Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 51 ROSINKAR GUÐMUNDSSON hafa kynnst svo góðum dreng. Því dýrmætar minningar lifa áfram. Sigurður Asbjömsson. + Rósinkar Guð- mundsson fæddist24.júlí 1933 á Höfða í Eyja- hreppi í Hnappa- dalssýslu. Hann lést 26. mars síðastlið- inn. Rósinkar var sonur Guðmundar Sigurðssonar, f. 14. 6. 1905, d. 4.12. 1983, og Málfríðar Maríu Jósepsdótt- ur, f. 7. 6. 1908. Systkini Rósinkars eru: Helga Hulda, f. 1.1.1930, Hreinn, f. 14.6. 1931, Ásbjörn Jósep, f. 23.11. 1934, Kristrún Dagbjört, f. 14.11. 1935, Karl Heiðar, f. 10.12. 1936, og Inga, f. 15.10. 1938. Rósinkar var við nám á Hólum í Hjaltadal í tvö ár og lauk þaðan búfræðingsprófi árið 1956. Lengstan hluta ævinnar bjó hann með foreldr- um sínum á Höfða í Eyja- hreppi. Árið 1973 hættu þau búskap og fluttust til Reykja- víkur. Rósinkar starfaði hjá Eimskipum frá 1974 til dánar- dags. Utförin fer fram frá Ás- kirkju í dag, 4. apríl, og hefst athöfnin kl. 13.30. MÍNAR fýrstu minningar eru úr sveitinni, frá Höfða í Eyjahreppi. Afskekktur bær umvafinn fjöllum í fallegu landslagi. Allt eins og í ævintýri eða þjóðsögu. Fjöllin skírð með tilvísun í þjóðsögu en virðing og áhugi á umhverfinu vakin með sögum af álfum og huldufólki. Myndin er skýr. Afi kveður stök- ur um leið og hann treður í pípu. Amma á sífelldu iði, ef ekki í eld- húsinu, þá með pijónana, hrífuna eða við mjaltir úti í fjósi. En það sem vekur mestan áhuga lítils snáða er Rósinkar frændi. Það er einhvern veginn meira heillandi að fylgjast með þegar stungið er út úr fjárhúsunum heldur en eldhús- verkunum. Búskapurinn vekur áhuga, sumarstörfin í sveitinni heilla. Alltaf er nóg að starfa, frá sauðburði og fram yfir réttir. Litli snáðinn er sannfærður um að kraftar hans séu ómissandi þó svo að áhyggjur Rósinkars vaxi í hlut- falli við stærð verkfæranna sem snáðinn handleikur. En svona frændi þarf ekki eingöngu að fylgj- ast með snáðanum, heldur einnig að sitja fyrir svörum um bókstaf- lega allt milli himins og jarðar. Af hveiju þetta og af hveiju hitt? Hvenær ætlarðu að gera þetta og hvað ertu að fara að gera núna? Þolinmæði Rósinkars virðast engin takmörk sett og sá stutti fær skýr svör við öllu, jafnvel þó svör séu vandfundin. Auk þess sem óumbeð- in leiðsögn flýtur með. „Geturðu ekki sagt kýr, strákur?" var Rósin- Erfidrykkjur ESIA HÓTEL ESJA Sími 689509 kar vanur að segja þegar minnst var á beljur. Einu sinni bar það við á miðju sumri í mikilli rigningartíð að ég var sendur í óvenju- lega sendiför. Rósinkar var úti að dytta að girð- ingu, en afi og amma voru inni í bæ. Eftir lestur veðurfregna í útvarpi ljómaði afi skyndilega og sagði: „Farðu til hans Rósink- ars og segðu honum að það sé hæð yfir Grænlandi." Bæði hæðin og Græn- land voru mér jafn framandi en mikilvægi tíðindanna skýrðist fljótt. Loksins var útlit fyrir þurrk, hey- skapur framundan eftir mikla væt- utíð. Mikilvægi veðurfréttanna lærðist fljótt og á meðan þær voru lesnar var eins gott að hafa hægt um sig. í sveitinni urðu tengslin við náttúruna og tíðarfarið mjög sterk. Seint gleymist ótíðin sumarið 1969, þó svo að mér sé ómögulegt að muna hvort einhver úrkoma hafí fallið í vikunni sem leið. Minningarnar eru margar og skýrar. Smalamennska og reiðtúrar um nágrenni Höfða, upp að Rauða- melsölkeldu eða niður að Hrafna- björgum. En stundum var farið í lengri ferðalög. Þá var ekið inn á Skógarströnd, eða jafnvel vestur í Helgafellssveit. En fátt jafnaðist þó á við það að fara prúðbúinn á jeppanum suður í Borgarnes og koma við í kaupfélaginu. Árið 1973 fluttu amma, afi og Rósinkar til Reykjavíkur. Ekki var þó með öllu skilið við skepnurnar því Rósinkar hafði hestana með sér suður og stundaði hestamennsku af miklum áhuga. Hann var fljótur að smita aðra af hestamennskunni og fljótlega sást til ólíklegustu ætt- ingja í reiðtúrum með honum. En hestamennskan var ekki eina áhugamál Rósinkars. Hann var mjög söngelskur og sífellt raulandi fyrir munni sér. Þá var hann engum líkur í ættfræði og maður hafði það á tilfinninguni að hann kynni skil á hveijum einasta bónda á Vestur- landi og jafnvel víðar. Það var mér mikil gæfa að fá að kynnast og njóta leiðsagnar Rósinkars. Af honum lærði ég margt og hann var mér sem litlum snáða fyrirmynd í einu og öllu. Það er fátítt að menn láti hag annarra ganga fyrir sínum eigin, en þannig var Rósinkar. Afi og amma nutu umhyggju hans alla tíð og sú um- hyggja var vitaskuld gagnkvæm. Það er sár söknuður sem fyllir bijóstið, en jafnframt huggun að Æskan geymir ylinn sinn, unað dreymir falinn. Alltaf sveimar andi minn aftur heim í dalinn. (Guðm. Sig. frá Hðfða.) Á hveiju sumri frá þriggja ára til 17 ára aldurs dvaldi ég sumar- langt hjá afa, ömmu og Rósinkari móðurbróður mínum í einni af feg- urstu sveitum landsins á Höfða í Eyjahreppi á Snæfellsnesi. Það var mér dýrmæt reynsla að fá að lifa i smvistum við náttúruna og fylgjast með hringrás lífsins án nokkurs stress eða kapphlaups við sekúndu- vísinn, þó að alltaf hafí verið nóg að gera í sveitinni. Rósinkar var tvo vetur í búnaðar- skólanum á Hólum í Hjaltadal. Hann var verklaginn og vinnusamur og kenndi okkur krökkunum sveita- störfm, m.a. að rýja féð, heyja og að aka dráttarvél. Mér er minnis- stætt hve góður Rósinkar var mér frá fyrstu tíð, stelpuhnokka sem ætíð varð óð að komast á hestbak. Hann kenndi mér að sitja hest og ég man hversu hreykin ég var þó að hann hefði hestinn minn í taumi fyrstu árin. Við ferðuðumst um sveitina og hann upplýsti mig um öll kennileiti enda þekkti hann sveit- ina sína, hvern stein og hveija þúfu. Það var fastur punktur er farið var í sunnudagsreiðtúr að fara í Rauða- melsölkelduna eða fram fyrir Kast fram á Heiðabæ þar sem forfaðir okkar, bóndinn á Heiðabæ, bjó fyrr- um daga. Rósinkar var ættfróður maður, hafði yndi af kveðskap og var mjög söngelskur og kom þetta bersýni- lega í ljós í útreiðartúrum og reynd- ar við öll störf sem hann vann. Rósinkar var drengur góður, hann hugsaði um foreldra sína af mikilli natni og alúð. Haustið 1973 brugðu þau búi og fluttu til Reykjavíkur eftir 40 ára búskap á Höfða. Þau fluttu í Gnoðarvoginn í næsta hús við mig og mína fjölskyldu. Rósin- kar fékk vinnu hjá Eimskip og vann þar allt til dánardags. Þó að hann hafí flust á mölina þá varðveitti hann ætíð sveitina í sér, var með hesta og reið upp í Borgarfjörð til systur sinnar til að hjálpa til við smalamennsku og heyskap. Eftir lát afa míns, Guðmundar Sigurðssonar, árið 1983 héldu þau amma og Rós- inkar áfram heimili saman. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Engið, flöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og þeim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. (Sig. Jónsson frá- Amarvatni.) Ásdís Gisladóttir og fjölskylda. t Sonur minn, bróðir, faðir okkar og afi, GÍSLI HALLDÓRSSON DUNGAL, lést í Víðinesi 27. mars sl. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 5. apríl kl. 10.30. Nanna Ólafsson Dungal, Páll H. Dungal, Höskuldur H. Dungal, Halldór G. Dungal, ÆvarO.G. Dungal, Davíð L.G. Dungal, barnabörn og aðrir aðstandendur. t Móðir mín, ANNA JÓNSDÓTTIR frá Höskuldsstöðum, verður jarðsungin frá Skútustaðakirkju miðvikudaginn 5. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Gerður Benediktsdóttir, Skútustöðum. t Bróðir minn, ÓLAFUR JÓNSSON áðurtil heimilis á Sunnuhvoli, Vík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hjallatúni, Vík, 1. apríl. Brynjólfur Jónsson. t Elskuleg frænka okkar, AÐALHEIÐUR FRIÐÞJÓFSDÓTTIR bókasafnsfræðingur, Tómasarhaga 43, lést í Landakotsspítala t. apríl. Fyrir hönd ættingja, Sigrfður Guðjohnsen, Aðalsteinn Guðjohnsen, Elísabet Guðjohnsen. t Ástkær móðir okkar, AGNETE ÞORKELSSON hjúkrunarfræðingur, Ránargötu 19, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 2. apríl. Helen Þorkelsson, Sólveig Þorkelsson. t Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐNI tÓMAS GUÐMUNDSSON, Hrafnistu, Reykjavík, áður Furugerði 1, lést að morgni 2. aprfl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 7. apríl kl. 13.30. Ingvi Guðnason, Hulda Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar og ömmu, GUÐRÚNAR JÓNU THORSTEINSON, sem lést í Borgarspítalanum 28. mars sl., verður gerð frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 5. apríl kl. 13.30. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, Oddrún Vala Jónsdóttir, Guðrún Valgerður Ragnheiðardóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA SIGURÐARDÓTTIR, Hörðalandi 24, Reykjavfk, lést í Borgarspítalanum laugardaginn 1. apríl. Halldór Valgeirsson, Erna Helgadóttir, Elísabet Valgeirsdóttir, Sigfús Þór Magnússon, Böðvar Valgeirsson, Jónína Ebenezerdóttir, Þórey Valgeirsdóttir, Eggert Hannesson, Ásta Dóra Valgeirsdóttir, Ægir Ingvarsson, Sigurður G. Valgeirsson, Valgerður Stefánsdóttir, Þuríður Valgeirsdóttir, Friðbert Friðbertsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Grafarbakka, Hrunamannahreppi, sem andaðist í Ljósheimum, Selfossi, 31. mars, verður jarðsungin frá Hruna- kirkju föstudaginn 7. apríl kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.