Morgunblaðið - 04.04.1995, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.04.1995, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT „Hönd Allah“ að verki? 50.000 Rúandamenn á flótta í Búrúndí og vilja til Tanzaníu Spáð verri skálm öld en í Rúanda Bujunibura. Reuter, The Daily Telegraph. RÚMENSKIR rannsóknarmenn staðfestu í gær að þeir væru að rannsaka hvort sprenging hefði orðið í Airbus-þotunni, sem hrap- aði í grennd við Búkarest á föstu- dag. Belgíska lögreglan rannsak- aði nafniaust bréf þar sem því er haldið fram að „hönd Allah“ hafi grandað þotunni. Franska sendiráðið í Búkarest fékk einnig símhringingu frá óþekktum manni, sem kvaðst hafa komið fyrir sprengju í þotunni. Sjónvarvottur hafði áður sagt að sprenging hefði orðið í aftur- hluta þotunnar áður en hún hrap- aði. Allir um borð, 60 manns, fór- ust. Flugvél á leiðinni frá Búkarest til Parísar varð að lenda í Timiso- ara vegna sprengjuhótunar í gær. Vélin var í eigu rúmenska flugfé- lagsins Tarom, er átti Airbus-þot- una sem fórst. Á myndinni leggur Rúmeni blóm við brak úr Airbus-þotunni. FLOTTAMANNAHJALP Samein- uðu þjóðanna sagði í gær að kom- ið hefði verið í veg fyrir að 50.000 rúandískir flóttamenn færu frá Búrúndí til nágrannaríkisins Tanzaníu um helgina. Margir ótt- ast að í uppsiglingu sé skálmöld í Búrúndí sem verði jafnvel enn mannskæðari en átökin í Rúanda fyrir ári. Starfsmenn Flóttamanna- hjálparinnar og stjórnarerindrekar í Bujumbura, höfuðborg Búrúndí, sögðu að því færi fjarri að flótta- mannavandinn væri leystur þar sem spennan milli hútúa og tútsa færi sívaxandi. Tugþúsundir bíða við landamærin 8700 flóttamenn, sem voru á leið til Tanzaníu, voru fluttir aftur til búða sinna í Búrúndí. „Við erum að reyna að fá hina flóttamennina til að snúa aftur. Það er besta lausn- in fyrir þá og alla aðra,“ sagði tals- maður Flóttamannahjálparinnar. Um 20.000 flóttamannanna 50.000 námu staðar í skógi við landamærin og féllust á að bíða þar meðan landamærin væru lok- uð. Stjómvöld í Tanzaníu segjast ekki geta tekið við flóttafólkinu þar sem 750.000 flóttamenn séu þar fyrir. Ar frá hrannvígum Á fimmtudag verður þess minnst að ár er liðið frá hrannvíg- unum í Rúanda, þegar herskáir hútúar drápu allt að milljón tútsa og hófsamra hútúa. Tútsar eru í minnihluta í Rúanda og Búrúndí. Hundruð útlendinga hafa flúið Bujumbura eftir mannskæða bar- daga í borginni. Hermt er að vopn- aðir tútsar, sem njóti stuðnings hersins, hafi ráðist á hútúa og neytt þá til að fara úr borginni. Hútúar jafnt sem tútsar spá enn blóðugri morðöld í Búrúndí en í Rúanda fyrir ári. „Ástandið verður enn hryllilegra hér en í Rúanda," sagði námsmaður úr röðum tútsa í Bujumbura. Forseti sagður vopna morðsveitir Tútsar vilja steypa stjóm Syl- vestre Ntibantunganya forseta, sem er hútúi og sakaður um að sjá öfgamönnum úr röðum hútúa fyrir vopnum. Rútskoj í forseta- framboð Moskvu. Reuter. ALEXANDER Rútskoj, fyrrver- andi varaforseti Rússlands, sam- þykkti á sunnudag að bjóða sig fram í forsetakjöri á næsta ári. Lýsti hann jafnframt yfir, að næði hann kjöri myndi hann sameina aftur Rússland, Úkraínu og Hvíta- Rússland. Rútskoj var einróma kjörinn frambjóðandi hreyfingarinnar Derzhava eða Valds en ekki þykir líklegt, að hann komist langt í kosningum. Borís Jeltsín forseti hefur enn ekki lýst yfir framboði en geri hann það er ekki ósenni- legt, að öfgamaðurinn Vladímír Zhírínovskíj geti orðið honum skeinuhættur. Reuter Sprenging SL Gslzsl ÞÚSUNDIR Palestínumanna báru í gær tómar líkkistur frá al-Omari moskunni í Gazaborg til kirlgugarðs í táknrænni út- för sex manna sem létu lífið í sprengingu á sunnudag. Hún varð þegar sprengja sem liðs- menn Hamas voru að smíða, sprakk í höndum þeirra. Ham- as-liðar hafa hótað hefndum en á meðal þeirra sem féllu var eftirlýstur liðsmaður innan hreyfingarinnar, sem var sér- fróður á sviði sprengiefna. Palestínumenn og ísraelar sögðu að sprengingin hefði orðið fyrir mistök og kváðust ekki ábyrghir fyrir heni. Iient vinnmn við si sjálfboðaliðum til margvlslegra starfa á kjördag, laugardaginn 8. apríl. Allir sem eru reiðubúnir að lijálpa tU eru hvattir til að hafa samband við hverfa- skrifstofurnar eða skrifstofu Sj áifstæðisfl okksins ísíma 682900. ^ /r-rv % BETRA ÍSLAND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.