Morgunblaðið - 04.04.1995, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
„Hönd Allah“ að verki?
50.000 Rúandamenn á flótta í Búrúndí og vilja til Tanzaníu
Spáð verri skálm
öld en í Rúanda
Bujunibura. Reuter, The Daily Telegraph.
RÚMENSKIR rannsóknarmenn
staðfestu í gær að þeir væru að
rannsaka hvort sprenging hefði
orðið í Airbus-þotunni, sem hrap-
aði í grennd við Búkarest á föstu-
dag. Belgíska lögreglan rannsak-
aði nafniaust bréf þar sem því er
haldið fram að „hönd Allah“ hafi
grandað þotunni.
Franska sendiráðið í Búkarest
fékk einnig símhringingu frá
óþekktum manni, sem kvaðst hafa
komið fyrir sprengju í þotunni.
Sjónvarvottur hafði áður sagt
að sprenging hefði orðið í aftur-
hluta þotunnar áður en hún hrap-
aði. Allir um borð, 60 manns, fór-
ust.
Flugvél á leiðinni frá Búkarest
til Parísar varð að lenda í Timiso-
ara vegna sprengjuhótunar í gær.
Vélin var í eigu rúmenska flugfé-
lagsins Tarom, er átti Airbus-þot-
una sem fórst.
Á myndinni leggur Rúmeni
blóm við brak úr Airbus-þotunni.
FLOTTAMANNAHJALP Samein-
uðu þjóðanna sagði í gær að kom-
ið hefði verið í veg fyrir að 50.000
rúandískir flóttamenn færu frá
Búrúndí til nágrannaríkisins
Tanzaníu um helgina. Margir ótt-
ast að í uppsiglingu sé skálmöld í
Búrúndí sem verði jafnvel enn
mannskæðari en átökin í Rúanda
fyrir ári.
Starfsmenn Flóttamanna-
hjálparinnar og stjórnarerindrekar
í Bujumbura, höfuðborg Búrúndí,
sögðu að því færi fjarri að flótta-
mannavandinn væri leystur þar
sem spennan milli hútúa og tútsa
færi sívaxandi.
Tugþúsundir bíða við
landamærin
8700 flóttamenn, sem voru á leið
til Tanzaníu, voru fluttir aftur til
búða sinna í Búrúndí. „Við erum
að reyna að fá hina flóttamennina
til að snúa aftur. Það er besta lausn-
in fyrir þá og alla aðra,“ sagði tals-
maður Flóttamannahjálparinnar.
Um 20.000 flóttamannanna
50.000 námu staðar í skógi við
landamærin og féllust á að bíða
þar meðan landamærin væru lok-
uð. Stjómvöld í Tanzaníu segjast
ekki geta tekið við flóttafólkinu
þar sem 750.000 flóttamenn séu
þar fyrir.
Ar frá hrannvígum
Á fimmtudag verður þess
minnst að ár er liðið frá hrannvíg-
unum í Rúanda, þegar herskáir
hútúar drápu allt að milljón tútsa
og hófsamra hútúa. Tútsar eru í
minnihluta í Rúanda og Búrúndí.
Hundruð útlendinga hafa flúið
Bujumbura eftir mannskæða bar-
daga í borginni. Hermt er að vopn-
aðir tútsar, sem njóti stuðnings
hersins, hafi ráðist á hútúa og
neytt þá til að fara úr borginni.
Hútúar jafnt sem tútsar spá enn
blóðugri morðöld í Búrúndí en í
Rúanda fyrir ári. „Ástandið verður
enn hryllilegra hér en í Rúanda,"
sagði námsmaður úr röðum tútsa í
Bujumbura.
Forseti sagður vopna
morðsveitir
Tútsar vilja steypa stjóm Syl-
vestre Ntibantunganya forseta,
sem er hútúi og sakaður um að
sjá öfgamönnum úr röðum hútúa
fyrir vopnum.
Rútskoj
í forseta-
framboð
Moskvu. Reuter.
ALEXANDER Rútskoj, fyrrver-
andi varaforseti Rússlands, sam-
þykkti á sunnudag að bjóða sig
fram í forsetakjöri á næsta ári.
Lýsti hann jafnframt yfir, að næði
hann kjöri myndi hann sameina
aftur Rússland, Úkraínu og Hvíta-
Rússland.
Rútskoj var einróma kjörinn
frambjóðandi hreyfingarinnar
Derzhava eða Valds en ekki þykir
líklegt, að hann komist langt í
kosningum. Borís Jeltsín forseti
hefur enn ekki lýst yfir framboði
en geri hann það er ekki ósenni-
legt, að öfgamaðurinn Vladímír
Zhírínovskíj geti orðið honum
skeinuhættur.
Reuter
Sprenging
SL Gslzsl
ÞÚSUNDIR Palestínumanna
báru í gær tómar líkkistur frá
al-Omari moskunni í Gazaborg
til kirlgugarðs í táknrænni út-
för sex manna sem létu lífið í
sprengingu á sunnudag. Hún
varð þegar sprengja sem liðs-
menn Hamas voru að smíða,
sprakk í höndum þeirra. Ham-
as-liðar hafa hótað hefndum
en á meðal þeirra sem féllu
var eftirlýstur liðsmaður innan
hreyfingarinnar, sem var sér-
fróður á sviði sprengiefna.
Palestínumenn og ísraelar
sögðu að sprengingin hefði
orðið fyrir mistök og kváðust
ekki ábyrghir fyrir heni.
Iient vinnmn við si
sjálfboðaliðum til margvlslegra starfa á kjördag, laugardaginn 8. apríl.
Allir sem eru reiðubúnir að
lijálpa tU eru hvattir til að
hafa samband við hverfa-
skrifstofurnar eða skrifstofu
Sj áifstæðisfl okksins
ísíma 682900.
^ /r-rv %
BETRA
ÍSLAND