Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI (. i ?: * Afkoma Utgerðarfélags Akureyringa batnar verulega Hagnnður nnin 155 milljónum króna REKSTUR Utgerðarfélags Akur- eyringa skilaði 155,3 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, sem er 5,2% af tekjum. Þetta er umtals- vert betri afkoma en árið árið en þá varð 112 milljón króna hagnað- ur af rekstri félagsins. Gunnar Ragnars framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyringa sagði að afkoman væri mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, því í áætlunum hefði verið gert ráð fyr- ir lægri veltu og minni hagnaði. Það væri því ekki hægt að segja annað en menn væru sáttir við niðurstöðuna. Hann sagði ýmsar skýringar á betri afkomu fyrirtækisins en ráð var fyrir gert. Ein væru sú að sölu- kostnaður hefði verið minni er áætlanir gerðu ráð fyrir, þegar uppgjör við Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna lá fyrir hafi komið í ljós að afurðir fyrirtækisins voru seldar á betra verði en menn bjugg- ust við og endurgreiðsla frá SH því hærri. Þá tók ÚA við rekstri frystihúss Kaldbaks á Grenivík á liðnu ári og jókst veltan því umtals- Tekjuaukning 9% fram úr áætlun- um ársins vert. „í sumum tilvikum hefur kostnaður við reksturinn verið minni en við áætluðum, þannig að heilt yfir er afkoman betri en við gerðum ráð fyrir,“ sagði Gunnar Ragnars. Mun meiri velta en búist var við Heildarvelta fyrirtækisins var 3,750 milljónir króna en að frá- dregnum afla til eigin vinnslu voru heildartekjur röskir 3 milljarðar króna, 2,3% aukning frá fyrra ári og 9% meira en áætlanir ársins gerðu ráð fyrir. Rekstrargjöld voru 2.395 millj- ónir og hækkuðu um 5,8% milli ára. Vergur hagnaðu nam því 611 milljónum eða rúmum 20% af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri var 407 milljónir króna. Heildareignir félagsins voru í 77/ hluthafa í Lyfjaverslun íslands hf. Eftir sölu ríkisins á Lyfjaverslun íslands hf. er mikilvægt að hluthafar nái samstarfi um sameiginlega hagsmuni sína. Markmið og leiðir að því gætu verið eftirfarandi: ★ Hámarka verðgildi hlutafjár til lengri tíma og tryggja heilbrigðan rekstur félagsins. * Reka arðvænlegt fyrirtæki í framleiðslu og sölu lyfja og á öðrum tengdum sviðum. Stefnumótun og framtíðarsýn: (Við breyttar aðstæður þarf að marka fyrirtækinu skýra stefnu sem m.a. tekur til eftirfarandi:) ★ Framleiðsla lyfja og innflutningur, sala þeirra innanlands og erlendis. ★ Markviss vöruþróun, sem byggir á öguðum vinnubrögðum og bestu tækni- og markaðsupplýsingum hverju sinni. ★ Skipuleg sala og þjónusta við lyfjabúðir með sérstöku tilliti til nýrra laga um lyfsölu, sem taka gildi seinna á árinu. * Hugsanlegur innflutningur sérlyfja frá nýjum rnarkaðssvæðum („samhliða innflutningur'j. * Sókn á nýja markaði Laustur Evrópu og á evrópska efnahagssvæðinu. * Standa vörð um sjálfstæði félagsins og hindra að samkeppnisaðilar, aðrir lyfjaframleiðendur eða lyfjainnflytjendur, komist til áhrifa í því. Við, sem birtum þessa auglýsingu, erum aðeins örfáir einstaklingar sem keyptum hver um sig lágmarkshlut í Lyfjaversluninni þegar hlutabréf ríkisins voru seld. Við tengjumst ekki á nokkurn hátt fyrirtækjum, félögum eða samtökum, sem líkleg eru til að vilja komast til áhrifa í Lyfjaversluninni. Þeir hluthafar, sem telja sig eiga samleið með okkur um ofangreind markmið og leiðir að þeim, eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 562 8860 milli kl. 10-12 næstu daga. ...blabib - kjarni málsins! Sjábu hlutina í víbara samhengi! árslok rúmir 5 milljarðar króna og nemur hækkunin rúmum milljarði, en ÚA eignaðist á síðasta ári full- kominn frystitogara, Svalbak og var ráðist í endurbætur á öðrum skipum félagsins. Heildarskuldir voru röskir 3 milljarðar, en að frá töldum veltufjármunum voru nettóskuldir tæplega 1,9 milljarð- ar. Eigið fé í árslok var um 2 millj- arðar og jókst um 131 milljón milli ára. Eiginfjárhlutfallið var 39%. 10% arður Aðalfundur ÚA fyrir árið 1994 verður haldinn í matsal félagsins mánudaginn 24. apríl kl. 16.00. Stjórn félagsins gerir að tillögu sinni að geiddur verði 10% arður vegna ársins og að hlutafé verði aukið um 20% með útgáfu jöfnun- arhlutabréfa. mest seldu fólks- bflategundirnar Br frá fyrstu 3 mánuðina (yrra an 1995 pí^ihí o/o 0/o Fjöldj 1. Toyota 261 19,5 -15,3 2. Nissan 210 15,7 +17,3 3. Volkswaqen 183 13,7 +83,0 4. Hvundai 141 10,5 +2,9 5. Subaru 90 6,7 +800,0 6. Opei 83 6,2 +654,5 7. Mitsubishi 67 5,0 -23,9 8. Renault 51 3,8 +27,5 9. Volvo 43 3,2 -4,4 10. Lada 37 2,8 +5,7 Aðrar teg. 173' 12,9 -30,0 Samtals 1.339 100,0 +11,6 Bifreiðainnflutningur 1 339 í janúar, febrúar og mars 1994 og 1995 1.200 - FÓLKSBÍLAR, nýir VÓRU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BÍLAR, nýir 120 I 111 1995 1994 1995 1994 NÝSKRÁNINGUM fólksbíla fjölgaði um 38% í mars sl. samanborið við mars 1994 eða í 632 úr 457. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs fjölgaði nýskráningum um 12%. Þannig hafa það sem af er árinu verið fluttir 1.339 nýir fólksbílar til landsins samanborið við 1.200 fyrstu þrjá mánuði ársins 1994. Toyota er söluhæsta bílategundin með markaðshlutdeild upp á 19,5%. Sala þeirra hefur þó dregist saman um 15% á þessu ári miðað við fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá var Toyota með 25% markaðshlutdeild. Það er athyglisvert að skoða mikla söluaukningu hjá Subaru og Opel á milli ára. Þannig fjölgaði nýskráningum hjá Subaru úr 10 í 90 eða um 800% og hjá Opel úr 11 í 83 eða um 655%. Þá voru nýskráðir 183 fólksbilar hjá Volkswagen samanborið við 100 á sama tíma í fyrra. Aukningin nemur 83%. Þróunarfélagið og Draupnissjóður Viðræður um samruna félaganna á lokastigi VONIR standa til að viðræður um kaup Þróunarfélags íslands hf. á hluta af eign Iðnþróunarsjóðs og Iðnlánasjóðs í fjárfestingarfyrir- tækinu Draupnissjóðnum hf. verði leiddar til lykta á næstu dögum. Stjórn Þróunarfélagsins átti frum- kvæðið að þessum viðræðum á síð- astliðnu ári með samrekstur eða samruna félaganna í huga og hafa aðilar skip'st á tilboðum frá því í janúar. Er fyrst og fremst horft til þess að stækka efnahagsreikning Þróunarfélagsins til að kostnaður sem hlutfall af eignum verði hófleg- ur og auka fjölbreytni í eignasam- setningu félagsins. Þetta kom fram í ræðu Þorgeirs Eyjólfssonar, stjómarformanns, á aðalfundi fé- lagsins í gær. Þróunarfélagið hefur það að markmiði að fjárfesta beint í at- vinnulífinu. Á síðasta ári voru keypt hlutabréf í 11 hlutafélögum fyrir samtals 80 milljónir en seld bréf í 6 hlutafélögum fyrir 67 milljónir. Þetta eru verulega meiri umsvif en árið 1993 þegar bréf voru keypt fyrir 19 milljónir en seld fyrir 33 milljónir, að því er fram kom hjá Hreini Jakobssyni, framkvæmda- stjóra. Þannig keypti félagið bréf í SR-mjöli, Islensku-frönsku hf., Tæknivali, Sól hf., Vestfirskum skelfíski, Flugleiðum, íslands- banka, Granda, SÍF og Eimskip. Afkoma félagsins í fyrra var sú besta frá upphafi og nam hagnaður um 14 milljónum króna samanborið við tæplega 10 milljóna tap árið áður. Þar skiptir höfuðmáli að fram- lag í afskriftarreikning útlána lækkaði úr um 41 milljón í um 14 milljónir. Eigið fé félagsins var alls 600 milljónir í árslok og eiginfjár- hlutfall um 78%. Til samanburðar má nefna að eigið fé Draupnissjóðs- ins nam í árslok alls um 727 milljón- um. Fjárfesting í ferðaþjónustu Fram kom í máli Þorgeirs að oft hefðu komið upp hugmyndir um hugsanlega þátttöku félagsins í ferðaþjónustu. Þannig hefði Þróun- arfélagið tekið þátt í uppbyggingu hótelaðstöðu á Kirkjubæjarklaustri en arðsemi þeirrar fjárfestingar verið lítil. Ekkert varð síðan úr hugmyndum um að kaupa Hótel Holiday Inn. Auk Þorgeirs voru kjörnir í stjórn þeir Þórarinn V. Þórarinsson, Brynjólfur Bjarnason, Sólon R. Sig- urðsson og Eyjólfur Sveinsson, Eyj- ólfur er nýr í stjórninni og kemur í stað Páls Kr. Pálssonar, sem gaf ekki kost á sér. Bókhaldsnám, 72 klst. fMarkmiðið er að verða fær um að starfa sjálfstætt og annast bókhaldið allt árið. Byrjendum og óvönum bókhaldi gefst kostur á grunnnámskeiði. Námið felur m.a. í sér: • Dagbókarfærslur og uppgjör í mánaðarlok. • Launabókhald, gerð launaseðla og þeir bæði hand- og tölvuunnir. Gengið er frá skilagreinum m.a. um staðgeiðslu og tryggingargjald. • Útreikning skuldabréfa og tilheyrandi færslur. • Lög og reglur um bókhald og virðisauka, gerð virðisaukaskýrslna. • Afstemmingar. • Merking fylgiskjala, gerð bókunarbeiðna. • Fjárhagsbókhald í tölvu. Innifalið er m.a. skólaútgáfa fjárhags- og viðskiptamanna- bókhalds og 30% afsláttur frá verðskrá Kerfisþróunar Fundur að 45.000 kr. Innritun er hafin. Tölvuskóli Revkiavíkur f.-.-.-.-.-.-j.-.-xj ■ Borgartúni 28, sími 561 6699 I L L 1 L I i : I Pólitísk markaðs- setning PÓLITÍSK markaðssetning er um- ræðuefni á morgunverðarfundi sem Félag viðskipta- og hagfræðinga stendur fyrir í Skála, Hótel Sögu á morgun, miðvikudag 5. apríl. Framsögumenn verða Gunnar Steinn Pálsson, frá auglýsingastof- unni Hvíta húsið, og Magnús Krist- jánsson, markaðsstjóri Stöðvar 2. Fundarstjóri vérður Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, dósent við Há- skóla íslands. Frummælendur munu m.a. leit- ast við að svara spurningum um hvaða lærdóm megi draga af yfir- standandi kosningabaráttu og hvort stjórnmálaflokkar séu að markaðs- setja stefnu sína eða einstaka fram- bjóðendur. Fundurinn hefst kl. 8 og er áætl- að að hann standi til kl. 9.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.