Morgunblaðið - 04.04.1995, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
BJARNI
PÉTURSSON
+ Bjarni Péturs-
son var fæddur
á Halldórsstöðum í
Reykjadal hinn 20.
mars árið 1915.
Hann lést í Reykja-
vík 24. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Birna Bjarnadóttir
og Pétur Sigfússon.
Auk Bjarna voru
börn þeirra Birnu
og Péturs þau Sig-
ríður María, Hulda,
Sigfús (látinn), Sig-
urður Már (látinn)
og Þórarinn. Systursonur
Birnu, Heimir, ólst einnig upp
með systkinunum.
Bjarni eignaðist Sigríði
Birnu, f. 10.5. 1938, með Astu
Jónsdóttur. Fyrri eiginkona
Bjarna var Júlíana Sigurjóns-
dóttir. Þau slitu samvistir.
Eignuðust þau synina Sigfús,
f. 27.11. 1940, og Arnald Mar,
f. 28.12. 1942. Hinn 31. ágúst
1951 kvæntist
Bjarni Sigurbjörgu
Magnúsdóttur
(Bíbí). Elsta barn
Bjarna, Sigríður
Birna, á þrjú börn,
Pétur, Birnu og Sig-
urbjörgu. Sigfús er
kvæntur Ingunni
Ingólfsdóttur og
eru synir þeirra
Ingólfur Bjarni og
Ásgeir. Eiginkona
Arnalds er Jónína
Helga Björgvins-
dóttir og eru börn
þeirra þau Birna
Þorbjörg, Bjarni Pétur og
Björgvin. Birna Þorbjörg ólst
upp hjá þeim Bibí og Bjarna
og er sambýlismaður hennar
Aðalsteinn Esjarsson og börn
þeirra eru Sigurbjörg Helga
Birgisdóttir og Elmar Víðir
Aðalsteinsson.
Útför Bjarna fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
ÉG VIL með fáum orðum minnast
mágs míns og vinar, Bjarna Péturs-
-,.Sonar, fyrrum bónda og stöðvar-
stjóra á Fosshóli í Suður-Þingeyjar-
sýslu, nú síðast til heimilis í Hólm-
garði 46 í Reykjavík.
Fyrstu búskaparár sín bjuggu
þau Bíbí systir mín og Bjami í
Reykjavík, en árið 1955 söðluðu þau
um og fluttu til Colorado í Banda-
ríkjunum. Þar dvöldust þau og
stunduðu búskap í fimm ár í sam-
býli við Sigfús bróður Bjama og
konu hans Dagmar. Pétursdalur,
en svo var bærinn nefndur, er yndis-
^ legur staður og varð ég þess aðnjót-
andi að heimsækja þau þangað
tvisvar og á ég þaðan góðar minn-
ingar. Eftir heimkomuna árið 1960
keyptu þau jörðina Fosshól í Suður-
Þingeyjarsýslu og bjuggu þar til
ársins 1989.
Á Fosshóli stunduðu þau búskap
ásamt því að Bjarni var stöðvar-
stjóri Pósts og síma. Hann gegndi
einnig mörgum trúnaðarstörfum
fyrir sveit sína og var þar á meðal
í_ sýslunefnd og oddviti í mörg ár.
Á þessum ámm var jafnan mjög
gestkvæmt hjá þeim hjónum enda
vom þau gestrisin og hlý heim að
sækja. Ég dvaldi þar iðulega heilu
vikumar með böm mín ár hvert og
var Guðmundur sonur okkar hjóna
hjá þeim mörg sumur við gott at-
læti og hjartahlýju. Skulu þakkir
færðar fyrir það.
Bjami mágur minn var ákaflega
ljúfur og góður maður, bamgóður
með afbrigðum enda hændust að
honum bæði börn og unglingar.
Hann var gæddur ríkri réttlætis-
kennd og var hreinskiptinn auk
þess að vera sérlega dagfarsprúður
og hjálplegur. Bjami var einstak-
lega vel liðinn og má minnast þess
að þegar þau hjónin fluttu frá Foss-
hóli var vegleg veisla haldin þeim
til heiðurs af sveitungum nær og
fjær.
Er ég lít yfir liðin ár hrannast
minningarnar upp. Má þar nefna
þegar ég og foreldrar mínir bjugg-
um hjá þeim einn vetur í Úthlíð-
inni, heimsókn þeirra til mín til
Kalifomíu og það hvað við ferðuð-
umst mikið saman. Einnig minnist
ég heimsókna minna til þeirra til
Colorado og síðast en ekki síst allra
ferða minna norður á Fosshól þar
sem mér og mínu fólki var ávallt
tekið með alúð og hlýju. __
Fyrir nokkrum ámm fór að bera
á heilsubresti hjá Bjarna og má
t
Kona mín, móðir og tengdamóðir,
GUÐBJÖRG STEINSDÓTTIR,
lést að morgni laugardags 1. apríl á hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Lýöur Pálsson,
Steinn Þorgeirsson, Svanhildur Sveinsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KRISTÍN SIGRÍÐUR ÓLAFSSON,
verður jarðsettfrá Fossvogskirkju miðvikudaginn 5. apríl kl. 15.00.
Ólafur Ragnarsson, Jóhanna María Lárusdóttir,
Oddný M. Ragnarsdóttir, Hrafnkell Ásgeirsson,
Kristin R. Ragnarsdóttir, Geir A. Gunnlaugsson,
Ragnar Ragnarsson, Dóra Steinunn Astvaldsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn,
KJARTAN R. GÍSLASON,
Sunnuvegi 11,
Selfossi,
andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands 1. apríl.
Fyrir hönd barna, tengda- og
barnabarna,
Þórleif Guðjónsdóttir.
*
MINNINGAR
segja að síðustu mánuðimir hafi
verið honum nokkuð erfiðir.
- Ég þakka vini mínum fyrir þau
44 ár sem við höfum þekkst og
aldrei bar skugga á. Elsku Bíbí,
Sigga, Bússi, Addi, Bima og fjöl-
skyldur, við Páll og börnin okkar
vottum ykkur innilega samúð.
Minningin um góðan eiginmann,
föður og afa mun lifa. Ég kveð mág
minn Bjama Pétursson með þessari
bæn:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil svo ég sofí rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Hrafnhildur Magnúsdóttir.
Kynni okkar Bjarna hófust fyrir
35 ámm, þegar hann ásamt Bíbí
eiginkonu sinni og drengjunum
tveim, Bússa og Adda, flutti frá
Bandaríkjunum. Þar höfðu þau
starfað sem bændur á Peterdale-
búgarðinum, ásamt bróður Bjarna.
Þau flytja heim vorið 1960 og þá
fyrst kynnist ég Bjama, en hann
var eiginmaður Bíbíar móðursystur
minnar.
Hugur þeirra hjóna leitaði í sveit-
ina og sama ár og þau flytjast heim
frá Bandaríkjunum festu þau kaup
á jörðinni Fosshóli í Suður-Þingeyj-
arsýslu og hófu búskap þar. Ýmsar
breytingar vom gerðar á bænum
og margt innandyra bar þess merki
að þau hjónin höfðu búið í henni
Ameríku. Oft var mikill gestagang-
ur á Fosshóli, enda jörðin í alfara-
leið, ásamt því að vera nokkurs
konar miðstöð sveitarinnar, þar sem
Fosshóll hýsti símstöð og pósthús
sveitarinnar. Handan þjóðvegarins
var og er útibú kaupfélagsins, þann-
ig að margir áttu leið framhjá og
litu gjarnan inn til að fá sér kaffi
og ræða málin.
Sem unglingur varð ég þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að dveljast
sem snúningastrákur að Fosshóli í
nokkur sumur. Alltaf var jafn gam-
an að koma í sveitina og fá að vera
virkur þátttakandi í öllu sem þar
þurfti að gera, Bjami alltaf rólegur
og yfirvegaður, þó stutt væri í
glettnina og grínið. Það er hveijum
manni hollt að kynnast sveitinni og
eru því miður ekki allir sem geta
dvalið þar á sínum uppvaxtarámm,
þó að ekki sé nema yfir sumartím-
ann.
Þegar ég hugsa til baka til þess
tíma kemur margt upp í hugann,
t.d. að Bjami var mikið snyrtimenni
og varð allt að vera hreint og snyrti-
legt f kringum hann. Sem dæmi
má nefna að þegar Bíbí varð að
bregða sér til Reykjavíkur vegna
brúðkaups yngstu systur sinnar
kom Bjami til mín og sagði að það
yrði að mála forstofuna. Við drifum
það af og þegar frænka kom aftur
var verkinu lokið, þó að í ljós hafi
komið að ekki voru allir aðilar máls-
ins sammála um litinn.
Margt annað mætti nefna, en ég
tel ekki ástæðu til þess, en efst er
mér í huga þakklæti til þessa góða
og trausta manns. Við viljum votta
þér, Bíbí mín, og þinni fjölskyldu
innilega samúð okkar.
Magnús Theodórsson
og fjölskylda.
í dag þegar við kveðjum tengda-
föður minn Bjarna Pétursson
hrannast upp minningar liðinna
ára. Ég var aðeins sextán ára þeg-
ar ég fór fyrst með unnusta mínum
í heimókn til tengdaforeldra minna
í Fosshól. Mikið var ég lítil og kvíð-
in þá og oft var hann búinn að stríða
mér á því í gegnum tíðina hvað ég
hefði verið uppburðarlítil í þessari
fyrstu heimsókn, þar sem ég stóð
í forstofunni. Ég hefði ekki þurft
að kvíða svona mikið fyrir, því mér
var tekið eins og dóttur og síðan
hef ég ekki alltaf gert mér grein
fyrir því hvort ég væri dóttir eða
tengdadóttir þeirra. Við hjónin
fluttum svo fjórum árum seinna inn
á heimili þeirra á Fosshóli. Tengda-
faðir minn var bóndi, oddviti um
nokkurra ára bil og stöðvarstjóri
Pósts og síma. Inni á heimilinu var
því rekin skrifstofa hreppsins, sím-
stöð og pósthús. Þetta var í litlu
herbergi inn af stofunni þeirra, sem
við ásamt börnunum okkar þremur
deildum með þeim. Það var mikill
gestagangur og líktist þetta heimili
oft hóteli. Síðan bjuggum við í
næsta húsi í tíu ár svo samgangur
var alltaf mikill og góður. Hjá þeim
var elsta barn okkar alið upp og
hafa þau reynst henni, dóttur henn-
ar og sonum okkar einstaklega vel.
Fyrir allt þetta og svo ótal margt
annað ber að þakka nú þegar leiðir
skilja. Þegar fjölskyldan var öll
samankomin 20. mars sl. til að
gleðjast með þér, Bjarni minn, á
áttræðisafmæli þínu hvarflaði ekki
að okkur að við kæmum aftur sam-
an fjórum dögum síðar í sömu stofu
og þú værir allur.
Elsku Bíbí, við viljum þakka þér
alla þína umhyggju og umönnun í
veikindum Bjama og biðjum guð
að styrkja þig.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Jónína H. Björgvinsdóttlr.
Yndisfógru augun þín
á mig stara og biðja.
Alltaf skal ég, ástin mín
annast þig og styðja.
Með þessum ljóðlínum langar
mig að hefja kveðjuorð mín til afa
+
KRISTRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR,
Skólavegi 1,
Neskaupstað,
er látin.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Vandamenn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdáfaðir og afi,
SKAFTI GUÐMUNDUR
SKAFTASON,
Austurströnd 14,
lést í Landakotsspítala 1. apríl.
Arndfs Björnsdóttir,
Súsanna Skaftadóttir, Sveinn Sveinsson,
Sigurlína Skaftadóttir, Kristinn Guðjónsson,
Rannveig Skaftadóttir, Magnús Sigurðsson,
Kjartan Skaftason,
Lísa Skaftadóttir, Ragnar Stefánsson,
Betsý María Skaftadóttir
og barnabörn.
míns, fóstra og besta vinar, Bjama
Péturssonar, sem ég á margt að
þakka. Þessar ijóðlínur orti hann
til mín þegar ég var lítil stúlka og
alltaf stóð hann við þessi orð sín.
Ávallt gat ég leitað til hans og allt-
af átti hann til ráð eða gat veitt
mér huggun á erfiðum stundum.
Kornabam kom ég í Fosshól til
þeirra afa og ömmu og ólst þar upp
og minnist ég bernskuáranna minna
á Fosshóli með ánægju og hlýju.
Ég vil þakka þér, afi, fyrir allt er
þú gerðir fyrir mig, sérstaklega
hversu vel þú hefur reynst dóttur
minni Sigurbjörgu. Eftir að þið
amma fluttuð suður gat hún á
hveijum degi treyst á ykkur eftir
að leikskóla og síðar skóla lauk á
daginn. Hólmgarður var hennar
annað heimili og saknar hún nú
langafa síns mikið og trúir því að
hann fylgist alltaf með henni.
Elsku afí, með þessum fátæklegu
orðum kveð ég þig. Hafðu þökk
fyrir allt.
„Jesús mælti: Ég er upprisan og
lífíð sá sem trúir á mig mun lifa
þótt hann deyi.“ (Jóh. 11.15.)
Birna Þ. Arnaldsdóttir.
Afí Bjami er dáinn. Fregnin barst
okkur um hádegisbil á föstudegi
og kom eins og þmma úr heiðskíru
lofti rétt rúmum sólarhring eftir að
hinn afinn hafði kvatt þennan heim.
Aðeins tveim dögum fyrr höfðum
við heimsótt afa Bjarna á spítalann
og í sömu viku hyllt hann í áttræðis-
afmælinu á heimili sínu. Kátur og
glaður naut hann samvistanna við
ættmenni sín þrátt fyrir veikindi.
Það skipti hann öllu máli að hafa
fólkið sitt nærri sér.
Afa Bjarna munum við ávallt
tengja Fosshóli í S-Þingeyjarsýslu,
sveitinni eins og við kölluðum hann
hér áður fyrr, en þar bjuggu þau
amma Bíbí fram til 1989 er þau
fluttu á mölina. Sökum fjarlægðar
var ekki mikið um samgang en það
var þess skemmtilegra að komast
úr bænum og heimsækja þau í
ævintýraland þar sem við þekktum
rollurnar með nöfnum. Afí taldi
ekki eftir sér að leyfa okkar að
„taka þátt“ í störfunum á bænum,
þótt því fylgdi sjálfsagt meiri vinna
en aðstoð. Það var alltaf líf og fjör
á Fosshóli og það var haft í flimting-
um að þaðan færu allir þyngri,
hvort sem um væri að kenna fijó-
semi ættarinnar eða frábærri mats-
eldinni. Gestrisnin var lykilorðið og
óvíða hefur okkur liðið jafn þægi-
lega og í lokrekkjunum á efri hæð-
inni. Umhverfið var stórkostlegt,
Goðafoss aðeins steinsnar frá bæn-
um, og svo var alltaf hægt að
skreppa yfir í'kaupfélagið og reyna
að verða sér úti um nammi hjá
Jonnu. Og auðvitað var mikið fjör
þegar við reyndum að hlera sveita-
línuna, en afí var stöðvarstjóri Pósts
og síma.
Því miður er eins og oft verði
lengra milli húsa þegar komið er í
borgina, í það minnsta fjölgaði
heimsóknum ekki í samræmi við
nálægðina. Erillinn setur sitt mark
á daglegt líf en í Hólmgarðinum
komum við aldrei að tómum kofan-
um. Værum við bræðurnir einir
heima var standandi boð um kvöld-
verð og hvaðeina sem okkur van-
hagaði um. Þó að afi sé genginn
munum við eftir honum í essinu
sínu, að sinna kindunum sínum og
stöðinni að Fosshóli. Hann mun lifa
í minningum um góðar en alltof
fáar samverustundir.
Ingólfur Bjarni og Ásgeir.
Crfisdrvkkjur
m
Vcitlngahú/id
Gflft-mn
Sími 555-4477
ERFIDRYKKJUR
P E R L A N
sími 620200