Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Harðir diskar fyrir flestar tölvur 420 Mb og stærri Verð frá kr. 23.900,- *BQÐEIND— Austurströnd 12. Sími 561-2061. Fax 561-2081 Sjáírn hlutina í víbara samhengi! kjarni málsins! ______LISTIR___ Nýr Germont TONUST íslcnska óperan KEITH REED Keith Reed syngur Germont eldri. Föstudagurinn 31. apríl 1995. OFT hafa heyrst þær gagn- rýnisraddir að ýmsir íslenskir söngvarar fái ekki ekki oft og jafnvel aldrei tæki- færi til að speyta sig á hlutverkum hjá íslensku óperunni. Að vera söngvari er teygjanlegt hugtak og ef gerður væri samanburður við er- lend óperuhús kæmi fljótlega í ljós, að þar ganga menn ekki út og inn að vild og einnig að óperustjórar eru nær einráðir um val söngvara. Það verð- ur að segja íslensku óperunni til hróss, að margir hafa fengið tækifæri til að reyna sig og flestir þeirra sem nú starfa erlendis hafa ýmist þreytt frum- raun sína á sviði íslensku óper- unnar eða komið þar fram eftir að hafa starfað erlendis. Það má því segja að gróskan í söngmennt þjóðarinnar njóti mjög tilvistar Islenku óperunnar. Á 15 árum hefur íslenska óperan staðið fýr- ir 27 uppfærslum, bæði ein sér og í samvinnu við aðra aðila og þar hafa margir íslenskir lista- menn tekist á við erfið verkefni en einnig notið tilsagnar erlendra fagmanna í uppsetningu óperu- verka. Tveir efnilegir tenorar, þeir Ólafur Árni Bjarnason og Kol- beinn J. Ketilsson, hafa skipt með sér verkum í hlutverkum Germonts yngri og nú hefur Keith Reed komið inn fýrir Berg- þór Pálsson í hlutverki Germonts eldra. Keith Reed er óperugest- um minnisstæður eftir söng hans í Ot- ello og er varla hægt að hugsa sér meiri andstæður í mann- gerð en Jago og Germont eldra. Keith Reed söng Germont af öryggi, þótt röddin væri helst til þung í upp- hafi og ætti þá til að sitja neðarlega í tóninum. Persónu- sköpunin hjá Keith Reed var nokkuð þungbúin, sem átti vel við í upphafi og hefði mátt mildast meira undir lokin en var að öðru Ieyti mótuð af reisn. Bestur var Keith Reed, bæði er varðaði söng og leik í samspili feðganna, þeg- ar Germont eldri reynir að tala um fyrir syni sinum, sem vill hvorki heyra föður sinn né sjá. Sýningin í heild var með sömu ummerkjum og áður, nema að söngur Kolbeins í hlutverki son- arins var nú borinn uppi af meiri þrótti en á fyrstu sýningu hans. Jón Ásgeirsson A INTERNETI Macbeth Frú Emilíu boðið utan Ókeypis áskrift í apríl! http://www.strengur.is LEIKHÚSINU frú Emilíu hefur verið boðið á norræna leiklistar- hátið, Den Nordiske Scenekunst Festival, í Árósum í Danmörku 2.-9. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíð þessi er haldin og koma þar fram 11 þekktir leik- og danshópar frá öllum Norður- löndum, samkvæmt kynningu leikhússins. Uppfærsla Frú Emilíu á Mac- beth eftir William Shakepeare vakti athygli forráðamanna þessarar leiklistarhátiðar og verða tvær sýningar á meðan á hátíðinnni stendur miðvikudag- inn 5. og fimmtudaginn 6. apríl. Auk áðumefnds boðs til Árósa hefur Macbeth einnig verið á leiklistarhátíð í Póllandi þar sem eingöngu eru flutt leik- rit eftir William Shakespeare. Einnig hafa komið fyrirspurnir meðal annars frá Svíþjóð og Finnlandi. Þess má geta að leikhúsinu var boðið á leiklistarhátið far- andsýninga fyrir böm í Finn- landi nú í haust með barnasýn- inguna Ævintýri Trítils. Þór Tulinius fer með hlut- verk Macbeth og Edda Heiðrún Backmann leikur frú Macbeth. Önnur hlutverk em í höndum Þrastar Guðbjartssonar, lýjart- ans Bjargmundssonar og Helgu Braga Jónsdóttur. Leiksljóri er Guðjón Pedersen og leik- gerðin er unnin af Hafliða Arn- grímssyni, Guðjóni Pedersen og Grétari Reynissyni. Amþmður Karisdóttir skipar 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjæ'ík Við viljum sjá að Jögbrot verði tékin fastarí tokum! Kristinn Pedersen, lögregluvarbstjóri Ijónas Hallsson, abst. yfirlögregluþjónn IBenedikt Lund, lögregluvaröstjóri júlíus Armann, rannsóknarlögreglum. ISteinþór Hilmarsson, rannsóknartögreglum. p Vignir Sveinsson, IÞórðurEric Hilmarsson, rannsóknarlögreglum. lögreglumaöur. Vi5 treystum Amjwúöi Karisdóttur besttilþess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.