Miðað er við lægsta verð
viðkomandi vöm í hverri
borg.
Ostar
Nautakjöt
96 □ Nautakjöt
96 □ Salöt
991 Lambakjöt
Svínakjöt □ 103
Kartöflur o.fl. ■105
Lambakjöt
Mjólk, jógúrt
Unnar kjötvömr
Smjðr, samjörlíki
Fiskur, fiskvömr
Fiskur, fiskvömr
112
112
124
1129
1134
] 137
borg og hins vegar hæsta verð
hverrar vöru og er það lagt til
grundvallar í verðsamanburðinum.
Pasta ódýrt en
bleiur dýrar
í samanburði á Verði nýlendu-
vara, hreinlætisvara og snyrtivara
í Reykjavík og Ósló reyndist verðið
í 66% tilvika lægra í Reykjavík, en
í 34% tilvika var það hærra í
Reykjavík. í samanburðinum við
Kaupmannahöfn var verð þessara
vara í 52% tilvika lægra í Reykja-
vík og í 54% tilvika hærra í Reykja-
vík.
Verð á sykri, mjöli, gijónum,
sósum, pakkasúpum, barnamat og
kornvörum er mun betra í Reykja-
vík en í Ósló og Kaupmannahöfn.
Lægsta verðið á þessum vörum var
yfirleitt í Reykjavík. Verð á Tóró-
pakkavörum, sem framleiddar eru
í Noregi, er t.d. nokkuð hærra í
Ósló en í Reykjavík. Verð á pasta
er einnig miklu lægra í Reykjavík
en í Ósló og Kaupmannahöfn. Verð
á bleium, dömubindum, snyrtivör-
um, gosdrykkjum, þvottadufti og
uppþvottalegi er hins vegar oftast
nær hærra í Ósló og Kaupmanna-
höfn en í Reykjavík.
Samanburðurinn við Ósló
hagstæðari en við
Kaupmannahöfn
Verð á landbúnaðarvörum er í
flestum tilvikum lægra í Kaup-
mannahöfn en í Reykjavík. Verð á
fuglakjöti í Kaupmannahöfn er t.d.
aðeins 36% af því sem það er' hér.
Verð á dönskum eggjum er aðeins
48% af verði íslenskra eggja. Kart-
öflur eru hins vegar 5% ódýrari í
Reykjavík en í Kaupmannahöfn og
verð á lambakjöti er svipað í borg-
unum. Fiskur í Kaupmannahöfn er
hins vegar 34% dýrari en í Reykja-
vík.
Verð á landbúnaðarafurðum í
Ósló er aftur á móti svipað og í
Reykjavík. Þanning er verð á svína-
kjöti, lambakjöti, unnum kjötvörum,
mjólkurvörum og fiski hærra í Ósló
en í Reykjavík. Verð á fuglakjöti
er um 32% lægra í Ósló en í Reykja-
vík og verð á eggjum er um 25%
lægra.
Verðlagsstofnun gerði nokkrar
svipaðar verðkannanir á seinasta
Vigdís Finnbogadóttir vígði Islandstorg í Barcelona
Vegurinn milli Islands
og Barcelona hefur styst
Barcelona. Morgunblaðið.
BARCELONABORG skartaði sínu
fegursta þegar hún tók á móti Vig-
dísi Finnbogadóttur forseta íslands,
sem hingað var komin til að vígja
íslandstorg í borginni og gosbrunn
sem hannaður var af vélsmiðjunni
Héðni og komið var fyrir á einu
glæsilegasta torgi borgarinnar.
Borgaryfirvöld tóku Vigdísi opn-
um örmum og buðu henni gistingu
í Albéniz höllinni á Montjuich hæð.
Þar fékk Vigdís til ráðstöfunar her-
bergi Sofíu Spánardrottningar með-
an á heimsókninni stóð. Albéniz höll-
in er ein tveggja konungshalla í
Barcelona og er jafnfrmt eftirlætis
dvalarstaður spænsku konungshjón-
anna þegar þau sækja borgina heim.
Um kvöldið héldu borgaryfirvöld
móttöku í hinum sögufræga Hundr-
aðssal ráðhússins í Barcelona fyrir
þá íslendinga sem búsettir eru í
borginni, en eftir það var forsetinn
boðinn í kvöldverð hjá la Generalit-
at, sem er sjálfstjórn Katalóníuhér-
aðs.
Mikið um dýrðir
Jordi Pujol, forseti Katalóníu-
stjórnar, sagði meðal annars við.það
tækifæri að hann vonaðist til að
þessi' heimsókn forsetans yrði til að
styrkja áframhaldandi tengsl milli
landanna tveggja.
Við vígslu Islandstorgs daginn
eftir höfðu um það bil 5.000 Barc-
elonabúar safnast saman til þess að
vera viðstaddir athöfnina í skínandi
sól og hita. Hverfisstjórnin hafði
skipulagt ýmis skemmtiatriði í tilefni
dagsins, m.a. myndlistarsýningu
barna um viðfangsefnið ísland,
hljómleika, lítil Iest var til staðar tl
að fara með börnin í útsýnisferð
umhverfis torgið og allir sem vildu
fengu fánablöðrur og flögg.
Eftirvæntingin var mikil þegar
Vigdís forseti kom á torgið og af-
hjúpaði helluna þar sem nafn torgs-
ins og dagsetning vígslunnar er
skráð á katalónsku, spænsku og ís-
lensku. Að því búnu flutti Scandic,
kór Skandinavaklúbbsins. „Hver á
sér fegra föðurland", Hafið bláa
hafið“ og „La gavina", katalónskt
þjóðlag, við mikla hrifningu áheyr-
enda, sem klöppuðu íslensku hljóm-
sveitinni Caput einnig mikið lof í
lófa við tónleika sína.
Eiga margt
sameiginlegt
I ræðu sinni talaði borgarstjóri
Barcelona, Pasquat Maragall, um
að þótt ísland og Katalónía gætu
við fyrstu sýn virst um margt frá-
brugðnar^þjóðir, þá ættu þær ýmis-
legt sameiginlegt, m.a. það að ís-
lendingar hefðu fundið Ameríku og
Katalónar einnig, en með 500 ára
millibili. Hann færði sérstakar þakk-
ir fyrir framlag Copesco — Sif, dótt-
urfyrirtækis SIF í Barcelona, Flug-
leiða og ekki síst Vélsmiðjunnar
Héðins, en Copesco-SIF kostaði upp-
setningu goshversins á íslandstorgi.
Vigdís Finnbogadóttir forseti
fjallaði í ræðu sinni um þær Ijar-
lægðir sem að aðskilja þjóðimar
tvær en, sagði hún, hitt vitum við
einnig vel, að um margar aldir var
hafið greiðust þjóðbraut milli landa
— það skilur lönd að, en það tengir
þau einnig saman. Um leið og hún
þakkaði borgarbúum fyrir það vinar-
þel sem þeir hafa auðsýnt íslandi
pg íslendingum, kvað hún veginn frá
íslandi til Barcelona hafa styst við
þetta. Við svo búið ýtti forsetinn á
hnappinn sem gangsetti goshverinn.
Eftir vígsluna og fyrir hádegis-
verð í boði borgarstjórnar Barcelona
í Pedralbes höllinni fór forsetinn
ásamt Pasqual Maragall í gönguferð
um torgið og bragðaði m.a. á verð-
launarétti í samkeppni sem saltfisks-
kaupmenn skipulögðu á torginu í
tilefni dagsins. Ekki reyndist þó
hægt um vik að ganga um torgið
því að mannþröngin var slík að
fylgdarlið forseta mátti hafa sig allt
við til að verða ekki eftir. Allir vildu
komast sem næst forseta íslands og
ein eldri kona prísaði sig sæla, ,jæja,
ég dey þá ekki án þess að hafa séð
hana. Mikið er hún glæsileg".
Fyrir heimsóknina til Barcelona
hafði Vigdís forseti verið í Madrid,
þar sem hún var viðstödd sýningu
Magnúsar Kjartanssonar, móttöku
útflutningsráðs og norræna hátíð-
artónleika, auk þess að opna sýning-
una Ljós norðursins, fyrir hönd ann-
arra Norðurlandaþjóða.
Við opnun sýningarinnar, sem
samanstendur af verki 46 norrænna
málara frá aldamótum, voru við-
staddar prinsessurnar Christina frá
Spáni, Astrid frá Noregi, Benedikte
frá Danmörku, Christina frá Svíþjóð
og frú Eeva Ahtisari kona Finn-
landsforseta, auk Carmen Alborch
menningarmálaráðherra Spánar.
Ljós norðursins er þungamiðjan í
víðtækri menningarkynningu Norð-
urlandanna á Spáni. Fulltrúar ís-
lendinga á sýningunni í Reina Sofía
sýningarsalnum eru málararnir As-
grímur Jónsson og Þórarinn Þorláks-
son, en sýningin hefur þegar vakið
töluverða athygli í fjölmiðlum og
meðal almennings.
Hljómsveitin Caput hefur einnig
haldið tónleika á þessum sama tíma
í Madrid, Valencia og Barcelona og
óhætt er að segja að þeim var vel
tekið og bæði áheyrendur og fjölm-
iðlar ánægðir með þeirra framlag.
Þessir tónleikar eru hluti af norrænu
menningarkynningunni, sem hlotið
hefur nafnið Undir Pólstjörnu, Bajo
la estrella polar.
Sýning Magnúsar Kjartanssonar
í salnum Fundacion Carlos de Am-
beres hefur einnig vakið töluverða
og verðskuldaða athygli, en hann
hlaut þegar við opnunina fjölda til-
boða frá listhúsum á Spáni, auk
boðs um að taka þátt í Arco mynd-
listahátíðinni í Madrid og óskum um
að sýningin færi víðar á Spáni. Fyrir-
hugað er að verk Magnúsar verði
síðan sýnd í Barcelona í júnímánuði.
Vígsla
torgsins
sérlega eft-
irminnileg
HEIMSÓKN Vigdísar Finnboga-
dóttur forseta Islands til Spánar
tókst vel, og sendiherra íslands á
Spáni segir að vígsla ísland-
storgsins í Barcelona hafi verið
sérstaklega eftirminnileg.
„Það sem eftir situr er einkum
sú mikla vinátta sem kom frara,
bæði í Madrid og Barcelona,
gagnvart íslandi, og hvað fólk þar
þekkir almennt vel til íslands,
kannski fyrst og fremst út frá
saltfiskinum, sagði Sverrir Hauk-
ur Gunnlaugsson, sendiherra ís-
lands á Spáni, sem fylgdi Vigdísi
Finnbogadóttur í heimsókn henn-
ar.
Eftirminnileg vígsla
Vigdís Finnbogadóttir opnaði
norrænu myndlistarsýninguna
„Ljós norðursins" í Madrid á
fimmtudag og var viðstödd opnun
málverkasýningar Magnúsar
Kjartanssonar og tónleika Caput-
kammerhópsins í sömu borg.
Vigdís fór til Barcelona á föstu-
dag en þangað höfðu bæjaryfir-
völd boðið henni til að opna torg,
sem þar hefur verið byggt upp
og kennt er við ísland. Torgið er
í millistéttarhverfi í Barcelona og
frágangur þess kostaði um 100
milljónir islenskra króna.
Vigdís hitti meðal annars ís-