Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
VIGDIS
REYKDAL
.. i
+ Vigdís Reykdal,
alltaf kölluð
Stella, fæddist í
Reykjavík 19. mars
1911. Hún lést á
Borgarspítalanum
27. mars síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Fann-
ey Valdimarsdóttir
frá Melgerði í Eyja-
firði, f. 1875, d.
1969, og Jón
Reykdal húsamál-
ari, úr Flókadal í
Borgarfirði, f.
1865, d. 1921. Bróð-
ir Stellu er Kristján J. Reykd-
al, f. 19. mars 1910. Árið 1935
giftist Stella Einari Sveinssyni,
húsameistara Reykjavíkur, f.
1906, d. 1973.
Útför Stellu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, og hefst
athöfnin kl. 15.00
FYRSTA minning mín um Stellu
föðursystur mína er bónlyktin í
stigaganginum á Bergþórugötu 55
og svo vindlalykt Einars þegar inn
var komið. Pabbi fór með okkur
bræðuma reglulega í sunnudags-
heimsókn að heilsa upp á ömmu,
Stellu og Einar. Þama sat maður í
góðu yfirlæti og hlustaði á umræður
um menn og málefni liðinnar viku,
og þegar heim var haldið var stung-
ið að manni vasapening fyrir bíó eða
öðm.
Stella og Einar voru bamlaus, en
samrýndari, örlátari og bamelskari
hjón get ég vart ímyndað mér. Þau
voru vakin og sofin yfir velferð okk-
ar systkinanna og fylgdust grannt
með því hvemig námið gengi.
Einar var mjög umdeildur á þess-
um ámm eins og algengt er með
góða Iistamenn, en síðustu ár hefur
á ný verið að vakna áhugi á verkum
hans. Þessa sér m.a. stað með sýn-
ingu á Kjarvalsstöðum næstkom-
andi haust. Vitneskjan um þennan
áhuga gladdi Stellu, sem sámaði
oft hér áður fyrr sú gagnrýni sem
Einar fékk. Starf Einars mótaði
mjög viðhorf Stellu, hún var ótrú-
lega glögg á að „lesa“ hús og fylgd-
ist vel með arkitektúr og þeim breyt-
ingum sem borgin tók. Yndi hennar
var að aka um borgina og skoða
hús í nýjum hverfum og iðulega
enduðu þessir bíltúrar í gamla bæn-
um þar sem Stella var á heimavelli.
Hún vissi hver hafði teiknað hvaða
hús og hveijir í þeim bjuggu.
Nokkrum ámm eftir lát Einars
losnaði íbúð í húsinu hjá Stellu sem
hún bauð mér til leigu. Það varð
úr að svili minn, Þórður Hall, og
ég komum okkur upp grafíkvinnu-
stofu ásamt spúsum okkar, sem
settu á fót tauþrykksverkstæði. Var
þá líf og fjör í húsinu, bömin okkar
stundum í heimsókn eða athvarfí
hjá Stellu eftir tónlistartíma eða
skólasund. Að nokkrum árum liðn-
um vorum við Þórður einir um hit-
una á Bergþórugötunni, Jóhanna
og Þorbjörg hættar í tauþrykkinu
og famar að sinna öðmm listgrein-
um. Þá höfðum við Þórður meira
svigrúm og bónlyktin hennar Stellu
varð iðulega að lúta í lægra haldi
fyrir menguninni sem grafíkin olli.
Undraðist ég oft umburðarlyndi
Stellu, því oft var róðaríið hjá okkur
meira en snyrtimennska hennar átti
að venjast.
Með ámnum jukust þrengslin í
kjölfar aukinna umsvifa og dag einn
losnaði efsta hæðin hjá Stellu sem
hún bauð mér til leigu. Þar hreiðr-
aði ég einnig um mig og málaði af
krafti. Lyktin frá olíulitunum bland-
-aðist nú ágætlega bónlyktinni, en
rykið frá pastellitunum barst eins
og Hekluaska niður alla stiga og fór
ekki fram hjá fránum augum Stellu
sem alltaf var að þurrka af, enda
glömpuðu látúnsskinnumar á tré-
stiganum og vöktu athygli gesta.
Nú verður ekki meira um daglegt
morgunspjall í eldhúsinu hjá Stellu,
en við áttum saman
ógleymanlegar stundir
við eldhúsborðið þar
sem hún bauð upp á
kaffí og randalínu,
pönnukökur eða klatta.
Stellu er sárt sakn-
að.
Jón Reykdal.
Uppáhalds frænka
mín hún Stella er látin.
Skrýtið að hugsa til
þess að nú þegar maður
kemur á Bergþórugöt-
una er engin Stella þar
tilbúin með ilmandi kaffihlaðborð, í
fínum kjól með fallegt skart. Hve-
nær sem ég kom óvænt eða boðin
tók hún alltaf á móti mér með bros
á vör, vonandi þess að ég hefði nú
einhverja „kjaftasögu“ að segja
henni.
Ég átti oft leið hjá Bergþórugöt-
unni því pabbi og mamma voru
bæði með vinnustofur í húsinu henn-
ar og heilu og hálfu dagana fékk
ég að vera með Stellu. Hún kenndi
mér að spila á spil og gaf mér köku
og gos, lumaði hún svo oft á nammi
í skálinni inni í stofu.
Þegar ég varð átta ára byrjaði
ég að læra á píanó. Fékk ég þá til
að byija með að æfa mig á píanóið
hennar Stellu og naut þar einnig
góðrar tilsagnar í leiðinni, því Stella
spilaði sjálf á píanó.
Alltaf var hægt að reiða sig á
Stellu. Hún var fastur punktur í til-
veru okkar allra og ekki hægt að
hugsa sér að hún væri nokkurs stað-
ar annars staðar en á Bergþórugöt-
unni. Það eina sem ég hugsaði um
var hversu heppin ég væri að eiga
þijár ömmur. Stella frænka var svo
sannarlega eins og amma. Hún var
alltaf tilbúin til að hlusta og hafði
mikinn áhuga á því sem maður var
að gera og fylgdist vel með vinahóp
mínum. Þá kom það oft upp úr dúrn-
um að hún þekkti til einhverra
skyldmenna þeirra og mynduðust
þá ný umræðuefni, fannst mér alveg
ótrúlegt hvað hún vissi mikið um
ættfræði.
Svo liðu árin og hver jólin á fæt-
ur öðrum kom Stella til okkar í
hátíðarskapi hlaðin gjöfum, hrifin
af okkur Nönnu systur í fínu jóla-
kjólunum okkar, alltaf fannst henni
við jafn „lekkerar“. Á páskunum
vakti koma Stellu ekki síður lukkku,
þegar hún kom með sitthvort stórt
páskaeggið handa okkur Nönnu.
Ég var sautján ára þegar ég
kynntist Snorra kærasta mínum
sem Stellu þótti mjög gaman að
kynnast. Með þeim skapaðist góð
vinátta og varð Stella mjög lukkuleg
þegar hún frétti að Snorri stefndi á
það að verða Iæknir. Stellu fannst
Snorri „gæi“ og Snorra fannst Stelia
„mikil dama og fín frú“ sem hún
og var. Lýsir það henni vel þegar
Snorri fór að sækja hana til ein-
hvers, þá bað hún hann vinsamleg-
ast um að koma frekar á rauða bíln-
um en jeppanum, svoleiðis farartæki
voru ekki að hennar skapi. Maður
fann það að Stella naut þess að sjá
okkur og svo sannarlega var það
gagnkvæmt. Hún hafði ánægju af
umhverfi sínu og fylgdist vel með
nýjungum. Ég gleymi aldrei þeirri
stund sem við Hlín systir áttum með
Stellu nú í haust, þegar við fórum
þijár saman og keyptum pizzu.
Keyrðum með þær heim og borðuð-
um af fína matarstellinu hennar.
Stella talaði einnig um það þegar
hún lá hress á spítalanum að hún
hlakkaði til þess að fá að smakka
pasta hjá mér og Snorra þegar hún
kæmi heim. Stella bauð okkur Snor-
ra nefnilega að leigja hjá sér mið-
hæðina þar sem vinnustofan hans
pabba var áður. Hlökkuðum við
mikið til þess að fá að búa með
Stellu og njóta enn fleiri samveru-
stunda með henni. Talaði hún einnig
mikið um það þegar við komum í
heimsókn til hennar á spítalann
hversu ánægð hún væri með það að
við þijú myndum búa saman í húsinu
hennar og hlakkaði hún mikið til að
koma heim og sjá „modeme" íbúðina
okkar.
Nú verður tómlegt á Bergþóra-
götunni en minningin um yndislega
lífsglaða konu mun aldrei hverfa
úr huga mér.
Blessuð sé minning Stellu
frænku.
Hadda Fjóla Reykdal.
„Ég sá hann Jón með stelpu á
Laugaveginum.“ Ekki leið á löngu
þar til ég var komin í heimsókn til
Stellu. Ég var kornung, 17 ára.
Þetta var árið 1964. Mér var strax
tekið opnum örmum, Einar sann-
kallaður herramaður, tók kápu af
stelpunni og dró fram stól og lífleg-
ar samræður hófust um listir, arki-
tektúr og daglegt líf. Ég var tekin
fullgild inn í samræðumar og hlust-
að var með áhuga á ungar skoðanir.
Stella og Einar vora alveg ein-
stök, miklir fagurkerar, heimilið
prýtt fögrum listaverkum og hús-
gögnum sem Einar hafði annað-
hvort teiknað sjálfur eða þau valið
af kostgæfni. Eftir Myndlista- og
handíðaskólann fóram við Jón í
framhaldsnám til Amsterdam 1968
og síðan til Stokkhólms. Þangað
fengum við send yndisleg bréf frá
Stellu, sem oft fylgdi glaðningur og
orð um að gera eitthvað skemmti-
legt, fara út að borða eða kaupa
eitthvað fallegt.
Þegar Nanna fæddist 1971, elsta
dóttir okkar Jóns, úti í Stokk-
hólmi, var Stella óþreyjufull að fá
að sjá barnið og dugðu varla mynd-
irnar sem við sendum henni. Við
komum heim 1972 með Nönnu og
var mikil gleði í lofti, Einar brá á
leik við barnið og með gula bangs-
ann sem Stella hafði keypt fyrir
löngu og geymt handa Nönnu. Éin-
ar lést 1973 fyrir aldur fram og
þá kom sér vel hvað Stella átti
margar vinkonur, ekki færri en
fjórtán og hafði vináttan við marg-
ar þeirra myndast þegar í bernsku.
Píanóið var henni einnig huggun,
en Stella spilaði á píanó sem hún
hafði keypt með afborgunum sem
ung stúlka í vinnu hjá Sjóvá. Það
leið ekki svo dagur að hún spilaði
ekki á píanóið. Einnig sótti hún
reglulega tónleika Sinfóníunnar og
hjá Tónlistarfélaginu um langt ára-
biL
Hadda fæddist 1974 og Stella tók
vitaskuld þátt í gleðinni. Árið 1977
fluttum við á Bergþóragötuna með
vinnustofu ásamt systur minni Þor-
björgu og Þórði mági mínum. Þá
var mikið fjör. Nanna, Hadda og
Sölvi, sonur Þorbjargar og Þórðar,
vora í ferðum upp og niður stigann
til Stellu og Sölvi hélt að það væri
afmæli á hveijum degi, því þannig
voru veitingamar. Stella hló og naut
hverrar stundar. Það var yndislegt
að setjast í kaffi og létt spjall hjá
Stellu. Hún vildi fréttir og fylgdist
vel með því sem var að gerast í list-
um og öðra og var algjör fróðleiks-
brannur um gamla tíma. Stella var
glettin, lífsglöð og aldurslaus. Stelp-
umar okkar Jóns stækkuðu og luku
prófum, eignuðust kærasta og að
sjálfsögðu tók Stella þátt í öllu. Jón
var mættur á vinnustofuna eld-
snemma á hveijum morgni og vann
fram á kvöld og fannst Stellu gott
að hafa hann í húsinu. Hlín, yngsta
dóttir okkar Jóns, var einnig dagleg-
ur gestur hjá Stellu og veisla upp
á hvern dag sem endranær. Þegar
Hlín var á leikskólanum Barónsborg
var Stella í ferðum að athuga hvort
hún væri ekki örugglega vel búin
og krakkamir góðir við hana og
þegar Hlín byijaði í skólasundi í
Sundhöllinni fór hún til Stellu á eft-
ir þar sem þær spi'.uðu saman á
píanóið og tóku í spil. Myndaðist
með þeim mikill vinskapur. Stella
hafði tíma og gaf sér tíma. Hún bar
umhyggju fyrir öllu sinu fólki og
ekki síst „Kidda bróður", tengdaföð-
ur mínum, sem kom í morgunkaffí
til hennar á hveijum sunnudegi í
50_ár.
í undirbúningi er sýning á ævi-
starfí Einars á Kjarvalsstöðum í
nóvember nk. Stella bar mikla um-
hyggju fyrir starfí Einars og var
bæði kvíðin og ánægð með þessa
framkvæmd og er sárt til þess að
vita að hún fær ekki að sjá þessa
sýningu.
Fyrir okkur var Stella ekki öldr-
uð, þetta með aldurinn er svo af-
stætt. Hún var alltaf hraust og ung
í anda. Það skipti ekki máli á hvaða
aldri gestir Stellu voru, allir fengu
sömu lifandi athyglina.
Eftir jólin varð Stella skyndilega
lasin, sagðist vera með flensu, þetta
myndi lagast. En það fór öðruvísi,
Stella þurfti að fara á spítala og
það eiginlega í fyrsta skipti á
ævinni. Hún hafði reyndar sem ung
kona farið á spítala í Stokkhólmi,
vegna heyrnarinnar, en það var
allt og sumt. Á Borgarspítalanum
gekk allt vel framan af og við undir-
bjuggum heimkomu Stellu. Hadda
og Snorri ætluðu að búa í húsinu
hjá henni og hugsa um hana með
okkur, og Jón að halda áfram að
mála og koma í morgunkaffi. Allt
átti að vera sem áður. En nú er
hún farin og allt svo tómlegt. Eitt
er þó víst, að við eigum dásamlegar
minningar um örláta og lífsglaða
konu sem við hefðum viljað hafa
miklu lengur hjá okkur, ef við hefð-
um mátt ráða.
Blessuð sé minning hennar.
Jóhanna Þórðardóttir.
Það er komið að kveðjustund og
mér, þessari annars málglöðu konu,
vefst tunga um tönn. Stella frænka
var svo stór hluti af lífi mínu og
mér finnst ég hafa misst svo mikið.
Þó hún væri orðin 84 ára fannst
mér hún svo ung enda var hún allt-
af heilsuhraust, hress og glöð. Stella
var mikið meira en afasystir mín,
hún var kær vinkona og afar
skemmtilegur félagsskapur. Það
slettist reyndar stundum upp á vin-
skapinn en við „settluðum" það allt-
af eins og Stella sagði. Krytur okk-
ar spunnust yfírleitt út frá mismun-
andi afstöðu okkar til kynjanna, en
mér fannst Stella gera of miklar
kröfur til kvenna og of litlar til
karla. Hún var trú þeirri sannfær-
ingu sinni að „en datter er en datt-
er hele sit liv, men en sön er en sön
til han for sig et viv“. Þetta viðhorf
hennar - sem er allt of útbreitt -
særði réttlætiskennd mína og hefur
líklega átt sinn þátt í því að gera
mig að þeirri kvenréttindakonu sem
ég er í dag. Systur mínar skildu
aldrei hvemig ég nennti að ræða
þessi mál við Stellu, en þessi skoð-
anaskipti vora aðeins einn flötur á
fjölbreyttu sambandi okkar. Við
töluðum um alla heima og geima.
Um ástina, barnleysi, bameignir,
vináttuna, hjónabandið, vinnuna,
stjómmál, fjölskylduna - lífíð í öll-
um sínum margbreytileika.
Samband okkar systra við Stellu
var einkar náið. Líklega nánara en
gerist og gengur. Eftir að Einar dó
bað mamma okkur um að vera dug-
legar að heimsækja hana. Það var
auðsótt mál. Þann vetur var öll fjöl-
skyldan í Reykjavík því pabbi var í
ársleyfí frá læknishéraði sínu. Þau
mamma og Ástríður Vigdís fóra
aftur til Víkur um vorið en við Krist-
ín héldum áfram námi okkar í
Reykjavík. Við bjuggum í næsta
nágrenni við Stellu. Eg var fjórtán
ára, Kristín sautján. Stella var iðin
að bjóða okkur í mat og ófá kvöldin
sátum við og horfðum á sjónvarpið
með henni. Þann vetur breyttist hún
úr gjafmildri frænku sem sendi fal-
legustu jóla- og afmælispakkana og
stærstu páskaeggin í kæra vinkonu.
Ógleymanlegar eru gönguferðir
okkar um miðbæinn sem hún gjör-
þekkti. Ég drakk í mig frásagnir
af bemskubrekum þeirra vinkvenn-
anna og tilhugalífi þeirra Einars.
Sú saga Reykjavíkur sem Stella
nærði mig á vakti áhuga minn á
sögu og safnfræði sem hefur fylgt
mér æ síðan. Ég spurði margs og
hafði skoðanir á öllu. Mér fannst
mamma hennar hafa gert upp á
milli þeirra systkina, mér virtist hún
hafa dýrkað Kidda en fundist allt
sjálfsagt sem Stella gerði fyrir hana.
Þegar ég viðraði þessar- skoðanir
mínar blés Stella á þær og sagði
að tíðarandinn hefði breyst. Henni
fannst sjálfsagt að móðirin flytti til
sín eftir giftingu og taldi það ekki
eftir sér að hugsa um hana eftir
að hún lagðist í rúmið. Langamma
lést í hárri elli árið 1969. Einar lést
þremur árum síðar. Seinna fannst
mér það synd hve fá ár þau áttu
aðeins tvö saman. Þeim Einari varð
ekki barna auðið en aldrei heyrði
ég á henni að hún syrgði bamleys-
ið. Stella elskaði bróðurbömin sem
sín eigin og við bömin þeirra skipuð-
um stórt rúm í lífi hennar. Dætur
vinkvenna hennar áttu einnig sinn
sess þar. Mér fannst líf hennar ham-
ingjuríkt og lífsstíllinn eftirsóknar-
verður. Hún átti fjölmargar og góð-
ar vinkonur sem hún eyddi dijúgum
tíma með. Hún sótti tónleika, las
mikið og var listunnandi. Margar
vinkonur mínar sem heimsóttu hana
með mér höfðu orð á því hve smekk-
legt heimili hennar var og hve fal-
lega hún dekkaði borð. Umgjörð
hverrar máltíðar var sem lítið lista-
verk.
Við Ástríður og Hafliði fóram í
kaffí til hennar daginn eftir að
mamma dó. Hún var hálf slöpp,
búin að vera með flensu frá áramót-
um, en sagðist vonast til að geta
fylgt mömmu. Fljótlega eftir jarðar-
förina fór hún á sjúkrahús og átti
ekki afturkvæmt. Þetta hefur verið
erfíður vetur. Ég hafði hlakkað svo
mikið til sumarsins og okkar árlegu
ferðar í Heiðmörk. Við hlökkuðum
báðar til að sitja í garðinum hennar
og horfa á Vigdísi litlu spóka sig á
teppi. En samverastundirnar á
Bergþóragötunni verða ekki fleiri
og mér er ljúft og skylt að þakka
fyrir mig.
Ragnhildur Vigfúsdóttir.
Ég hafði ekki þekkt Ragnhildi
sambýliskonu mína lengi, þegar ég
fór að taka eftir þvi að á eftir
ýmsum skemmtilegum athuga-
semdum fylgdi einatt: „Eins og
Stella frænka segir." í blábyijun
sambandsins, í algleymi tilhugalífs-
ins, hringdi síminn. Ragnhildur
svaraði og þegar leið á símtalið
sagði hún: „Ég er komin með kær-
asta,“ síðan setti hún upp stríðnis-
glott og segir: „Hann er síðhærður
stórreykingamaður" og réttir um
leið tólið í áttina til mín og ég heyri
að á hinum enda línunnar er hrópað
upp yfir sig: „Guð! en hvað það er
eitthvað óspennandi!" Það verður
að segjast eins og er, að ég kunni
spúsu minni litlar þakkir fyrir
mannlýsinguna.
Stella frænka var ekki þeirrar
gerðar að hún héldi lengi í fordóma
sína og okkur varð undra fljótt vel
til vina. Enda þótt hún hlypi upp
um háls mér og kyssti mig þegar
ég lét stytta hárið — henni var al-
veg sama þegar ég hætti að reykja
— er mér til efs að nokkur breyting
hefði orðið á vinskap okkarþótt það
hefði vaxið niður á hæla. Eg gerði
mér fljótt grein fyrir því sérstaka
vinkvennasambandi sem var á milli
Ragnhildar og systra hennar við
afasystur sína. Engu var líkara
stundum en Stella væri elsta systir-
in enda þótt hálf öld væri í þá næstu.
Sunnudagsheimsóknir til Stellu
vora fastur liður í lífí okkar Ragn-
hildar, þar sem við átum okkur til
óbóta af Vínartertu og pönnukökum
og fluttum fréttir af mönnum og
málefnum. Maður var ekki fyrr
kominn inn úr dyrunum en hún
sagði: „Segið mér einhveijar kjafta-
sögur.“ Ég lærði fljótt að kjaftasög-
ur merktu fréttir af því sem var
efst á baugi hveiju sinni, en ekki
illt umtal. Stella var í eðli sínu sam-
kvæmisljón og hafði ríkan hæfileika
til að njóta atburða í frásögnum
annarra. Hún hafði næmt auga og
þroskaðan smekk og heimilið var
glæsilegt monúment þeirrar stefnu
í húsagerðarlist sem nefnd er fúnk-
sjónalismi. Smekk sinn hafði hún
þroskað í hjónabandi við Einar
Sveinsson húsameistara Reykjavík-
ur og í munni hennar þýddi það að
eitthvað væri moj, að það væri stílla-
ust tildur og pijál. Það var gaman
og fróðlegt að fara með henni í bílt-
úr um borgina og ekki síður um
nýrri hverfí borgarinnar sem hún
skoðaði af mikilli athygli.
í Stellu birtist stundum sérkenni-
leg blanda íhaldssemi og nýjunga-
girni. Eitt sinn þegar við Ragnhildur
gættum systrabarna hennar í Graf-