Morgunblaðið - 04.04.1995, Side 45

Morgunblaðið - 04.04.1995, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ Hvítt: Simen Agdestein Svart: Jóhann Hjartarson Enski leikurinn 1. c4 - c5 2. Rc3 - g6 3. e4 - Bg7 4. d3 - Rc6 5. g4 - d6 6. Bg2 - a6 7. a4 Hvíta staðan er orðin eins og svissneskur ostur eftir frumlega byij- un Agdesteins, - holur úti um allt borð, sérstaklega á b4 og d4. 7. - e6 8. Rge2 - Rge7 9. 0-0 - 0-0 10. g5 - Hb8 11. Khl - Bd7 12. f4 - Rd4 13. Rxd4 - Bxd4 14. Hf3 - Bc6 15. Hh3 Hvítur setur hausinn undir sig og ætlar í kóngssókn. Gallinn við svona kraftataflmennsku er sá að hótanirn- ar eru lítt dulbúnar og áætlunin aug- ljós. 15. - f5! 16. gxf6 - Bxf6 17. Dg4 - Dd7 18. Hf3 - Kh8 19. Bd2 - Hg8 Um þetta leyti í skákinni varð ljóst að sá sem ynni hana kæmist í auka- keppni. Nú má svara 20. Bh3 með 20. - Rf5! 20. a5?! - Hg7 21. Hel - Bd4 22. h4?! - Rg8 23. Bh3 - He8 24. Kh2 - Dd8 25. Rdl_- Bf6 Nú hlýtur eitthvað undan að láta. Takið eftir glæsilegri staðsetningu svörtu drottningarinnar. 26. Bc3 - Bxc3 27. Rxc3 - Dxa5 28. Dg5 - Dc7 29. h5? - gxh5 30. Dxh5 - Rf6 31. Dh4 - De7 32. Hg3 - Hxg3 33. Dxg3 - Hg8 34. Df3 34. - Rg4+! 35. Khl - Dh4 36. He2? Skárra var 36. Hf 1 - Re3 37. Hgl 36. - Rf2+ 37. Hxf2 - Hg3 38. De2 - Hxh3+ 39. Hh2 - Dg3 40. Hxh3 - Dxh3+ 41. Dh2 - Dfl + 42. Dgl - Dxf4 43. Dg2 - Dh6+ 44. Kgl - Dg7 og Agdestein gafst upp, því hann lendir í endatafli með tveimur peðum minna og biskup svarts verður miklu sterkari en hvíti riddarinn. Hannes Hlífar var óþekkjanlegur frá sigrinum á Reykjavíkurskákmót- inu í fyrra. Hann er afar mistækur og tapaði nú fjórum síðustu skákun- um. Þegar Hannes nær sínu besta er styrkleiki hans vel yfir 2.600 skák- stig. Þetta brokkgengi er veikleiki sem hann verður að laga til að ná eðlilegum skákstigum, en þau eru aðgöngumiði að verðugum verkefn- um. Tveir eða þnr íslendingar áfram Það er nú ljóst að _það verða að minnsta kosti tveir Islendingar á millisvæðamótinu og góður mögu- leiki á þeim þriðja. Með sigrinum á heimsmeistaramóti unglinga 20 ára og yngri í haust öðlaðist Helgi Ass Grétarsson rétt til þátttöku. Það hefur aðeins einu sinni gerst áður að íslendingar ættu tvo fulltrúa á þeim vettvangi, en það var í Manila árið 1990. Nú er meira að segja möguleiki að slá það met og fá þrjá menn. Það væri með ólíkindum því heildarfjöldi keppenda úr öllum heiminum er á bilinu 60-70. Margeir Pétursson ÞRIÐJUDAGUR 4. APRIL 1995 45 Enn einu sinni er Gullpotturinn dottinn, .592.465 kr. P.S. Nú er nýr Gullpottur að hlaðast upp aftur og byrjar hann í 2.000.000 króna. Góða skemmtun! Gullpotturinn í Gullnámunni að upphæð 5.592.465 krónur datt sl. föstudag í Háspennu, Laugavegi. Gullpotturinn kemur vafalaust í góðar þarfir og fær vinningshafinn bestu hamingjuóskir. En það eru fleiri sem hafa fengið glaðning undanfarið því útgreiddir vinningar úr happ- drættisvélum Gullnámunnar hafa að undanförnu verið að jafnaði um 70 milljónir króna í viku hverri. Þetta eru bæði smærri vinningar og svo vinningar upp á tugi þúsunda að ógleymdum Silfurpottinum sem dettur að jafnaði annan hvern dag og er aldrei lægri en 50.000 krónur. Við óskum öllum vinningshöfum til hamingju og þökkum stuðninginn. Lambasmásteik. Handa fjórum 800 g beinlaust lambakjöt, t.d. af framparti eða skanka 2 laukar, saxaðir gróft 2 gulrætur, skornar í sneiðar 2-3 msk olía salt og pipar úr kvöm 1 soðteningur, gjarnan grænmetis 1 -2 lárviðarlauf 1 msk tómatþykkni 2-3 msk hveiti 1 dl kalt vatn 1/2 tsk timjan 1 msk sojasósa Laukurinn er steiktur létt í olíu ásamt gulrótunum ef þær eru notaðar. Grænmetið er síðan geymt. Kjötið er snyrt, skorið í bita og steikt í olíu þar til það er ailt vel brúnað. Vatni er þá hellt á svo að næstum fljóti yfir, og siðan bætt við salti og pipar, soðteningi, lárviðarlaufi og tómatþykkni. Kjötið er látið sjóða í um 30 mínútur. Þá er grænmetið sett út í og soðið áfram í um 20 mínútur. Kjötið á að verða vel meyrt. Soðið má þykkja örlítiö með hveitijafn- ingi sem hristur er saman úr hveiti og köldu vatni. Hræra þarf vel í á meðan. Þá er bætt við timjani og sojasósu og sósan látin sjóða i 5 minútur. Ef til vill þarf þá að bæta við salti eða pipar og þeir sem vilja geta dekkt sósuna meira með ögn af sósulit. Með réttinum er gott að hafa kartöflustöppu. G R A F f T

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.