Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Norræn samvinna í ljósi nýrra öryggisaðstæðna ÞÆR breytingar sem orðið hafa á skip- an alþjóðamála und- anfarin ár hafa breytt mjög áherslum í ör- yggi Evrópuríkja. Ýmis vandamál sem sópað var undir teppið í kalda stríðinu hafa að nýju komið upp á yfírborðið. Ný örygg- isvandamál hafa einn- ig orðið til samfara aukinni samrunaþró- un í Evrópu. Öryggis- umræðan í Evrópu snýst því í minna mæli en oft áður um hemaðarlegar ógnir, en þeim mun frekar um ýmsar pólítískar og samfélagslegar ógnir. Frá sjónarhóli smáríkja virðast lok kalda stríðsins hafa almennt aukið frelsi þeirra til athafna í utanríkis- málum. Um leið hefur þó skapast meiri óvissa um framtíðarskipan öryggismála og um almennt eðli þeirra aðstæðna sem aðlagast þarf. Hvaða mynd mun Evrópusam- bandið (ESB) taka á sig? Hvernig verður öryggismálum háttað? Mun Evrópu verða ógnað að utan, eða mun hún skapa sín eigin vandamál í formi þjóðemisdeilna og öryggis- leysis tengdu framsali hefðbund- inna valda til yfirþjóðlegra stofn- ana? N orðurlandasamstarf ið Norðurlöndin hafa í gegnum árin átt með sér nána samvinnu í samfélagslegum málefnum. Áherslan hefur verið á að styrkja þau menningarlegu og félagslegu bönd sem sögulega hafa ríkt á milli þeirra. Hlutverk ráðherra- og þingmannanefnda hefur einkum verið að ræða og sámræma hin ýmsu þjóðfélagss- amskipti, frekar en að taka beinar pólitískar ákvarðanir. Þannig hefur samvinnan ekki síst átt sér stað á milli hópa og samtaka al- mennings. Menningar- leg samkennd milli þjóðanna hefur þ.a.l. styrkst og margvísleg tengsl og sambönd myndast, a.m.k. meðal ákveðinna hópa. ESB getur t.a.m. litið öf- undaraugum til Norð- urlandanna hvað þennan þátt alþjóð- legrar samvinnu varð- ar. Eitt af aðalvandamálum ESB í dag er einmitt vöntun á evr- ópskri samvitund og ímynd sem styrkt getur lögmæti hinnar stofn- analegu uppbyggingar. Tilhneiging hefur verið til að vanmeta störf Norðurlandaráðs þar sem árangurinn hefur oft ekki verið eins áþreifanlegur og t.d. samstarfið innan ESB. Til langs tíma litið hafa þó hin margvíslegu þjóðfélagslegu tengsl skapað vit- und meðal ákveðinna hópa almenn- ings og ráðamanna um sameigin- lega hagsmuni. Þetta hefur t.a.m. komið fram í nánu samráði meðal Norðurlandanna í mikilvægum ákvörðunum innan ýmissa alþjóða- stofnana. Þau Norðurlönd sem nú eru aðilar að ESB eru einnig líkleg til að koma á framfæri sjónarmið- um hinna sem fyrir utan standa. Staða smáríkja Almennt eiga smáríki sér það sameiginlegt að vera mun háðari aðstæðum í ytra umhverfi sínu, en mörg valdameiri ríki. Hegðun þeirra er hins vegar oft innbyrðis Eitt af aðalvandamálum ESB er vöntun á evr- ópskri samvitund, segir Sveinbjörn Hannes- son, og ímynd sem styrkt getur lögmæti hinnar stofnanalegu uppbyggingar. ólík þar sem mismunandi ytri að- stæður krefjast oft ólíkrar aðlög- unar. Þrýstingur í umhverfi þeirra kemur þ.a.l. niður á sjálfstæði þeirra til að vinna að sameiginleg- um hagsmunamálum smáríkja. Frelsi þeirra fer þó nokkuð eftir málaflokkum. í kalda stríðinu höfðu Norðurlöndin t.a.m. tiltölu- lega mikið frelsi í flestum mála- flokkum að undanskildum brýn- ustu öryggismálum. Þar mótaðist stefnan út frá hagsmunum, sögu og ytri kringumstæðum hvers lands fyrir sig. Finnland og Svíþjóð þróuðu með sér tvö ólík afbrigði hlutleysisstefnu. Danmörk kastaði fyrir róða aldagamalli hlutleysis- stefnu sinni með aðild að hernaðar- bandalagi en með þeim skilyrðum þó að erlent herlið yrði ekki stað- sett í landinu. Ekki ósvipaða sögu var að segja um Noreg. Átök aust- urs og vesturs höfðu því almennt mjög sundrandi áhrif á öryggis- stefnu landanna. Öll umræða um þau mál voru mjög viðkvæm og ekki á dagskrá innan norræns sam- starfs. Um leið þjappaði spennan í samskiptum risaveldanna tveggja Norðurlöndunum enn meira saman Sveinbjörn Hannesson á öðrum sviðum, líkt og segja má um V-Evrópu almennt. í dag hafa aðstæður að mörgu leyti breyst. Losnað hefur um tak stórveldanna og ríki Evrópu standa andspænis nýjum og oft sameigin- legum áskorunum. Við slíkar að- stæður er oft hætta á að deilur rísi milli ríkja sem á tímum spennu og samþjöppunar valds milli tveggja póla hefðu annars ekki komið upp á yfirborðið. Spenna milli tveggja risavelda kemur oft í veg fyrir að deilur rísi í samskipt- um smærri ríkja. Nýjar aðstæður eru því prófsteinn á samvinnu Norðurlandanna. Mikilvægt er að þau noti frelsi sitt til að víkka út umræðugrundvöll sinn með mark- vissara samstarfi á sviði utanríkis- mála og styrkingu hins pólitiska samstarfs. Þegar þíða ríkir í sam- skiptum stórvelda er oft tilhneiging meðal smærri ríkja til að vanmeta mikilvægi samvinnu. Einkum er þessi tilhneiging sterk nú þegar þijú af Norðurlöndunum eru með- limir ESB. Samvinna og öryggi Mikilvægi norrænnar samvinnu liggur í þeim þjóðfélagslegu tengsl- um og samböndum sem myndast hafa milli ríkjanna og þeim sameig- inlegu hagmunum og sjónarmiðum sem þau standa fyrir á alþjóðavett- vangi. Slík tengsl eiga sér vart hliðstæðu í alþjóðlegu samstarfi. í fræðilegri umræðu er talað um Norðurlöndin sem kjörmynd þess árangurs sem hægt er ná í öryggis- málum innan alþjóðakerfis þar sem stjómleysi í pólitískri uppbyggingu ríkir. Talað er um að þau myndi svokallað „öryggissamfélag“ þar sem þær deilur sem kunna að koma upp eru leystar með friðsamlegum hætti. Löndin hræðast hvorki né gera ráð fyrir, að eitt þeirra beiti öðru pólitískri eða hernaðarlega valdbeitingu. Það sýnir kannski mest styrk norrænnar samvinnu hversu mikill árangur hefur náðst í þessum málum, þrátt fyrir vöntun á sameiginlegum yfirþjóðlegum stofnunum. Norræn samvinna hefur verið Hínn sígildi boðskapur MÉR hefur alltaf þótt vænt um Gylfa Þ. Gíslason, og borið virðingu fyrir honum. Hann skrifar heilmikl- ar hugleiðingar á nýju ári í Morgunblaðið, 26. janúar sl., og vindur þar sína sömu tusku, sem alltaf hann ér að reyna að þurrka, með alla þá vitleysu mergð sem flotið hefur í huga hans, að segja má alla hans daga. Hann seg- ir: Það er of algengt að lesa í blöðum og hlusta á það í ræðum, að 80% af þjóðartekj- um íslendinga eigi rót sína að rekja til sjávarútvegs. Þetta hundraðs- töluhlutfall, 80%, á við um það, að af vöruútflutningi þjóðarinnar eru 80% sjávarafurðir. En næst kemur svo á eftir í grein Gylfa, „að gjald- eyristekjur þjóðarinnar eru liðlega helmingur vegna útflutnings sjáv- arafurða," hins helmingsins afli íslendingar sér með öðrum hætti. En ég vil bara spyrja Gylfa minn, blessaðan kallinn, að því hvort þessi helmingur sem hann telur eðlilegt að telja sem útflutning af sjávaraf- urðum sé ekki undirstaðan undir öllum hinum útflutningnum sem hann talar um. „Stefnan í landbúnaði var ára- tugum saman óhagkvæm og þjóðarbúskapnum of dýr,“ segir Gylfi. En hvar sem þessi ágæti maður gengur með öllum sínum snillingum eftir jörðinni, verður hann að komast eftir þeirri skýru og einföldu niðurstöðu, að við lifum Jens í Kaldalóni Guðmundsson. einungis af tveimur veraldlegum sælureit- um, sem heita Jörð og Sjór. í þessar tvær auðlindir sækjum við allt okkar lífsins brauð, allt efnið til iðnaðarins og allra þeirra lysti- semda sem við kunn- um í að breyta því, er jörðin og sjórinn gefa af sér. Landbúnaðarþjóðfé- lagið er löngu horfið, segir þessi indæli drengur. En er þessi stórgreindi höfðingi ekki betur í huga sér búinn en svo, að gera sér ekki grein fyrir því að hann væri ekki hér á Islandi í dag, eða nokkur annar lifandi maður, ef landbúnaðarins nyti ekki við, því að það eru einmitt þessir tveir lífs- ins þættir sem halda okkur lifandi. Væru búskapurinn og sjávarútveg- urinn komnir svo fyrir kattarnef, að við stæðum svo berskjaldaðir á allsberu eyðimerkurgijótinu, að ekkert hefðum við til að lifa á, og ættum ekki grænan túskilding til að kaupa neitt fyrir frá útlöndum. Hvar stæðum við þá? Allar götu frá 1930 var hálfur annar mjólkurpottur virði 1 tíma vinnukaups, framyfir 1940, en ætli að nú megi ekki fá eina 5-6 lítra af mjólk fyrir eins vinnutímakaup á flestum stöðum? Svipað er með aðrar vörur í landbúnaði í flestum tilfellum. Svo kemur afkomandi þess mæta manns, Þorsteins Gísla- sonar ritstjóra, með þann vísdóm, í allri velsæld nútímans, að íslensk- Við lifum af auðlindum lands o g sjávar, segir Jens í Kaldalóni Guð- mundsson, sem telur auðlindaskatt hækkun á fískverði til sjómanna og útgerðar. ur landbúnaður sé óhagkvæmur íslenskum þjóðarhagsmunum. Guð mætti hjálpa þeim sem svo tala um meiri greind og þekkingu á tilveru sinnar þjóðar. En ef við snúum nú við blaðinu, og lesum eitthvað upphaf næstu síðu, þá er ekki laust við það, að hugur höfðingjans um víðáttur haf- anna og þá göfugu fiska er þar lifa, og enginn arður sé af tekinn til eftirgjalds eða landsskuldar í neinu formi. En í stuttu máli sagt, þá er aflaskattur ekkert annað en verð- lækkun á aflaverðmætinu, og til sjómanna og útgerðar er það ekk- ert annað en fiskverðslækkun. En að geta haldið slíkri endemis vit- leysu fram að þjóðin, eigendur fisksins í sjónum, að þessir vísu dátar segja, er svo fjarstæður bjánagangur/að engu tali tekur. Hvaðan koma skattarnir til ríkis og bæja? Þeir koma auðvitað af tekjum sjávarafurða, í allri marg- feldni sinni frá því að fískurinn kemur innfyrir borðstokkinn, þar til hann er fluttur út úr landinu til sölu. Sama er að segja um skatta- framleiðsluna af landbúnaðinum, iðnaðinum og öðru fleiru í öllu því formi sem framleitt er, en sem bindur svo hvað annað í þá órofa keðju sem enginn hlekkur má í slitna, að ekki sé allt, um leið, kom- ið norður og niður. Að predika þá sálma síknt og heilagt að sjómenn gangi í þessa órofa auðlind þjóðar- innar án nokkurs endurgjalds fyrir afurðirnar er svo flónskulegt kjaft- æði, að maður skammast sín fyrir að nokkur lifandi maður skuli láta sér það um munn fara, og það ekki síst vel greindir menn eins og Gylfi Þ. Gíslason og þessi bráð- myndarlegi sonur hans. En þótt leiðinlegt sé að segja það, þá er það nú samt sú sannasta saga, að frá oft greindustu mönnum koma mestu vitleysurnar. Halda þessir höfðingjar kannski að það sé svo afskaplega spennandi oft á tíðum að andæfa uppí stórsjóa rok og sorta byljina sólarhringum saman, að bíða eftir að hægt sé að athafna sig við að draga þessa titti uppúr sjónum, sem þessir mætu menn eru að telja eftir að gefnir séu þeim sem eftir þeim bera sig, og miðla öllum landsins börnum lifi- brauð sitt af í einhveiju eða öllu fonni? Að veiðileyfagjald geti verið þáttur í stjórnun fiskveiða, einskon- ar fiskveiðistjórnun, er alveg for- kastanlegt, sem enga raun á í eðli sínu. Fiskveiðistjórnunin hefur frá upphafi sinna daga verið svo snar- vitlaust fram sett, rétt eins og land- búnaðarkvótinn frá upphafi sinna daga, og á eftir að koma þjóðinni á svo kaldan klaka, að óhuggulegt er frammá að horfa. Aldrei máttu þessir kvótar hvorugir verða sölu- vara, hvað þá heldur erfðafjárstuð- og er mjög mikilvæg íslendingum. Hún hefur t.a.m. veitt íslenskum ríkisborgurum allskyns félagsleg fríðindi á hinum Norðurlöndunum. Og eins og staðan er í dag er hún tengiliður okkar við ESB, þar sem sjónarmiðum okkar er komið á framfæri. Einnig er mikilvægt að innan Norðurlandaráðs fari fram umræða um þær öryggislegu ógnir sem finna má í N-Evrópu dagsins í dag, t.d. hvað varðar stöðugleika Eystrasaltsríkjanna, samskipti við Rússland, sameiginlega nýtingu auðlinda og umhverfismál. Norður- löndin eru að mörgu leyti fyrir- mynd í alþjóðlegu samstarfi og aðdáunarefni annarra þjóða. Sam- staða þeirra og stuðningur við ýmis alþjóðleg réttlætis- og friðar- mál sýna að þau hafa mikið fram að færa til alþjóðamála. Innan Sameinuðu þjóðanna hafa þau t.a.m. unnið ötullega að styrkingu alþjóðalaga og gilda, og að ýmsum málum hvað varðar afvopnunarmál og takmörkun á notkun og út- breiðslu kjarnorkuvopna. Starf þeirra hefur því einkum beinst að því að efla langtíma stöðu og rétt- indi smáríkja í heiminum. Hvað þessi málefni varðar hefur afstaða Norðurlandanna oft verið í and- stöðu við stefnu margra annarra V-Evrópuríkja. Norðurlöndin njóta því góðs af samvinnu sinni jafnt í innri sam- skiptum sínum sem og almennt hvað varðar stöðu þeirra á alþjóða- vettvangi. Innan ESB, jafnt sem í öðru alþjóðlegu samstarfi, hafa þau mikilvæg sjónarmið fram að færa. Hafa ber þó í huga að Norð- urlandasamvinnan er aðeins einn þáttur utanríkisstefnu íslands; þáttur sem aldrei getur komið í stað hugsanlegrar aðildar að ESB. Þó er ljóst að hvort sem ísland mun í framtíðinni standa utan eða innan ESB þá mun mikilvægi nor- rænnar samvinnu í því að koma á framfæri sjónarmiðum og hags- munum smáríkja verða síst minna en áður. Höfundur er cnnd. scient. pol. í alþjóðastjómmálum. ull. Það er nú ekki hægt annað en hlæja að slíkri fávizku. Ég gleymi því aldrei þegar til stóð að banna Hólmvíkingum og þorpunum þar norðurfrá að veiða rækju vetrartíma þar sem áður gert hafði verið. Tók þá Matthías minn blessaður kallinn Bjarnason af skarið og leyfði bara veiði eins og þeir gætu fiskað, og síðan ekki söguna meir, því á þessum norður- slóðum hefur aldrei fiskast önnur eins ósköp af rækju út um allan þann dauða sjó sem þar átti að vera þar í það sinnið. En að hugsa sér svo líka þá ein- stæðu unaðskennd þeirra mætu þingmanna okkar að ætla að festa það í stjórnarskrá þjóðarinnar, að þjóðin eigi fiskimiðin í íslenskri lög- sögu, er einhver sú aumkunarleg- asta ákvörðun sem lengi hefur fyr- ir eyru manna borið, vitandi það, að allar götur frá landnámsöld hef- ur öllu ofar verið, að nytjar sjávar- ins kringum allt ísland hafa verið opinn sjóður öllum Iandsmönnum til handa og sjálfsagður talinn til þeirra nytja án kaupa eða sölu í nokkru formi. Að ætla að kollvarpa þessari aldagömlu hefð með sér- stakri veiðileyfasölu er sú argasta forsmán, af því ekki síst, að hver einasti bútungur sem úr þessum sjó er dreginn, kemur þjóðinni allri til góða hvort sem er án nokkurs veiðigjalds, og væri sennilega eitt einstakasta stjórnarskrárbrot í öllu sínu veldi að setja slíka vitleysu í lagapostilluna okkar eða stjórnar- skrárbiblíu. Þessir göfugu og stórgreindu herrar ættu heldur að sjá sóma sinn í því að nota sem best þær nytjar sem landið hefur að geyma, sér til lífsins þarfa en að útskíta og niðurrægja landbúnað okkar og telja til óþurftar þjóðarbúskapnum. Höfundur er bóndi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.