Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 19 VIÐSKIPTI Norsk olíuborfélög sameinast Risafyrirtæki í neðansjávarborun Ósló. Reuter. NORSKU fyrirtækin Transocean A/S og Wilrig A/S hafa skýrt frá fyrirætlunum um að sameinast og hið nýja fyrirtæki verður einn umsvifamesti aðili heims, sem bor- ar eftir olíu á sjó. Fyrirhugað er að Transocean taki við rekstri Wilrig, sem er minna fyrirtæki. Hluthafar Wilrigs munu láta ijögur hlutabréf í skipt- um fyrir þijú í Transocean. Tillagan um samrunann verður lögð fyrir fundi hluthafa í fyrir- tækjunum fyrir 1. júní. Ef hún verður samþykkt mun sameiningin virka aftur fyrir sig og gilda frá 1. janúar. „Transocean verður traustara fyrirtæki og mun keppa á alþjóða- markaði," sagði forstjóri Transocean, Ole Lund, í samtali við Reuter. „Transocean fær ótví- ræða forystu á norska landgrunn- inu.“ Á heimsmælikvarða Lund sagði að Transocean yrði í röð umsvifamestu fyrirtækja heims á sínu sviði ásamt Reading & Bates Corporation óg Sonat Offshore Drilling í Bandaríkjun- um. Velta Transoceans er rúmlega þrír milljarðar norskra króna. f Þegar skýrt hafði verið frá fyrirætluninni hækkuðu hlutabréf í Wilrig um 2.20 norskar krónur í 47, en verð hlutabréfa í Transoce- an var óbreytt, 65 n. krónur. Gengismál Dollar nær nýrri lægð New York. Reuter. LÆGRA verð fékkst fyrir doll- ar í gær en nokkru sinni síðan heimsstyijöldinni lauk þrátt fyrir stuðningsaðgerðir banda- ríska seðlabankans og þess japanska. Staða dollarans styrktist lít- ið, þótt Robert Rubin fjármála- ráðherra lýsti því yfir í fyrri- nótt að Clinton-stjórnin styddi traustan dollar. Dollarinn lækkaði í 86.05 jen skömmu eftir opnun í gær úr 86.30 jenum á föstudag, en það var þá lægsta verð frá stríðslokum. Nánar gætur eru hafðar á því hvort bankar muni grípa til nýrra stuðningsaðgerða og almennt er búizt við að sú verði raunin að sögn sérfræð- inga. Þeir gera þó ekki ráð fyrir að markaðurinn muni láta slíkt breyta þróun dollar- ans og telja að gengi hans muni halda áfram að lækka. Þegar á daginn leið hækk- aði dollar lítið eitt og seldist á 86.20 jen. Hewlett-Packard með heimilistölvu Palo Alto, Kaliforníu. Reuter. HEWLETT-Packard fyrirtækið hef- ur ákveðið að hefja framleiðslu á heimilistölvum og keppa við IBM, Compaq, Apple og fleiri. Margmiðla HP-tölvur af þremur nýjum gerðum munu kosta 1.699- 2.299 dollara. Þær grundvallast á 60, 75 og 90 megahertza Pentium- kubbi Intels. Verðið er svipað og á glænýjum tölvum á markaðnum, en nokkuð hærra en á tölvum frá Dell-fyrir- tækinu. HP hefur framleitt einmenn- ingstölvur um árabil og verðið var hækkað fyrir nokkrum árum til þess að treysta samkeppnisaðstöð- una. Fyrirtækið er nú í 8. til 9. sæti á einmenningstölvumarkaði heims. Það þykir hafa staðið sig bezt í framleiðslu fyrir vandfýsna kaupendur og fyrirtæki. Ifyrirtækið Richard Watts, háttsettur maður hjá HP, segir að takmarkið sé að komast í röð þriggja mestu tölvuframleiðenda heims og ná því marki fyrir árslok 1997. Webb McKinney, yfirmaður heimilstölvudeildar, segir sam- keppnisaðstöðu HP góða og benti á velgengni á neytendamarkaði, til dæmis í sölu leysiprentara. Sérfræðingar segja að þótt búast megi við byrjendaerfiðleikum sé ekkert fyrirtæki eins vel í stakk búið til þess að ná árangri og HP. ÞAfi KOSTAR MIKLU MINNA tr J EN ÞÚ HELDUR AÐ KAUPA SÉR VANDAÐ, FALLEGT OG SLITSTERKT SÓFASETT. Valby sófasettið fæst bæði í 3-1-1 og 3-2-1 eða sem hornsófi 6 sæta eða 5 sæta. Slitsterkt leður á slitflötum og margir leðurlitir. Komdu strax í dag. Hvergi meira úrval til af sófasettum og hornsófum en í stærstu húsgagnaverslun landsins. Húsgapahöllin BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI91-871199 Staðgreiðsluafsláttur eða góð greiðslukjör Komdu og hittu okkar mann í Svíþjóð, Arne Pálsson, á Islandi í þessari viku Arne Pálsson er mörgum innflytjendum að góðu kunnur. Síðastliðin 9 ár hefur hann rekið umboðsskrifstofu Samskipa í Varberg í Svíþjóð og þjónað viðskiptavinum okkar þaðan. Hann hefur því umfangsmikla reynslu af flutningum til tslands. Arne er nú gestur okkar á íslandi þessa vikuna og mun taka á móti viðskiptavinum sínum og Samskipa hér á landi og öðrum þeim sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustu hans. Ef þitt fyrirtæki er í innflutningi frá Svíþjóð er Arne rétti maðurinn að ræða við. Nánari upplýsingar eru veittar í söludeild Samskipa í síma 569 8300. SAMSKIP Holtabakka við Holtaveg, 104 Reykjavík Sími 569 8300 - Fax 569 8327 o o
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.