Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 57 FRÉTTIR Islandsmet í snjóbretta- stökki Morgunblaðið/Silli DANÍEL stekkur 27,5 metra í Húsavíkurfjalli. Húsavík. Morgunblaðið. í síðstu viku heimsóttu Húsavík reykvísku snjóbrettameistar- arnir Daníel Magnússon, Jó- hann Óskar Heimisson og Jón Teitur Sigmundsson en þeir koma hingað til að kynna sér aðstæður til snjóbrettaiðkunar í Húsavíkurfjalli. Leikni þeirra vakti mikla athygli þegar þeir brunuðu um fjallið og sérstaka aðdáun yngstu kynslóðarinnar. Starfsmenn skíðasvæðisins voru snjóbrettamönnunum inn- an handar og ruddu upp miklum stökkpalli fyrir þá neðan við skíðalyftuna í Skálmamel og af honum náðu þeir mörgum stökkum yfir 20 metra. Sá sem lengst sveif var Daníel, en hann sveif 27,5 metra og setti þar með nýtt íslandsmet í snjó- brettastökki að viðstökkum nokkrum fjölda áhorfenda. Að dómi hinna kærkomnu gesta býður Húsavíkurfjalla upp á mikla möguleika til iðk- ana á þessari nú ört vaxandi íþrótt hér á landi. Unnið er að því að stórmót snjóbrettamanna verði haldið á Húsavík á þessu vori. I vetur hefur verið það rnikill sryór á Húsavík, sem og annars staðar á Norðurlandi, að hótel- gestir hafa getið stigið á skiðin við hóteldyrnar og gengið að næstu skíðalyftu í minna en 500 metra fjarðlægð frá Skálameln- um. Önnur lyfta er starfrækt nokkru sunnar í fjallinu eða í svokölluðum Stöllum. Flestir settu páskaegg frá Nóa-Síríusi í 1. sæti SÍÐASTLIÐINN laugardag var í Morgunblaðinu sagt frá því að páskaegg frá Nóa-Síríusi hefðu komið best útúr bragðkönnun sem gerð var meðal 19 starfs- manna Morgunblaðsins á páska- eggjum frá Nóa-Síríusi, Góu og Mónu. Því miður láðist að geta hversu margir völdu hvaða egg í fyrsta sæti og því hægt að misskilja síðari hluta fréttarinnar, þar sem sagt var frá því að það hefði komið fólki á óvart þegar það valdi annað en Nóa-Síríus-egg í fyrsta sæti. Svo ekkert fari á milli mála er rétt að það komi fram að Nói-Síríus varð afgerandi í fyrsta sæti því tólf starfsmenn settu súkkulaðið frá Nóa-Síríusi í fyrsta sæti. Sex völdu síðan Góu í fyrsta sæti og einn setti Mónu í fyrsta sæti. Þó má geta þess að fólk átti stundum erfitt með að velja á milli Nóa-Síríusar- og Góu-eggjanna þó Nóa-súkkulað- ið yrði langoftast fyrir valinu. Flestir settu Góu-eggin í annað sæti Þegar raðað var í annað sæti settu tíu starfsmenn Góu-súkk- ulaðið í það sæti, sex súkkulaðið frá Nóa-Síríusi og þrír Mónu- súkkulaðið. Fyrirlestur um foreldramissi NÝ DÖGUM, sámtök um sorg og sorgarviðbrögð, verður með fyrir- lestur um foreldramissi fimmtudag- inn 6. apríl. Guðfinna Eydal, sálfræðingur, fjallar um foreldramissi fólks á full- orðinsárum, þ.e. um og eftir tví- tugsaldur. Fundurinn hefst kl. 20 í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi, Allir velkomnir. Námstefna um nauðg- unarmál NÁMSTEFNA verður haldin í Borgartúni 6 miðvikudaginn 5. apríl kl. 9-16.30 um neyðarmót- töku vegna nauðgunar og meðferð nauðgunarmála í dómskerfinu. Námstefnan er haldin í samstarfi við Neyðarmóttöku þá sem slysa- deild Borgarspítalans starfrækir vegna nauðgana. Námstefnan er haldin í fram- haldi af annarri um sama efni sem haldin var 3. desember 1993. Fjall- að verður um ýmsa þætti í þjón- ustu móttökunnar og þá reynslu sem fengist hefst. Að þessu sinni verður lögð aukin áhersla á réttar- stöðu brotaþola og þátt dómskerfis- ins. Umsjón hefur Guðrún Agnars- dóttir, umsjónarlæknir Neyðarmót- töku vegna nauðgunar á slysadeild Borgarspítala. Aðalfyrirlesari eru Ingunn Fossgard, saksóknari hjá ríkissaksóknaraembættinu í Osló. 1 I VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 al 5 2 2.346.590 2. Plúa5 462.510 3. 4 af 5 135 5.900 4. 3af5 4.199 440 Heildarvinningsupphæö: 7.799.750 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR VW' ,16)(18 01.04.1995 13. leikvika, 2.apríl 1995 Nr. Leikur:_______________Röðin: 1. Everton - Blackburn - - 2 2. Chclsea - Newcastle - X - 3. Arsenal - Norwich 1 - - 4. Sheff. Wed - Notth For. - - 2 5. Leicester-Wimbledon - - 2 6. Covcntry - QPR - - 2 7. Ipswich - Aston V. - - 2 8. C. Palacc - Man. City I - - 9. Southend - Wolves - - 2 10. WBA - Middlcsbro - - 2 11. Sunderland - Shcff. Utd 1 - - 12. Notts Cnty - Barnsley - - 2 13. Port Vale - Grimsby - - 2 HeildarvinningsupphæMn: 88 milljón krónur 13 rcttir: 447.160 kr. 12 réttir: 8.930 kr. 11 réttir: | 750 kr. 10 réttir: 220 kr. ÍTALSKI BOLTINN 13. leikvika , 2.aprU 1995 Nr. Leikur: Röðin: 1. Torino - Cagliari 1 - - 2. Crcmoncsc - Lazio - X - 3. Genoa - Bari - X - 4. Foggia - Padova 1 - - 5. Reggiana - Intcr - - 2 6. Fiorentina - Brcscia 1 - - 7. Fid.Andria - Piacenza - X - 8. Verona - Udincse - - 2 9. Cosenza - Ancona - - 2 10. Venezia - Viccnza - - 2 11. Atalanta - Perugia - X - 12. Cesena - Palermo 1 - - 13. AscoU - Salcrnitan - - 2 Hcildarvinningsupphæðin: 15 milljón krónur 13 réttir: 991.010 kr. 12 réttir: 11.090 kr. 11 réttir: 880 kr. 10 réttir: 240 kr. Námstefna um markaðssölu JERRY I. Reitman, einn þekktasti auglýsingamaður Bandaríkja- manna, mun þriðjudaginn 4. apríl fjalla um framtíð beinnar markaðs- sóknar og nýjar hugmyndir á því sviði, á. námsstefnu sem Stjórnunar- félag íslands gengst fyrir á Hótel Loftleiðum í samstarfi við Póst og síma. Jerry Reitman er framkvæmda- stjóri hjá Leo Burnett, einni stærstu og frægustu auglýsingastofnu Bandríkjamanna, en meðal við- skiptavina hennar eru Heinz, Kel- logg, Kraft, McDonald’s, Philip Morris, Hallmark og United Air- lines. í frétt frá stjórnunarfélaginu segir: „Möguleikar á sviði beinnar markaðssóknar hafa aldrei verið meiri. Sá böggull fylgir skammrifi að tími fólks og athygli minnkar í hlutfalli við magn þess markaðsá- reitis sem það verður fyrir. Á náms- stefnunni mun Jerry I. Reitman kynna nýjar leiðir, ferskar hug- myndir og hagnýt ráð sem helstu fyrirtæki Bandaríkjanna beita nú til að ná sífellt betri árangri í beinni markaðssókp. Öll fyrirtæki á hvaða sviði við- skiptalífsins sem þau starfa, hvort heldur sem þau selja vörur eða þjón- ustu, geta nýtt sér þann fróðleik sem Jerry I. Reitman mun flytja íslenskum áheyrendum. -------» ♦ «--------- ■ í FÉLAGS- og þjónustumið- stöðinni á Aflagranda 40 íReykja- vík hafa Hrönn Sævarsdóttir fóta- aðgerðarfræðingur og Sveinbjörg Haraldsdóttir hárgreiðslumeistari nýverið tekið við rekstri fótaaðgerð- ar- og hársnyrtistofanna. Fótaað- gerðarstofan er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 9-16.45. Sveinbjörg Haralsdótti, hárgreiðslumeistari rak áður hársn- yrtistofuna Salon á Paris. Hársnyrti- stofan á Aflagranda 40 er opin mánudaga frá kl. 13-16.45 og þriðjudaga til föstudags frá kl. 9-16.45. Verðlagningu stofunnar er haldið í lágmarki og eru stofurn- ar opnar öllum aldurshópum. I tilefni 15 ára afmælis bjoðum við eftirfarandi tilbod: Barna kr.2.990 St. 4-14 Fullorðins kr. 3.990 st. XS —XXXL Daqana 3.-19. apríl bjóðum við einnia körfuboltar, kr. 990 Stakar íbróttabuxur úr alansefni. barna kr. f.390. Fullorðins kr. 1.090. Barnaúlpur kr. f.990 Fullorðinsúlpur kr. 2.990 Unqbarnasamfestinqa kr. 2.990 Allir íbróttaskór með 15% staðareiðsluafsl. »humméli SPORTBÚÐIN Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655 Sendum í póstkröfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.