Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUg)CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Utgerðarfélag Akureyringa Skilar 155 ~ milljóna hagnaði AFKOMA Útgerðarfélags Akur- eyringa árið 1994 var mun betri og veltan meiri en áætlanir fyrir-' tækisins gerðu ráð fyrir, að sögn Gunnars Ragnars, framkvæmda- stjóra ÚA. Hagnaðurinn í fyrra nam rúmum 155 milljónum króna, en var 112 milljónir króna árið á undan. Sölukostnaður minni og hærri endurgreiðslur r Gunnar sagði að ein ástæðan fyrir því að hagnaðurinn var fram- ar vonum væri sú að sölukostnaður hefði verið minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og endurgreiðsla frá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna hærri. Þá tók ÚA við rekstri frystihúss Kaldbaks á Grenivík á liðnu ári og jókst velta félagsins töluvert við það. Heildarvelta ÚA í fyrra var 3.750 milljónir. Eigið fé í árslok var um 2 milljarðar og jókst um - 131 milljón milli ára. ■ Hagnaður nam/18 Njarðvíkingar standa vel NJARÐVÍKINGAR unnu Grind- víkinga 75:79 í fjórða úrslitaleik liðanna um Islandsmeistaratitilinn i körfuknattleik í Grindavík í gærkvöldi og eru 3:1 yfir. ■ Með vænlega stöðu/C3 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kanna rekstur bj örgunarskóla að Gufuskálum SNÆFELLSBÆR hefur hug á að nýta byggingar lóranstöðvarinnar að Gufuskálum á Snæfellsnesi fyrir sameiginlegan björgunarskóla Landsbjargar, Rauða kross íslands og Slysavarnafélags íslands. Ásbjörn Óttarsson, formaður Gufuskálanefndar Snæfellsbæjar, sagði í gær að enn væri með öllu óvíst hvort af þessu yrði. Til þess þyrfti fjárstuðning og hefði verið leitað eftir styrk hjá Byggðastofnun. Snæfellsbær fékk byggingar að Gufuskálum til ráðstöfunar, þegar varnarliðið hætti starfrækslu lóran- stöðvar þar á síðasta ári. Elsta hús- næðið var rifið, en eftir standa 14 íbúðir, auk húsnæðis, sem gæti nýst fyrir námskeið af ýmsum toga. „Um það deila menn ekki, að aðstæður til slíkrar starfsemi eiga sér vart hliðstæðu í heiminum. Við höfum húsnæði, Snæfellsjökul, úfið hraun og hafið. Þama væri hægt að koma upp alþjóðlegum björg- unarskóla. Það gerist hins vegar ekkert í þessu nema einhver fjár- hagsaðstoð komi til. Við munum kanna þetta allt ofan í kjölinn, því við viljum alls ekki æða út í óviss- una með slíkan rekstur," sagði Ás- bjöm Óttarsson. Hann sagði að sveitarfélagið hefði óskað eftir styrk frá Byggða- stofnun, til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd, en ekki tiltekið upp- hæð. „Við fengum góðar móttökur hjá stofnuninni, sem tekur málið fyrir í lok apríl. Þá viðraði ég þessa hug- mynd við Davíð Oddsson forsætis- ráðherra á opnum fundi í Ólafsvík í síðustu viku. Hann sagði að sér þætti hugmyndin mjög áhugaverð og að hann myndi vinna málinu brautargengi." Breytingar kosta 40 milljónir Ester Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri SVFÍ, sagði að enn væm hugmyndir um björgunarskóla að Gufuskálum lítt mótaðar. „Það er ljóst að þetta verður of dýrt til að félögin geti staðið undir slíkum kostnaði, svo framkvæmdir velta á því hvort fjármagn fæst annars staðar. Úttekt bendir til að það myndi kosta um 40 milljónir að gera nauðsynlegar breytingar og lagfæringar á húsnæði." Klukkur í Vídalíns- kirkju UNNIÐ var að uppsetningu kirkjuklukkna í Vídalíns- kirkju í Garðabæ í gær. Kirkjan verður vígð þann 30. apríl næstkomandi en fyrsta skóflustungan var tekin fyrir rétt rúmum fjór- um árum, eða 23. mars 1991. Hún er nefnd eftir Jóni Vídalín biskupi, sem var fæddur í Görðum á Álfta- nesi þann 21. mars 1666. Arkitekt Vídalínskirkju er Skúli Norðdahl. . Viðhaldsstöð Flugleiða leiðandi í viðhaldi Fokker 50 Stórskoðun á þrem- ur fluffvélum S AS FLUGLEIÐIR hafa tekið að sér stórskoðun á þremur Fokker 50- flugvélum SAS-flugfélagsins í sum- ar. Verðmæti samningsins er 20-30 milljónir kr. Blaðafulltrúi Flugleiða segir að með þessu og öðrum viðhaldsverkefnum sé við- haldsstöð félagsins orðin með stærstu aðilum sem taka að sér viðhald fyrir Fokker 50-vélar. SAS á 22 Fokker 50-véIar sem þurfa að fara í stórskoðun á næstu þremur árum. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir að fé- lagið hafi keppt við sterka aðila um þær þrjár vélar sem koma til skoð- unar á þessu ári, breska flugfélagið Air U.K., Fokker-verksmiðjurnar í Hollandi og eigin viðhaldsdeild SAS. Skoðunin fari fram í júlí, þeg- ar minnst verkefni eru fyrir þessar vélar, og þyrfti SAS því ekki að leigja aðrar flugvélar á meðan. Viðhaldsstöð Flugleiða á Kefla- víkurflugvelli var einkum byggð fyrir viðhald eigin véla félagsins en hún er með 10-15% umframgetu og hefur verið sótt á erlendan mark- að ti\ að nýta hana sem best. Á síðasta ári tók félagið að sér skoðun á þremur Fokker-vélum norsks flugfélags og nú hefur verið samið um að setja upp og halda við viðhaldskerfi fyrir Fokker hjá sænsku flugfélagi og að annast gír- skipti í samskonar vélar fyrir þýska flugfélagið Lufthansa. Einar Sigurðsson segir að með þessum verkefnum sé viðhaldsstöð- in orðin leiðandi á þessum mark- aði. Það sé sérstaklega ánægjulegt að vinna keppnina um skoðun SAS- vélanna og þannig verði unnið að verkefninu að félagið fái skoðun allra Fokker-véla flugfélagsins. Könnun í Reykjavík, Osló og Kaupmannahöfn Matvöruverð hefur lækkað í Reykjavík MATVÖRUVERÐ hefur lækkað undanfarin ár í stórmörkuðum í Reykjavík samanborið við verð mat- vöru í stórmörkuðum í Ósló og Kaup- mannahöfn. Þetta má ráða af könn- un á verði matvæla og nýlenduvöru scm Samkeppnisstofnun gerði ný- lega í samvinnu við Neytendasam- tökin. Verð á búvörum er svipað í Reykjavík og í Ósló, en verð á ný- lenduvörum og hreinlætisvörum er í 66% tilvika lægra í Reykjavík en Ósló. Verð á landbúnaðarvörum er tals- —ert lægra í Kaupmannahöfn en Reykjavík. Verð á alifuglakjöti er í Kaupmannahöfn aðeins 36% af því sem það er hér, fiskur er hins vegar 34% dýrari þar en í Reykjavík. Verð á nýlenduvörum og hreinlætisvörum var í 52% tilvika lægra í Reykjavík en Kaupmannahöfn og í 54% tilvika hærra í Reykjavík en Kaupmanna- höfn. Verð á sykri, mjöli, grjónum, sós- um, pakkasúpum, bamamat og kornvörum er mun lægra í Reykja- vík en í Ósló og Kaupmannahöfn. ■ Verð á búvörum/11 SIGLINGALEIÐIN fyrir Horn- bjarg er talin vafasöm í dimm- viðri og náttmyrkri vegna hafíss sem sést illa í ratsjá. Þar var þessi mynd tekin í ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar í gær. Þeg- ar TF-SYN flaug yfir miðin úti Hafís við Hombjarg Morgunblaðið/Halldór B. Nellett fyrir Vestfjörðum og á Dohrn- banka kom í b'ós að meginísbrún- in var næst landi 23 sjómílur norð- vestur af Barða og Straumnesi og þaðan lágu ísdreifar og ís- spangir í átt að Kögri, Hælavíkur- bjargi og Hornbjargi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.