Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 13 FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Á ANNAÐ hundrað manns mætti á fund sljórnmálaflokkanna á Blönduósi sl. miðvikudagskvöld. Páll Pétursson á fundi á Blönduósi Alþýðubandalag fái aldrei land- búnaðarráðuneytið Blönduósi. Morgunblaðið. Páll Pétursson, fyrrverandi þing- flokksformaður Framsóknarflokks- ins, lýsti því yfir á almennum stjórn- málafundi á Blönduósi að hann myndi aldrei styðja alþýðubanda- lagsmann í stól landbúnaðarráð- herra. Ástæðuna sagði Páll vera þá að Steingrímur J. Sigfússon hefði stað- ið sig illa sem landbúnaðarráðherra og búvörusamningurinn sem hann gerði væri ólánsplagg. Rúmlega hundrað manns lagði leið sína á almennan stjórnmála- fund á Blönduósi í síðustu viku. Fulltrúar framboðanna kynntu þar stefnu flokka sinna í hinum ýmsu málum. Á fundinum vakti yfirlýsing Páls Péturssonar um vanhæfi Al- þýðubandalagsins til forystu í land- búnaðarmálum athygli. Ragnar Arnalds, Alþýðubandalagi, sagði að Páll ætti ekki að lofa of miklu fyr- ir kosningar. Það kom einnig fram í máli nokk- urra fundarmanna að baráttan á Norðurlandi vestra snerist að nokkru leyti um það hvort fimmti þingmaður kjördæmisins verði Vil- hjálmur Egilsson, Sjálfstæðisflokki, eða Sveinn Allan Morthens frá Þjóð- vaka. Fundur stjórnmálaflokka um launamisrétti kynjanna Vilja að Alþingi kjósi fulltrúa í Jafnréttisráð VILJI ER til þess í öllum flokkum, sem bjóða fram á landsvísu, að Jafnréttisráð verði kosið á Alþingi að hluta eða öllu leyti. Þetta kom fram í umræðum á opnum stjórn- málafundi um launamisrétti kynj- anna sem haldinn var í Hlað- varpanum á laugardag. Vægi ráðsins ykist Fulltrúar stjórnmálahreyfing- anna á fundinum voru sammála um að auka þyrfti vægi Jafnréttis- ráðs en meginhlutverk þess ætti að vera að hafa frumkvæði í jafn- réttismálum. Lárd V. Júlíusdóttir, Þjóðvaka, benti á að það hefði verið tillaga nefndar um endur- skoðun jafnréttislaganna að ráðið yrði pólitískt skipað. Það hefði síð- an ekki hlotið hljómgrunn á Al- þingi. Ogmundur Jónasson, Alþýðu- bandalagi og óháðum, taldi eðli- legt að ráðið væri pólitískt að hluta en vildi ekki útiloka að þar ættu að eiga sæti fulltrúar vinnumark- aðarins. Kristín Ástgeirsdóttir, Kvenna- lista, fullyrti að ráðið væri allt of veikt. Ástæðan væri m.a. sú að þar sæti fulltrúi VSÍ, sem jafnan væri á móti öllu, sem ráðið beitti sér fyrir. Jafnréttismál í forsætisráðuneytið Katrín Fjeldsted, Sjálfstæðis- flokki, setti fram þá hugmynd á fundinum að jafnréttismál yrðu færð úr félagsmálaráðuneytinu yfir í forsætisráðuneytið. Hún sagðist vera sannfærð um að það gæfi málaflokknum aukið vægi. Katrín var spurð að því á fundinum hvort hún treysti Davíð Oddssyni til að sinna jafnréttismálum. Hún svaraði að bragði að jafnréttismál- um væri „mjög vel borgið í þeirra höndum en aðeins með góðri hand- leiðslu". Stjórnmálamenn kynna mögulegar leiðir til að útrýma launamisrétti kynjanna „Nóg- af skýrslum, tími aðgerða er runninn upp“ FULLTRÚAR sex stjórnmála- flokka, sem bjóða fram á lands- vísu, kynntu leiðir flokka sinna til að útrýma launamisrétti kynjanna á líflegum fundi í Hlaðvarpanum sem hópur kvenna úr ólíkum stétt- um stóð fyrir á laugardag. Orð Kristínar Ástgeirsdóttur, Kvenna- lista, eru til marks um anda fund- arins, einkum meðal fundargesta. Hún lýsti yfir því að konum þætti nóg komið af skýrslum um launa- kjör kvenna, tími aðgerða væri runninn upp. Stjórnmálamennina greindi nokkuð á um aðferðir og aðgerðir til að leiðrétta launamun kynjanna, en flestir töldu að nýút- gefin skýrsla Félagsvísindastofn- unar HÍ um launamyndun og kyn- bundinn launamun, sem unnin var fyrir Jafnréttisráð, hafi gefið vís- bendingu um það rétt einu sinni að allt of lítið hafi áunnist i kjara- baráttu kvenna síðustu áratugi. Konum gefin forgjöf Lára V. Júlíusdóttir, Þjóðvaka, talaði fyrst og kvað niðurstöður skýrslunnar vera sláandi. Lára full- yrðir að ekki sé hægt að leiðrétta launamisréttið í eitt skipti fyrir öll en Þjóðvaki muni beita sér fyrir sérstökum aðgerðum í launamál- um kynjanna. Leiðir Þjóðvaka væru m.a. að koma á starfsmati í öllum fyrir- tækjum, að gerðar verði jafnrétt- isáætlanir innan stofnana og fyrir- tækja og að launakerfið verði gert sýnilegt þannig að allar greiðslur og hlunnindi verði felld inn í launa- taxtann. Lára taldi einnig vænlegt að gefa konum forgjöf líkt og í golfíþróttinni. Hún nefndi sem dæmi að til greina kæmi að konur fengju meira í sinn hlut þegar lægstu laun eru leiðrétt í kjara- samningum. Að hennar mati á slík jákvæð mismunun sér stoð í jafn- réttislögum. Jöfn laun eru mannréttindi Ásta B. Þorsteinsdóttir, Alþýðu- flokki, kvað jafnlaunastefnu kynj- anna vera mannréttindamál. Að hennar mati hefur umræða um launamun kynjanna verið of þröng á síðustu árum og ekki náð_ að vekja karla til umhugsunar. Ásta fullyrti að ýmislegt hafi verið gert á síðasta kjörtímabili til að jafna aðstöðu kynjanna og tók sem dæmi stofnun sjóðs til atvinnusköpunar kvenna og skipun nefndar um und- irbúning ókynbundins starfsmats. Það sem þurfi að gera á næstu árum, að sögn Ástu, er að marka heilsteypta fjölskyldustefnu og skólastefnu sem geri konum kleift að taka þátt í atvinnulífinu. Þann- ig sé einsetning skóla brýnt fjöl- skyldu- og jafnréttismál. Aðild að ESB mun einnig auka jafnrétti kynjanna að mati Ástu. Hún benti á að tilskipanir sambandsins nauð- beygðu þjóðir til að taka til hjá sér í jafnréttismálum. Danir hafi t.a.m. nýtt sér vel Evrópusamstarfið en þar væri launamismunur milli kynja „aðeins“ 11%. Sett verði jafnlaunalög Siv Friðleifsdóttir, Framsóknar- flokki, sagði það stefnu flokks síns að sett verði jafnlaunalög. Mark- mið þeirra yrðu í megindráttum að skylda fyrirtæki og stofnanir til að framkvæma starfsmat sam- kvæmt lögum og gera jafnlaunaá- ætlanir. Siv taldi einnig brýnt að stofnaðar verði jafnréttisnefndir í öllum sveitarfélögum en einnig skyldu stærri sveitarfélög skipa jafnréttisfulltrúa. Siv lagði áherslu á að kynskipt- ur vinnumarkaður héldi við launa- misrétti kynjanna. Til að breyta því þurfi að gera stórátak til að hafa áhrif á hefðbundið námsval kynjanna. Hún sagði það staðreynd að aukin menntun skilaði sér ekki jafnt til kvenna sem karla. Katrín Fjeldsted, Sjálfstæðis- flokki, kallaði eftir viðhorfsbreyt- ingu fólks í jafnréttis- og launa- málum. Hún kvað alla vera sam- mála um að ríkjandi ástand væri óviðunandi og það væri sínu lakast á íslandi í samanburði við ná- grannalöndin. Hún taldi þó niður- stöður skýrslu Jafnréttisráðs sanna umfram allt að karlar of- meti störf sín en konur vanmeti sín störf. Viðhorfsbreytingin felist þannig í því að konur líti stærri augum á störf sín. Launamismunun kynjanna er einfaldlega brot á ágætum jafn- réttislögum að mati Katrínar. Hún fullyrti að konur hefðu farveg til að leiðrétta stöðu sína en hann væri kærunefnd Jafnréttisráðs. Katrín hvatti allar konur til að nýta sér þá leið til kjarajöfnunar. Nóg af skýrslum Kristín Ástgeirsdóttir, Kvenna- lista, sagði að það væri undarlegt að sitja undir framsögum kollega sinna og hlusta á yfirlýsingar þeirra um að nú væri tími til kom- inn að Ieiðrétta launamisrétti kynj- anna. Hún benti á að Kvennalistinn hafi setið á Alþingi í 12 ár og m.a. flutt tillögu um framkvæmd starfsmats. Á þeim tíma hafi gömlu flokkarnir ekki haft mikinn áhuga á tillögum þeirra. Hún kvaðst þó fagna því að flokkarnir séu loks að vakna og vonaði að einhver meining væri fólgin í lof- orðum þeirra. Kvennalistinn hefur, að sögn Kristínar, sett fram aðgerðaáætlun í 12 liðum fyrir komandi kosningar til framkvæmdar á næsta kjör- tímabili. í þeirri áætlun felist m.a. að framfærslukostnaður einstakl- ings verði skilgreindur, lægstu laun hækkuð í áföngum, ákveðin upphæð verði lögð hliðar í næstu kjarasamningum til að bæta lægstu laun kvenna, nýtt starfsmat verði unnið, fæðingarorlof verði lengt í 9 mánuði og vinnulöggjöfin endurskoðuð með tilliti til réttinda og stöðu kvenna. Allar greiðslur gerðar opinberar Ögmundur Jónasson, Alþýðu- bandalagi og óháðum, lagði áherslu á að launamisrétti verði ekki útrýmt nema tekið verði á róttækan hátt á málefnum fjöl- skyldunnar. Hann taldi þó nauð- synlegt að grípa til afmarkaðra aðgerða, s.s. að beita kynhlutlausu starfsmati. Sú leið sé árangursrík við að útrýma misrétti í almenna kauptaxtakerfinu. Þá taldi Ögmundur brýnt að allt launabókhald verði gert sýnilegt, að allar greiðslur, hlunnindi og sporslur verði festar í samnings- bundin laun. Hið siðarnefnda verði þó ekki framkvæmt fyrr en að tryggt sé að almennir launataxtar verði hækkaðir til að vega upp á móti aukagreiðslunum. Loks er það grundvalláratriði að mati Ögmund- ar að jafpréttislögin verði fram- kvæmd m.a. með gerð jafnréttis- áætlana og skipun jafnréttisfull- trúa í stofnunum og stærstu fyrir- tækjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.