Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 11 FRÉTTIR Stjórn Sérfræðingafélags íslenskra lækna Utreikningar um kostnaðarauka standa Morgunblaðið/Sverrir GUÐMUNDUR Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnis- sviðs Samkeppnisstofnunar, og Kristín Færseth, deildar- stjóri, kynntu könnun Sam- keppnisstofnunar fyrir fréttamönnum í gær. áratug. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, sagði að greinilegt væri að matarverð hefði farið lækkandi á íslandi frá því þessar kannanir voru gerðar. Hann tók sem dæmi að fyrir fimm árum hefði brauðostur verið tvöfalt dýr- ari í Reykjavík en í Kaupmanna- höfn, en nú væri verðmunurinn 10-30%. Smjör hefði verið 3-4 sinnum dýrara í Reykjavík en Kaup- mannahöfn fyrir fimm árum, en nú væri það um 20% ódýrara í Kaup- mannahöfn. Eggja- og kjúklingaverð lítið breytt Guðmundur sagði að verð á eggj- um og kjúklingum hefði hins vegar ekki breyst mikið á þessu fimm ára tímabili. Kjúklingar væru enn um fjórum sinnum dýrari í Reykjavík en í Kaupmannahöfn. Verð á eggj- um hefði verið 115% hærra hér en í Kaupmannahöfn árið 1990, en verðmunurinn nú væri um 110%. Guðmundur sagði að í þessari könnun Samkeppnisstofnunar væri ekki gerð tilraun til að skýra verð- muninn milli borganna. Skýring- arnar gætu legið í ýmsu, s.s. mis- háum opinberum gjöldum, mismun- andi neysluvenjum, mismikilli sam- keppni og flutningskostnaði. STJÓRN Sérfræðingafélags ís- lenskra lækna stendur við fyrri útreikninga sem gerðir hafa verið á vegum félagsins um að tilvísana- skylda geti leitt af sér kostnaðar- auka fyrir ríkið upp á að minnsta kosti 100 milljónir króna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu hefur borist. Þá mótmælir stjórnin harðlega aðför að starfsheiðri hagfræðings- ins sem útreikningana gerði, en á blaðamannafundi heilbrigðisráðu- neytisins þar sem niðurstöðu út- reikninganna var mótmælt, var hlutlægni hans dregin í efa á þeirri forsendu að hann væri kvæntur sérmenntuðum lækni. í frétt Sérfræðingafélagsins eru gerðar athugasemdir við þær upp- lýsingar sem komu fram á blaða- mannafundi heilbrigðisráðuneytis- ins síðastliðinn föstudag. í fyrsta lagi segir að það sé rangt að hag- fræðingur Sérfræðingafélagsins telji kostnað á komu til heilsu- gæslulæknis nákvæmlega 3.252 krónur. í útreikningum hagfræðingsins sé gert ráð fyrir að beinar greiðslur af fjárlögum geti verið á bilinu 0-2.099 krónur á komu. Sam- kvæmt því geti greiðslur vegna komu verið á bilinu 1.153 krónur, ef ekki sé reiknað með föstum laun- um heilsugæslulækna og aðstoðar- fólks og ekki sé heldur. reiknað með neinum tækja- eða húsnæðis- kostnaði, til 3.252 krónur sé tekið tilliti til eðlilegs kostnaðar að fullu. Hagfræðilögmál ekki brotin Þá er því einnig hafnað að hag- fræðilögmál hafí verið brotin af hagfræðingi Sérfræðingafélagsins, Jóhanni Rúnari Björgvinssyni. Sú leið hafi verið farin að sýna sparn- aðinn og kostnaðaraukann eftir því sem jaðarkostnaðurinn breyttist. Þannig verði sparnaðurinn 120 milljónir króna sé einungis um greiðslur sjúklinga og greiðslur Tryggingastofnunar að ræða. Þá sé miðað við að kostnaðurinn sé 1.153 krónur á komu og enginn fastur kostnaður innifalinn, sem sé forsenda ráðuneytisins. Sé hins vegar reiknað með bein- um greiðslum af fjárlögum vegna þjónustu heilsugæslustöðva minnki sparnaðurinn jafnt og þétt og verði að lokum kostnaðarauki upp á 93 milljónir króna sé miðað við núver- andi beingreiðslur af fjárlögum og þær teknar að fullu inn í útreikn- ingana en þær námu 1.750 milljón- um árið 1994. Þá er því einnig neitað að hag- fræðingur félagsins telji að kostn- aður við hveija komu til sérfræð- ings muni hækka um 15% með til- komu tilvísana. Það séu einungis færð rök að því að meðalkostnaður á hveija komu muni hækka ef ódýr- ari verkum fækkar. Tekin séu tvö dæmi þar sem hækkunin sé annars vegar 5% og hins vegar 15%. I því tilfelli að kostnaðarauki vegna tilvísanakerfisins sé 93 millj- ónir króna sé ekki reiknað með hækkun meðaltaxta, né heldur að komur á hveija tilvísun verði tvær í stað þriggja, eins og ráðuneytið haldi fram. Gert sé ráð fyrir þrem- ur komum eins og ráðuneytið geri í útreikningum sínum. Loks er því andmælt að það komi fram í greinargerð hagfræð- ingsins að einungis 16% gjaldskrár- verka séu sambærileg og því geti ekki fleiri verk færst á milli. Hins vegar sé í útreikningunum bent á það að sú forsenda að 30% af kom- um til sérfræðinga flytjist yfir til heilsugæslulækna og fái þar fulln- aðarafgreiðslu sé nokkuð veik og er í útreikningunum stuðst við mis- munandi forsendur eins og 32% og 16% fækkun á komum til sérfræð- inga til að athuga kostnaðaráhrifin. Með mikla reynslu af útreikningum Að síðustu er í frétt Sérfræð- ingafélagsins bent á að umræddur hagfræðingur sé kvæntur sérfræði- lækni sem tilvísapaskyldan nái ekki til og hafi því engra persónulegra hagsmuna að gæta. Síðan segir: „Leitað var til hag- fræðingsins vegna þess að hann hefur mikla reynslu af heilsuhag- fræðilegum útreikningum og hefur meðal annars unnið fyrir heilbrigð- isráðuneytið. Ráðuneytið hefur hingað til oft byggt málflutning sinn á tölulegum upplýsingum hans og ekki dregið hæfni hans í efa fyrr en nú þegar það hentar nauð- vörn ráðuneytisins." Glæsilegur veitinga- staður í Kringlunni Vorum að fá í einkasölu mjög öflugan og sérháefðan veitingastað í Kringlunni í Reykjavík. Hér er um að ræða einstakt tækifæri fyrir fjársterka aðila. Staðurinn er í alla staði glæsilegur og mikil umsetning. Hjá okkur finnið þið rétta fyrirtækið. Fyrirtækjasalan, Skipholti 50b, símar 19400 -19401, fax 622290 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON, framkvæmdastjori KRISTJAN KRISTJANSS0N, loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu m.a. eigna: Frábær greiðslukjör - gott húsnlán Suðuríbúð 3ja herb. á 2. hæð á vinsælum stað í Breiðholti. Öll eins og ný. Ágæt sameign. 40 ára húsnæðislán kr. 3,3 millj. Nánari uppl. á skrifstofunni. Suðurendi - sérþvottahús - bílskúr Mjög góð 4ra herb. íb. um 100 fm á 2. hæð við Hraunbæ. Mikið út- sýni. Margs konar eignaskipti mögul. Frábær greiðslukjör. Sérhæðir - raðhús - einbýlishús Höfum á skrá nokkrar góðar eignir. Hagkvæm skipti. Ennfremur nokkrar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúð með mjög hagkvæmum greiðslukjörum. Vinsaml. leitið nánari uppl. sem veittar eru á skrifst. - ekki í síma. Vogar - nágrenni VIGDÍS Finnbogadóttir á íslandstorgi. Morgunblaðið/Reuter ÞAÐ var nóg af saltfiski á íslandstorginu í Barcelona á laug- ardaginn og Vigdís Finnbogadóttir smakkaði á krásunum. lendinga, búsetta í Barcelona, og hitti einnig að máli Jodri Pujol, forsætisráðherra Katalóníuhér- aðs, en að sögn Sverris Hauks er Pujol mjög vel að sér um ísland og íslensk málefni. Á laugardag vígði Vigdís ís- landstorgið, Placa d’lslandia, og þar voru 4-5.000 manns saman- komin. Sverrir Haukur sagði að byggingar umhverfis torgið hefðu allar verið skreyttar með katalónískum og íslenskum fán- um. „Þarna var hálfgerð karníval- stemmning og það sem vakti einna inesta athygli, fyrir utan vígsluna sjálfa, var að saltfisksal- ar borgarinnar höfðu fengið leyfi til að setja upp bása og bjóða gestum upp á margvíslega salt- fiskrétti. Þetta var sérstaklega eftirminnileg vígsla, því það er sjaldan sem maður verður þess aðnjótandi erlendis að svona stór hópur manna taki á móti forseta Islands með þessum hætti,“ sagði Sverrir Haukur. Góð séríbúð á 1. hæð óskast fyrir traustan kaupanda. Inngangur og hiti þarf að vera sér og bílskúr þarf að fylgja. Skipti mögul. á glæsil. einb. í hverfinu. Nánari uppl. aðeins á skrifst. • • • I gamla bænum - nágrenni - óskast eignir af flestum stærðum. Mega þarfnast endurbóta. ALMENNA FASTEIGNASAIAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 4 frábær fyrirtæki Ritfangaverslun Til sölu bóka- og ritfangaverslun í verslunarmið- stöð. Mikil gjafavöru- og leikfangasala. Góð ársvelta. Frábært fyrirtæki fyrir samhent fólk. Góð kjör, sanngjarnt verð. Kvenfataverslun Vegna veikinda er til sölu þekkt kvenfataverslun við Laugaveginn. Eigin innflutningur frá London og París. Laus strax. Sólbaðsstofa Nú er vertíð hjá sólbaðsstofum. 6 bekkir, vatnsgufa, sturtur, nýlegar innréttingar, nudd- ari, tveggja og hálfs árs lítið notaðir bekkir. Vel staðsett. Gott verð. Hannyrðaverslun Til sölu notaleg lítil hannyrðaverslun. Sami eig- andi í 18 ár. Selur mest garn og lopa. Mjög sanngjarnt verð. Skemmtileg vinna fyrir þá ein- staklinga, sem hafa gaman af hverslags hann- yrðum og mannlegum samskiputum. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. SUDURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.