Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 47 MINNINGAR Elliðaám voru margar. Ég var ekki hár í loftinu, aðeins þriggja ára, þegar ég fékk fyrst að fara með afa og pabba austur fyrir fjall, en þar vorum við flest sumur við veið- ar, enda hafði pabbi hluta af ánni á leigu um árabil. Stangaveiðin var fyrir mér ævintýri. Yfir henni hvíldi dulúð sem mér fannst stundum aðeins á færi fullorðinna að ráða í. En afi var góður kennari og á sinn rólega hátt kenndi hann mér I marga leyndardóma stangaveiðinn- I ar, en þó fyrst og fremst að um- gangast náttúruna og bera virðingu fyrir umhverfínu. Sumrin austur við Sog voru mjög ljúf, en þrátt fyrir ungan aldur þá eru þau ljóslifandi í minningunni enn þann dag í dag. Pabbi skrifaði eitt sinn grein í Veiði- manninn sem bar yfírskriftina „Þá skein sól við Sogið", og má svo sannarlega heimfæra þá fyrirsögn upp á árin okkar góðu þar. Afí hafði ákveðið lag við veiði- I skapinn. Hann vildi hafa frið og ró í kringum sig, sat iðulega á bakkan- um, rýndi í fluguboxin, kveikti í pípunni sinni eða fékk sér kaffísopa. Allir veiðimenn eiga sína uppá- haldsá. Hjá afa voru það Elliðaám- ar. Þar var hann á heimavelli. Hann þekkti ámar eins og lófann á sér, enda veiddi hann þar í nokkra ára- tugi. Hin seinni ár gat hann lítið , sem ekkert veitt, en þrátt fyrir það kom hann svo lengi sem heilsan ) leyfði í heimsókn til okkar pabba inn að ám, þá daga sem við áttum þar veiðileyfí. Síðustu árin voru' afa oft erfíð vegna sjóndepru og lasleika, þótt aldrei kvartaði hann. En færi hann inn að ám, þótt ekki væri nema í klukkutíma, lifnaði ávallt yfir hon- um. Oft rifjuðum við líka upp minn- I ingarnar um veiðina og samveru- j stundirnar við ámar, og var þá sem hann öðlaðist fyrri lífsgleði um > stund. Hefur það fært mér heim sanninn um að þegar að leiðarlokum líður em það góðu minningamar sem mestu máli skipta. Afi var alla tíð mjög trúaður og öll andleg málefni vom honum hug- leikin. Eitt sinn var hann staddur í New York, en þangað fór hann þá ásamt ömmu að heimsækja dótt- ) ur sína, Ingunni, sem var þá full- ) trúi Ferðaskrifstofu ríkisins þar. I Dag einn var hann staddur inni í " miðborg og amma að versla. Hann gekk inn í bókaverslun, svipaðist um, en sá ekkert sem vakti áhuga. Hann kunni þó ekki við að ganga út án þess að kaupa eitthvað og valdi því bók af handahófí, greiddi fyrir hana og stakk ofan í tösku. Það var síðan ekki fyrr en eftir heimkomuna að hann veitti bókinni ' athygli. Hún fyallaði um andleg | málefni og var höfundur hennar k Harold Sherman. Ákvað afí að þýða hana á íslensku. Þegar handritið var tilbúið þurfti að finna útgef- anda. Hann fletti upp í símaskránni og hringdi í þann fyrsta sem hann rak augun í. Sá sem svaraði varð hissa. Hann var einmitt með eintak af sömu bók á borðinu fyrir framan sig og var að leita að þýðanda. | Bókin kom út og fylgdu fleiri eftir sama höfund í kjölfarið. Ég á eftir að sakna afa mikið | og mun oft hugsa til hans á bökkum ánna. Hann kastar ekki framar flugu fyrir lax í Soginu eða Elliða- ánum, en ég sé hann fyrir mér bein- ---—-—■— —r— í HÁDEGINU an í baki á bökkum fallegra áa fyr- ir handan. Blessuð sé minning hans. Ingólfur Ásgeirsson. Ég reri mínum bát út á reginhaf í röðulátt skyldi haldið, bjartur var sær með bylgjutraf bláfagurt himintjaldið. Ég setti miðið og markið hátt mikils var til að vinna, hinum megin við hafið blátt er himinninn drauma minna. Ægisdætur með ygglibrún efldust í mætti sínum, örlaganomir ristu rún og réðu sköpum mínum. Holskeflan pæfir við himingeim í helför, því kalli að sinna, að senda mig frjálsan, heilan heim, í himininn drauma minna. Svona orti afi Ingólfur um dauð- ann fyrir nokkrum árum. í hans huga var dauðinn líkn. Ekki sorgleg- ur endir heldur ný byijun á betri stað. Bjargfastur í trúnni sagði hann okkur frá því hversu gott væri hand- an móðunnar miklu. Hann óttaðist ekki þá langferð. Það kom okkur ekki að óvörum þegar afí hélt svo af stað í ferðina sína snemma morguns fímmtudag- inn 23. mars síðastliðinn. Hann hafði legið sjúkur um nokkurt skeið og öllum verið ljóst að skammt var eft- ir. Engu að síður var það mikil sorg sem bjó um sig í hjörtum okkar við þá tilhugsun að við myndum ekki heimsækja afa Ingó í Seljahlíðina framar. Það er ekki oft sem orðin þrýtur, en það er erfítt að lýsa afa í nokkrum setningum. Afí hafði áhuga á öllu milli himins og jarðar og nærðist á því að fylgjast með öllu því sem sem við vorum að taka okkur fyrir hendur. Hann studdi okkur ætíð með ráðum og dáð, bæði í skóla og félagslífi. Hann var haf- sjór af fróðleik. Honum var hann ávallt tilbúinn að deila með okkur. Hjá afa fengum við fyrstu kynni af íslandssögu þegar hann sagði okkur frá bemskubrekum á ísafírði. Mann- lífið og umhverfið stóðu ljóslifandi fyrir augum manns. Hann var frétt- afíkill og mátti helst ekki missa af nokkrum fréttatíma. Eins og hann sagði sjálfur varð hann að hafa eftir- lit með gangi heimsmála, annars færi allt í vitleysu. Það var alltaf gott að heimsækja þau ömmu upp í Breiðholt og hér áður fyrr á Ránar- götuna. Þar vorum við bræðurnir meðan mamma stundaði sína vinnu tvo eftirmiðdaga í viku, tveir litlir puttar sem mættu ótakmarkaðri hlýju og umhyggju sem ekki gleym- ist. Ekki voru þær síðri, stundimar sem við áttum heima í Logafoldinni þegar við skeggræddum um lífíð og líðandi stund. Á kveðjustund vonum við að hann hafí fundið betri heim og lofí þar öðrum að kynnast þeim manngildum sem munu lifa í minn- ingu okkar bræðra um ókomna tíð. Ingólfur Bjarai og Ásgeir. HVAB RÆBUR FERBINNIEFTIR KQSNINGAR? Ogmundur Jónasson, Pétur H. Blöndal, 3. sæti G-lista. Aherslusvið: 9. Sæti D-lista. Áherslusvið: Kjarabarátta launafólks og Fjármagnsmarkaður jöfnun lífskjara og verðbréfaviðskipti „Ég sé engan mun á því" sagði Pétur H. Blöndal í Ríkisútvarpinu í gærmorgun þegar Ögmundur Jónasson vitnaði í ummæli Péturs um tryggingar vegna heilsugæslu annars vegar og viðhald og viðgerða bifreiða hins vegar. Þessir menn skipa baráttusæti G- og D- listanna í Reykjavík, stærsta kjördæmi landsins, og í kappræðum þeirra á Hótel Borg í gær var í raun tekist á um grundvallarsjónarmið hægri og vinstri stefnu. I deilum Ögmundar og Péturs endurspeglast það sem kosningarnar um allt land snúast um - velferð einstaklinganna og verðmæetasköpun i atvinnulífi annars vegar og hins vegar ískalt mat markaðshyggjunnar á því „hversu stórum hluta þfóðarinnar þurfi að hfólpa með velferðarkerfinu". Vangavelmr Péturs um hvað sé hæfilegur fjöldi fátæks fólks eru magnaðar: „Eru það 10% eða 1 5% þ|óðarinnar? ...Þegar ókveðið hefur verið hve stórum hluta þfóðarinnar við aetlum að hjólpa, getum við leyft hinum að bfarga sér sfólfum. Þeir vilfa það endllega." (Grein Péturs í Mbl. 25. mars 1995). Reykvíkingar geta ekki aðeins valið á táknrænan hátt fyrir alla landsmenn um hægri eða vinstri stefnu - um áhersluna á fólkið eða fjármagnið, manninn eða markaðshyggjuna. Þeir geta heldur ekki aðeins með atkvæðum sínum valið sína eigin þingmenn. Hvert atkvæði í Reykjavík getur vegna stærðar kjördæmisins skipt miklu máli fyrir þingstyrk flokkanna í einstökum kjördæmum um alh land. Ögmundur Jónasson er fulltrúi óháðra sem fylkt hafa liði með Alþýðubandalaginu í komandi kosningum og beita munu sér af alefli fyrir bsettum kförum, jafnrétti í launum, auklnni atvinnu og viðunandi afkomu allra þegna íslensks velferðarþfóðfélags. Við þurfum Ögmund á þing - þjóðarinnar vegna! XG í REYKJAVÍK Alþýðubandalagið og óháðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.