Morgunblaðið - 04.04.1995, Page 16

Morgunblaðið - 04.04.1995, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Oldrunarþjónusta í Bolungarvík Samningur um bygg- ingn dvalar- og hjúla*unarheimilis Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson SIGURÐUR Jónsson, elsti núlifandi einstaklingurinn úr fyrstu lyftunefnd ísafjarðarkaupstaðar, ræsti lyfturnar i Tungudal og fór fyrstu formlegu ferðina. Skíðasvæði ísfirðinga Dalimir tveir form- lega teknir í notkun NYI snjótroðarinn, og einn harðasti skíðaáhugamaður bæjarins, Hrafn Snorrason Ijósmyndari. ísafirði - Samningur um breyt- ingar á öldrunarþjónustu í Bolung- arvík milli heilbrigðisráðherra og bæjaryfirvalda í Bolungarvík var undirritaður sl. sunnudag. Samningurinn gerir ráð fyrir því að byggður verði síðari áfangi dvalar- og hjúkrunarheimilis í Bolungarvík en fjármálaráðuneyt- ið hefur þegar samþykkt hönnun hinnar nýja byggingar. Gert er ráð fyrir að heildarfl- atarmál hinnar nýju byggingar verði 780-800 fermetrar, en í húsinu verður eldhús, borðstofa og setustofa á 1. hæð, hjúkrunar- deild fyrir sex sjúklinga á 2. hæð og dagvistun og vinnusalur á 3. hæð. I kjallara hússins verður kapella, líkhús og geymslur. Heild- arkostnaður við bygginguna er áætlaður um 96 milljónir króna og er þá reiknað með búnaði og frágenginni lóð. Þá er gert ráð fyrir því að Bol- ungarvíkurkaupstaður kaupi hluta ríkissjóðs í núverandi húsnæði Sjúkrahúss Bolungarvíkur og breyti þeirri stofnun í vistheimili fyrir aldraða sem hýsa mun allt að 10 vistmenn. Kaupin munu eiga sér stað þegar hin nýja álma dval- ar- og hjúkrunarheimilisins verður fokheld enda verði báðir aðilar ásáttir um kaupverð. í samningnum er einnig samið um kostnaðarskiptingu milli ríkis- sjóðs og Framkvæmdasjóðs aldr- Húsfélaga handbókin Góð bók fyrir húsfélög og húseigendur. Á sérstöku kynningarverði í apríl. Pöntunarsímar 588 2223 eða 588 6655. aðra annars vegar og Bolungar- víkurkaupstaðar hins vegar, eins og lög standa til. Við samningsgerðina var einnig lagður fram samningur við Teikni- stofuna Óðinstorgi í Reykjavík um hönnun og ráðgjöf heilbrigðisráð- herra og hönnuðum og skilgrein- ing gerð á vinnu arkitektsins. Þeg- ar umræddur samningur verður kominn til framkvæmda verða öldrunarmál í Bolungarvík og heil- brigðisþjónusta fyrir aldraða orðin eins og best gerist í bæjarfélögum á íslandi. 20 hættu í skólanum Húsavík - Tuttugu nemend- ur í Framhaldsskólanum á Húsavík hafa ekki hafið nám að nýju eftir að kennaraverk- falli var aflétt. Sumir þessara nemenda fengu vinnu þegar verkfallið skall á og ætla sér ekki að hefja nám að nýju. Öðrum vex í augum að vinna upp þann tíma, sem verkfallið tók frá námi. Enginn þeirra, sem stefnir að stúdentsprófi í vor, hefur hætt námi nú. ísafirði - Hið nýja skíðasvæði ísfirð- inga í Tungudal og á Seljalandsdal var formlega tekið í notkun á sunnu: daginn að viðstöddu fjölmenni. í a.m.k. tvígang hefur þurft að fresta formlegri opnun svæðisins vegna óveðurs og mikilla snjóa og færa varð opnunarhátíðina á sunnudag frá Seljalandsdal og niður í Tungud- al af þeim sökum. Þorsteinn Jóhannesson, forseti bæjarstjórnar ísafjarðar, hélt opn- unarávarp og tilkynnti að skíða- svæði ísfirðinga væri formlega opn- að af hálfu bæjarins. Síðan rakti Eyjólfur Bjarnason, forstöðumaður tæknideildar ísafjarðar, sögu upp- byggingar svæðisins frá því hafist var handa eftir snjóflóðið mikla í apríl á síðasta ári. Samúel Gríms- son, formaður íþróttabandalags ísa- jjtrðar, -flutti að því loknu ávarp. Það gerði einnig Kristján Guð- iundsson, formaður Skíðafélags isafjarðar og Páll Gíslason, forstjóri ístraktors hf. í Reykjavík, en það fyrirtæki er innflytjandi skíðalyft- anna sem og hins nýja snjótroðara sem kom til Isafjarðar í síðustu viku. í ræðu sinni gat Páll þess að fyrir- tækið hefði ákveðið að gefa Skíðafé- Iagi ísafjarðar tvo umganga af keppnistreyjum með merki Léitner og kom sú gjöf sér vel þar sem Skíðamót íslands er framundan á ísafirði. Sigurður Jónsson, elsti núlifandi einstaklingurinn úr fyrstu lyftu- nefnd sem sett var á laggirnar á ísafirði, en hann er á áttræðisaldri, flutti ávarp, ræsti síðan lyfturnar og fór fyrstu formlegu ferðina með lyftunni. Á sunnudag var einnig reyndur nýr snjótroðari sem keyptur hefur verið til bæjarins og reyndist hann mjög vel að sögn íþrótta- og æskulýðsfulltrúa ísafjarðarkaup- staðar, Björns Helgasonar. Mun til- koma snjótroðarins breyta miklu fyrir alla skíðaaðstöðuna í dölunum tveimur. Get bætt víð mig verkefnum fyrir husfélög og félagasamtök. Magnús I. Erlingsson, Ármúla 6, sími 588 2223. FunduPi á Seltjarnarnesi í kvöld kl. 20:30 verður haldinn opinn framboðsfundur um málefni kjördæmisins. Framsögumenn verða alþingismennirnir Árni M. Mathiesen og Sigríður A. Þórðardóttir og frambjóðandinn Viktor B. Kjartansson. Ávarp: Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra. Frambjóðendur heimsækja fyrirtæki á Seltjarnarnesi í dag og ræða málefnin við kjósendur. Fundurinn verður haldinn í félagsheimili Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Komdu og kynntu þér stefnu Sjálfstæðisflokksins og hvernig möguleikar íbúa svæðisins verða best nýttir. BETRA ÍSLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.