Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ INGÓLFUR ARNASON + Ingólfur Árna- son fæddist á Isafirði 24. septem- ber 1907. Hann lést 23. mars siðastlið- inn i Seljahiið eftir langvarandi veik- indi. Foreldrar hans voru Arni Gislason frá Ögur- nesi við Isajarðar- djúp, lengi formað- ur og síðar yfir- fiskimatsmaður á ísafirði, og Kristín Sigurðardóttir frá Hörgshlið. Systkini Ingólfs voru: Solveig, gift Karli Petersen, sem var af þýskum ættum og starfaði lengstum hér á iandi sem verslunarstjóri í Braunsverslun, Þorsteinn vél- sljóri, kvæntur Ástu Jónsdóttur frá Ánanaustum, og Bergþóra gift Matthíasi Sveinssyni kaup- manni á Isafirði, og yngstur var svo Ingólfur. Auk þess var Lára Eðvarðsdóttir alin upp að miklu leyti hjá Kristínu. og Árna en hún giftist Elíasi J. Pálssyni, kaupmanni á Isafirði. __ Ingólfur kvæntist Önnu Ás- geirsdóttur 19. október 1933, dótt- ur Ásgeirs G. Gunn- laugssonar kaup- manns og konu hans Ingunnar Ólafsdótt- ur frá Mýrarhúsum. Börn Önnu og Ing- ólfs eru: 1) Asgeir, viðskiptafræðingur, fréttamað- ur og þýðandi, kvæntist Hafdísi Árnadóttur iþróttakennara. Synir þeirra eru Ingólfur, flug- maður og nú háskólanemi, og Árni Ólafur nemi í kvikmynda- gerð í Póllandi. 2) Ingunn Anna, þýðandi og húsmóðir, gift Sigfúsi Bjamasyni inn- kaupastjóra hjá Bandaríkja- 7Æg\\\ Guttormsson-Fjölval hf. Mörkin 1-108 Reykjavík • Símar: 81 27 88 og 68 86 50 • Fax: 3 58 21 KAUPMENN - INNKAUPASTJÓRAR Umbúbapappír Stórkostlega fallegt og fjölbreytt úrval í mörgum breiddum og lengdum á frábæru verði. Kjósum Ástu R. Jóhannesdóttur þingmann Reykvíkinga. MINNINGAR flota á Keflavíkurflugvelii. Synir þeirra eru Ingólfur Bjarni og Ásgeir, báðir nemar í Menntaskólanum í Reykjavík. Ingólfur fór 16 ára gamall til Þýskalands til að stunda við- skiptanám. Að þvi námi loknu hélt hann heim til íslands og settist að í Reykjavík. I fyrstu starfaði hann hjá ýmsum aðil- um en gerðist síðan sjálfstæður atvinnurekandi og hóf að flytja inn ýmsar vörur, einkum frá Sviss. Jarðarförin fór fram í kyrr- þey 3. apríl, að ósk hins látna. MÁGUR minn Ingólfur Árnason er látinn. Langar mig því til að minn- ast hans með nokkrum orðum eftir meira en hálfrar aldar vináttu. Ingólf sá ég fyrst á gangi í Tjarn- argötu, skammt frá heimili foreldra minna. Þekkti ég hann ekkert um þær mundir og enn síður þá glæsi- legu konu sem með honum var og ók barnavagni. Mig grunaði síst að ævi mín ætti eftir að tengjast þeim náið en forlögin réðu því að ég gekk síðar að eiga mágkonu hans Margréti, og þar með voru örlögin ráðin. Ingólfur var einstakt ljúf- menni og hefur vinátta okkar verið slík, að okkur varð aldrei sundur- orða og vorum við þó ekki alltaf sammála um menn og málefni. Þegar Ingólfur hafði lokið bama- skólagöngu á ísafirði, var hann inn- ritaður í Menntaskólann á Akur- eyri. Þótt hann væri góðum gáfum gæddur ílentist hann ekki í skólan- um. Fór hann þá til Þýskalands að áeggjan Solveigar systur sinnar og innritaðist í verslunarskóla sextán ára gamall og lauk þaðan prófi með góðri einkunn. Þegar heim kom var haftastefn- an í algleymingi, viðskipti mjög erfið og torvelt að fá vinnu. Ingólfi gekk þó flestum betur í þeim efn- um, fékk vinnu við erlendar bréfa- skriftir hjá Garðari Gíslasyni og síðar hjá Jóhanni Olafssyni þar sem hann annaðist einnig innkaup. Hjá þessum fyrirtækjum kunnu menn vel að meta hæfileika hans og dugn- að. Þegar heimsstyijöldin skall á 1939 og þó enn frekar þegar vinna fyrir Breta og síðar Bandaríkja- menn tók að setja svip sinn á at- vinnulífið og þjóðlífið allt, sköpuð- ust breytt viðhorf. Nú hafði almenn- ingur allt í einu nægt fé handa á milli en skortur var á vörum. Þegar Evrópa opnaðist, eftir lok styrjald- arinnar, hugkvæmdist Ingólfi og félaga hans að gera tilraun til að selja frystan fisk á meginlandi Evr- ópu og kaupa þar varning sem helst vantaði hér og senda heim. Varð að ráði að Ingólfur færi utan vegna málakunnáttu sinnar og sæi um þann þátt viðskiptanna. Fluttist hann þá til Basel í Sviss, sem varð bækistöð hans og heimili þeirra hjóna og barna í nokkur ár. Þau buðu okkur Margréti að heimsækja sig þangað. Þessi heimsókn er okk- ur hjónum ógleymanleg, ekki ein- ungis sú gestrisni er við nutum á heimili þeirra heldur notaði Ingólfur hluta af sumarfríi sínu til þess að þau gætu ferðast með okkur og sýnt marga merkilegustu og feg- urstu staði í Sviss og er þar af mörgu að taka. Enn þann dag í dag tökum við fram myndir frá þessum tíma og minnumst þessa skemmti- lega og fróðlega tímabils. Við vorum ekki þau einu sem nutum gestrisni þeirra hjóna, því að ótal íslendingar sem áttu leið SEVERIN CAFE CAPRICE kqffivélin sýður vatniðJýrir uppáhellingu. á )£- Hefur hlotið ótal viðurkenningar Lagar 8 stóra bolla eða 12 litla. Vapotronic suðukerfi. Innbyggð snúrugeymsla. 1400 W. Sér rofi fyrir hitaplötu. Dropastoppari. Yfirhitavörn. Glæsileg nútímahönnun -engri lík Verðkr. 11.286 stgr. Tilboðsverð nú aðeins kr. 9.975 stgr. Umboðsmenn: REYKJAVÍKURSVÆÐI: Heimasmiöjan, Kringlunni Húsasmiðjan, Skútuvogi Rafvörur hf., Ármúla 5 H.G. Guöjónsson, Suðurveri Rafbúðin, Álfaskeiði 31, Hafnarf. Miðvangur, Hafnarfirði • VESTURLAND: Rafþj. Sigurdórs, Akranesi Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi Blómsturvellir, Hellissandi Versl. Hamrar, Grundarfirði Versl. E. Stefánssonar, Búöardal VESTFIRÐIR: Kf. Króksfjarðar, Króksf. Skandi, Tálknafiröi Kf. Dýrfirðinga, Pingeyri Laufið, Bolungarvik Húsgagnaloftiö, ísafiröi Straumur, ísafirði Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík NORÐURLAND: Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri Kf. V-Húnvetninga, Hvammstanga Kf. Húnvetninga, Blönduósi Kf. Skagfiröinga, Sauðárkróki KEA, Akureyri og útibú Kf. Þingeyinga, Húsavík Kf. Langnesinga, Þórshöfn Versl. Sel, Skútustöðum AUSTURLAND: Kf. Vopnfiröinga, Vopnafirði Rafvirkinn, Eskifirði Kf. Héraðsbúa, Seyðisfiröi Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum Kf. Fram, Neskaupstað Kf. Hérðasbúa, Reyðarfirði Kf. Fáskrúðsfjarðar, Fáskrúðsfirði Kf. A-Skaftfellinga, Djúpavogi Kf. A-Skaftfellinga, Höfn SUÐURLAND: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli Kf. Rangæinga, Rauðalæk Versl. Mosfell, Hellu Reynistaður, Vestmannaeyjum Kf. Árnesinga, Selfossi Kf. Árnesinga, Vík SUÐURNES: Samkaup, Keflavík Stapafell, Keflavík Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28, símar 562-2901 og 562-2900. hjá garði og námsmenn, sem stund- uðu nám í grenndinni, lögðu leið sína þangað til að njóta aðstoðar Ingólfs í margvíslegum efnum eða koma á íslenskt heimili fjarri föður- landinu þar sem sönn íslensk gest- risni var í hávegum höfð. Síðar meir þegar hann hafði sagt skilið við viðskiptaheiminn sneri hann sér að ritstörfum. Hann samdi kennslubækur í bréfaskriftum bæði á þýsku og ensku og voru þær meðal annars notaðar í Verslunar- skóla íslands. Hann þýddi einnig ýmsar bækur einkum varðandi trú- mál. Svo var hann ágætlega hag- mæltur, þótt hann flíkaði því lítt, og margar stökur og ljóð hans skreyta gestabækur okkar hjóna, enda fékk hann aldrei frið fyrir okkur frekar en aðrir góðir gestir sem voru þessum hæfileikum búnir. Það hefur oft hvarflað að mér að hann hefði átt að gera fræði- mennsku og ritstörf að aðalstarfi sínu, enda átti hartn ekki langt að sækja fræðimannseðlið þar sem Guðbrandur Vigfússon var móður- bróðir Kristínar móður hans. Guð- brandur starfaði alla tíð að íslensk- um fræðum í Oxford og Encyc- lopædia Britannica segir um hann: Ekki hefði komið að sök þótt öll Eddukvæðin hefðu glatast, því að Guðbrandur hefði getað skrifað þau öll upp eftir minni. Ingólfur átti heldur ekki langt að sækja hugkvæmnina því að Árni faðir hans varð fyrstur manna á Islandi til að setja vél í fiskibát. Ingólfur var hafsjór af fróðleik og sflesandi þar til hann missti sjón- ina að mestu, en þá skildi hann útvarpið ekki við sig og fylgdist með öllu sem gerðist í þjóðfélaginu fram á síðustu stundu. Að lokum sendum við hjónin Önnu og fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau á erfiðri skilnað- arstundu. Hersteinn Pálsson. Þegar ég hugsa til baka, koma fram í hugann ótaldar ánægju- stundir sem við afi áttum saman. Við vorum alla tíð mjög nánir og vart leið sú vika að við hittumst ekki eða spjölluðum saman í síma. Honum varð tíðrætt um þá gömlu daga þegar hann var að koma und- ir sig fótunum. Það var á haftatíma- bilinu, þegar gjaldeyris- og inn- flutningsleyfi lágu ekki á lausu og voru afgreidd eftir leiðum sem hon- um voru ekki ætíð að skapi. Á starfsævi sinni ferðaðist afi mikið. Hann fór víða í Evrópu, eink- um eftir seinna stríð, en einnig til fjarlægra landa eins og Indlands, auk þess sem hann fór vestur um haf. Hann var heimsborgari, talaði erlend tungumál óaðfinnanlega og kunni sig í hvívetna. En það sem mér fannst þó einkenna hann öðru fremur var hversu víðsýnn og yfir- lætislaus hann var, og skipti þá engu hvað hann tók sér fyrir hend- ur, enda leitun að heiðarlegri og betri manni. Af öllum þeim Ijúfu minningum sem ég geymi um afa minn ber hæst þær stundir sem við áttum saman á bökkum laxveiðiánna. Ferðirnar austur í Sog og inn að Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum, Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ceramiche MARAZZI Flísar - úti og inni 0 ALFABORG P KNARFiARVOGI 4 • * 686755
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.