Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Oldrunarþjónusta í Bolungarvík Samningur um bygg- ingn dvalar- og hjúla*unarheimilis Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson SIGURÐUR Jónsson, elsti núlifandi einstaklingurinn úr fyrstu lyftunefnd ísafjarðarkaupstaðar, ræsti lyfturnar i Tungudal og fór fyrstu formlegu ferðina. Skíðasvæði ísfirðinga Dalimir tveir form- lega teknir í notkun NYI snjótroðarinn, og einn harðasti skíðaáhugamaður bæjarins, Hrafn Snorrason Ijósmyndari. ísafirði - Samningur um breyt- ingar á öldrunarþjónustu í Bolung- arvík milli heilbrigðisráðherra og bæjaryfirvalda í Bolungarvík var undirritaður sl. sunnudag. Samningurinn gerir ráð fyrir því að byggður verði síðari áfangi dvalar- og hjúkrunarheimilis í Bolungarvík en fjármálaráðuneyt- ið hefur þegar samþykkt hönnun hinnar nýja byggingar. Gert er ráð fyrir að heildarfl- atarmál hinnar nýju byggingar verði 780-800 fermetrar, en í húsinu verður eldhús, borðstofa og setustofa á 1. hæð, hjúkrunar- deild fyrir sex sjúklinga á 2. hæð og dagvistun og vinnusalur á 3. hæð. I kjallara hússins verður kapella, líkhús og geymslur. Heild- arkostnaður við bygginguna er áætlaður um 96 milljónir króna og er þá reiknað með búnaði og frágenginni lóð. Þá er gert ráð fyrir því að Bol- ungarvíkurkaupstaður kaupi hluta ríkissjóðs í núverandi húsnæði Sjúkrahúss Bolungarvíkur og breyti þeirri stofnun í vistheimili fyrir aldraða sem hýsa mun allt að 10 vistmenn. Kaupin munu eiga sér stað þegar hin nýja álma dval- ar- og hjúkrunarheimilisins verður fokheld enda verði báðir aðilar ásáttir um kaupverð. í samningnum er einnig samið um kostnaðarskiptingu milli ríkis- sjóðs og Framkvæmdasjóðs aldr- Húsfélaga handbókin Góð bók fyrir húsfélög og húseigendur. Á sérstöku kynningarverði í apríl. Pöntunarsímar 588 2223 eða 588 6655. aðra annars vegar og Bolungar- víkurkaupstaðar hins vegar, eins og lög standa til. Við samningsgerðina var einnig lagður fram samningur við Teikni- stofuna Óðinstorgi í Reykjavík um hönnun og ráðgjöf heilbrigðisráð- herra og hönnuðum og skilgrein- ing gerð á vinnu arkitektsins. Þeg- ar umræddur samningur verður kominn til framkvæmda verða öldrunarmál í Bolungarvík og heil- brigðisþjónusta fyrir aldraða orðin eins og best gerist í bæjarfélögum á íslandi. 20 hættu í skólanum Húsavík - Tuttugu nemend- ur í Framhaldsskólanum á Húsavík hafa ekki hafið nám að nýju eftir að kennaraverk- falli var aflétt. Sumir þessara nemenda fengu vinnu þegar verkfallið skall á og ætla sér ekki að hefja nám að nýju. Öðrum vex í augum að vinna upp þann tíma, sem verkfallið tók frá námi. Enginn þeirra, sem stefnir að stúdentsprófi í vor, hefur hætt námi nú. ísafirði - Hið nýja skíðasvæði ísfirð- inga í Tungudal og á Seljalandsdal var formlega tekið í notkun á sunnu: daginn að viðstöddu fjölmenni. í a.m.k. tvígang hefur þurft að fresta formlegri opnun svæðisins vegna óveðurs og mikilla snjóa og færa varð opnunarhátíðina á sunnudag frá Seljalandsdal og niður í Tungud- al af þeim sökum. Þorsteinn Jóhannesson, forseti bæjarstjórnar ísafjarðar, hélt opn- unarávarp og tilkynnti að skíða- svæði ísfirðinga væri formlega opn- að af hálfu bæjarins. Síðan rakti Eyjólfur Bjarnason, forstöðumaður tæknideildar ísafjarðar, sögu upp- byggingar svæðisins frá því hafist var handa eftir snjóflóðið mikla í apríl á síðasta ári. Samúel Gríms- son, formaður íþróttabandalags ísa- jjtrðar, -flutti að því loknu ávarp. Það gerði einnig Kristján Guð- iundsson, formaður Skíðafélags isafjarðar og Páll Gíslason, forstjóri ístraktors hf. í Reykjavík, en það fyrirtæki er innflytjandi skíðalyft- anna sem og hins nýja snjótroðara sem kom til Isafjarðar í síðustu viku. í ræðu sinni gat Páll þess að fyrir- tækið hefði ákveðið að gefa Skíðafé- Iagi ísafjarðar tvo umganga af keppnistreyjum með merki Léitner og kom sú gjöf sér vel þar sem Skíðamót íslands er framundan á ísafirði. Sigurður Jónsson, elsti núlifandi einstaklingurinn úr fyrstu lyftu- nefnd sem sett var á laggirnar á ísafirði, en hann er á áttræðisaldri, flutti ávarp, ræsti síðan lyfturnar og fór fyrstu formlegu ferðina með lyftunni. Á sunnudag var einnig reyndur nýr snjótroðari sem keyptur hefur verið til bæjarins og reyndist hann mjög vel að sögn íþrótta- og æskulýðsfulltrúa ísafjarðarkaup- staðar, Björns Helgasonar. Mun til- koma snjótroðarins breyta miklu fyrir alla skíðaaðstöðuna í dölunum tveimur. Get bætt víð mig verkefnum fyrir husfélög og félagasamtök. Magnús I. Erlingsson, Ármúla 6, sími 588 2223. FunduPi á Seltjarnarnesi í kvöld kl. 20:30 verður haldinn opinn framboðsfundur um málefni kjördæmisins. Framsögumenn verða alþingismennirnir Árni M. Mathiesen og Sigríður A. Þórðardóttir og frambjóðandinn Viktor B. Kjartansson. Ávarp: Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra. Frambjóðendur heimsækja fyrirtæki á Seltjarnarnesi í dag og ræða málefnin við kjósendur. Fundurinn verður haldinn í félagsheimili Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Komdu og kynntu þér stefnu Sjálfstæðisflokksins og hvernig möguleikar íbúa svæðisins verða best nýttir. BETRA ÍSLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.