Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 2 ____________________LISTIR Leikið á gullflautu TÓNLIST Kjarvalsstööum FLAUTULEIKUR Flautuleikur á Kjarvalsstöðum. Áshildur Haraldsdóttir flautuleik- ari. Sunnudagur 2. apríl 1995. GULLFLAUTA - eða líkt og Kentorarnir silfur að neðan, gull að ofan, þ.e. munnstykkið. Miklu skipt- ir hljóðfærið vitanlega, en mestu skiptir þó hvemig á það er leikið. Mér er nær að halda að Áshildur spiii jafnvel á hvort sem er silfur- eða gullflautu. Það verður þó að segjast að gullflautumunnstykkið getur gefíð tón, sérlega mjúkan og fahegan. Áshildur byrjaði með Bach, eins og lög gera ráð fyrir, Partíu í a-moll. Nótnablöunum stillti hún upp fyrir framan sig og með nótur fyrir framan sig flutti hún alla efn- isskrána. Einhver sagði einhvern tímann, að Bach ætlaði hann ekki að snerta oftar, fyrr en þá á gam- als aldri, þegar þroski og ró væri komin yfir. Vitanlega stendur eng- inn við slíkar yfirlýsingar, enda nauðsynlegt öllum hljóðfæraleikur- um að hafa sig í gegn um þann skóla sem Bach er. Áshildur er mjög góður hljóð- færaleikari, á því er enginn vafi, þrátt fyrir að undirrituðum fyndist hún fara nokkuð frjálslegum hönd- um um Bach. Kannski er leyndar- dómurinn við Bach ró og yfirvegun. Síðasti þáttur svítunnar, Bourrée, kom best út, en þar voru kannski minnstu tækifærin út fyrir nóturnar. Karg-Ellert átti tvö næstu verk, Sonötu Appassionata og Chaconnu. Þrátt fyrir merkilegt æviverk þessa höfundar — fæddur seint á 20. öld, var hér ekki um sérlega innihalds- ríkar tónsmíðar að ræða, þó miklu fremur það síðara. Tæknilega eru þetta erfíð verk og þær þrautir leysti Áshildur mjög vel. Frægastur verð- ur Karg-Ellert þó líklega fyrir þessi „æfíngaverk" sín, svo og þá vinnu sem hann lagði í Harmóníið. Syrinx eftir Debussy var síðast fyrir hlé, það lék kÁshildur fallega, þó fast mér að meiri ró hefði ekki skaðað þetta gullfalleg verk Debussys. í nútímaverkunum virðist Ashild- ur eiga allra best heima og efnis- skráin eftir hlé var þeim merkt. Þrátt fyrir Daviovskys og P. Boulez stóðu íslensku verkin upp úr. Kalis, eftir Þorkel Sigurbjömsson er hug- myndaríkt, stemmnigsríkt og fallegt verk, þar sem leikið er á alla mögu- leika flautunnar og rúmlega það, og þetta verk lék Áshildur Jiannig að allt innihaldið lifnaði. Eg skil ekki þá áráttu (ísl.j tónskálda að virðast þurfa að finna verkum sínum nöfn sem enginn skilur, eða að í sumum tilfellum er hægt að finna í einhverjum, helst austrænum orða- bókum, þó oftar að alls ekki finnast í neinum orðabókum, því orðinu hefur verið umsnúið eftir einhveij- um heimatilbúnum aðferðum. Þess- ar nafngiftir hjálpa ekki þeim, sem eru að reyna að nálgast verkin og bjarga þar af leiðandi heldur engu í tónsmíðinni sjáifri. Hætt er og við að þessi skrípyrði leiði athyglina frá tónsmíðinni sjálfri, sem þau vonandi eiga þó ekki að gera. Kalis (Þor- kel&j'jog Cho eftir Þorstein Hauks- sori líera þessi fæðingarheiti. Þörf- ina skil ég ekki, þau bæta ekki um neitt betur ná heldur ekki, í þessu tilfelli, að skemma neitt, því bæði verkin eru mjög vel gerð og stæðu jafn-keik eftir þótt nafnlaus væru. Verk Þorsteins flytur flautan ásamt tónbandi og þarna virtist allt mjög vel unnið, heilsteypt og sterkt. Áshildar voru þó tónleikarnir, fyrst og fremst, og ánægjulegt var að heyra enn einn ágætan og mjög efnilegan flautuleikara. Ragnar Björnsson Island aðili að Rómarsáttmálanum ÍSLAND er orðið aðili að Rómar- sáttmálanum um vemd listflytjenda, hljóðritaframleiðenda og útvarps- stofnana. Þómnn J. Hafstein deild- arstjóri í menntamálaráðuneytinu segir að aðildin hafi verið staðfest nýverið en aðildarskjalið var afhent undir lok síðasta árs. Með Rómarsáttmálanum sem gerður var í október 1962 er list- flytjendum, hljóðritaframleiðendum og útverpsstofnunum veitt tiltekin lágmarksvernd vegna listflutnings, endurgerðar og upptöku hljóma og mynda til endurflutnings, útsend- ingar útvarpsstofnana á hljómum og myndum og dreifingar listflutn- ings með tækniaðferðum. í sáttmálanum er fjallað um skil- yrði þess að þessir hópar njóti rétt- arverndar í ríkjum sem eru aðilar að Rómarsáttmálanum og fjallað er um hvers konar verndar þessir hóp- ar skuli njóta. Þannig eru þeim tryggðar vissar ráðstöfunarheimild- ir á listflutningi, hljóðritun og út- varpssendingum. Það er til dæmis háð samþykki listflytjenda hvort tónleikum er útvarpað eða þeir hljóðritaðir. Þá er listflytjendum og hljóðritaframleiðendum tryggður réttur til þess að krefjast þóknunar vegna notkunar á hljóðritum í út- varpi eða vegna annars konar dreif- ingar á þeim til almennings. Erlendum rétthöfum er með full- gildingu sáttmálans tryggð sam- bærileg vernd hér á landi og íslensk- ir rétthafar njóta í öðrum samnings- ríkjum. Ennfremur er miðað við að rétt- arvemd samkvæmt sáttmálanum nái ekki til þeirra hljóðrita sem út hafa verið gefin fyrir 1. september 1961. rlGti 11 IrQml/nlmn ■ U ■ ■ ■ ■ IV ■ ■ VI ■■ Suðurveri, Stigahlíð 45, sími 34852 > Frírilniíi a Arjlúaíirkorc > rrí jtíokkun * Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarssonar Bjóddu makanum með i viðskiptaferðina! 90% afsláttur fyrir maka ef hjón ferðast saman á viðskiptafarrými Keflavík - Kaupmannahöfn Keflavík - Álaborg Keflavík - Árósar Keflavík - Karup Keflavík - Osló Keflavík - Bergen Keflavík - Stavanger Keflavík - Stokkhólmur Keflavík - Gautaborg Keflavík - Jönköping Keflavík - Kalmar Keflavík - Malmö Keflavík - Norrköping Keflavík - Váxjö Keflavík - Vásterás Keflavík - Örebro Fullt 90% verð makaafsl 97.200 9.800 97.200 9.800 97.200 9.800 97.200 9.800 94.300 9.500 94.300 9.500 94.300 9.500 108.200 10.900 98.200 9.900 114.200 11.500 114.200 11.500 102.000 10.200 116.100 11.700 114.200 11.500 109.300 11.000 109.300 11.000 Euroticket* 90% makaaf 77.700 7.800 75.400 7.600 80.100 8.100 80.100 8.100 86.600 8.700 78.500 7.900 97.100 9.800 97.100 9.800 86.700 8.700 98.700 9.900 97.100 9.800 98.700 9.900 98.700 9.900 Tilboðið gildir frá 11. apríl til 30. júní 1995 Hámarksdvöl 1 mánuöur, lágmarksdvöl engln. *Euroticket fargjald þarf aö bóka meö mlnnst fjögurra daga fyrirvara. Flogiö er á þriðjudögum og fimmtudögum. Frá 3. júní er einnig flogiö á laugardögum. Innlendur flugvallarskattur er 1.340 kr., danskur 750 kr., sænskur 130 kr. og norskur 1.340 kr. Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína eða söluskrifstofu SAS. /////sas SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 Sími 562 2211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.