Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 29 ...og kjark til að ná árangri á næstu árum kj ark til að horfast í augu við tækifærin Aðild aö Kvrópusambandinu er uppspretta nýrra tækifæra. Unga fólkið, best menntaða kynslóð íslandssögunnar, sættir sig ekki við einangrað ísland. Unga fólkið vill fjölþættara atvinnulíf, erlendar fjárfestingar, alþjóðlegt samstarf - vel launuð störf! íslendingar vilja sömu lífskjör og velferðarþjóðfélög Evrópu bjóða þegnum sínum. Með aðild að Evrópusambandinu mun íslenskt atvinnulíf öðlast sömu kjör og atvinnulíf nágranna okkar. Erlend fjárfesting mun aukast og fjölbreyttari störf skapast handa ungu og vel menntuðu fólki. Spurningin um aðild íslands að Evrópusambandinu er ekkert dægurmál. Stjórnmálaflokkum ber að móta framtíðarsýn. Alþýðuflokkurinn vill sjá ísland til borðs með lýðræðisþjóðum Evrópu. Aðild íslands að ESB varðar framtíð þjóðarinnar og velferð við upphaf 21. aldarinnar. fyrir neytandann Matarverð á íslandi er eitt hið hæsta í veröldinni. Þetta háa matarverð kemur niður á kjörum almennings - sérstaklega láglaunafólks. Aðild íslands að Evrópusambandinu myndi lækka verð á landbúnaðarafurðum og bæta kjör heimilanna í landinu. Með nýjum GATT-samningi verður innflutningur á landbúnaðarafurðum leyfður. Neytendasamtökin telja að eðlileg framkvæmd GATT-samningsins muni lækka matarverð um 15%. íslensk heimili þurfa á slíkri lækkun að halda! Matarverð í nokkrum borgum Evrópu Magn 1 kg. Hagkaup Fötex, Kaup- Globus Sainsbury' s B&W, ICA Carrefour Reykjavík mannahöfn Bonn London Stokkhólmur Osló París Lambalæri 796 672 703 298 752 570 698 Nautahakk 729 651 468 276 418 570 426 Kjúklingar 667 174 328 128 116 402 166 Kartöflur 63 80 75 64 67 85 167 Sveppir 597 449 280 268 410 371 266 Tómatar 229 173 141 205 208 332 178 Agúrkur 199 275 280 112 192 303 196 Smjör 350 359 373 317 300 322 497 Ostur 640 392 609 334 366 625 426 Jógúrt 190 91 121 212 120 209 145 Heildarverð Ódýrara en Hagkaup 4.460 3.316 -26% 3.378 -24% 2.214 -50% 2.949 -34% 3.789 -15% 3.165 -29% Öll verð eru miðuð við 14% virðisaukaskatt kjark til aö takast á viö atvinnuleysið Við viljum að minnst einum milljarði króna á ári verði varið í að- gerðir gegn atvinnuleysi. Markmið okkar er að enginn íslendingur verði iðjulaus og óvirkur í okkar samfélagi. Til lengri tíma er hagvöxtur og uppgangur í efnahagsmálum besta vopnið gegn atvinnuleysi. Reynslan sýnir þó að sérstakra aðgerða er börf til að sigrast á vanaanum. Við leggjum áherslu á starfsmenntun og endurmenntun atvinnulausra þannig að þeir eigi þess kost að laga sig að breyttum aðstæðum. Hluti aðgerðanna verður stuðningur við nýsköpun fýrirtækja og varanlega atvinnusköpun. Þessi viðfangsefni beinast sérstaklega að þeim sem búið hafa við langvarandi atvinnuleysi, en snerta einnig atvinnuþátttöku kvenna, ungs fólks og fatlaðra. fýrír atvinnulífið Við munum halda áfram á braut aukins friálsræðis í atvinnumálum. Áframhaldandi stöðugleiki með lágri verðbólgu, stöðugu gengi og lágurn vöxtum er forsendan fyrir vexti fyrirtækja á næstu árum. Nær 70% af útflutningi okkar fer til landa Evrópusambandsins. Fullur markaðsaðgangur og jörn staða okkar og keppinauta okkar á þessum markaði getur naft úrslitaáhrif á þróun íslensks atvinnulífs. Tryggja þarf atvinnulífinu sambærilegt starfsumhverfi (t.d. skattakerfi og löggjör) og evrópsku atvinnulífi. Slíkt verður ekki gert til frambúðar nema með aðild að Evrópusambandinu. Nauðsynlegt er að laða erlent áhættufjármagn til landsins. Kynna verður landið með markvissum hætti iyrir erlendum fjárfestum og skapa hagstæð skilyrði. Aðild að Evrópusambandinu mun gera ísland vænlegri kost í samkeppni um fjárfestingar og auka erlenda fjárfestingu hérlendis. Hvetja þarf til nýsköpunar. Sjóðakerfi atvinnulífisins verður stokkað upp og nýsköpunarsjóður stofnaður. Hlutverk hans verður að styðja vöruþróun, tækniframfarir, alþjóðlegt samstarf og markaðssetningu. Aðstoð við smáfyrirtæki er sérstaklega mikilvæg. Við viljum hækka segl sjávarútvegsins. Við höfnum alfarið séreign sægreifanna á kvótanum, og teljum brýnt að sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum verði bundin í stjórnarski-á. Öllum ráðum verður að beita til að hindra að afla sé hent. Forgangsverkefni verður að efla bátaútgerðina, jafnt smábáta sem hefðbundna vertíðarbáta, og stuðla að því að sem mestur hluti aflans verði unninn í landi. Við viljum að viðbótarkvóti komandi ára verði í sem mestum mæli settur á bátaflotann. Þannig eflum við bátaútgerðina og fjölgum störfum í landi, an þess að ganga a hlut togaranna. Að setj a ísland í A-flokk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.