Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hornfirðin^ar spila í úr- slitakeppni Islandsmótsins BRIPS Bridshöllin, ' Þönglabakka ÍSLANDSBANKAMÓTIÐ UNDANKEPPNI ÍSLANDSMÓTS í SVEITAKEPPNI Fimm riðlar — fjörutiu sveitir. 31. marz- 2. apríl. Sveit Borgeyjar frá Höfn í Homafirði tryggði sér í fyrsta sinn sæti í úrslitum íslandsmóts- ins eftir hörkukeppni í jöfnum og skemmtilegum riðli, þar sem margar sveitir áttu möguleika fyrir síðustu umferðina. Aðrar sveitir í úrslitunum verða sveit Landsbréfa, Verðbréfamarkaðar íslandsbanka, Samvinnu- ferða/Landsýnar, S. Armanns Magnússonar, Ólafs Lárussonar, Hjólbarðahallarinnar, Ragnars Jónssonar og Metró. Átta sveitir spiluðu í fimm riðl- um og komust tvær efstu sveit- imar í úrslitin. Úr A-riðli komust sveitir Metró og Roche í úrslit en sveit Trygg- ingamiðstöðvarinnar varð að bíta í það súra epli að komast ekki áfram þrátt fyrir að vera skráð fjórða stigahæsta sveitin í mót- inu. Sveit Metró sigraði í riðlinum en sveitin var skráð í styrkleika- flokk F. Þar er þó ekki allt sem sýnist, því sveitin er skipuð þræl- sterkum spilurum sem allir eiga það sameiginlegt að vera stiga- litlir. Lokastaða efstu sveita í A-riðli: Metró 129 Roche 128 Tryggingamiðstöðin 126 Júlíus Sigurjónsson 107 í B-riðli sigraði sveit S. Ár- manns örugglega, hlaut 147 stig. Þriðja stigahæsta sveit mótsins, sveit Samvinnuferða/Landsýnar, fylgir þeim í úrslitin með 128 stig. Lyfjaverslun íslands hf. varð svo í þriðja sæti með 113 stig. I C-riðli vann sveit Landsbréfa alla sína leiki nokkuð örugglega en sveit Borgeyjar frá Höfn fylg- ir þeim í úrslitin. Keppnin í þess- um riðli var mjög skremmtileg. Sveit Magnúsar Magnússonar í B-styrkleikaflokki sá aldrei til sólar fyrr en í lokaumferðunum og það gaf öðrum sveitum mögu- leika sem Borgeyjarmenn nýttu sér best en lokastaðan í riðlinum varð þessi: Landsbréf 147 Borgey 112 Málninghf. 106 Landsbankinn Reyðarf. 102 Magnús Magnússon 101 I D-riðli sigraði sveit Ólafs Lárussonar með 139 stiga skori. Sveit VIB varð í öðru sæti eftir misjafnt gengi. Sveitin tapaði tveimur leikjum 7-23 og eins og sjá má á lokastöðu efstu sveita biðu sveitir í biðröð eftir að kom- ast inn í úrslitin. Ólafur Lárusson 139 VÍB 119 Kaupf. Skagfirðinga 114 Stefán Stefánsson 110 Hallgrímur Rögnvaldsson 103 Fimmta stigahæsta sveit mótsins, Flugleiðir innanlands, varð að sætta sig við að komast ekki í úrslit. Sveitin spilaði í E- riðli en þar sigraði sveit Hjól- barðahallarinnar með Hjalta El- íasson í fararbroddi, hlaut 143 stig. Reykjanesmeistararnir, sveit Ragnars Jónssonar, spiluðu vel og náðu öðru sætinu af öryggi, sveitin hlaut 142 stig. Flugleiðir innanlands voru í þriðja sæti með 125 stig. Mótið var í alla staði hið skemmtilegasta. Nú var spilað í fyrsta sinn í nýju húsnæði Brids- sambandsins og fór vel um spil- ara og gesti. Það var mál manna að spilarar landsbyggðarinnar komi sterkari til leiks með' ári hveiju og að það eigi enginn leng- ur frátekið stæði í úrslitakeppn- inni, eins og berlega kom fram í þessu móti. Keppnisstjórar voru Kristján Hauksson og Einar Guðmunds- son en mótsstjóri Elín Bjama- dóttir. Arnór G. Ragnarsson. Morgunblaðið/Arnór ÞEIR þurftu að fljúga tvívegis til Reykjavíkur til að spila í undanúrslitunum, Borgeyjarmenn, en uppskáru loks laun erfiðisins. Talið frá vinstri: Hlynur Garðarsson, Ágúst Sig- urðsson, Skeggi Ragnarsson og Kjartan Ingvarsson. Séra Baldur Kristjánsson spilaði einnig í sveitinni en var farinn heim til skyldustarfa. SVEIT Tryggingamiðstöðvarinnar spilaði við sveit Sparisjóðs Mýrarsýslu í lokaumferðinni sem varð örlagaríkt fyrir þá fyrr- nefndu. Sveit sparisjóðsins hafði ekki gengið of vel í mótinu sem þeir tóku út á Sigtryggi og félögum í lokaumferðinni og unnu þá 18-12. Talið frá vinstri: Magnús B. Ásgrímsson, Sig- tryggur Sigurðsson, Jón Þ. Björnsson og Bragi Hauksson. Ofríki í aldarfjórðung NÚVERANDI stjórn- endur Indónesíu náðu yfirráðum árið 1965 þegar herinn hrifsaði til sín völdin í ríkinu. Allar götur síðan hafa þegn- arnir mátt þoia ofríki, og mannréttindi eru fótum troðin. Vopnuð mótspyrna þekkist og er öflugust á Austur-Tímor sem_ var hernumin árið 1975, í Aceh og Írían Idya. Þar sem andstaða er minni, svo sem á Java og Bali, eru mannrétt- indi eigi að síður vanvirt. Kerfið Herinn deilir völdum með forset- anum. Hlúverk hersins er fremur að mæta ógnun innan ríkisins en utan' þess. Itök hans erú víðfeðm, herlögregla fylgist nánast með hveiju fótmáli þegnanna og öryggis- sveitir bijóta andspyrnu á bak aft- ur. Stjórnvöld og her leggjast á eitt um að kúga þjóðina. Dómsvald er aðskilið framkvæmdavaldi sam- kvæmt lögum en í raun styðja dóm- stólar yfirráð hers og framkvæmda- valds. Megn óánægja hefur ríkt meðal verkalýðsins undanfarin þijú ár vegna láglaunastefnu stjórnvalda og takmarkaðs félagafrelsis. Bænd- ur mótmæla nauðungarflutningum úr sveitum. Námsmenn og mann- réttindafrömuðir gjalda baráttu sína fyrir lýðréttindum dýru verði. Þar sem andstaða er vopnuð bitna refs- iaðgerðir stjórnvalda oftast á óbreyttum borgurum. Þögn „ Fá ríki hreyfa mótmælum við að- gerðum Indónesíustjórnar. Indónesía býr yfir gjöfulum auðlindum og ódýru vinnuafli. Lega ríkisins, milli Kyrrahafs og Indlandshafs, veldur hernaðalegu mikilvægi þess. Þegar PKI, Kommúnistaflokkur Indónesíu, var upprættur árið 1965 sáu vestræn ríki sér leik á borði. Kalda stríðið var í hámarki og ástandið í Indónesíu skapaði tækifæri til að jafna valda- hlutföll í Asíu. Vestræn ríki kusu því að styðja Indónesíustjóm en létu mannréttindabrot hennar sig litlu skipta. Asíuríki og samband hlut- lausra ríkja aðhöfðust ekkert. Mannréttindi eru fót- um troðin í Indónesíu og íbúamir hafa mátt þola ofríki, segja samtökin Amnesty International. í hnotskurn 300 manns hugðust mótmæla skertu tjáningarfrelsi friðsamlega í Jakarta 27. júní síðastliðinn. Fólkið, sem safnaðist saman við stórverslun í hjarta borgarinnar, ætlaði að ganga að upplýsingaráðuneytinu. Þegar þangað var 'komið, sáu göngumenn að byggingin var umkringd öryggis- sveitum. Sveitirnar, vopnaðar barefl- um og byssum, réðust á mótmælénd- ur. Eftir spörk og barsmíðar lögðu margir á flótta en fámennur hópur reyndi þó að bijóta sér leið að ráðu- neytinu. 56 voru handteknir eða barðir til óbóta. Atvikið er ekkert einsdæmi. Það lýsir í hnotskurn viðbrögðum stjóm- valda við kröfum þegnanna um lýð- réttindi og pplitískt frelsi. Námsmenn em meðal öflugustu málsvara lýðréttinda í Indónesíu. í maí á þessu ári var 21 námsmaður dæmdur í hálfs árs fangelsi eftir mótmælastöðu við þinghús Indónes- íu. Námsmennirnir höfðu skorað á Suharto forseta að lýsa yfir ábyrgð á mannréttindabrotum í ríkinu á valdaferli sínum. Mótmælendurnir voru dæmdir fyrir að smána forset- ann opinberlega. Enginn þeirra áfrýj- aði dóminum, enda sögðust þeir ekki búast við réttsýni af hálfu dómstóla. Ríkissaksóknari ákvað eigi að síður að áfrýja dómum námsmannanna til þyngingar. Um miðjan júní dæmdi hæstiréttur Indónesíu þá til ýmist 8 eða 14 mánaða fangelsisvistar. Að mati hæstaréttar höfðu námsmenn- irnir rekið pólitískan áróður á meðan á réttarhöldunum stóð. Jery Mafe, 21 árs gamall náms- maður, lá í gjörgæslu í sjúkrahúsi í Kupang á Vestur-Tímor að kvöldi 20. apríl. Hann var undir læknis- hendi þegar 10 lögregluþjónar réðust inn á stofuna og börðu hann. Lækn- ir reyndi að veija sjúklinginn án árangurs. Jery Mafe var færður nauðugur á lögreglustöð. Fáeinum klukkustundum síðar var lík hans flutt á annað sjúkrahús. Jery var drepinn fyrir að hafa lent í áflogum við óeinkennisklædda lögregluþjóna fyrr um kvöldið. Bændur myrtir Öryggissveitir mæta baráttu bænda með hörku. Fjórir voru drepn- ir og þrír særðir í bændauppreisn á Madúra-eyju hinn 25. september 1993. Bændumir, um 500 talsins, voru að andæfa byggingu Nipah-stífl- unnar, en með tilkomu hennar sáu þeir fram á að missa jarðir sínar og þorp undir vatn. Lögfræðingar sem rannsökuðu aðdraganda óeirðanna fullyrtu að bændumir hefðu veríð vopnlausir og aldrei sýnt ofbeldi. Ör- yggissveitimar hefðu hins vegar skot- ið að bændunum án viðvömnar. Eng- inn hefur verið dreginn til ábyrgðar fyrir bændamorðin. Indónesíuher og lögregla landsins fremja myrkraverk sín í skjóli refsileysis. Mál era sjaldn- ast rannsökuð, því það er á valdi herforingja og ofursta hvort opinber rannsókn fer fram. Aftökur Tugir manna láta lífið í gæsluvarð- haldi ár hvert, oftast vegna pynd- inga. Tugir annarra eru skotnir til bana. Á árunum 1983 til 1985 vora 5.000 fangar teknir af lífi í Indónes- íu. Aftökurnar voru liður í herferð gegn glæpastarfsemi, skrifaði Su- harto forseti í æviminningum sínum árið 1989. Staðreyndin er þó sú að oftast eru það pólitískir fangar er fá dauðarefsingu. Af þeim þijátíu sem hafa verið teknir af lífi frá árinu 1985 voru 27 pólitískir fangar. Flest- ir voru dæmdir eftir sýndarréttarhöld og sumir biðu lífláts í tuttugu ár. Hundruð þúsunda manna voru fang- elsaðir eftir að PKI, Kommúnista- flokkur Indónesíu, var upprættur árið 1965. 30 PKI-félagar era enn í fangelsi, sex bíða aftöku. Einn þess- ara þijátíu er Pedjo Prasetido, verka- lýðsfrömuður og skipasmiður. Hann var handtekinn árið 1967 og eftir 12 ára fangelsisvist var hann dæmd- ur í fangelsi til lífstíðar. Heilsu hans fer hrakandi og 1993 greindist Pedjo Prasetido með Parkinsonsveiki. I maí 1991 var beiðni hans um náðun hafn- að. I bréfi til vinar segir Prasetido: „Nú eru öll sund lokuð. Ef ekki verð- ur breyting á stjórnarháttum hér sit ég inni til dauðadags." í blindni Þann 13. júlí 1994 sendi Amnesty International nefnd á vegum SÞ er fjallar um málefni fyrrverandi ný- lendna svohljóðandi erindi: „í heilan áratug hefur Amnesty International látið í ljós áhyggjur sínar vegna ástandsins á Austur- Tímor. Gagnrýni okkar hefur beinst að stjórnvöldum í Indónesíu, sem virða mannréttindi Austur-Tímorbúa að vettugi. Nú bregðum við út af venju, í þetta sinn beinum við gagn- rýni okkar ekki síður að aðildarríkj- um Sameinuðu þjóðanna, því þau eru einnig ábyrg fyrir mannréttindabrot- um á Austur-Tímor og annars staðar í Indónesíu. í þijá áratugi hafa vest- ræn ríki stutt Indónesíustjórn í blindni og kosið að loka augunum fyrir grimmdarverkum hennar. Vest- ræn ríki fögnuðu valdatöku núver- andi stjórnvalda enda var kalda stríð- ið í hámarki. Stjómvöld er þykjast málsvarar mannréttinda hafa veitt Indónesíustjórn ómældan stuðning. Sum ríki eru ábyrg fyrir þjálfun Indó- nesíuhers. Um mitt ár 1993 héldu ástralskar hersveitir og Kopassus, indónesísku öryggissveitirnar, sam- eiginlegar heræfingar, en Kopassus- sveitirnar hafa ítrekað troðið á mannréttindum og kúgað indónesísk- an almenning. Ríkisstjórnir veita oft þróunaraðstoð með hliðsjón af ástandi mannréttinda í viðkomandi ríki. Þetta gildir ekki um Indónesíu sem nýtur meiri og fjölbreyttari að- stoðar nú en áður. Mannréttindabrot hafa engin áhrif á viðskipti við Indó- nesíu. Valdhafar þar reyna þó að styrkja ímynd sína út á við. Indónes- íustjórn berst fyrir endurskoðun á mannréttindahugtakinu. Hún dregur í efa að mannréttindi séu altæk. Hún fullyrðir að sérhveiju ríki sé í sjálfs- vald sett hvernig það túlki rétt þegna sinna, á grundvelli sögu, menningar og stjómarfars. Indónesíustjórn full- yrðir að ákvæði mannréttindasátt- mála endurspegli vestræn lýðræðis- leg gildi. Þau þekkist hins vegar ekki í þróunarríkjum. Það sé því á valdi Indónesíustjórnar að setja regl- ur og lög um mannréttindi heima fyrir. Indónesía varð aðili að mann- réttindanefnd Sameinuðu þjóðanna árið 1991. Með fáum undantekning- um hefur ríkinu mistekist að upp- fylla þær kröfur sem nefndin gerði til þess. Stjórnvöld hafa ennfremur gefið í skyn að þau muni einungis standa við þær skuldbindingar er þjóni hagsmunum ríkisins." Harmsagan á Austur-Tímor í desember 1975 réðst Indónesíu- her á Austur-Tímor. Rúmlega 200.000 manns, eða þriðjungur þjóð- arinnar, féll í blóðbaðinu er fylgdi í kjölfarið eða lést af völdum vannær- ingar eða sjúkdóma. Ógnarstjóm rík- ir á Austur-Tímor. Yfirráð Indónesíu- stjómar hafa hvorki verið viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum né Austur- Tímorbúum. Skæraliðasamtök beijast í ijöllum landsins og námsmenn efna jafnaðarlega til mótmæla í höfuðborg landsins, Díli. Andspyrnu er mætt með „mannshvörfum", pyndingum, fangelsunum og ofbeldisverkum. I nóvember 1991 létu að minnsta kosti 270 lífið og 200 hurfu í kjölfar mót- mæla við Santa-Cruz-kirkjugarðinn í Díli. Á annað þúsund manns höfðu gengið að garðinum og krafist sjálf- stæðis Austur-Tímors. Vopnaðar ör- yggissveitir skutu á göngumenn við garðinn. Sjónarvottar segja að þegar skothríðinni linnti hafi að minnsta kosti 100 göngumenn legið í valnum. Margir vora skotnir í bakið. Staðfest er að nokkrir hinna særðu voru pynd- aðir og myitir á hersjúkrahúsi. Sjón- arvottar segja fólkið hafa verið grýtt og kramið af þungavinnuvélum. 84 féllu eða hurfu samkvæmt opinberum tölum stjórnvalda. Ekki er vitað hversu margir létu lífið í gæsluvarðhaldi. Opinber rann- sókn á Santa-Cruz-blóðbaðinu var meingölluð. tveir hermenn og átján lögregluþjónar fengu dóm og átta til átján mánaða fangelsisvist. Þeir sem skipulögðu árásina sluppu við refs- ingu. Fjöldi mótmælenda var hins vegar dæmdur í lífstíðarfangelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.