Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 21 i i I ► I I > I > > > í I FRÉTTIR: EVRÓPA Reuter Andstaða við sjónvarpskvóta Frakka FRAKKAR, forysturíki Evrópu- sambandsins og hörðustu tals- menn þess að kvóti verði settur á erlent sjónvarpsefni í evrópsku sjónvarpi, urðu í gær að fundi evrópskra ráðherra, sem fara með sjónvarps- og menningar- mál, vegna þess að kvótastefna þeirra mætti harðri andstöðu. Málið virtist, að sögn embættis- manna, vera í algerri sjálfheldu. Hér reynir franski menningar- málaráðherrann, Jacques Tou- bon, að sannfæra sænska starfs- systur sína, Margot Wallström, í fundarhléi. Sennilega reyna ráð- herrarnir áfram í dag að ná sam- komulagi. Portillo ræðst á starfsfólk ESB Birmingham. Reuter. MICHAEL Portillo, at- vinnumálaráðherra Bretlands, réðist á starfsfólk Evrópusam- bandsins í Brussél í ræðu í Birmingham á laugardag. Kallaði ráð- herrann starfsmenn framkvæmdastjórnar- innar skriffinna, sem aldrei hefðu skapað neinum atvinnu. Portillo lét þessi orð falla í ræðu á ráðstefnu á vegum íhaldsflokks- ins í Birmingham. Hann sagði að Bretar ættu ekki að láta undan þrýstingi að gangast undir félags- málareglur Evróusambandsins, sem voru samþykktar árið 1992, en Bret- ar fengu þá undanþágu frá þeim. „Brussel er borg, sem er yfirfull af góðvilja,“ sagði Portillo. „Hún er full af fólki, sem heldur að það viti hvað sé okkur fyrir beztu.“ Hann kallaði starfslið fram- kvæmdastjórnarinnar í Brussel síðan „fólk, sem aldrei hefur skapað nein- um atvinnu á ævi sinni, en telur sig geta sagt fyrirtækjum hvernig þau eigi að haga samskiptum við starfs- fólk sitt, hversu lengi starfsfólkið megi vinna, hversu langt fæðingar- orlof mæðra og feðra eigi að vera.“ Fullveldið kosningamál Portillo lét jafnframt í veðri vaka að „fullveldi" yrði meiriháttar kosn- ingamál fyrir næstu þingkosningar í Bretlandi. „í Evrópubandalaginu eru fá lönd, sem ekki hafa glatað lýðræð- inu einhvem tímann á síðastliðnum 60 árum, annað hvort í erlendri innrás eða innlendri uppreisn," sagði Port- illo. Hann sagði að Bret- ar hefðu hins vegar ekki orðið fýrir slíkri reynslu síðan í borgarastyijöld- inni á sautjándu öld. „Er þá rétt af Bret- um að halda því fram að fullveldi okkar sé sérstakt og þess virði að varðveita það?“ sagði Portillo. „Já, þann rétt eigum við. Við verðum að veija hann. Við munum veija hann.“ Þetta er fyrsta ræða Portillos um Evrópumál síðan John Major forsæt- isráðherra fyrirskipaði ráðherrum í ríkisstjórn sinni í febrúar að hafa lágt um deilur um Evrópumál innan íhaldsflokksins og forðast digur- barkalegar yfirlýsingar á opinberum vettvangi. Sáttatónn í Gorman Hins vegar er sáttatónn í sumum öðrum andstæðingum Evrópusam- bandsins innan Ihaldsflokksins. Þannig hefur Teresa Gorman, ein af níu þingmönnum, sem reknir voru úr þingflokknum fyrir afstöðu sína til ESB, lagt til að uppreisnarmenn- imir snúi aftur til föðurhúsanna fyr- ir Evrópuþingkosningamar í maí. Annar ESB-andstæðingur, Sir Teddy Taylor, segir hins vegar í Financial Times að enn hilli ekki undir sættir. MICHAEL Portillo ESB varar Rússa við • EVRÓPUSAMBANDIÐ varaði Rússa á laugardag við afleiðing- um hernaðar þeirra í Tsjetsjníu á framtíðarsamskipti við Vestur- Evrópu. f yfirlýsingu frönsku stjórnarinnar, sem fer með for- ystu í ráðherraráðinu, segir að ESB vilji þróa samskipti við Rússa í anda bræðralags og samstarfs. ESB krefst þess að bardögum verði hætt, og starfsmönnum mannúðarsamtaka hleypt til Tsjetsjníu. • ESB hyggst senda mat og aðr- ar nauðþurftir að andvirði um 14 milljóna Ecu (1,2 mil(jarðar króna) til Azerbajdzhan, Tadzhi- kistan og Kyrgyztan, sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Efna- hagsástand er nú mjög slæmt í þessum löndum. • EDOUARD Balladur, forsæt- isráðherra Frakklands, segir að Frakkar og Þjóðverjar ættu í sam- einingu að koma sér upp hersveit- um, sem blandað gætu sér í deilur þar sem þörf væri á og „tryggt Evrópu stað á sviði heimsmála." • RAÐHERRAR menntamála í ESB, samþykktu á föstudag að stefna að því að öll skólabörn lærðu að minnsta kosti þijú af ellefu opinberum tungumálum sambandsins. • KÖNNUN á viðhorfum al- mennings í Kanada og á Spáni sýnir að í Kanada hefur fiskveiði- deila ríkjanna þau áhrif að þjappa frönsku- og enskumælandi íbúum saman gegn sameiginlegum óvini. Á Spáni finnst almenningi hins vegar að Evrópusambandið, og sérstaklega Bretland, hafi svikið Spánverja og haldi með Kanada. WiWíiWifieffl ocj fylcjihlutir tVlikið úrval Járn er nauðsynlegt m.a. fyrir blóðið, vöðvana og heilann Það er sérstaklega mikilvægt fyrir konur og börn í vexti. Þar sem þörf er á nægu C-vítamíni til að járnið nýtist, er HEILSU járn með C-vítamíni. Járntöflur eru fáanlegar í mörgu formi og nýtast líkamanum misvel. Betur en flest annað járn nýtist honum FERROUS SUCCINATE. Þess vegna er FERROUS SUCCINATE í járntöflum HEILSU. Þær eru lausar við gluten, sykur, salt, ger, tilbúin rotvarnar-, litar- og bragðefni. GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN ék eilsuhúsið Kringlan s: 689266. Skólavörðustíg s: 22966 Fæst í heilsubúðum, lyfjabúðum og heilsuhillum matvöruverslana. Ævintýri bragðlaukanna: 4.-9. apríl Það verður sannkallað ævinrýri fyrir bragðlaukana þegar matreiðslumeistarar frá íslensk-frönsku hf. ganga til liðs við matreiðslumeistarana í Skrúði. íslenskt hráefni og frönsk matargerðarlist renna saman í dýrindis krásir á hlaðborðinu og er upplagt fyrir þá sem eru í veisluundirbúningi t.d. fyrir fermingar að koma og kynna sér úrvalið. Frönsk stemning verður allsráðandi, Jóna Einarsdóttir leikur franska tónlist á harmonikku og Skrúður klæðist frönskum búningi. Matargestir geta tekið þátt í léttri getraun og í verðlaun eru glæsilegar matarkörfur frá íslensk-frönsku hf. Verð: 1.370 kr. í hádeginu og2.130 kr. á kvöldin. í anddyri Hótel Sögu geta gestir og gangandi kynnt sér vörur frá íslensk-frönsku hf. og franskt rauðvín milli kl. 17.30 og 18.30 þessa sömu daga. Meðal rétta í Skrúði: Kaldir réttir: Villigæsapaté með gljáðum rauðlauk Sveitapaté mað cumberlandsósu Sjávarréttapaté í sölkápu Heitir réttir: Heilsteiktur lambavöðvi provencale Pastrani kryddaður svlnahryggur Rauðsprettutimbali með mildri sinnepsdillsósu Eftirréttir: Kampavínskaka Fylltar vatnsdeigsbollur með fíkjurjóma Litlar ávaxtakökur Pantanir í síma 552 9900. -þín saga!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.