Morgunblaðið - 04.04.1995, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
__________________AÐSEMPAR GREiMAR_____
38 milljóna króna halli á Reykjalundi
Er of dýrt að endurhæfa þá
sem mest þurfa á því að halda?
Á SÍÐASTA ári var 38 milljóna
króna rekstrarhalli á Reykjalundi.
Átæða þess að lítið hefur heyrst
opinberlega um hallann er sú að á
daggjaldastofnunum hefur enginn
starfsmaður tíma til að setjast niður
og skrifa greinar eða vera með
barlóm. Heldur er þvert á móti reynt
að auka afköstin, nýta rúmin enn
betur og fjölga jafnvel sjúklingum
þegar niðurskurðarhnífnum hefur
verið beitt. Nú er svo komið að fjár-
hagsvandi er farinn valda því að
ekki er lengur hægt að taka til
endurhæfingar veikustu sjúklinga.
Afkastahvetjandi fjármögnun
Ríkissjóður greiðir um kr. 7.000
á dag fyrir hvern sjúkling sem dvel-
ur á Reykjalundi eða svipaða upp-
hæð og fyrir eina nótt með morgun-
mat á sæmilegu hóteli í Reykjavík.
Það þykir ekki mikið fyrir gistingu
og fullt fæði með markvissri endur-
hæfingu, alhliða þjálfun, læknis-
hjálp, lyfjameðferð, rannsóknum,
hjúkrun og meðferð eftir útskrift,
oft fyrir mikið veika sjúklinga. Til
samanburðar kostar sambærileg
þjónusta í Noregi 19-26 þús. krón-
ur. Daggjaldakerfið hvetur til skil-
virkni því leitast er við að taka á
móti sem flestum sjúklingum og
þáta rúm helst ekki standa auð.
Áður fyrr voru sjúkrahús rekin eft-
ir þessu daggjaldakerfi en smám
saman hafa flest þeirra verið færð
yfír á föst fjárlög.
Nú fá þessi sjúkrahús fasta upp-
hæð árlega óháð því hversu margir
sjúklingar dvelja þar. Þess vegna
er gjarnan gripið til þeirrar sparn-
aðarráðstöfunar að loka deildum,
fækka starfsfólki og láta rúm
standa auð. Þessar sparnaðarað-
ferðir hafa ekki verið notaðar á
Reykjalundi heldur er haldið fullum
dampi, einnig á sumrin þegar pláss
hafa verið nýtt m.a. fyrir fötluð
böm.
Afkastaletjandi
fjármögnun
í mörg ár hafa yfirvöld ljóst og
leynt reynt að koma Reykjalundi
yfir á föst fjárlög, væntanlega til
að ná betri stýringu og völdum yfir
stofnuninni.
Starfsmenn Reykjalundar hafa
verið mótfallnir þessu enda hefði
það í för með sér að mun færri
kæmust að til endurhæfíngar. Nú
þegar eru biðlistar langir og ekki
hægt að sinna nærri öllum innlagn-
arbeiðnum.
í lok árs 1991 gerðist það að
embættismenn fjármálaráðuneytis
voru sendir hingað uppeftir til að
fara fram á að Reykjalundur fari
yfir á föst fjárlög. Þessu var alfarið
hafnað. Stuttu seinna kom refsing-
in: 8% lækkun á daggjöldum. Þau
hafa ekki fengist hækkuð að marki
síðan, meðan daggjöld á öðrum
stofnunum hafa hækkað allt að
22%.
Sjúklingum fjölgað til
að eiga fyrir skuldum
Ástæður fyrir hallanum eru fyrst
og fremst ákvarðanir ríkisvalds, s.s.
kjarasamningar og rekstur sambýl-
is fyrir fjölfatlaða að Hlein, sem
hefur verið á afrekaskrá núverandi
ríkisstjórnar.
Reykjalundur hefur engin áhrif
á þennan kostnað. Sambýlið var þó
að mestu byggt fyrir gjafafé og
framlag ríkis hefur verið svo naumt
skammtað að eftir árið er hallinn
þar 12 millj. króna af 36 millj. króna
rekstrarkostnaði, eða þriðjungs-
halli!
Ekki hefur tekist að fá hallann
leiðréttan né fá svör þar að lútandi
hjá heilbrigðis- eða fjármálaráðu-
neytinu. Nýlega barst greiðsla upp
í þann hluta hallans sem stafar af
kjarasamningum ríkisvaldsins við
hjúkrunarfræðinga í fyrra. Það var
löngu eftir að önnur sjúkrahús
fengu sambærilega leiðréttingu.
Enn vantar 38 milljónir sem svarar
til 7,5% halla. Ekki er einu sinni
hægt að reka fiskvinnslu með slík-
um halla. Þess vegna er áformað
að draga verulega úr þjónustu í
sumar.
Fyrirhugaður 3-4% niðurskurð-
ur á öðrum sjúkrahúsum er mun
minni en á Reykjalundi, en hefur
valdið óhug. Herma nýjustu fréttir
að hætt hafi verið við þau áform
vegna fyrirsjáanlegs vandræða-
ástands sem það hefði skapað. Er
það fagnaðarefni, en engin leiðrétt-
ing á halla Reykjalundar hefur ver-
ið boðuð, jafnvel þótt stutt sé til
kosninga. Og hvernig á þá að end-
Fjárhagsvandi er orðinn
svo mikill, að sögn fimm
lækna, Péturs Hauks-
sonar, Magnúsar Óla-
sonar, Hjördísar Jóns-
dóttur, Björns
Magnússonar og Lud-
vigs Guðmundssonar,
að ekki er lengur hægt
að taka til endurhæfíng-
ar veikburða sjúklinga.
urhæfa alla sjúklingana frá hinum
spítulunum, t.d. eftir hjartaaðgerð-
ir, sem nú stendur til að fjölga?
Odýr endurhæfing
Starfsemin á Reykjalundi hefur
þróast mikið á síðari árum og lögð
áhersla á að sem flestir fái virka
endurhæfingu og þjálfun. Innlögn-
um hefur fjölgað um nær helming
á síðustu fímmtán árum og meðal
legutími styst að sama skapi. Þrátt'
fyrir þetta hefur heildarrekstrar-
kostnaður staðið í stað undanfarin
ár. Kostnaður á hvern endurhæfðan
sjúkling hefur þannig lækkað um
25% frá árinu 1988 eða um 124
þúsund krónur. Kostnaður á hvern
legudag hefur lækkað um 14% á
sama tíma. Þetta þýðir með öðrum
orðum miklu meiri skilvirkni og
hagnýtingu, en hraði og álag á
starfsfólk hefur aukist. Samt er
þessi arðbæra og ódýra starfsemi
svelt af núverandi ríkisstjórn.
Kannski af því að hér hefur enginn
haft tíma til að setjast niður og
skrifa.
Breyttir tímar
Reykjalundur átti fimmtugsaf-
mæli nýlega með tilheyrandi hátíða-
höldum. Til þessa hefur stofnunin
notið góðs af velvilja og stuðningi
ríkisvaldsins. Nú eru breyttir tímar.
Með þessu áframhaldi verður fljót-
lega of dýrt að taka til endurhæf-
ingar þá sem mesta hafa þörfina.
Höfundar eru læknar á
Reykjalundi.
Menntun - hin
versta fjárfesting
Á GÓÐUM stundum
koma jrfírvöld íslenskra
menntamála saman,
gjarna með forseta lýð-
veldisins, og gleðjast
yfír því hvað þjóðin er
menntuð og vel upplýst.
Þessar athafnir erú því
hjartnæmari sem fleiri
fjölmiðlamenn eru við-
staddir. Þar eru allir
sammála um hvað ís-
lenskir námsmenn eru
gáfaðir og efnilegir,
brosa með upplýstum
svip og sameinast í hríf-
andi sannfæringu þess
að menntun sé langb-
esta fjárfesting okkar
litlu þjóðar.
Allt bendir þó til þess að prófskír-
teini frá Háskóla íslands verði talin
með viðsjárverðari pappírum á al-
þjóðavettvangi innan tíðar, verði
ekki breyting á stefnu fjárveitinga-
valdsins í menntamálum. Við höfum
lélagan lánasjóð, sem er mjög alvar-
legt, m.a. í ljósi þess, að jafn lítil
þjóð og íslendingar eru hlýtur alltaf
að þurfa að sækja stóran hluta
menntunar sinnar til útlanda. Sumir
halda að Lánasjóður íslenskra náms-
manna sé rándýr styrkjahít eyðsluf-
rekra flottræfla, en því fer fjarri.
LÍN er raunverulegur
lánasjóður sem veitir
lán á raunvöxtum en
ekki styrki, og aðstoð
ríkisins við námsmenn
felst eingöngu í að nið-
urgeiða vexti sem ann-
ars yrðu námsfólki of-
viða.
Óláns sjóður
Lín hefur þurft að
þola niðurskurð, en
stjórnendum hans hafa
verið mjög mislagðar
hendur þegar honum
hefur verið mætt.
Hagsmunir náms-
manna sjálfra hafa
gleymst í flumbrugangi
ómarkvissra sparnaðaraðgerða. Út-
hlutunarreglur sjóðsins eru mót-
sagnakenndar, óréttlátar og umfram
allt yfirgengilega heimskulegar. Til
dæmis hefur verið komið á „afkasta-
hvetjandi lánakerfi" sem lítur vel
út við fyrstu sýn, svipað og bónus
í frystihúsum, og ætti að hvetja
annars værukæra námsmenn til
dáða, eins og sumir kjósa að segja.
Kerfið er þannig, að LÍN setur
15 háskólaeiningar á önn sem stuðul
til að reikna út lágmarksfjárþörf
námsmanna. Þannig fær 15 eininga
Hagsmunir námsmanna
hafa gleymst, segir
Signrður Hrafn
Guðmundsson,
í flumbrugangi
ómarkvissra
sparnaðaraðgerða.
námsmaður ákveðna mánaðarlega
lágmarksfjárhæð til að fæða sig og
klæða. Ef upp kemur sú staða að
námsmaður skili ekki 15 er lágmark-
ið minnkað niður fyrir lágmark, 12
eininga stúdent fær þannig að éta
75% mat, greiða 75% húsaleigu og
klæða sig 75%.
Gallinn er sá, að ástæða minna
en 15 eininga náms er sjaldnast
vangeta eða leti, miklu oftar er fyrir-
komulag kennslu viðkomandi skóla
Þrándur í götu fulls 15 eininga náms
tiltekna önn, en til þess tekur LÍN
ekkert tillit frekar en t.d. veikinda.
Þegar íslenskir ferðamenn á ferð-
um sínum um Vesturlönd sjá fólk
sem virðast vega 75% af eðlilegri
kjörþyngd, eru það líkast til mör-
Sigurður Hrafn
Guðmundsson
landar með stundaskrá upp á 12
einingar í einhvetjum háskóla viðeig-
andi lands, og hvet ég til að þeim
sé veitt sálræn og umfram allt pen-
ingaleg ölmusa.
Að köldu gamni slepptu þarf vart
að taka fram að hið „afkastahvetj-
andi lánakerfi" virkar aðeins í aðra
áttina, þ.e. til skerðingar, — náms-
mönnum sem skila meiru en lág-
markseiningunum 15 er ekki um-
bunað á nokkurn hátt.
Ekki er lánað fyrir skólagjöldum
í háskólum í Norður-Ameríku og
Bretlandi, en þau eru langstærsti
kostnaðarliður náms í þeim löndum.
Það er reyndar umhugsunarvert, að
á meðan það er ekki gert, fá sumir
námsmenn framfærslulán út á maka
sína og börn. Ef á að draga úr lán-
veitingum, hvort á lánasjóður náms-
manna að hætta að lána til skóla-
gjalda nemans sjálfs eða framfærslu
fjölskyldu hans, af tvennu illu.
Ég hef sem námsmaður og kenn-
ari fólks á námslánum af og til, yfír-
leitt reynt að bera blak af LÍN sem
félagslegum jöfnunarsjóði og sagt
eðlilegt að aðsoð hans hentaði fólki
misvel. Eftir nýlega reynslu mína
af stofnuninni finnst mér það miklu
erfíðara en áður og raunar ógeð-
fellt, hafandi heyrt stjórnarformann-
inn, dr. Gunanr Birgisson, koma
glaðbeittan fram á Rás 2 sl. haust
og segja LÍN vera besta námslána-
sjóð í heimi, — að lánasjóðnum í
Kúveit hugsanlega undanskildum.
Menntun eða virkjun?
Námslán eiga að vera að fullu
greidd 40 árum eftir að námi lýkur.
Afskriftartími virkjana er líka áætl-
aður um 40 ár. Virkjanir á borð við
Hrauneyjafoss, Sigöldu og Blöndu
kosta á bilinu 25 til 40 milljarða
hver og eru alfarið ijármagnaðar
með erlendúm lánum. Blönduvirkjun
hefur frá vígslu sinni damlað í lausa-
gangi til að ryðga ekki föst og
Landsvirkjun pungar út nokkrum
milljónum á dag í vexti og afborgan-
ir af lánum til dýrustu og óarðbær-
ustu framkvæmda sem þjóðin hefur
ráðist í. Þá hefur þótt eðlilegt að
senda Jóhannes Nordal og veiðistöng
í Norðurá með útlendum bankastjór-
um til að fiska tugmilljarða lán á
„viðsættanlegum“ vöxtum.
Allt tal um bestu fjárfestinguna
í menntun er innantómt þvaður og
ætti hinn ágæti forseti vor, Vigdís
Finnbogadóttir, að forðast hræsni-
fullar snobbsamkomur þær sem lýst
var í upphafi bréfs þessa. Núverandi
menntamálaráðherra hefur í öllu
brugðist þeim litlu vonum sem við
hann voru bundnar og verður ein-
ungis eftirminnilegur fyrir dæma-
lausa valdníðslu sína á ríkisfjölmiðl-
unum. ■
Réttlætanlegar lántökur
Ef menntun er í alvöru talin til
góðra fjárfestinga er tvímælalaust
réttlætanlegt^ að taka lán fyrir Há-
skólann og LÍN, sem skuldar að vísu
ríkissjóði tæplega hálfa virkjun. Lán
fyrir LÍN eru ekki eyðslulán, heldur
lán sem hafa áreiðanleg skuldabréf
á bak við hverja krónu af höfuðstóli
sínum. Ég ítreka að námslán eru
ekki félagsleg aðstoð, þetta eru lán.
Orð eru til alls fyrst, en þau hafa
verið það allt of lengi. Að Þjóðarbók-
hlöðunni fullgerðri þarf strax að
afstýra yfirvofandi hruni æðri
menntunar íslendinga, með ofan-
greindan boðskap í huga.
Höfundur er tónlistarmaður.