Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4- i AKUREYRI Háskólinn á Akureyri fær afhent framtíðarhúsnæði sitt á Sólborgarsvæðinu Kostnaður við uppbygg- ingu 800 milljónir kr. VIÐ afhendingu húsnæðisins rakti Bjarni Kristjánsson, framkvæmda- stjóri svæðisstjórnar um málefni fatl- aðra á Norðurlandi eystra, 25 ára sögu Sólborgar og þær breytingar sem orðið hafa á afstöðu til þroska- heftra á þeim tíma. Undanhald stofn- anabúsetu fatlaðra hófst í upphafi síðasta áratugar og er nú svo komið að 60 einstaklingar sem bjuggu á Sólborg áður búa nú í 15 sambýlum á Akureyri og víðar, en enn eiga 13 eftir að flytja út. í máli Svanfríðar Larsen, for- manns Félags bama með sérþarfir, kom fram að það hefði kostað margra ára baráttu að koma hús- næðinu upp og vissulega væri ekki sársaukalaust að láta það af hendi. Svigrúm til að efla vísinda- og fræðastarf Þrír ráðherrar, félags-, mennta- og fjármála, sem ætluðu að vera við- staddir athöfnina, komust hvergi Merk tímamót urðu í sögu tveggja stofnana á Akureyri þegar Háskól- inn á Akureyri fékk af- hent húsnæði vistheim- ilisins Sólborgar um helgina, en fyrrum íbúar þess hafa flutt í sam- býli í bænum. vegna veðurs en í fjarveru Rannveig- ar Guðmundsdóttur félagsmálaráð- herra flutti Ólafur Oddsson héraðs- læknir ávarp hennar og afhenti fyrir hennar hönd um 3.800 fermetra húsakynni í hendur menntamálaráð- herra, en í hlutverki hans þennan óveðurdag var samráðherra hans, Halldór Blöndal. í ávarpi menntamálaráðherra kom m.a. fram að með flutningi skólans á Sólborgarsvæðið væri styrkari stoðum skotið undir starfsemi hans og aukið svigrúm skapaðist til að efla og byggja upp vísinda- og fræða- starf á Akureyri. Jakob Björnsson bæjarstjóri á Akureyri sagði skólann ætíð hafa mætt velvilja'og stuðningi heima í héraði, sem skammt hefði reyndar dugað ef slíkt hið sama hefði ekki einnig verið uppi á teningnum hjá ríkisvaldi. Fram kom í máli bæjar- stjóra að nú væri unnið að deiliskipu- lagi svæðisins og einnig væri á veg- um bæjarins unnið að nauðsynlegum úrbótum í samgöngumálum við svæðið. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há- skólans á Akureyri, sagði að á Sól- borgarsvæðinu yrðu öll skilyrði upp- fyllt til að gera umgjörð skólans sem veglegasta og að Háskólinn á Akur- eyri ætti að skara fram úr hvað varð- ar kennslu og rannsóknir á þeim fræðasviðum sem þar væru stunduð. Núverandi húsnæði á Sólborg verður nýtt fyrir yfirstjórn skólans, þjónustu við deildir, þar verða skrif- stofúr kennara og vinnuherbérgi nemenda, nokkrar kennslustofur, fundaherbergi, bókasafn og félags- starfsemi nemenda. Nýbyggingar sem rísa munu á svæðinu á næstu árum munu hýsa kennslu, rannsókn- ir, þróunarstarfsemi og bókasafn. Áætlun um uppbyggingu til 10 ára Fyrir liggur framkvæmdaáætlun til 10 ára um uppbyggingu skólans á svæðinu. Heildarkostnaður vegna breytinga á núverandi húsnæði og nýbygginga er áætlaður um 790 milljónir króna en við þá upphæð bætist kostnaður við lausar innrétt- ingar og búnað. í ár verður unnið við breytingar og viðgerðir á hús- næðinu og er gert ráð fyrir að taka um 400 fermetra þess í notkun næsta haust. Þá verður byijað að undirbúa framkvæmdir við nýbyggingu kennsluhúss. Kostnaður er áætlaður um_ 20 milljónir króna. A næsta ári verður allt núverandi húsnæði Sólborgar tekið í notkun og hafnar framkvæmdir við nýbyggingu kennsluhúss og það gert fokhelt fyr- ir árslok en hluti þess tekin í notkun 1997, því verður síðan að fullu lokið ári síðar. Þá verður hafinn undirbún- ingur og hönnun vegna nýbyggingar rannsóknarhúss sem byggt verður á árunum 1999-2004 auk þess sem þá verður einnig reist bókasafn við skól- ann. Rektor nefndi að teknar yrðu upp viðræður við samstarfsstofnanir skólans, fjórar talsins, sem ætlaður væri staður í rannsóknarhúsi á Sól- borg, um uppbyggingu á rannsókn- araðstöðu auk fyrirtækja sem sýnt hafi áhuga á að eiga aðild að þessum áætiunum. Með öflugu samstarfi skólans, rannsóknastofnana atvinnu- veganna og fyrirtækja væri á næstu árum hægt að byggja upp á svæðinu Atvinnudeild Háskólans á Akureyri. Átak til stuðnings bókasafni Jörgen Wolfram, formaður Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri, greindi frá átaki sem háskólanemar hafa hrint af stað til stuðnings bóka- safni skólans, en þegar hafa Sam- heiji, Eimskip, Flugleiðir, Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna og Skeljung- ur veitt 250 þúsund króna framlag hvert til söfnunarinnar. JA\M/A\ hEILSUGÆSLUSTÖOIN A AKUREYRI SUMARAFLEYSINGAR Hjúkrunarfræðingar, Ijósmæður og sjúkraliðar Heilsugæslustöðin á Akureyri hefur lausar stöður fyrir ofan- nefnt heilbrigðisstarfsfólk vegna sumarafleysinga. Hafðu samband sem fyrst og kynntu þér möguleika á starfs- hlutfalli, starfsvettvangi og ráðningartímabili sem er í boði. Upplýsingar gefur Konný, hjúkrunarforstjóri, í síma 96-22311. KJARNABYGGÐ — AKUREYRI Orlofshúsahverfi við Kjarnaskóg ÚTBOÐ Urbótamenn hf. Akureyri óska eftir tilboðum í gatnagerð, lagningu frárennslislagna, gerð rotþróa og siturlagna fyrir orlofshúsahverfi við Kjarnaskóg, Akureyri. Helstu magntölur eru: Gröftur um 3800 rúmm. Fylling um 3500 rúmm. Lagnir um 850 m Rotþró 12 rúmm. Gatnagerð skal vera lokið eigi síðar en 1. júní nk. og verk- inu skal að fullu lokið 15. júní nk. Útboðsgögn eru til sölu á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., Glerárgötu 30, Akureyri frá og með miðvikudeginum 5. apríl nk. og kosta þau kr. 5.000. Tilboð skulu hafa borist Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, Glerárgötu 30, Akureyri, eigi síðar en miðvikudaginn 12. apríl 1995 kl. 11.00 f.h. og verða þau opnuð þar í víðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Úrbótamenn hf. Akureyri. # b b Morgunblaðið/Rúnar Þór LEIKFELAG Menntaskólans frumsýnir Silfurtungl Halldórs Laxness í Samkomuhúsinu í kvöld. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri Silfurtunglið frumsýnt í kvöld LEIKFÉLAG Menntaskólans á Akureyri frumsýnir í kvöld, þriðjudagskvöld, Silfurtunglið eftir Halldór Laxness. Leikstjóri er Rósa Guðný Þórsdóttir leikari Leikfélags Akureyrar, en hún leikstýrði einnig hjá félaginu í fyrra. Um 30 manns taka þátt í sýningunni. Leikritið er samið árið 1954 og hefur verið sett á svið hjá mörgum félögum síðan, m.a. LA. Verkið gerist í sjávarplássi á íslandi um 1950 og fjallar um Lóu, sem þar býr en býðst að fara til Reykjavíkur að syngja á skemmtistaðnum Silfurtunglinu. Sýningin hefst kl. 20.30, önnur sýning verður á morgun, 5. apríl, og síðan 6., 7., 9. og 10. apríl á sama tíma. Sýnt er í Samkomu- húsinu á Akureyri. £ 1 j 1 TRYGGVABRAUT 18-20 SIMI 96-22500 IEKKJAI IHÖLLIY' DRAUPNISGÖTU 5 - SÍMAR 23062 & 23002 I I I 1 s £ I 1 1 I S I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.