Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 41 AÐSENDAR GREINAR Hvaða bóndi mundi slátra öllum sínum bú- stofni rétt fyrir burð? SÍÐAN ég byijaði að skrifa greinar um betri nýtingu sjávar- fangs, aukningu á vannýttum fiskistofn- um og betri umgengni um fiskimið okkar, eru orðin allmörg ár. Þá var ekki farið að veiða loðnu nema í beitu, karfinn var all- ur settur í bræðslu, aldrei var hirt grá- lúða, búri, háfur, tindabikkja, hörpu- skel, skötuselur, makríll og svo mætti lengi telja. Allar þessar fiskafurðir þykja nú herramannsmatur og eru seldar dýru verði. Mikið mega nú sjómenn og útgerðarmenn vera stoltir af viðbrögðum sínum vegna nýtingar þessara stofna, þó seint sé. Allir þeir fjölmörgu sem varað hafa við rányrkju og hirðuleysi um helstu auðlind þjóðarinnar sjá nú loks, ef til vill, uppskeru erfiðis síns. Þeir hafa hvatt til að hætt verði að henda fiski og úrgangi í hafið en að í staðinn verði allur afli hirtur sem um borð kemur. í síðustu grein minni varaði ég við öllum undanþágum, það ætti að hirða allt fiskmeti sem um borð kemur í fullvinnsluskipum, annað skapaði fordæmi. Því miður reynd- ist ég sannspár, nú hefur verið gefinn frestur fram yfir aldamót að fylgja eftir þeim lögum sem kváðu á um að skip ættu að koma að landi með allan afla. Nú geta menn hent eins og þeim sýnist fram að þeim tíma. Þegar við sjáum í fjölmiðlum fréttir hvaðanæva úr heiminum, að hent sé milljónum tonna af fiski og fiskafurðum og að stærstu fisk- veiðiþjóðir veraldar fari sem gull- grafarar um fiskimiðin, verða þjóðir sem byggja framtíð sína að mestu á fiskafurðum að spyrna við fæti. Þær verða að taka saman höndum, vernda þær sjávarafurðir sem í hafinu eru og nýta þær á skynsamlegan hátt, til dæmis hvali og seli. Við megum aldrei ganga svo nærri nokkurri tegund að út- rýming blasi við. íslendingar mega aldrei kasta frá sér umráðarétti sínum yfír fiskimiðunum. Dæmið frá Kanada sýnir okkur að Spánveijar, Portúgalir o.fl. skeyta því engu hvernig gengið er um hafið á meðan einhver branda er eftir, til þess eru vítin að varast þau. Þá kem ég að því meginmáli sem þessi grein átti að ijalla um en það er gegndarlaus rá- nyrkja okkar á hrygn- ingarþorski. Það vita allir sem til þekkja að netaveiði, trollveiði og snurvoð ætti fyrir löngu að vera bönnuð á hrygn- ingarslóðum og grunnslóðum. Það vita allir hvenær fiskurinn hrygnir, fái hann til þess frið yrði ekki löng bið þar til stofnamir Karl Ormsson réttu sig við aftur. Þessir banndagar um páskana eru ekki nægur tími, við höfum dæm- in frá Færeyjum, Kanada og Ey- ystrasalti (þó þar sé kannski að mestu mengun um að kenna). Við megum aldrei láta okkur detta það glapræði í hug, segir Karl Ormsson, að hleypa öðrum þjóðum í fískimið okkar. Algjör friðun við Færeyjar er að rétta við þorskstofninn þar aft- ur og tímabundin friðun við Vest- mannaeyjar hefur skilað ótrúleg- um árangri. Við verðum að leyfa veiði á flatfiski (kola) en það ætti að miða það leyfi við báta sem ekki eru stærri en 100-200 tonn. Ef við spyrnum ekki strax við fæti gætum við þurft að grípa til neyðarúrræða sem kæmu hart nið- ur á hagsmunaaðilum og þar með þjóðinni allri. Það ætti til dæmis að takmarka allar veiðar innan einnar sjómflu frá ystu annesjum allt í kringum landið eins og með- fylgjandi kort sýnir. Þar mætti aðeins veiða á línu og handfæri, rækju, humar, síld og loðnu auk þess flatfisk- og skelfiskveiðar. En flatfisk verður að veiða í troll enda kolinn hinn mesti ránfiskur á hrogn og smáseyði. Það er farið að tala um það af ábyrgum aðilum að útloka allar togveiðar innan 50-100 sjómílna, sérstaklega tog- ara. Sumir tala um 200 mílur, við skulum vona að með skynsemi þurfi ekki að grípa til svo rót- tækra aðgerða. Allir viðurkenna að togaraflotinn sé allt of stór og blabft -kjarni málvins! afkastamikill. Eitt er víst að offjár- festing í sjávarútvegi er bijálæði og ekki er séð fyrir endann á henni. Deila má um það hvort 200 sjómílurnar nægi til að vernda nytjastofna. Sá dagur kann að koma að allt hafið verði að vernda fyrir rányrkju, sá dagur er liðinn þegar sumir héldu að hafið væri ótakmörkuð auðlind. Það eru allmörg ár síðan Krist- ján heitinn (kenndur við Últíma) kom með sínar byltingarkenndu hugmynd um tímabundið fískveiði- bann. Betur væri að okkur hefði borið gæfa til að hlusta á hann en það var of seint þegar þorsk- og síldar- stofnamir höfðu hrunið. En nú er að snúast til varnar og bjarga því sem bjargað verður. Það mætti hugsa sér fimm ára friðaráætlun þar sem bátar allt að 300 tonnum fengju að veiða frá áðurnefndri línu og togarar aðeins utan 50 sjó- mílna. Hvaða vit er í því að leyfa rækjuveiðar á 600-700 tonna skip- um uppi í landsteinum? Ég veit að LÍNA dregin frá Reykjanesi í Öndverðarnes, Öndverðarnesi í Bjargtanga, Bjargtöngum i heimskautsbaug, heimskautsbaugi í Grímsey, Grímsey í Rifstanga, Rifstanga í Langanesfont, Langanesfonti í Glettinganes, Glettinganesi íHvalbak, Hvalbak í Ingólfshöfða, Ingólfshöfða í Kötlutanga, Kötlutanga í Surts- ey, Surtsey í Reykjanes. fískimið veraldar. Kannski kemur sá tími að við getum sagt við aðrar þjóðir: „Þið fáið ekki físk af ísland- smiðum nema að borga vel fýrir hann.“ Ómengaður fískur er og verður ein dýrmætasta og hollasta fæða sem völ er á. Við megum aldrei láta okkur detta það glap- ræði í hug að hleypa öðrum þjóðum inn á fiskimið okkar. Höfundur er áhugamaður um fiskveiðar. margur telur þetta hina mestu fírru en við getum þá séð á eftir síðasta þorskinum eins og Færeyingar og Kanadamenn. Þjóðin verður að horfa til fullvinnslu allra sjávaraf- urða og skapa með því þá mestu verðmætasköpun sem mögulegt er. Hættum að nota gullgrafaraað- ferðina eins og EB-löndin, hættum að rífast um auðlindaskatt og hætt- um að telja fískifræðinga óþarfa svo eitthvað sé nefnt. Við eigum ennþá auðugustu og ómenguðustu . .- v * ' Morgunverðarfundur Miðvikudaginn 5. apríl 1995 Skáli, Hótel Sögu frá kl. 8.00 til 9.30 Pólitísk markaðssetning - hvaða flokkur stendur sig best? Félag viðskipta- og hagfræðinga boöar til fundar um pólitíska markaðssetningu. Efni fundarins verður meðal annars: ■ Hversu mikilvæg er pólitísk markaðssetning? ■ Hvaða lærdóm má draga af yfirstandandi kosningabaráttu? ■ Eru stjórnmálaflokkar að markaðssetja stefnu sína eða einstaka frambjóðendur? ■ Eru aðferðir flokkanna úreltar? ■ Er kosningabaráttan háð eftir erlendri fyrirmynd? ■ Hvernig er pólitísk markaðssetning í Bretlandi og Bandaríkjunum? ■ Ljósvakaauglýsingar, blaðaauglýsingar eða dreifírit, hver er áhrifaríkasti miðillinn? ■ Hafa fjölmiðlar úrslitaáhrif á val flokka á frambjóðendum? Framsögumenn verða: Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill. Magnús Kristjánsson, markaðsstj. Stöðvar 2. Fundarstjóri: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, dósent við HÍ. Gunnar Steinn Pálsson Magnús Kristjánsson Sigríöur Dúna Kristmundsdóttir FELAG VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐINGA Opinn fundur - allir velkomnir M— í tilefni af 300ustu Raynor hurðinni uppsettri á íslandi VERKVER * LJ bjóða Raynor og Verkver nú 15% afslátt af öllum bílskúrshurðum pöntuðum fyrir 28. apríl VerSdaémi: Fulningahurð 213 x 244 cm kr. 55.665 fm. InnifaliS í verSi eru brautir og þéttilistar. _____yý, BYGGINGAVÖRUR 1 Siðumúla 27, 108 Reykjavik i -BT 581 1544 • Fax S8U 545
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.