Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gallup-könnun fyrir Ríkisútvarpið Fylgi D-lista minnkar um 5% Framsóknarflokkur sækir á NÝLEG skoðanakönnum sem Gallup vann fyrir Ríkisútvarpið leiðir í ljós að heldur dregur úr fylgi Sjálfstæðis- flokks miðað við fyrri kannanir en Framsóknarflokkur vinnur á. Sjálfstæðisflokkur naut nú 33% fylgis, en fékk 37,9% í mars og 41,7% í febrúar. 23% sögðust ætla að kjósa Framsóknarflokk, en hann naut fylgis 20,2% í mars og 18,4% í febrúar. í könnuninni nú mældist ekki marktækur munur á fylgi Alþýðu- bandalags (13,2%), fyjóðvaka (12,1%) og Alþýðuflokks (10,8%). Kvennalistinn hefur 5,5% fylgi samkvæmt könnuninni. Ekkert þeirra fjögurra framboða, sem ekki bjóða fram í öllum kjördæmum, náði 1% fylgi. Könnunin var gerð 1. og 2. apríl síðastliðinn. Úrtakið var valið með lagskiptri slembiaðferð úr þjóðskrá, þar sem tekið var tillit til kyns, aldurs og kjördæma. Úrtakið samanstóð af 1.469 einstaklingum á aldrinum 18 til 75 ára. Svarhlut- fall var 70%. Alþýðuflokkurinn Fundur haldinn með foreldrum fatlaðra FORELDRUM fatlaðra bama er boðið á fund með fjórum frambjóð- endum Alþýðuflokksins í kvöld í Félagsheimili KÓDavogs, Fannborg 2, 2. hæð, kl. 20*.30. Til að kynna stefnu Alþýðu- flokksins í málefnum fatlaðra og öðrum velferðarmálum mæta Rannveig Guðmundsdóttir félags- málaráðherra, Ásta B. Þorsteins- dóttir, formaður Þroskahjálpar, Petrína Baldursdóttir alþingismað- ur og Hrefna Haraldsdóttir, for- maður Félags þroskaþjálfa. Þær eiga allar sæti á framboðs- listum flokksins á Reykjanesi og í Reykjavík. ♦ *—*------ K-listinn býður í kaffi K-LISTINN, Kristileg stjórnmála- hreyfíng, býður kjósendum væntanlegra Álþingiskosninga til kaffidrykkju á Hótel Borg þriðju- daginn 4. apríl nk. kl. 17-19. Frambjóðendur K-listans taka á móti gestum og svara spurningum. Morgunblaðið/Þorkell PÉTUR Blöndal ÖGMUNDUR Jónasson • • Ogmundur Jónasson og Pétur Blöndal á kappræðufundi Deilt um fjármagns- tekjuskattinn ALÞYÐUBANDALAGIÐ gekkst í gær fyrir kappræðufundi á Hótel Borg undir stjórn Ævars Kjart- anssonar. Þar öttu kappi tveir frambjóðendur til Alþingiskosn- inga, Ögmundur Jónasson, fram- bjóðandi Alþýðubandalagsins og óháðra, og Pétur Blöndal, fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins. Umræður urðu fjörlegar og tóku áheyrendur ýmist undir málflutning frambjóðendanna með lófataki'eða lýstu vanþóknun sinni á honum. Þeim var auk þess gefínn kostur á að varpa fram spumingum. Gerir kröfur til fjármagnseigenda Kjarninn í málflutningi Ög- mundar var sá að styrkja ætti velferðarkerfið og standa undir kostnaði við það t.d. með fjár- magnstekjuskatti. Máli sínu til stuðnings sagði hann að ísland væri eina landið í OECD þar sem fjármagnstekjur væru ekki skatt- lagðar og nefndi hlutfallstölur sem flestar hljóðuðu upp á 45-60%. Hann sagði að þegar íslendingar þyrftu að taka hönd- um saman og vinna sig út úr vanda væri gerð um það þjóðar- sátt. Þá brygði hins vegar ætíð svo við að ijármagnseigendur væru undanskildir. Hann' sagðist vilja gera sömu kröfur til þeirra og gerðar væru í öðrum löndum. Hann tók fram að hann væri ekki að tala um að skattleggja sparifé heldur raun- ávöxtun fjármagns. Pétur Blöndal sagðist fylgjandi því grundvallarsjónarmiði að skattleggja fjármagnstekjur. Það ætti hins vegar ekki að gera fyrr en sparnaður yrði nægilegur til að standa undir lántökum og vext- ir yrðu komnir niður í 3-4%. Hann sagði að ef ráðist yrði á sparifjáreigendur með fjármagns- tekjuskatti þá hættu þéir bara að spara og færu að eyða. Velflest væri þetta sparsamt fólk sem ætti ekki stórar innstæður. Tekju- og virðisauka- skattur of hár Pétur sagðist sannfærður um að tekju- og virðisaukaskattur væri of hár og að sérhver lækkun á skattprósentu myndi skila sér í auknum tekjum í ríkissjóð. Velta í þjóðfélaginu myndu aukast og lífskjörin batna. „Skattlagningin er nefnilega að drepa þjóðfélag- ið,“ sagði hann. Drög Alþýðubandalags að stefnuyfirlýsingu vinstri stjórnar „Ekki verið að stilla öðrum upp við vegg“ Morgunblaðið/Sverrir Menntamál verði ofarlega á baugi ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, sendi í gær forystumönnum Framsóknar- flokks, Þjóðvaka og Kvennalista drög að stefnuyfirlýsingu nýrrar vinstri stjórnar sem Ólafur Ragnar telur að sé hægt að mynda með góðum undirbúningi á viku til tíu dögum og leggur hann jafnframt til að Alþingi starfi í maí og júní. í bréfl Ólafs Ragnars til forystu- mannanna segjr m.a. að í saman- tektinni sé stuðst við kosninga- stefnuskrár þessara flokka. „Að sjálfsögðu er ekki verið að stilla öðrum upp við vegg, eða knýja á um afstöðu til stjórnarmyndunar," segir í bréflnu en tekið er fram að enn sé ekki afráðið hvort saman- tektin verði birt opinberlega og eru viðtakendur því beðnir um að fara með hana sem trúnaðarmál. í stefnudrögunum, sem eru 10 blaðsíður, segir m.a. að ríkisstjórn- in stefni að því að hagvöxtur verði 3-4% á ári til lengri tíma litið, sköpuð verði um 2.000 störf fyrsta árið og að stuðlað verði að því að hér verði til ekki færri en 12.000 störf fram til aldamóta með áherslu á sókn á útflutningsmörkuðum. Skattakerfí og starfsemi sjóða og bankastofnana verði tekin til endurskoðunar með það að markm- iði að veita útflutningi margvísleg- an forgang og Leitað verði sam- komulags við lífeyrissjóðina um áhættufé til nýsköpunar. Arðurinn af fiskistofnunum renni til allra Auðlindir sjávar verði gerðar að ótvíræðri þjóðareign með ákvæðym í stjómarskrá og fískveiðistefnan verði tekin til endurskoðunar þar sem m.a. verði tekið tillit til þess að fiskistofnamir séu sameign landsmanna og því þurfi að tryggja að arðurinn af þeim renni til allra. Að nýju verði sett ákvæði um að aflaheimildum verði úthlutað til byggðarlaga sem að mestu eða öllu leyti hafa misst aflaheimildir sína. I utanríkismálakafla stefnudrag- anna segir m.a. að ríkisstjórnin muni ekki sækja um aðild íslands að Evrópusambandinu á kjörtíma- bilinu. Tryggt verði samstarf við ESB á grundvelli viðskiptahluta EES-samningsins, sem þróaður verði í átt til einfaldari tvíhliða samskipta. Drögunum fylgja einnig hug- myndir að aðgerðum nýrrar vinstri stjórnar fyrstu 100 starfsdaga hennar. Þar segir m.a.: „Settar verða á stofn samráðs- nefndir stjómvalda, atvinnulífs og launafólks um sóknarlínur í at- vinnulífi. Hafnar verða viðræður við sam- tök launafólks um aukinn jöfnuð og réttlæti í skattlagningu einstak- linga. Sérstök áhersla verður lögð á - að jaðarskattar af miðlungs- tekjum fari ekki yflr 55%, - að skattleysismörk verði hækkuð, - að barnabætur verði hækkað- ar, - að vaxtabætur verði hækkað- ar. Fyrsti áfangi í lækkun sjúklinga- skatta komi strax til framkvæmda með breytingum á reglugerðum og samþykkt laga á Alþingi. Lagafrumvarp um skattlagningu fjármagnstekna lagt fram og af- greitt á sumarþihgi. Þær skattkerflsbreytingar sem að framan em taldar taki gildi strax í sumar eða í síðasta lagi með fjárlögum næsta árs.“ Þá segir að hafín verði vinna við endurskoðun sjávarútvegsstefnu, og ákvarðanir um vanda smábáta- útgerðar verði teknar strax og hafnar viðræður við bændasamtök- in um mótun landbúnaðarstefnu til næstu ára og tillögum skilað varð- andi vanda sauðfjárbænda í lok júní. NÁMSMENN héldu útifund á Ingólfstorgi síðastliðinn föstudag. Fyrir fundinum stóðu Bandalag íslenskra sér- skólanema, Félag framhalds- skólanema, Félag nemenda við Háskólann á Akureyri, Iðnnemasamband Islands, Samband íslenskra náms- manna erlendis og Stúdenta- ráð Háskóla íslands. Með fundinum, sem haldinn var undir yfirskriftinni: „Ég kýs um menntamál", vildu náms- menn undirstrika mikilvægi menntunar og leggja sitt af mörkum til að tryggja að menntamál verði ofarlega á baugi fyrir og eftir kosning- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.