Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 33 Endurhæfing gigtsjúkra unni, halda þeir því samt til streitu, að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki ræða Evrópumálin og frekara samstarf við ESB. Þetta er einfald- lega ósatt, eins og fullyrðingarnar um tollana og landbúnaðarmálin. Sjálfstæðismenn setja hagsmuni íslands og íslensks atvinnulífs í fyrirrúm. Það virðist ekki henta krötum í málflutningi þeirra. Þá gengur ekki heldur upp fyrir krata að tala um frjáls viðskipti og afnám miðstýringar í landbún- aði og vilja aðild að ESB. Hvergi er meiri miðstýring í landbúnaði en innan ESB. Engir voru meira á móti GATT vegna landbúnaðar- mála en forystumenn aðildarríkja ESB. Formaður Alþýðuflokksins seg- ir sér hafa komið mest á óvart í stjórnarsamstarfinu, að þar hafi orðið ágreiningur um utanríkisvið- skiptamál. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið kjplfesta við mótun utanríkisstefnu íslenska lýðveldis- ins. Hann vill ekki, að hagsmunum þjóðarinnar sé fórnað í pólitískum upphlaupum. Þetta hefur formanni Alþýðuflokksins mislíkað og á þessum sérkennilegu forsendum Njyggir hann kosningabaráttu sína. Þetta er öll framtíðarsýn Alþýði- flokksins: Að geta ráðskast með málefni þjóðarinnar á alþjóðavett- vangi án þeirrar varkárni, sem einkennir stefnumörkun Sjálf- stæðisflokksins og hefur hingað til verið þjóðinni til heilla. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Rcykjavík. ný magalyf, dregið verulega úr flóknum og kostnaðarsömum að- gerðum. Þá hafa bólusetningar skapað betri tök á vissum sjúk- dómum svo sem mislingum og mænusótt. Einnig hafa framfarir í sýklalyfum unnið verulega gegn sýkingum. Þrátt fyrir allt hafa framfarir læknavísindanna þó iðulega í för með sér beinan kostnaðarauka. Framboð af þjónustu verður meira og hægt er í ríkara mæli að sinna þeirri eftirspurn sem sjúkdómar og veikindi kalla á. Slíkur kostnað- arauki kemur fram í jákvæðum árangri heilbrigðisþjónustunnar, í lengri meðalævi, lægri dánartíðni ungbarna og aukinni vellíðan. Nútímaþjóðfélag krefst þess að boðið sé upp á flest alla læknis- þjónustu sem læknavísindin hafa yfir að ráða. Það samþykkir ekki að heilbrigðisþjónustan sé tak- mörkuð með óeðlilegum hætti, en það vill hins vegar að ítrasta sparnaðar sé gætt við veitingu hennar og það spyr jafnvel hvort forgangsröðun innan hennar sé ekki óhjákvæmileg. Alþjóðasa- manburðir sýnir hins vegar að okkur hefur tekist allvel til í þess- um málaflokki og að heilbrigðis- þjónustan hér á landi sé síst of dýr í þeim samanburði og að ekki hafi verið um neina útgjaldaþenslu að ræða. Höfundur er hagfræðingur. EINS og margoft hefur komið fram er gigt sjúkdómur sem stór hluti þjóð- arinnar verður fyrir barðinu á. Eins og með svo marga aðra sjúkdóma verða einstaklingamir misilla fyrir barðinu á þessum sjúk- dómi. Gigtin er ekki lífs- hættulegur sjúkdómur, en hún hefur mikil áhrif á lífsgæði og starfsorku einstaklinganna. Þessi sjúkdómur er þung byrði á baki þeirra einstakl- inga sem verða fyrir barðinu á honum og þung byrði fyrir ætt- ingja og vini og síðast en ekki síst er þessi sjúk- dómur þungur þjóðfé- lagslegur baggi. Sem sagt, kostar þessi sjúk- dómur bæði mikla pen- inga, mikla andlega og líkamlega vanlíðan sjúklings. Augljóst má því telja að miklu megi til kosta svo fmna megi orsök gigtarinnar. Enn sem komið er, er engin algjör lækning til, en meðferðin er fólgin í teymisvinnu margra heilbrigðis- stétta, lækna, hjúkrunarfólks, sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa. Mikil framþróun hefur orðið á meðferð þessa sjúkdóms, ekki síst í sjúkra- þjálfun, enda er þessi stétt ekki svo ýkja gömul. Lögin um „sjúkraþjálf- un“ voru samþykkt á Alþingi 12. apríl 1962 og fékk þá stéttin starfs- heitið „sjúkraþjálfarar". Stéttin'var mjög fámenn lengi framan af en eftir að námsbraut í sjúkraþjálfun var stofnuð við Háskóla Islands árið 1976 tók stéttin vaxtarkipp. Það gefur því augaleið að markviss end- urhæfing gigtarsjúklinga hefur ekki verið til staðar fyrr en nú á síðustu árum og með_ stofnun Gigtarstöðvar Gigtarfélags íslands fyrir rúmum tíu árum var gerð mikil bragarbót þar á. Nú orðið eiga allir gigtarsjúkling- ar kost á sérhæfðri endurhæfingu á spítölum, endurhæfingarstofnunum svo sem Reykjalundi, á Gigtarstöð- inni og á einkareknum endurhæfing- arstofum. Hlutverk sjúkraþjálfara er stórt í meðhöndlun þessa sjúkdóms. Gigtin kreppir og skekkir liði og skerðir hreyfingu þeirra, vöðvar rýrna og vöðvastyrkur og úthald þverr. Þetta veldur auknum verkjum og andlegri vanlíðan. Aður fyrr voru þetta bara eðlilegar afleiðingar sjúkdómsins og var þjálfun talin hafa beinlínis slæm áhrif á gigtarfólk, jafnvel talin flýta fyrir niðurbroti á liðum. Hvíld og aftur hvíld var helsta heilræðið, jafn- vel voru liðir hvíldir í gipsspelkum. Með aukinni læknisfræðilegri þekk- ingu og þekkingu á gildi éndurhæf- ingar fyrir gigtarfólk, er hægt að draga verulega úr slæmum afleiðing- um sjúkdómsins. Ef til vill er fræðsla um sjúkdóminn, fræðsla um hugsan- legar afleiðingar hans og hvernig draga megi úr þeim, eitt mikilvæg- asta hlutverk sjúkraþjálfara. I sjúkraþjálfun, það er einstakl- ingsþjálfun, er lögð rík áhersla á að leiðrétta eða viðhalda réttri líkams- stöðu, réttri göngu og líkamsbeit- ingu. Ef einstaklingurinn lærir að þekkja kroppinn sinn og getur leið- rétt rangstöður, og farið aftur að ganga rétt eða beita sér rétt um leið og bólga í lið er farin, þá er líklegra að hann haldi liðunum sínum heilum og að verkir og álags- einkenni í líkamanum verða minni. Með fræðslu um liðvemd, það er hvemig nota beri liðina þannig að sem jafnast álag verði á lið- brjóskið,- er hægt að drága úr og jafnvel hindra bijóskeyðingu og skekkjumyndun í lið- um. Bólga og sársauki í lið veldur því að hömlun verður á notkun vöðva kringum liðinn og á til- tölulega stuttum tíma verður rýrnun á þeim, sem getur stuðlað að skekkjumyndun í lið, minnkaðri fæmi og minnkaðri starfs- orku. Rannsóknir hafa sýnt að vöðva- kraftur minnkar um 8% á viku í al- gjöru hreyfmgaleysi. Með réttri þjálf- un er hægt að viðhalda vöðvastyrk á meðan liðir eru bólgnir. Þá eru vöðv- amir spenntir „ísómetrískt". Það þýð- ir að liðnum er haldið í ákveðinni sársaukalausri stöðu og vöðvamir eru síðan spenntir í nokkra sekúndur í senn gegn mótstöðu, þannig að sem minnst hreyfing eigi sér stað í liðnum. Ef sjúkdómurinn er ekki mjög virkur og hreyfing liðar ekki sársaukafull, þá er hægt að styrkja vöðvana í hreyf- ingu með hefðbundnum æfíngum. Vöðvar rýrna ekki bara hjá þeim gigtsjúklingum sem haldnir eru lið- bólgusjúkdómum. Sumir gigtsjúk- dómar leggjast ekki á liðina heldur vöðva og festur þeirra og hefur þetta fólk oft minnkaðan vöðvastyrk og úthald og er starfsorka þessara ein- staklinga oft mjög skert. Þessir gigt- sjúkdómar eru ekki síður alvarlegir en þeir sem eru sýnilegir. Að vera haldinn sjúkdómi sem enginn skilur og enginn sér er enn ömurlegra, því frá sjónarhorni samfélagsins virðist um að ræða hugarburð einn saman. Hingað til hefur þetta verið afskiptur sjúkdómur og lítt rannsakaður. Ný- legar rannsóknir hafa þó leitt ýmis- legt í ljós og er mikil þörf á frekari rannsóknum á þessum vettvangi. I nokkrum gigtsjúkdómum, eink- um hrygggigt, á sér stað mikil stirðn- un í liðum. Stirðnunin verður mest í hryggsúlunni, en við erum ekki að tala um venjulegan stirðleika sem við flest þekkjum, heldur beingerist hryggurinn smám saman þannig að á endanum getur hann orðið að einni samfastri beinsúlu, sem hvorki verð- ur beygð, rétt eða snúið upp á. Hér á árum áður stirðnaði þetta fólk í mikilli frambeygju og átti því mjög erfítt með allar almennar hreyfingar, sá ekkert nema tærnar á sér og varð að sofa í hnipri. Nú er allt kapp lagt á að halda þessum einstaklingum eins liðugum og hreyfanlegum og unnt er með liðlosun, teygjum og daglegum æfingum. Ef stirðnunin er meiri en svo að við ráðist þá er viðkomandi látinn stirðna í réttri lík- amsstöðu, en það skerðir sáralítið Gigtarsjúkdómar eru fjölmargir, segir Sig- rún Baldursdóttir. Einstaklingar eru hald- inir mismunandi einkennum. færni hans. Sjúklingurinn getur mik- ið liðkað sig sjálfur, en staðbundna liðkun verður hann að fá í einstakl- ingsþjálfun. Eins eru allar hreyfíngar hryggsúlu mældar í upphafí og síðan mældar á hálfs til eins árs fresti. Þetta gefur bæði aðhald og hvatn- ingu fyrir einstaklinginn að viðhalda sem bestri hreyfingu hryggsúlunnar. Of langt mál væri að telja upp hvað sjúkraþjálfarar gera, hvaða meðferðum og tækjum þeir beita og læt ég því duga að nefna þessi fáu dæmi um sjúkraþjálfun gigtarfólks. Gigtarsjúkdómarnir eru svo fjöl- margir og einstaklingarnir haldnir svo mismunandi einkennum. Meðferð er alltaf fólgin í því að ráðast á sem flest einkenni hvers einstaklings, fræða hann um leiðir til bættrar heilsu, draga úr verkjum og bólgum, bæta bæði almennan og staðbundinn vöðvastyrk, auka iiðleika og bæta stöðugleika liða þar sem það á við og viðhalda sem bestri færni og starfsorku. Mikilvægt er að kenna fólki leiðir til sjálfshjálpar og gera það áhugasamt í að ná árangri. Rannsókna er virkilega þörf í þágu læknavísindanna, en einnig er mikil- vægt að gera rannsóknir í sjúkra- þjálfun. Rannsóknir á ýmsum með- ferðarformum sem beitt er, áhrifum ýmissa bylgju- og rafmeðferða á bólgna liði, áhrif ýmissa verkjameð- ferða, áhrif þjálfunar á sjúkdóms- gang og fleira mætti telja. Rann- sóknir í sjúkraþjálfun er lítt plægður akur hér á landi og þyrfti að bæta þar úr. Framtíðarsýnin verður von- andi sú að hægt verði að útrýma gigtinni að mestu líkt og stefnir í með tannskemmdir og hlutverk okk- ar heilbrigðisstéttanna verði meira fyrirbyggjandi starf. En okkur sjúkraþjálfurum ber að stuðla að framþróun í sjúkraþjálfun gigtar- fólks og það verður best gert með markvissum rannsóknum. Höfundur er sjúkraþjálfari og starfar í sjúkraþjálfun Máttar og við hópþjálfun hjá Gigtarfélagi íslands. HURÐIR HF Skeifan 13 •108 Reykjavík-Simi 681655 Sigrún Baldursdóttir wlett-Packard prentara n HP LaserJet 4L geislaprentarinn. Tilvalinn prentari fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. Tilboðsverð: kr. 59.900 stgr. m HP ScanJet llcx litaskanninn. Glæsilegur hágæða borðskanni. Hérá stórlækkuðu verði. Tilboðsverð: kr. 99.900 stgr. Liturinn er galdurinn. Hewlett-Packard er trygging fyrir gæöum, endingu og endalausri ánægju í litaútprentun. Hátækni til framfara * SS Tæknival Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.