Morgunblaðið - 04.04.1995, Síða 52

Morgunblaðið - 04.04.1995, Síða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 MINIMINGAR t Útför konu minnar og móöur okkar, SIGRÍÐAR SÍMONARDÓTTUR verður gerð frá Fossvogskapellu mið- vikudaginn 5. apríl kl. 15.00. Erlendur Sigmundsson, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Símon Ragnarsson. t Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR ÞORSTEINSSON, Austurbrún 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju miðviku- daginn 5. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Sjálfsbjörg, félag fatlaðra. Vilborg T ryggvadóttir, Eyrún Pétursdóttir, Þormóður Birgisson, Kristinn Ásgrímur Pétursson, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, MAGNÚS G. KJARTANSSON framkvæmdastjóri, Furubyggð 30, Mosfellsbæ, sem andaðist miðvikudaginn 29. mars, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 6. apríl kl. 15. Auður Kristmundsdóttir, Margrét Magnúsdóttir, Kristmundur Magnússon. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður, afa og langafa, EIRÍKS SIGURÐAR GUÐNASONAR, Bleiksárhlíð 56, Eskifirði. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á dvalarheimilinu Hulduhlíð fyrir frábæra umönnun. Hrafnhildur Eiriksdóttir, Valdemar Thorarensen, barnabörn og barnabarnabörn. t Við þökkum innilega alla þá samúð og vináttu, sem okkur hefur verið sýnd við andlát og útför móður minnar, ömmu okkar og langömmu, SIGRÍÐAR JÓHÖNNU BECK, Brávallagötu 14, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Gottskálk Þ. Björnsson, Sigríður S. Gottskálksdóttir. Minnismerki ur steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. Bi S. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SIMI 91-76677 V, ú". MMWH OlKXl'l _ BERGÞÓRA GUÐRÚN ÞORBERGSDÓTTIR + Bergþóra Guðrún Þor- bergsdóttir fæddist í Reykjavík 15. apríl 1968. Hún lést í borginni Colon í Panama 13. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Árbæjar- kirkju 23. mars. ÉG Á ERFITT með að trúa því að ég hitti hana Bergþóru ekki aftur. Þó að við hittumst ekki oft í seinni tíð þá var alltaf glatt á hjalla þegar svo bar við. Það var oftast óvænt og einhvers staðar úti á landi, þar sem við vorum báðar miklir útivist- arunnendur. Við vorum saman í bekk allan grunn- og gagnfræðaskóla og bröll- uðum heilmikið saman. Ég minnist skíðaferðanna senv við fórum sam- an. Þá var nú ekki verið að setja það fyrir sig þó að veðrið væri ekki alltaf gott og að þurfa að skröltast með rútu. Eða þegar við vinkonurn- ar fengum lánaðan bíl til að skella okkur í útilegu til Laugarvatns en komum heim á puttanum í grenj- andi rigningu og bíllinn bilaður á Laugarvatni. Þá var nú mikið hleg- ið, eins og svo oft áður. Bergþóra var sú bjartsýna í hópn- um. Að gera gott úr hlutunum og þeim aðstæðum sem við vorum í, í það og það skipti, var henni einkar lagið. Við sungum mikið saman, bæði í kór og í ferðum okkar hing- að og þangað. Hún var líka mjög mikill tónlistarunnandi og ég man ekki hversu mörg hljóðfæri hún spilaði á. En ég man, að sem lítil stelpa, dáðist ég alltaf að hæfileik- um hennar til að spila á hvað sem var. Bergþóra reyndi að kenna mér aðeins á píanó en vegna óþolin- mæði minnar gekk það ekki allt of vel. En ég sannfærði sjálfa mig um að það væri einfaldlega vegna þess að ég hefði ekki eins langa og fína píanóputta og hún Bergþóra. Með þessum minningarbrotum vil ég kveðja mína elskulegu Berg- þóru. Megi algóður Guð styrkja fjöl- skyldu hennar og vini í sorg sinni. Anna S. Sigurðardóttir. Það væri auðveit að skrifa stóra bók uppfulla af lýsingarorðum sem gefa til kynna hversu góð mann- eskja þú varst. Við fóstbræðumir sem sitjum hér og minnumst þín reynum að setja fátækleg orð á blað og púltið okkar er Gerpla. Okkur reynist erfítt að tala um þig í þátíð vitandi að skarðið sem mynd- ast hefur í hópinn verður aldrei fyllt. Minningamar sem við eigum um þig munu samt lifa í hugum okkar og verða okkur hvatning á sama hátt og þú varst sjálf. í sorg- inni sem fráfall þitt er okkur getum við samt ekki varist brosi þegar við hugsum um allt sem þú lést þér detta í hug og allar þínar frjóu hugmyndir ásamt öllum þeim uppá- tækjum sem við eigum saman. Bergþóra kom alltaf auga á björtu hliðar tilvemnnar. Návist hennar glettni og útgeislun veittu okkur vinum hennar oft gleði. Vinátta sem þú sýndir á frumleg- an og sérstakan hátt hvort sem um gleði eða alvörustundir var að ræða. Litlir pakkar og bréf, kryddbrauð, vísur eða skemmtilegar sögur af þér sjálfri eða öðrum voru einkenni sem verða okkur að dýrmætum minningum og við munum geyma sem helga dóma. Þú mundir alltaf eftir vinum þínum hvar í heiminum sem þú varst stödd og þegar við skoðum síðustu kortin frá þér er eins og það sé ekki satt að þú sért farin. Bergþóra var gædd einstök- um mannkostum sem þeir sem til hennar þekktu virtu og elskuðu. Hún var sjálfstæð í hugsun og gjörðum og okkur vinum hennar góð fyrirmynd. Þegar fullorðinsárin runnu upp og unga fólkið fór að taka sjálfstæðar ákvarðanir um líf sitt og framtíð var gott að leita til Bergþóru sem ávallt sýndi skynsemi og visku. Það var gott að vita að við gátum alltaf notið ráða hennar sem hún veitti okkur af einstakri innsýn og tærri hugsun. Bergþóra hafði alltaf tíma fyrir okkur til að ræða málin og leysa þau, hvort sem var í leik, starfí eða alvöru lífsins. Við vinimir sómmst í fóst- bræðralag fyrir margt löngu. Frétt- in um lát þitt var mikið áfall rétt eins og hluti af okkur sé horfinn. Þegar við rifjum upp minningamar kemur upp í hugann það sem Berg- þóra hafði oft látið sér um munn fara og var úr safni hennar um sérstaka frasa í minningargreinum „...það er löngu vitað mál að bestu vinina eignast maður í lúðrasveit- um“. Vinátta okkar hófst í lúðra- sveit fyrir rúmum tíu áram. Við lít- um á það sem blessun lífsins að hafa fengið að eiga Bergþóra að vini þessi ár. Margt var brallað og oftast glatt á hjalla og minningam- ar hrannast upp nú þegar við hin sitjum hér án hennar. Bergþóra, okkar ástkæra vin- kona og fóstbróðir, við kveðjum þig, en í minningum okkar muntu lifa og halda áfram að vera okkur hvatning til að lifa lífinu á fagran og heilbrigðan hátt. Við minnumst þín með ást og virðingu. Fjölskyldu þinni sendum við okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Ragnhildur, Runólfur og Einar. Elsku Guðrún. Dáin - hvað þýðir það? í eigin- gjörnustu merkingu það, að við fáum ekki að hitta þig aftur og það er erfítt því við höfum alltaf þekkst. Þú fórst í ferðalag til að upplifa ævintýri. Þar var þér rétt lýst. Þig langaði - og þú fórst. Þó að þú værir ein á ferð, höfðum við ekki áhyggjur, ekki af þér. Þetta var ekki fyrsta ævintýraferðin. Við höf- um heyrt sögur frá Kína, Ítalíu, Finnlandi og víðar. Alls staðar eign- aðist þú vini og sást skemmtilega hluti. Þú gerðir allt sem þig langaði til. Ef kunnáttan hrökk ekki til, sigldir þú áfram á sjálfstraustinu. Það var ekki laust við að okkur Suðurgötusystkinum hafi stundum fundist við hálfgerðar mélkisur í samanburði við þig. Þú hafðir ein- stakan hæfileika til að greina kjarn- ann frá hisminu. Strax sem barn tókstu á við hluti af meiri þroska en jafnaldrar þínir. Jafnvel þó að þú værir föst fyrir í því sem skipti þig máli, léstu ekki vangaveltur um smáatriði standa í vegi fyrir þér. Þú varst engin meðalmanneskja og við eigum oft á lífsleiðinni eftir að minnast þín og þessa lífsviðhorfs sem ætti að verða okkur hvatning þegar hversdagsleg vandamál virð- ast flókin. Vertu sæl að sinni, elsku frænka. Ragnhildur, Steinunn, Gunnlaug og Eggert. Hún Bergþóra er látin. Við eigum erfitt með að trúa því og að hún birtist ekki í næsta lúðrasveita- partýi eða einhvers staðar á fömum vegi. Okkar langar til að minnast Bergþóra með nokkram góðum minningum. Alltaf var hún syngjandi, hvort heldur var í rútu, samkvæmi eða heitum potti í gufunni á Laugar- vatni, enda söng hún afburðavel og kunni heil ósköp af lögum og text- um sem unun var að hlusta á þar sem hún hafði góða rödd og var t Þökkum auðsýnda samúö vegna fráfalls og jarðarfarar ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÞORKÖTLU BJARNADÓTTUR frá Grundarfirði, sem lést 20. mars. Petrea Pálsdóttir, Elías Finnbogason, Sigríður Jónasdóttir, Árni Markússon, Ragnheiður Jónasdóttir, Þorleifur Þorsteinsson, Þorbjörg Jónasdóttir, Jens Hansen, Bjarni Jónasson, Erla Jónasdóttir, Helga Jónasdóttir, Ragnar Jónasson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Þórarinn Guðjónsson, Emil Wilhelmsson, Sigríður Sigurgeirsdóttir, t Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, mágs og frænda, EYJÓLFS ÁGÚSTÍNUSSONAR, Steinskoti, Eyrarbakka. Daníel Ágústínusson, Anna Erlendsdóttir, Bjarndís K. Guðjónsdóttir, Úlfar Magnússon, Erlendur, Ingileif, Ágústa, Sigurveig og fjölskyldur. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR ODDSSONAR, Bakkahlíð 39. Regfna Sigurðardóttir, Sigurður Kjartansson, Lýður Sigurðsson, Aðalbjörg Björnsdóttir, Vigfús Sigurðsson, Ásdís Kjartansdóttir, Sigrfður Sigurðardóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.