Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 35 __________AÐSENPAR GREIIMAR Virkjun Jökulsáa á Fjöllum og Brú NÚ ER af alvöru far- ið að ræða um að virkja Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá á Brú, með veitu þeirrar fyrrnefndu til Fljótsdals. Á vegum V erkfræðingafélagsins og Tæknifræðingafé- lagsins með samvinnu við Iðnaðarráðuneytið var haldin ráðstefna um þessa framkvæmd þann 3. mars sl. Þar komu fram ýmsar gagnlegar upplýsingar sem þing- menn okkar þurfa að kynna sér rækilega, ekki síður en við hin. í máli Helga Bjarna- sonar verkfræðings hjá Landsvirkjun kom eftirfarandi fram sem helstu virkjanakostir: Jökulsá á Fjöllum yrði veitt til Fljótsdals með stóru miðlunarlóni, Arnardalslóni (1340 Gl), og virkjuð í tveimur þrepum með Arnardals- virkjun og síðan Brúarvirkjun í Fljótsdal. I Arnardal er áætlað að um 14 km2 af gróðri færu undir vatn. Jökulsá á Brú (einnig nefnd Jök- ulsá á Dal, eða Jökla) þyrfti enn stærra miðlunarlón (1500 Gl) vegna þess hve rennslið er breytilegt í ánni. (Til samanburðar er Skorradalsvatn um 330 Gl). Lón þetta hefur verið nefnt Hálslón og er þá áætlað að áin verið virkjuð við Syðri-Kárahnúk með Kárahnúkavirkjun, beint til Fljótsdals. Við þetta færu um 28 kmz af gróðurlendi í Hálsi og Kringilsárr- ana, sem er friðlýstur, undir vatn. (Tilhögun 4). Annar möguleiki gerir ráð fyrir sömu tilhögun við Jökulsá á Fjöllum, en Jökulsá á Brú yrði þá virkjuð í tvennu lagi, fyrst með Hafra- hvammavirkjun til Efri-Jökuldals og þaðan með Jökulsá á Fjöllum til Brú- arvirkjunar á Fljótsdal. (Tilhögun 5). Miðað við verðlag í desember 1993 er áætlaður stofnkostnaður þessara kosta 114 þúsund milljónir, hvort sem Jökulsá á Brú verður virkjuð í einu' eða tvennu lagi. Landþörf er áætluð 117 km2, þar af eru algrónin svæði 42 kmz og hluti af því friðlýst- ur. í sumar er áætlaður rannsókna- kostnaður 26 milljónir á þessu svæði og talið er að 4 ár þurfi til umfangs- mikilla rannsókna fram að útboðs- gagnagerð vegna virkjunar Jökulsár á Brú, sem ráðgert er að geti hafið rekstur á árinu 2006. Áætlun liggur ekki fyrir um hvenær Jökulsá á Fljótsdal yrði virkjuð. Mér hefur fundist allt of lítil opin- ber umræða um þessar gífurlegu áætlanir. Tvær greinar birtust þó á síðum Mbl. skömmu eftir ráðstefn- una, grein Egils Egilssonar þann 7.mars sl. og svargrein orkumála- stjóra, Jakobs Björnssonar, þann 11. mars sl. Tilefni þessara skrifa minna er einmitt þessi svargrein orkumála- stjóra. Langar mig til að beina til hans örfáum spurningum: Þér segið það rangt hjá Agli að Dettifoss verði „mikið til þurrkaður upp.“ Heldur geri „allar áætlanir um virkjun ráð fyrir rennsli um fossinn að sumrinu, sem nemi rúmlega helm- ingi af venjulegu sum- arrennsli". Árið 1991 var gerð samanburð- aráætlun fyrir virkjun Jökulsár á Fjöllum og Jökulsár á Brú sem ég hef áður vitnað hér til. í tilhögun 7 segir: „Jökulsá á Fjöllum virkjuð með virkjunum í farvegi við Arnardals- lón (110MW), Lamba- ijallalón (75MW) og Hólsíjallavirkjun (550 MW), eða Dettifoss- virkjun (265 MW). Til- högun 8 gengur út frá sama virkjunarkosti. Er ekki þarna gert ráð fyrir að rennsli í Dettifossi verði ein- ungis um 50 rúmmetrar á sek. allt árið? Eru það ekki einungis síðustu áætlanir sem gert hafa ráð fyrir 700 G1 skolun niður farveginn og það einungis á 70 dögum? Er ekki vel hugsanlegt að skolun þessi þurfi að gerast með meiri krafti og þar af leiðandi á skemmri tíma, en sem nemur 165 m3/sek á 70 dögum, m.t.t. mikillar aursöfnunar? Gæti þetta ekki orðið mismikið milli ára? Er hægt að segja að Jökulsá á Fjöll- um verði ein af 10 stærstu ám lands- ins þegar hún verður orðin manngerð með þessum hætti, þ.e. rennsli henn- ar einungis 50 m3/sek. norðan Arn- ardalslóns? Þér segið sömuleiðis rangt hjá Agli að Hafrahvammag- ljúfur (öðru nafni Dimmugljúfur) fari undir vatn. Er ekki rannsóknum á stíflustæði við Hálslón langt frá því að vera lokið, þannig að ómögu- legt sé að fullyrða að „ráðgerð stífla íJökulsá á Brú verði við efri enda gljúfranna"? Þér segið „miðlunarlón í tengslum við tífalt meiri raforku- vinnslu en nú fer fram í landinu yrðu samanlagt um 1000 km2. Hin stærstu þeirra yrðu innan við 80 km2, eða svipuð að stærð og stærri stöðuvötn landsins". Einungis eitt stöðuvatn á landinu er svipaðrar stærðar, Þing- vallavatn. Um þá fullyrðingu yðar að „fjallavötn hafi ekki til þessa þótt óprýði í náttúrunni" langar mig að segja þetta: Hér er um gjörsamiega ósambærilega hluti að ræða. Jökul- skotin miðlunarlón (t.d. Þórisvatn), sem búa við yfirborðssveiflur upp á allt að tugi metra, eiga ekkert skylt við vistkerfi náttúrulegs „fjalla- vatns“. Miðlunarbeltið verður að eyðimörk sem enginn kærir sig um að líta augum og það litla botnsvæði sem gæti notast til frumframleiðslu vegna nægjanlegrar birtu geldur áhrifa miðlunarinnar. Þér fullyrðið að virkjunarframkvæmdir greiði oft fyrir ferðaþjónustu og teljið „mörg dæmi“ um jákvæðar afieiðingar þar um. Vinsamlega nefnið dæmi og getið yfirborðssveiflna þeirra vatna/vatnsfalla sem þar um ræðir. Vissulega hafa mörg lönd einmitt eyðilagt stór svæði gróins lands vegna virkjunar vatnsorku, en af mismiklu er að taka og er ekki stór- -kostlegt að enn skuli vera til náttúru- perlur áborð við vistkerfi Jökulsár á Fjöllum og Jökulsár á Brú? Þér teljið að það séu „fáránlegar öfgar“ af Maðurinn er hluti af ríki náttúrunnar, segir Karólína Hulda Guðmundsdóttir. Kristin siðfræði býður okkur að vera ráðsmenn guðs í þessu ríki. kennara að tala um „óbætanlegar skemmdir lands" með fyrirhuguðum virkjunaráætlunum. Þér gerist hér sjálfur sorglega öfgafullur, þó þér leggið áherslu á að ræða málin af .jafnvægi og stillingu". Eru það ekki óbætanlegar skemmdir þegar 42 km2 algróins lands af hálendi okkar fara undir miðlunarlón? Höfum við ekki einmitt verið að beijast við að halda í þau náttúruauðæfi sem þar er að finna? Orkumálastjóri leggur á það áherslu í grein sinni að við eigum að flýta okkur að nýta vatnsorku okkar til að geta mætt samkeppni frá samrunakjarnorku með afskrif- uðum vatnsaflsstöðvum, sem engin orkulind standist snúning. Því bið ég Egil Egilsson að útskýra hvað hann á við með „mestu rannsóknaráætlun allra alda um virkjun kjarnasamrun- ans“ og þá fullyrðingu að henni „miði hraðar, ekki hægar en gert var ráð fyrir.“ Nú er langt gengið á þriðja mánuð náttúruvemdarárs Evrópu þar sem við íslendingar erum þátttakendur í átaki sem miðar að megináherslu á náttúruvemd utan friðlýstra svæða. Jafnframt er skammt um liðið frá því við undirrituðum samninginn um vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Þar höfum við m.a. undirgengist það að „þar sem hætta er á umtalsverðri rýmun eða tjóni á líffræðilegri fjöl- breytni ætti ekki að nota ónóga vís- indalega þekkingu sem tilefni þess að fresta aðgerðum til að forðast eða draga eins mikið úr þeirri hættu og mögulegt er“. Jafnframt að við veit- um því athygli að „grundvallarskil- yrði fyrir að vernda líffræðilega fjöf- breytni er vernd vistkerfa og nátt- úrulegra búsvæða á upprunalegum stað og viðhald og endurheimt líf- vænlegra stofna tegunda í náttúm- legu umhverfi þeirra". Hér gemm við okkur auðvitað Ijóst að mikilvæg- ar upplýsingar eru fólgnar í íslensk- um tegundum, ekki síður en erlend- um, þó fjölbreytni sé væntanlega talsvert minni. Þessi samningur er vissulega tímamótasamningur og vonandi að hann auki ábyrgð okkar í verki gagnvart stærstu auðlind okkar; NÁTTÚRUNNI. Lögin um umhverfismat eiga a.m.k. að stuðla að því að skuldbindingum samnings- ins með undirritun okkar sé fram- fyigt. Maðurinn er hluti af ríki náttúr- unnar og kristin siðfræði býður okk- ur að vera ráðsmenn guðs í þessu ríki. Ekki með yfirgangi, heldur til að viðhalda því af skynsemi og með Karólína Hulda Guðmundsdóttir hluttekningu. í stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar í umhverfismálum er þessu hlutverki gefið hið óþjála heiti: sjálfbær þróun. Sjálfbær þróun setur að vísu manninn í öndvegi og sem mið- punkt, þegar hin kristilega hugsun leggur áherslu á jafnræðið. í fyrr- nefndri stefnuskrá, kaflanum um markmið segir um verndun kjör- lenda, dýra og jurta: „Unnið verður að því að íjölga þjóðgörðum, friðlýst- um svæðum og náttúruminjum. Einkum verður lögð áhersla á friðlýs- ingu mýrlenda, strandsvæða, miðhá- lendis og annarra óbyggðra svæða“. Á ráðstefnu um landnýtingu, sem haldin var til heiðurs Sveinbirni Dagfinnssyni, kom fram í máli Sig- urðar Á. Þráinssonar frá Umhverfis- ráðuneytinu, að í skipulagsvinnu væri eðlilegt að flokka náttúruvernd sem landnýtingu m.t.t. ferða- mennsku. Á sömu ráðstefnu kom einnig fram hjá Birgi Þorgilssyni hjá Ferðamálaráði að gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar 1994 voru 12% af heildargjaldeyristekjum þjóðarinn- ar á því ári. Fjöldi ferðamanna hefur tvöfaldast á undanförnum 10 árum og mörgum er því ljóst að eitt af okkar allra brýnustu hagsmunamál- um er vemdun óspilltrar náttúru, því það er jú fyrst og fremst náttúran sem erlendir (og innlendir) ferða- menn eru að sækjast eftir hér á landi, auk þess sem það er skylda okkar sem íslendinga að varðveita þessa AUÐLIND. Samningurinn um verndun líf- fræðilegrar fjölbreytni er vissulega „tæki“ sem við eigum að nota til að reyna að ná til hinna ýmsu hópa sem tekið hafa hrokafulla afstöðu til nátt- úrunnar og nýta sér völd blindrar tæknihyggju til að fara eins langt og þeir komast í umhverfingu sinni á náttúrunni, jafnvel án þess að fyr: ir liggi rök fyrir umhverfingunni. í þessu tilfelli: markaður fyrir orkuna. Ég minntist á skipulagsvinnu hér að framan. Þar eigum við annað „tæki“ ef svo má að orði komast til að samræma framkvæmdir þeirri sjálfbæru þróun eða auðlindanýtingu sem við teljum farsælasta. Nú er hafin vinna við svæðisskipulag há- lendisins. Reynum að sjá til þess að sú vinna sem þar er farin í gang endi ekki að hluta sem kortlagning virkjunarsvæðis, heldur verði þar mótuð skynsamleg framtíðarstefna um varðveislu stórbrotinnar náttúru, utan og innan friðlýstra svæða, nátt- úru sem næstum hvergi er til annars staðar í heiminum. David Attenborough sagði í síð- asta þætti heimildarflokks síns, Úr ríki náttúrunnar, sem var á dagskrá ríkissjónvarpsins 17. mars sl., í þýð-' ingu Óskars Ingimarssonar: „Suður- skautslandið er enn afskekkt og eyði- legt. Þar má enn sjá náttúrufyr- irbæri í tign sinni og mikilleik og það meira að segja eins og þau voru áður en menn komu fram á jörð- inni.“ Látum þessi orð verða til að áminna okkur um skylduna að varð- veita af fremsta megni þessa auðlind okkar, óspillta náttúru sem enn finnst á hálendi íslands. Ég skora að lokum á íslensk stjórnvöld og íslenskan almenning, ekki síst Austfirðinga, að kynna sér þær áætlanir rækilega sem hér eru á borðum sérfræðinganna um virkjun norðan Vatnajökuls og láta í sér heyra á opinberum vettvangi um þetta alvarlega mál. Við megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi. Það get- ur orðið of seint að spyma við fótum síðar. Höfundur er húsmóðir frá Fitjum, Skorradal. A&aQ- Volvo F-611 '85, túrbó, sjálfsk., ek. um 200 þ. km., álkassi m/lyftu 5,60 m x 2,25 m. Góður bíll, gott verð kr. 1,6 m. Kælibíll Benz 814 '90, álkassi 4,45 m x 2,28 x 1,98 m., lýfta 1000 kg., ek. 100 þ. km. Þessi kælibíll er sem nýr. Kr. 3,1 m. Man 10-150 '90, ek. 105 þ. km„ ál- kassi 5,30 m, lyfta 1.500 kg. Kr. 2,7 m. Volvo FL-614 '90, ek. 103 þ. km., álkassi 7 m x 2,55 m, lyfta 1.500 kg. Kr. 3,4 m., áhv. 2,7 m. Toyota Hiace '90, 4x4, 2,4 dísil, ek. 184 þ. km, 11 rútusæti plusskl., tepp- al., 2 miðst. Kr. 1,2 m. MMC L-300 '89, bens., 8 sæti, ek. 125 þ. km. Kr. 900 þús. Jeep Wrangler Laredo '90, svartur, ek. 91 þ. km. Kr. 1.290 þ. Cherokee Laredo '88, ek. 78 þ. km„ blár, sjálfsk. Kr. 1,4 m. Nissan Sunny Wagon '91,4x4,1600, ek. 47 þ. km. Kr. 990 þús. Toyota Corolla GL Spec. '91, blár, 5 dyra, ek. 77 þ. km. Kr. 750 þús. Skipti á nýrri Corolla. Suzuki Swift GL '92, 5 dyra, blár, ek. 52 þ. km. Kr. 530 þús. Toyota Carina E GLi '93, græn, ek. 46 þ. km. Kr. 1.390 þús. MMC Colt GLi '92, svartur, ek. 23 þ. km. Kr. 890 þús. Toyota Carina '88, ek. 94 þ. km„ sjálfsk., einn eig. Kr. 375 þús. Lada Samara 1500 '91, grágrænn, ek. 34 þ. km„ sportstýri, toppgr., 5 dyra. Gott verð kr. 320 þús. Við höfum selt bíla frá upp hafi. Stærsta sölusvæði borgar- innar á besta stað f borginni. Endalaus bílasala - vantar sölubíla strax. Við erum fyrir neðan Perluna við Miklatorgið. Símar 15014 og 17171 CITIZENj Falleg, vatnsvarin stálúr með , gyllingu. llrin eru sérlega þunn og fara þess vegna vel á hendi Stelpuúr Verð áður kr. 15.200,- Tilboðsverð kr. 10.600,- Strákaúr |Verð áður kr. 15.900,- Tilboðsverð ífit//- ///*iif úra- og skartgripavcrslun(J Axel Eiríksson úrsmiður || fSAFIRÐI • AF) ALSTRÆTl 22-SIMI94-3023 3 s AITABAKKA 16«MJODD*SÍMI 870706 {| Póstsendum frítt B Framsóknarflokkurinn Framsókn '95______ Halldór Asgrímsson veröur í Háskólanum á Akureyri í hádeginu í dag og á stjórnmálafundi á Blönduósi í kvöld kl. 21.00. Á morgun, miövikudag, verður hann í Reykjavík og situr fyrir svörum hjá fréttamönnum sjónvarps um kvöldið kl. 22.10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.