Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Blaksamband Islands setur ofan Ferdinand Smáfólk Steinn númer átta í hornið! Frá: leikmönnum meistaraflokks karla HK: LAUGARDAGINN 18. mars áttu að fara fram leikir HK og KA í 1. deild karla og kvenna í blaki. Svo fór að leikjunum var frestað að því er okkur virðist sökum trassaskap- ar. KA-menn höfðu ekki pantað sér flugfar heldur treyst á að geta farið landleiðina sem þó hafði verið ófær svo dögum skipti og var enn. í 4. grein laga BLÍ (Blaksam- bands íslands) segir: „Leikur fellur af mótaskrá ef um lokaðar leiðir er að ræða, þannig að lið kemst ekki til leiks vegna veðurs, ófærðar eða annarra ófyrirsjáanlegra ástæðna, nema ákvæði 6. gr. sé beitt [þ.e. að mótanefnd hefur heimild til að breyta leiktíma innan sömu leik- helgar, innsk. greinarh.]. Þegar um flug er að ræða skal miðað við flug- leið samdægurs. Sama gildir um bílveg eða sjóveg, þegar slíkri ferð má ljúka m.t.t. árstíma á augljósum tíma. Flugleið telst fær ef flogið er áætlunarflug á þeim tíma sem lið hyggst fara á og ekki er um frídaga að ræða, annars telst leið fær ef flogið er áætlunarflug á leikdag. Lið skuiu panta far með að minnsta kosti 14 daga fyrirvara sé þess kost- ur.“ (Leturbr. greinarh.) Þetta þýðir að ef lið mætir ekki til leiks og flugfært hefur verið, leik- daginn, dæmist leikurinn liðinu tap- aður. Á þessum forsendum var HK- mönnum dæmdur sigurinn,_af dóm- urum leiksins, 3-0. Jón Ámason, formaður mótanefndar BLÍ, gaf HK annars vegar þann kost að sjá aum- ur á KA-mönnum og setja nýja dag- setningu á leikinn en hins vegar að þiggja sigur 3-0 (sbr. 4. gr.). Síðar- nefndi kosturinn var tekinn vegna óhjákvæmilegs álags sem leikurinn hefði haft í för með sér í þessari viku en senn fer úrslitakeppni í hönd. Eitthvað munu KA-menn hafa verið ósáttir við þessa niðurstöðu og kærðu hana. Sögðu að þeir hefðu hvort eð er ekki komist vegna bið- lista sem höfðu hrannast upp vegna veðurs undanfarinna daga. Þriðjudaginn 21. mars berst blak- deild HK bréf þess efnis að leikurinn skuli fara fram, þrátt fyrir áður- nefnda niðurstöðu BLÍ og dómara, laugardaginn 25. mars nk. (undirrit- að Jón Amason, form. mótan.). Það er staðreynd að handboltalið KA komst í bæinn, fljúgandi, þenn- an sama dag. Vom þeir forsjálli eða höfðu þeir einfaldlega vilja til að komast suður og spila? Við sökumst þó ekki við KA hvað varðar niðurstöðu BLÍ þó þeir hefðu mátt huga fyrr að ferðamáta sínum því veður geta válynd á Fróni. Það eru_ fyrst og fremst vinnuaðferðir BLJ sem við emm ósáttir við. í fyrsta lagi: Búið var að dæma HK sigurinn 3-0 af fyrmefndum ástæðum en sú niðurstaða síðan dregin til baka af mótanefnd. Til hvers var 4. gr. sett? í öðm lagi: Formaður mótanefnd- ar (og reyndar framkvæmdastjóri) og leikmaður Þróttar í Reykjavík setur leikinn á laugardaginn 25. mars en svo undarlega vill til að daginn eftir á HK leik við Þrótt í Reykjavík. Það þýðir að HK þarf að spila tvo leiki á tveimur dögum, laugardegi og sunnudegi, en úrslita- keppnin hefst á miðvikudag (fyrir utan bikarleik sem nú er búið að færa inn á miðja úrslitakeppni). Með því að setja leikinn á minnka líkurn- ar á því að Þróttur þurfi að leggja út í kostnaðarsama norðurferð þar sem KA-menn eygja nú von um að komast í þriðja sæti sem þýðir að það verður HK en ekki Þróttur sem þarf að leggja út í norðurferð. Á ofangreindu er ljóst að formað- ur mótanefndar hefur óvéfengjan- lega hagsmuna að gæta f.h. liðs síns, Þróttar, og sýnir þetta grófa misnotkun á aðstöðu. íVrir okkur, leikmenn HK, er þetta fyrst og fremst „princip“-mál að láta ekki fara með sig eins og leiksopp „ban- analýðveldis" sí og æ. Vinnubrögð BLI eru óforskömm- uð'og til háborinnar skammar fyrir sambandið og undirstrikar hversu hagsmunir þeirra liða sem eiga full- trúa í stjórn BLÍ er vel gætt, en dæmin eru mýmörg og ávallt eru það sömu liðin sem njóta góðs af. Reglur eru til þess gerðar að gæta hagsmuna allra en ekki einstakra aðila. Blaksambandið má ekki verða eins og spillt S-Ameríkuríki. Við skorum því á BLÍ að endur- skoða afstöðu sína til þessa máls. Það er ekki hægt að fara fram á að lið keppi tvisvar á tveimur dögum rétt fyrir úrslitakeppni. Það er langt fyrir neðan virðingu blaksambands- ins að fara fram á það. LEIKMENN MEISTARAFLOKKS KARLA HK. Alþýðuflokkurinn í matarkörfunni Jón er bara hre hre hress, hans þó skarist gengi. Vill nú fara úr E E Ess, undi þar ei lengi. Þó einu sinni í það vé öll hans rynni döngun, nú er inn í E Ess Bé ekki minni löngun. ÓLAFUR Á NEÐRABÆ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.