Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 37
36 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 37 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRJALS SAM- KEPPNIÁ LANGTí LAND STARFSHÓPUR á vegum fjármálaráðherra, sem fjallað hefur um samkeppnisstöðu íslands árið 2010, telur að um þriðj- ungur atvinnurekstrar á íslandi sé rekinn án þess að um nokkra samkeppni sé að ræða. Þetta kom fram í frétt Morgunbiaðsins á sunnudag. Sem dæmi um samkeppnisleysi og mikla opinbera íhlutun nefnir hópurinn framleiðslu og dreifingu raforku, ríkisbankana, hluta af starfsemi Seðlabankans, opinbera fjárfestingarlána- sjóði, íbúðalánakerfið, hafnir og flugvelli, Póst og síma, Ríkisút- varpið, sjúkrahús, heilsugæzlu og menntastofnanir. Undanfarin ár hefur samkeppni á íslandi orðið mun virkari en áður var. Þar kemur bæði til aukið aðhald með EES-samningn- um og nýjum samkeppnislögum og efnahagskreppan, sem hefur hert baráttu fyrirtækja um viðskiptavini og þvingað þau til hag- ræðingar og kostnaðarlækkunar. Hins vegar á fijáls samkeppni á íslandi langt í land, eins og upptalning starfshóps fjármálaráðherra sýnir. Það er ekki nóg með að sá rekstur, sem hópurinn nefnir, búi við takmarkaða samkeppni, heldur eru til dæmis ríkisbankarnir, Póstur og sími og Ríkisútvarpið í harðri samkeppni við einkaaðila og hafa þar oft betur, í krafti stöðu sinnar sem ríkisfyrirtæki. Morgunblaðið hefur á undanförnum misserum tekið heils hugar undir þá gagn- rýni, sem fram hefur komið á mismunun einkafyrirtækja og opinberra fyrirtækja og stofnana að þessu leyti. í mörgum tilfellum — til dæmis hvað varðar ríkisbankana og Póst og síma — er einkavæðing áhrifaríkasta leiðin til að auka samkeppni. Á þeim sviðum, þar sem flestir eru sammála um að hið opinbera eigi að inna ákveðna þjónustu af hendi, til dæmis í mennta- og heilbrigðismálum, geta lögmál frjálsrar samkeppni hins vegar gilt í auknum mæli. Utboð þjónustu og þjónustusamn- ingar við ríkisstofnanir, sém núverandi rikisstjórn hefur beitt sér fyrir, eru dæmi um slíkt. Fijáls samkeppni er íslandi lífsnauðsynleg. Eins og fram kem- ur hjá starfshópnum um samkeppnisstöðu íslands, telur Efna- hags- og framfarastofnunin, OECD, að ein undirstaða samkeppn- ishæfni sé að framleiðsla í efnahagslífinu fari fram við skilyrði fijálsrar og eðlilegrar samkeppni. Samkeppnin stuðlar að beztu nýtingu auðlinda, fjárfestinga og mannafla og eykur framleiðni og hagkvæmni í atvinnulífinu. Aðeins með því að ýta undir sam- keppni innanlands getum við staðið okkur í alþjóðlegri sam- keppni á næstu öld. RÁNYRKJA SPÁNVERJA UMFJÖLLUN brezka blaðsins The Daily Telegraph um fram- ferði spænskra fiskimanna, sem Morgunblaðið birti saman- tekt úr síðastliðinn sunnudag, er hrikaleg lesning. Þar kemur fram að spænskar útgerðir virði óhikað allar kvóta- reglur að vettugi, færi undirmálsfisk að landi í stórum stíl, noti ólögleg veiðarfæri, feli fisk í Jeynilestum, búi skipin kraftmeiri vél'um en reglur kveði á um og gangi á annan hátt á svig við reglur fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Segja má að Spánn, sem á jafnstóran flota og hin ESB-ríkin fjórtán til samans, sé að verulegu leyti ábyrgur fyrir hinu slæma orði, sem fer af Evrópusambandinu í fiskveiðimálum. Eins og fram kemur í greinum brezka blaðsins, hefur framkvæmdastjórn ESB í Brussel mistekizt að sjá til þess að Spánveijar fari eftir regium. Þeir fara einfaldlega sínu fram og stjórnvöld sinna ekki þeim skyldum, sem eru lagðar þeim á herðar af hálfu ESB, að sinna eftirliti og framfylgja reglum um veiðar og afla. Þessi afstaða Spánveija grefur um leið undan röksemdum, sem hafðar hafa verið uppi innan ESB og eru að mörgu leyti skynsam- legar, um að aðildarríkjunum verði í auknum mæli falin fram- kvæmd fiskveiðistefnunnar. Eins og meðferð Spánveija á fiskimiðunum hefur verið, hlýtur krafa jafnt annarra ESB-ríkja sem ríkja utan Evrópusambands- ins að vera sú, að framkvæmdastjórnin beiti því valdi, sem hún hefur, og beiti Spánverja hörðu til þess að þeir breyti framkomu sinni. Að öðrum kosti er tæplega við því að búast að nokkur vilji gera við jfá samninga á sviði sjávarútvegs, hvorki á evrópsk- um vettvangi né út á við. Stuðningur framkvæmdastjórnarinnar við málstað Spánveija í fiskveiðideilunni við Kanada var vanhugsaður og málflutningur Emmu Bonino, sem fer með fiskveiðimál í framkvæmdastjórn- inni, er hreint út sagt fáránlegur. Að kalla Kanadamenn sjóræn- ingja, þegar aðildarríki Evrópusambandsins verður uppvíst að öðru eins framferði og lýst var í Morgunblaðinu á sunnudag, er út í hött. Boðað hefur verið að niðurstaða sé í nánd í viðræðum Kanada og ESB. Felist ekki í henni að tekið verði á rányrkju Spánverja á heimshöfunum, verður erfitt fyrir Evrópusambandið að halda þeim litla trúverðugleika á sviði sjávarútvegs, sem það kann að eiga eftir. Sex framboð takast á um jafnmörg þingsæti á Norðurlandi eystra Alþjóðleg ráðstefna um hækkandi hitastig í heiminum NORDURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA: Úrslit í Alþingiskosníngum 1983, 1987 og 1991 1983 FJðwi Atkvæði % þingm. ^ ® ® ^ Fjöldi Atkvæði % þingm. 1991 FJðldl 1995 Atkvæði % þingm. í framboði Gild atkvæði/Samtals: 13.704 100,0 7 15.631 100,0 7 15.688 100,0 7 Alþýðuflokkur 1.504 11,0 0 2.229 14,3 1 1.522 9,7 1 X + Framsóknarflokkur 4.751 34,7 3 3.889 24,9 2 5.388 34,3 3 x yt i' m Sjálfstæðisflokkur 3.727 27,2 2 3.273 20,9 1 3.720 23,7 2 x ^ I Alþýðubandalag 2.308 16,8 1 2.053 13,1 1 2.795 17,8 1 X Samtök um kvennalista 791 5,8 0 992 6,4 1 751 4,8 0 X stA JL JiL Bandalag jafnaðarmanna 623 4,5 1 Samt. um jafnrétti og félagshyggju 1.893 12,1 1 HfSt. Borgaraflokkur 567 3,6 0 Flokkur mannsins 202 1,3 0 —1.062 FfokkurmannsinsogÞjóðarfiokkur buðu fram sameiainleaa 1991 HT Þjóðarflokkur 533 3,4 0 6,8 0 Frjálslyndir 148 0,9 0 Heimastjórnarsamtök ff> 302 1,9 0 *v Þjóðvaki X 6r X Þingmönnum kjördæm- isins fækkar um einn > ^ Reuter YMSIR umhverfisverndarhópar hafa látið til sín taka á ráðstefnunni í Berlín. Hér ber einn þeirra bíl í formi líkkistu um götur borgarinnar. Þingmönnum fækkar úr sjö í sex í komandi alþingiskosningum í Norðurlandskjördæmi -----------7--------------------- eystra. I samantekt Omars Friðrikssonar kemur fram að sex listar eru í framboði og taka allir núverandi þingmenn þátt í barátt- unni um þingsætin í þessu þriðja stærsta kjör- dæmi landsins. Róttækra aðgerða ekki að vænta Hart er deilt um hversu mikil áhrif koltvisýr- ingur og aðrar loftegundir hafa á loftslags- breytingar. Steingrímur Sigurgeirsson segir að ekki megi búast við að samkomulag náist á ráðstefnu þeirri um loftslagsbreytingar, sem nú stendur yfir í Berlín, um strangari reglur gegn útblæstri en ákveðið var í Ríó. SEX stjórnmálasamtök þjóða fram í Norðurlandskjördæmi eystra í komandi þingkosn- ingum; Aiþýðuflokkur, Sjálf- stæðisflokkur, íjóðvaki, Framsóknar- fiokkur, Alþýðubandalag og óháðir og Samtök um kvennalista. Til saman- burðar komu átta framboðslistar fram fyrir seinustu kosningar í kjördæminu og níu fyrir kosningamar árið 1987. Kjósendur á kjörskrá á Norðurlandi eystra eru 18.983 eða 9,9% kjósenda á landinu öllu og hefur þeim fjölgað um 563 frá seinustu kosningum. Kosningaþátttaka í kjördæminu var 86,4% í kosningunum árið 1991, sem var örlítið undir landsmeðaltali. Þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra voru sjö í kosningunum 1987 og 1991. Sjöunda þingsætið var jöfn- unarsæti, sem úthlutað var eftir úrslit- um á landinu öllu. Framsóknarflokkur átti þijá þingmenn á seinasta kjör- tímabili, Sjálfstæðisflokkurinn tvo og Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag einn þingmann hvor. Kvennalistinn fékk ekki mann kjörinn í kjördæminu í. seinustu kosningum. Vegna ákvæða í gildandi kosninga- lögum um jöfnuð milli kjördæma mun eitt þingsæti kjördæmisins flytjast tii Reykjaness í komandi kosningum og verður því kosið um sex þingsæti á Norðurlandi eystra 8. apríl. Allir nú- verandi þingmenn kjördæmisins eru í framboði í efstu sætum sinna flokka fyrir komandi kosningar. Er því ljóst að fækkun þingmanna kjördæmisins um einn mun valda því að a.m.k. einn núverandi þingmanna mun ekki ná kjöri að nýju. Norðurland eystra hefur verið eitt af höfuðvígjum Framsóknarflokksins sem hefur oftast fengið þijá þingmenn kjörna í kjördæminu á undanförnum áratugum, nema árið 1978, þegar flokkurinn fékk 31,9% atkvæða og tvo menn og 1987 þegar fylgi flokksins fór niður í 24,9% og hann fékk tvo menn kjörna en í þeim kosningum bauð Stefán Valgeirsson, sem setið hafði á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn, fram sérlista Samtaka um jafnrétti og félagshyggju. Náði Stefán kjöri með 12,1% atkvæða. í seinustu kosn- ingum fékk Framsóknarflokkurinn 34,3% atkvæða (nokkurn vegin sama fylgi og í kosningunum 1983) og end- urheimti þriðja þingsætið. Alþýðuflokkurinn hefur yfírleitt átt nokkuð erfítt uppdráttar á Norður- landi eystra og stundum verið án þing- sætis í kjördæminu. Alþýðuflokkurinn vann sigur í kosningunum 1978 og fékk 22,7% eða næstmesta atkvæða- hlutfall flokka í kjördæminu á eftir Framsóknarflokknum og tvo menn kjörna. 1983 fékk A-listinn 11% at- kvæða sem dugði ekki til þingsætis, en Árni Gunnarsson náði kjöri í kosn- ingunum 1987 þpgar flokkurinn fékk 14,3% atkvæða. í seinustu kosningum fékk flokkurinn 9,7% 'atkvæða og náði Sigbjörn Gunnarsson kjöri í jöfnunar- sæti kjördæmisins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið tvo þingmenn kjörna á Norðurlandi eystra allt frá 1971 að kosningunum 1987 undanskildum en þá fengu sjálf- stæðismenn einn mann kjörinn í kjör- dæminu. Fylgi flokksins hefur sveifl- ast á bilinu 20%-30% á þessu tíma- bili. Sjálfstæðismenn fengu mest fylgi eða 30,2% í alþingiskosningunum árið 1974 en minnst fylgi 1979 eða 20,5% og 1987 20,9%. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 23,7% í seinustu kosningum og tvo menn kjörna eins og áður segir. Alþýðubandalagið hefur fengið einn þingmann kjörinn á Norðurlandi eystra í öllum þingkosningum sem fram hafa farið frá 1974. Steingrímur J. Sigfússon hefur leitt G-listann frá 1983. Fylgi flokksins hefur sveiflast frá um 13%-20% á þessu tímabili. Fylgi flokksins fór upp í 19,9% í kosn- ingunum 1978, í 16,8% árið 1983 og fór svo niður í 13,1% við kosningarnar 1987. í seinustu þingkosn- ingum fór fylgi alþýðu- bandalagsmanna upp í 17,8%. Kvennalistinn býður nú fram í ljórða sinn á Norður- landi eystra. Kvennalistinn fékk 5,8% atkvæða í kosningunum 1983 og- 6,4% árið 1987 þegar Máim- fríður Sigurðardóttir náði kjöri í jöfn- unarsæti kjördæmisins. Kvennalistinn náði ekki þingsæti á Norðurlandi eystra við seinustu kosningar þegar fylgi listans fór niður í 4,8%. Þjóðarflokkurinn, Heimastjórnar- samtökin og Fijálslyndir buðu öll fram á Norðurlandi eystra fyrir seinustu kosningar, án þess að ná þingsæti, en bjóða ekki fram nú. Samanlagt fylgi þessara framboða nam tæplega 10% atkvæða kjósenda í kjördæminu en þar af var fylgi Þjóðarflokksins 6,8%. Má því reikna með að umtals- vert atkvæðamagn dreifist á önnur framboð í komandi kosningum, sem eykur á óvissuna um fylgi framboðs- listanna á Norðurlandi eystra. Óverulegar breytingar hafa orðið á skipan efstu sæta þeirra framboðslista sem buðu einnig fram fyrir seinustu kosningar. Sigbjörn Gunnarsson al- þingismaður skipar áfram efsta sæti á lista Alþýðuflokks. í öðru sæti er Anna K. Vilhjálmsdóttir frá Húsavík sem skipar nú í fyrsta sinn eitt af efstu sætum á^ framboðslista alþýðu- flokksmanna. í þriðja sæti er Aðal- heiður Sigursveinsdóttir frá Akureyri og er hún ný á lista. Skipan þriggja efstu sæta á fram- boðslista framsóknarmanna er óbreytt frá seinustu kosningum. Guðmundur Bjarnason alþingismaður er í efsta sæti. Hann var fyrst kjörinn á þing fyrir kjördæmið árið 1979. í öðru sæti er Valgerður Sverrisdóttir alþing- ismaður og Jóhannes Geir Sigurgeirs- son alþingismaður í því þriðja. Skipan þriggja efstu sæta hjá Sjálf- stæðisflokknum er einnig óbreytt frá seinustu kosningum. í efsta sæti er Halldór Blöndal landbúnaðar- og sam- gönguráðherra. Halldór hefur setið á þingi fyrir frá 1979. í öðru sæti er Tómas Ingi Olrich alþingismaður og Svanhild- ur Árnadóttir bæjarfulltrúi í þriðja. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður skipar efsta sæti á lista Aiþýðubandalagsins og óháðra. Sú breyting hefur orðið hjá alþýðubandalagsmönnum frá seinustu alþingiskosningum að Árni Steinar Jóhannsson Akureyri, sem skipaði efsta sæti á lista Þjóðarflokksins í kjördæminu fyrir seinustu kosningar, skipar nú annað sæti á lista Alþýðu- bandalagsins. Sigríður Stefánsdóttir bæjarfulitrúi á Akureyri er í þriðja sæti en hún var einnig í því sæti á lista flokksins fyrir kosningarnar 1987. Nýir frambjóðendur skipa þijú efstu sæti á lista Samtaka um kvennalista fyrir komandi kosningar en það eru Elín Antonsdóttir atvinnuráðgjafi á Akureyri, sem var í 5. sæti á lista framboðsins fyrir seinustu kosningar, Sigrún Stefánsdóttir, húsmóðir Akur- eyri, sem er í öðru sæti, og er hún ný á lista hjá Kvennalistanum og Ásta Baldvinsdóttir skólaritari á Laugum, er í þriðja sæti. Málmfríður Sigurðar- dóttir frá Jaðri, sem skipaði efsta sæti á lista Kvennalistans fyrir kosn- ingarnar 1983, 1987 og 1991 og var kjörin þingmaður 1987, skipar nú heiðurssæti á listanum. Svanfríður Inga Jónasdóttir, forseti bæjarstjórnar Dalvíkur, er í efsta sæti á lista fjóðvaka. Svanfríður var áður í Alþýðubandalaginu og skipaði annað sæti á lista flokksins fyrir kosn- ingarnar 1983 og 1987 og var vara: maður Steingríms J. Sigfússonar. í öðru sæti á lista Þjóðvaka er Vilhjálm- ur Ingi Árnason, formaður Neytenda- félags Akureyrar. í þriðja sæti er Magnús Aðalbjörnsson, aðstoðar- skólastjóri á Akureyri. Viðhjálmur og Magnús hafa ekki verið á framboðs- lista í kjördæminu áður. Framboðin á Norðurlandi eystra hafa staðið fyrir sex sameiginlegum framboðsfundum í kjördæminu en ófærð hefur valdið frambjóðendum talsverðum erfiðleikum. Helstu kosn- ingamálin eru atvinnumál, aðgerðir gegn atvinnuleysi, launamál, sam- göngumál og menntamál, að sögn talsmanna einstakra framboða. Skv. mati viðmælenda minna er talið nokkuð víst að fjögur efstu þing- sæti kjördæmisins skiptist þannig að Framsóknarflokkurinn eigi tvö þing- sæti og Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- bandalag eitt sæti hvor flokkur. Oviss- an er hins vegar um 5. og 6 þingsæt- ið (jöfnunarsætið). Til að fá kjör- dæmakjörinn þingmann þurfa fram- boðin að ná um 13% atkvæða. Alþýðuflokkurinn á nokkuð undir högg að sækja skv. könnun- um og þarf að auka fylgi sitt umtalsvert til að fá kjördæmakjörinn þing- mann og Kvennalistinn gæti þurft a.m.k að tvö- falda fylgi sitt til að eiga möguleika á jöfnunarsætinu. Sam- kvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir Framsóknarflokkinn í kjördæm- inu fyrir nokkru yrði niðurstaða kosn- inganna sú að Framsókn fengi þijá menn, D-listinn og G-listinn einn mann hvor og jöfnunarþingsætið kæmi sennilega í hlut íjóðvaka. Ekki eru þó allir trúaðir á að þetta verði niðurstaðan en skv. mati nokk- urra viðmælenda minna mun baráttan um 5. og 6. sætið aöallega standa á milli annars manns á D-lista, efsta manns á lista Þjóðvaka, annars manns á G-lista og þriðja manns á lista Fram- sóknarflokks. RÚMLEGA þúsund fulltrúar á annað hundrað ríkja hófu í fyrri viku að ræða hætt- una á loftslagsbreytingum af manna völdum á ellefu daga al- þjóðlegri ráðstefnu í Berlín. Helsta markmið ráðstefnunnar er að reyna að draga úr loftmengun í heiminum, sem talin er stuðla að loftslagsbreyt- ingum. Telja sumir sérfræðingar hættu á að þær muni leiða til þess að yfír- borð sjávar í heiminum hækki veru- lega og að mörg landsvæði lendi undir sjó. Skiptar skoðanir eru þó um hversu líklegt sé að samstaða náist um einhverjar marktækar að- gerðir á ráðstefnunni. Ráðstefnan í Berlín er haldin í beinu framhaldi af umhverfísráð- stefnunni í Ríó árið 1992. Þar skuld- bundu þátttökuríkin sig til að skera verulega niður útblástur lofttegunda á borð við koltvísýring. Er markmið- ið að árið 2000 verði útblásturinn orðin sambærilegur og hann var árið 1990. Olíkir hagsmunir Margir vonuðust til að á Berlínarr- áðstefnunni myndi nást samkomulag um enn frekari niðurskurð fram að aldamótum. Ríó hefði verið fyrsta skrefíð og nú yrði hægt að taka það næsta. Sú von virðist ekki ætla að ganga eftir. Flestum ríkjum hefur ekki tekist að standa við skuldbind- ingar sínar frá Ríó og margir eru komnir á þá skoðun að ekki sé raunhæft að ætla sér meira í Berlín en að ná samkomu- lagi um áframhaldandi viðræður fram að næstu stóru umhverfisráð- stefnunni, sem haldin verður árið 1997. Þýskaland er eitt þeirra ríkja, sem hvað mesta áherslu hafa lagt á að aðgerðir verði ákveðnar á ráðstefn- unni en jafnvel tjóðveijar hafa á undanförnum dögum gefíð í skyn að þeir muni sætta sig við að einungis verði samþykkt „samningsumboð" fram til ársins 1997. í því umboði yrðu þó ekki neinar tölur eða dag- setningar nefndar. Ríki heimsins eiga mjög mismun- andi hagsmuna að gæta í þessum efnum og ekki er heldur samstaða um hvernig túlka beri niðurstöður vísindalegra rannsókna. Hafa marg- ar misvísandi kenningar verið settar fram um það, hversu mikil hættan á „gróðurhúsaáhrifum" sé í raun og hversu brýnt sé að grípa til aðgerða. Bert Bolin, formaður nefndar Sam- einuðu þjóðanna um loftslagsbreyt- ingar, sagði í Berlín að jafnvel þó að tækist' að halda útblæstri innan þeirra marka, sem hann var árið 1990, myndi það samt sem áður þýða að hann væri helmingi meiri en hann var áður en iðnvæðing heimsins hófst. „Við get- um ekki ýtt málinu til hlið- ar vegna óvissunnar. Óvissan dregur ekki úr áhættunni heldur gerir það einungis erfiðara að benda á hana,“ sagði Bolin. Hann viðurkenndi að engin vissa lægi fyrir um áhrif útblásturs en sagðist þó telja líklegt að það væri aukið magn ákveðinna lofttegunda, sem ylli loftslagsbreytingum. „Við erum nú að kanna hversu mikil áhrif útblástursins eru,“ sagði Bolin og kvað allt eins líklegt að áhrifín væru meiri en talið hefði verið til þessa. Enginn vísindalegur grundvöllur? Samtök sem kalla sig Aiþjóðlega loftslagsbandalagið (Global Climate Coalition - GCC) og eru fulltrúar sjónarmiða bandarísks viðskiptalífs, telja hins vegar engan vísindalegan grundvöll fyrir staðhæfingum um að loftmen'gun af mannavöidum hafi leitt til hlýrra loftslags frá því fyrir iðnbyltinguna. í greinargerð, sem lögð var fram á ráðstefnunni, segja samtökin að allt of snemmt sé að leggja mat á gagnsemi þeirra aðgerða, sem sam- þykktar voru í Ríó. Það væri því frumhlaup, að mati GCC, ef sam- þykktar yrðu enn strangari aðgerðir áður en búið væri að meta vísindaleg og efnahagsleg áhrif þeirra fyrri. Ríó var málamiðlun Markmið Ríó-ráðstefn- unnar, sem margir segja nú að hafi verið óraunhæf, voru á sínum tíma málam- iðlun milli þessara mismun- andi sjónarmiða. Orðaiag lokaályktunarinnar var haft nægi- lega óskýrt og almennt til að allir gætu verið sáttir. Afstaða Bandaríkjastjórnar í þess- um málum vegur einna þyngst. Bandarískur olíu- og gasiðnaður er gífurlega öflugur auk þess sem hags- munir bifreiðaframleiðendanna í Detroit skipta bandaríska stjórn- málamenn miklu máli. Á sínum tíma var talið ólíklegt að George Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, myndi undirrita Ríó-sáttmálann. Þó að Bill Clinton og ekki síst varaforseti hans, A1 Gore, hafi sýnt umhverfismálum meiri áhuga þá ráða repúblikanar ferðinni á Bandaríkjaþingi. Afstaða Evrópusambandsins er flóknari enda takast þar á hagsmun- ir fimmtán mjög ólíkra ríkja. Til dæmis hafa Spánvetjar, Grikkir, Portúgalir og írar neitað að draga úr útblæstri þar sem þeir telja að slíkt myndi draga úr hagvexti. Norð- urlandbúum og ekki síst tjóðveijum er aftur á móti mikið í mun að ná árangri. Umhverfismál eru fyrirferðarmikil í þýskum stjórnmálum og að auki telja þeir sig bera mikla ábyrgð sem ráðstefnuhaldarar. Þróunarríkin klofin Ríki þriðja heimsins eru einnig klofin í afstöðunni. Mörg þeirra eru mjög háð olíuframleiðslu en önnur eru opnari fyrir aðgerðum en óttast þó áhrifín á efnahagsþróunina. Þetta á til dæmis við um Kína og Indland en fulltrúar þeirra Iýstu því yfir í Berlín að Kínveijar og Indveijar myndu leggjast gegn tilraunum til að herða regiur um útblástur. Olíuframleiðsluríki á borð við Baudi-Arabíu hafa einnig krafíst þess að allar ákvarðanir verði að vera samhljóða en þar með hefði hver þjóð í raun neitunarvald. Loks óttast mörg eyríki í Karíbahafi og Kyrrahafí að lenda undir sjó vegna loft- slagsbreytinga. Evrópusambandið hef- ur á síðustu dögum rætt við fulltrúa JUSCANZ-hópsins svó- kallaða en í honum eru Japan, Bandaríkin, Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland. Þessi ríki eru meðal þeirra sem hafa mestan útblástur óæskilegra lofttegunda, miðað við höfðatöiu. Er markmið viðræðnanná að reyna að finna einhveija niður- stöðu, sem jafnt fulltrúar þriðja heimsins sem iðnríkjanna geta sætt sig við. Hver hin sameiginlega niðurstaða verður að lokum kemur væntanlega ekki í ljós fyrr en á síðustu dögum ráðstefnunnar er stjórnmálamenn taka við af embættismönnum. Það er þó hæpið að útkoman verði róttæk. Barátta um 5. og 6. þingsætið Núverandi þingmenn vilja sitja Óvissan dreg- ur ekki úr áhættunni Orðalag var haft nægilega óskýrt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.