Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 59
BRÉF TIL BLAÐSINS
Fegurðin
blívur...
Frá Steingrími St. Th. Sigurðssyni:
SJALDAN eða aldrei hefur verið jafn
mikill íburður í skemmtikvöldi þar
austur á Hótel Örk eins og þetta
kvöld — þetta Gaia-night, þegar níu
fegurðardísir sýndu þokka sinn og
afhjúpuðu fegurð sína, sem Guð gaf
þeim í svo ríkum mæli, að orð er á
gerandi. Nokkruni dögum áður en
fegurðarkeppnin hófst í þessum veg-
legu salarkynnum hótélsins, hafði
þjálfari þeirra og leiðbeinandi Henný
Hermanns verið að undirbúa jarðveg-
inn fyrir þetta örlagaríka kvöld með
því að kenna þeim kvenlega tilburði,
fallegan limaburð og ýmis kvenleg
blæbrigði, sem þær eru ýmist fæddar
með eða urðu að þjálfa, svo að allur
sjarmi þeirra nyti sín. Þetta var
föstudagskvöldið 24. marz sl. og
hótelið sneisafullt af áhorfendum og
aðdáendum. Það var sérstaklega ein
í hópnum, sem vakti meiri athygli
þess, sem þetta skrifar en allar hin-
ar. Greinarhöfundur hafði séð hana
í tvígang, fyrst þegar hún var að
koma af æfingu og skipti örsnöggt
um klæðnað eins og ekkert væri
sjálfsagðara og svo þremur kvöldum
áður á uppfærsiu íslandsklukkunnar
í litla leikhúsinu á Selfossi. Hún leik-
ur Snæfríði íslandssól með slíkum
ágætum, að greinarhöfundur minnist
þess ekki að hafa séð annað eins í
túlkun þess hlutverks á fjölunum á
undanförnum árum. Fegurðarsýn-
ingin gekk eins og sjálfsmurð og sú,
sem hafði vakið mesta athygli, geisi-
aði af slíkum krafti, að hún stal sen-
unni á sama hátt og hún hélt uppi
leiksýningu í litla leikhúsinu á dögun-
um. Það er afskaplega gleðilegt og
athyglisvert að horfa á fegurð, sem
er gædd reisn og lífsorku, frum-
krafti eins og þessi glæsilega unga
stúlka, Júlía heitir hún og er Þor-
valdsdóttir. Rétt áður en sýningin
hófst rakst maður á Heiðar snyrti,
sem hafði birzt þarna á Örkinni í
mýflugumynd, sem eins konar feg-
urðareftirlitsmaður. Hann er fag-
maður í kvenlegri fegurð. Eiginlega
eins og eins konar sérfræðingur.
„Heiðar — þessi hlýtur að vinna,“
segi ég. „Hún er svo falleg og sjarm-
erandi. Hún hlýtur að vinna.“
Heiðar þegir, — segir svo: „Am-
eríkanar vilja aðrar týpur en þessa.“
„Jasvo segir ég, áttu við eins kon-
ar Barbie-dúkkur?"
Snyrtirinn kinkar kolli.
Manni varð hugsað til að Júlía
myndi slá í gegn á Ítalíu og í Frakk-
landi og verða þar A-one. Hún ætti
eftir að leika í kvikmyndum, verða
heimsfræg af því hún hefur kraftinn
— kynþokkann og allt hitt.
— Svo fóru leikar þetta kvöld að
allt önnur kona en Júlía varð fyrir
valinu sem fegurðardrotting Suður-
lands. Það er önnur saga.
STEINGRÍMUR ST.TH.
SIGURÐSSON,
Roðgúl II, Stokkseyri.
Yfirlýsing frá íþrótta-
félagi stúdenta
Frá Iþróttafélagi stúdenta.
í ÍÞRÓTTABLAÐI Morgunblaðsins
á dögunum var haft eftir, í viðtali
við einn af forráðamönnum blakliðs
Stjörnunnar í Garðabæ, að úrskurður
sá er héraðsdómstóll UMSK kvað
upp í máli ÍS og Stjörnunnar í bikar-
keppni BLÍ hafi verið byggður á
hugarburði. Því miður fyrir Stjöm-
una þá er sá úrskurður studdur óvé-
fengdum rökum-og niðurstaðan var
í samræmi við það en ummæli þau
sem höfð voru eftir talsmanni Stjörn-
unnar voru marklaus og ekki í takt
við staðreynir málsins.
Ef forráðamenn Stjörnunnar
hefðu lesið dómsorðið þá hefði glögg-
lega skilist að meðlimir dómstólsins
voru greinilega starfi sínu vaxnir og
niðurstaða þeirra var grundvölluð á
leikreglum BLÍ, sbr. 1. gr. um viður-
lög við notkun ólöglegra leikmanna.
Ennfremur segir í dómsorði að 1.
deildarlið Stjörnunnar hafi dregist á
móti KA á Akureyri og jafnframt
að sama lið hafi verið fallið úr keppni
eftir að það hafí ekki mætt til leiks
. á Akureyri og bent var á að bikar-
keppni væri útsláttarkeppni. Á það
I skal bent að félagið hlaut mála-
| myndasekt fyrir að mæta ekki til
leiks á Akureyri eða kr. 45.000 en
það verður að telja það vel sloppið.
Ef forráðamenn Stjörnunnar kalla
þennan dóm hugarburð og forkast-
anlegan þá dæma slík ummæli sig
sjálf og vitna einungis til um málefn-
afátækt. Það eina sem er forkastan-
legt í þessu máli er að Stjarnan leyfði
sér að bijóta augljósar reglur og
hefur nú goldið fyrir það dýru verði
þar sem félagið var jafnframt vítt
fyrir málatilbúnað sinn ásamt því að
dómurinn taldi _ félagið hafa brotið
gegn lögum ISI um að hafa komið
svo fram að íþróttinni væri álits-
hnekkir að, jafnframt að hafa reynt
að beita vísvitandi blekkingum til að
fara sínu fram. Ef forráðamenn
Stjörnunnar kalla þetta hugarburð
þá er eitthvað meira en lítið að hjá
félaginu. íþróttafélag stúdenta á
ekki í neinu heilögu stríði við Stjöm-
una og langt í frá að forsvarsmenn
félagsins ætli sér út í það. Það er
ekkert að því að tapa leikjum svo
framarlega sem að löglega sé til
þeirra boðað og menn virði grund-
vallaratriðin. Það hefur ÍS gert í ein-
um íjórum leikjum sem félagið hefur
tapað fyrir Stjörnunni í vetur.
í framhaldi vill íþróttafélag stúd-
enta lýsa yfir fyllsta trausti til starfs-
manna héraðsdómstóls UMSK og
telur að þeir hafi starfað af mikilli
fag- og trúmennsku. En meira er
ekki hægt að fara fram á, eða hvað?
ÍÞRÓTTAFÉLAG STÚDENTA.
• •
Hvað segir Ogmundur?
I Frá Ragnhildi Þórarinsdóttur:
, JÓHANNA Sigurðardóttir hefur lýst
því yfir núna fyrir kosningarnar að
' Þjóðvaki ætli sér að mynda félags-
hyggjustjórn. Þetta er í fyrsta skipt-
ið sem ég man að kjósendur hafa
getað kosið um ríkisstjórn í kosning-
unum. Fjölmörg dæmi eru aftur á
móti um það að kjósendur kjósa
flokk sem segir fyrir kosningar að
hann vilji ákveðna ríkisstjórn en
svíkur það svo eftir kosningar.
| Þegar Jóhanna lýsti þessu yfir bað
, hún forystumenn í öðrum framboð-
( um félagshyggjumanna að svara
1 skýrt fyrir kosningar hvort þeir vildu
félagshyggjustjórn eða hvort þeir
mundu fara í stjórn með Sjálfstæðis-
flokknum. Þeir hafa verið tregir að
svara en þó sagt yfirleitt að þeir
ætli að sjá til eftir kosningar. Það
hefur til dæmis Ólafur Ragnar
Grímsson sagt, og einnig Steingrím-
ur J. Sigfússon sem sennilega verður
næsti formaður hjá allaböllunum.
En Alþýðubandalagið segist núna
bjóða fram með „óháðum". Þeir hafa
ekki svarað ennþá, og ég vil fá að
heyra líka skýr svör um þetta frá
þeim. Ætlar Ogmundur Jónasson í
ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkn-
um?
RAGNHILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR,
Frostafold 10, Reykjavík.
Jeppamaður í hjartanu
Frá Herði Haukssyni:
EFTIRFARANDI tilvitnun er úr
nýjasta tölublaði tímaritsins „Upp-
hátt“ sem ætlað er farþegum Flug-
leiða á innanlandsleiðum og gefið
er út af Iceland Review. Ritstjórar
eru Ásgeir Friðgeirsson og Har-
aldur J. Hamar (ábm.):
„Einu sinni lánaði Hilmar mág-
ur minn mér bílinn sinn meðan
hann skrapp til útlanda. Þetta er
horngrýti mikill Econoline Ford
með tilskildum dekkjum, drifi á
öllum, læsingum og gvuð má vita
hvað. Strax á fyrsta degi fann ég
bærast í bijósti mínu væga fyrir-
litningu á þeim sem þvældust um
í umferðinni á fólksbílum og voru
aðallega fyrir mér. Þessi tilfínning
jókst eftir því sem á leið og ég
var orðinn langt til sannfærður
um að mér bæri ákveðinn forgang-
ur í umferðinni fram yfir „púturn-
ar“. Ég var yfir þær hafinn. Þegar
ég nálgaðist gatnamót sagði ég í
huganum við aðra bílstjóra: „Ekki
svína fyrir mig. Þú sérð eftir því.“
Þegar ég skrapp út í sjoppu fannst
mér til hlýða að láta trukkinn
klifra yfir gangstéttarbrúnir og
kanta eins og þeir væru úr pappa.
Mér fannst að þeir hlytu að taka
eftir því hve þarna fór vígalegur
bíll með harðjaxl undir stýri. Mest
var mér þó skemmt við að taka
eftir aðdáunarfullu augnaráði
þeirra sem óku sjálfir á örsmáum
austantjaldsjeppum eða sardínu-
dósum af smærri gerð japanskra
þó ættu að heita jeppar. Mér
fannst hrein nautn að baða mig í
sýnilegri aðdáun slíkra kollega.
Best fann ég þó jeppamanninn
í hjarta mínu þegar bíllinn sökk
undan mér í stóran skafl á Blá-
fjallavegi sem lýstur var ófær
þennan dag. Með öruggum hand-
tökum tengdi ég framdrifið, gaf
hálfan kraft og fann hvernig
trukkurinn beinlínis stökk út úr
skaflinum. Þá skynjaði ég að þetta
var auðvitað eini ferðamátinn sem
sæmdi karlmanni sem lætur engan
segja sér fyrir verkum, allra síst
Vegagerð ríkisins."
Tilvitnun lýkur. Ég tek það fram
að þetta er ekki tekið út úr sam-
hengi og þessi orð eru ekki ætluð
öðrum en höfundinum, Páli Ás-
geiri Ásgeirssyni.
Jafnvel þó að maður sé þjakað-
ur af minnimáttarkennd segir
maður svona lagað ekki upphátt.
HÖRÐUR HAUKSSON,
Hringbraut 83,107 Reykjavík.
faonix
1
9
3
5
arn
E/FOnixH
1
9
9
5
AFMÆLISTILBOÐ TIL PASKA
Drjúgur afsláttur, allt að 20% á stórum- og 40% á smærri tækjum.
Q/FOmxEa
9 9
I421
/rOmx
& ASKO
ÞVOTTAVELAR, TAUÞURRKARAR
OG UPPÞVOTTAVÉLAR
TAUÞURRKARAR
ASKO er sænsk hágæðavara, sem hvarvetna hlýtur góða dóma í
neytendaprófunum. Nú er ASKO á frábæru verði, t.d. ASKO 10504 þvottavél
með 1000 sn. vindingu á kr. 66.490,- stgr. Nýjar gerðir uppþvottavéla eru
væntanlegar strax eftir páska. Við tökum við pöntunum núna. Hollensku
FRESCO tauþurrkarana höfum við selt í 30 ár. Nú bjóðum við 5 kg. FRESCO
þurrkara á aðeins kr. 31.990,- og 3ja kg. á kr. 23.790,-.
KÆLISKAPAR, FRYSTISKAPAR
OG FRYSTIKISTUR
Dönsku GRAM kæliskáparnir eru glæsilegir, sterkir og sparneytnir. Þú
getur valið um 20 gerðir kæliskápa, með eða án frystis. Að auki 8
gerðir frystiskápa á 4 stærðir af frystikistum. Verðdæmi:
KF-263 kæliskápur m/200 Itr. kæli og 55 Itr. frysti á kr. 53.990,-
KF-355 kæliskápur m 275 Itr. kæli og 62 Itr. frysti á kr. 69.990,-
KS-300 274 Itr. kæliskápur án frystis á aðeins kr. 52.990,- stgr.
ára ábyrgö
ÖMENGUÐ GÆÐI
NILFISK NY,U NILFISK gm-gerðirnar
nikr iow ^ frAbæRU afmælisverði!
3 litir og 3 útfærslur: Sameiginlegt er 1200W mótor, inndregin snúra
og sogstykkjageymsla. GM200 og GM210 hafa rykmæli og stillanlega
rörlengd. GM210 að auki 2ja hraða mótor, TURBO-teppasogstykki
með snúningsbursta og nýjan síunarbúnað, svonefnda HEPA-síu, sem
er svo fullkomin, að hún heidur eftir 99,95% rykagna.
Ný NILFISK á frábæru kynningarverði, frá kr. 18.990,-
(iLÍJI'lJ'Ujj)
ELDAVELAR,INNBYGGINAROFNAR
OG HELLUBORÐ (RAFOG GAS)
OTRULEGT
VERÐ
Frábær tæki á enn betra verði. Margar gerðir og litir af ofnum, með
eða án blásturs, á verði frá kr. 19.990,-. Helluborð með 2 eða 4
hellum, keramikhelluborð í miklu úrvali, einnig gashelluborð.
Frístæðar eldavélar, 60 cm. eða 50 cm. breiðar, frá kr. 37.900,-.
Einnig fjölmargar gerðir borðofna og örbylgjuofna á frábæru verði.
FALLEGAR - VANDAÐAR
TURBO ELDHÚSVIFTUR
15 gerðir og litir. Venjulegar, hálfinnbyggðar, með útdregnum gler-
hjálmi, hálf-háfformaðar eða til innbyggingar í háf.
Verð frá aðeins kr. 6.280,-
LITLU TÆKIN A LAGA VERÐINU
ideline euRrx
Ávaxtapressur, borðeldavélar, borðofnar, borðviftur, brauðristar,
brauð- og áleggshnífar, djúpsteikingarpottar, dósahnífar, eggjasjóðar-
ar, handsugur, hárblásarar, hitamælar, hrærivélar, hraðsuðukönnur,
kaffivélar, matvinnsluvélar, rafmagnsofnar, ryksugur, ryk- og vatnssug-
ur, safapressur, straujárn, örbylgjuofnar - og margt fleira.
Já, við erum í afmælisskapi um þessar mundir. Staðgreiðslu- og magnafsláttur. Sextugír Og síungir....
EURO- og VISA-raðgreiðslur til allt að 36 mánaða án útborgunar.
Frí heimsending - og við fjarlægjum gamla ísskápinn, þvottavélina eða önnur
tæki þér að kostnaðarlausu - um leið og við komum með nýja tækið -
glæsilegt, notadrjúgt og sparneytið - og nú á afmælisverði.
/rOnix
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420