Morgunblaðið - 04.04.1995, Page 19

Morgunblaðið - 04.04.1995, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 19 VIÐSKIPTI Norsk olíuborfélög sameinast Risafyrirtæki í neðansjávarborun Ósló. Reuter. NORSKU fyrirtækin Transocean A/S og Wilrig A/S hafa skýrt frá fyrirætlunum um að sameinast og hið nýja fyrirtæki verður einn umsvifamesti aðili heims, sem bor- ar eftir olíu á sjó. Fyrirhugað er að Transocean taki við rekstri Wilrig, sem er minna fyrirtæki. Hluthafar Wilrigs munu láta ijögur hlutabréf í skipt- um fyrir þijú í Transocean. Tillagan um samrunann verður lögð fyrir fundi hluthafa í fyrir- tækjunum fyrir 1. júní. Ef hún verður samþykkt mun sameiningin virka aftur fyrir sig og gilda frá 1. janúar. „Transocean verður traustara fyrirtæki og mun keppa á alþjóða- markaði," sagði forstjóri Transocean, Ole Lund, í samtali við Reuter. „Transocean fær ótví- ræða forystu á norska landgrunn- inu.“ Á heimsmælikvarða Lund sagði að Transocean yrði í röð umsvifamestu fyrirtækja heims á sínu sviði ásamt Reading & Bates Corporation óg Sonat Offshore Drilling í Bandaríkjun- um. Velta Transoceans er rúmlega þrír milljarðar norskra króna. f Þegar skýrt hafði verið frá fyrirætluninni hækkuðu hlutabréf í Wilrig um 2.20 norskar krónur í 47, en verð hlutabréfa í Transoce- an var óbreytt, 65 n. krónur. Gengismál Dollar nær nýrri lægð New York. Reuter. LÆGRA verð fékkst fyrir doll- ar í gær en nokkru sinni síðan heimsstyijöldinni lauk þrátt fyrir stuðningsaðgerðir banda- ríska seðlabankans og þess japanska. Staða dollarans styrktist lít- ið, þótt Robert Rubin fjármála- ráðherra lýsti því yfir í fyrri- nótt að Clinton-stjórnin styddi traustan dollar. Dollarinn lækkaði í 86.05 jen skömmu eftir opnun í gær úr 86.30 jenum á föstudag, en það var þá lægsta verð frá stríðslokum. Nánar gætur eru hafðar á því hvort bankar muni grípa til nýrra stuðningsaðgerða og almennt er búizt við að sú verði raunin að sögn sérfræð- inga. Þeir gera þó ekki ráð fyrir að markaðurinn muni láta slíkt breyta þróun dollar- ans og telja að gengi hans muni halda áfram að lækka. Þegar á daginn leið hækk- aði dollar lítið eitt og seldist á 86.20 jen. Hewlett-Packard með heimilistölvu Palo Alto, Kaliforníu. Reuter. HEWLETT-Packard fyrirtækið hef- ur ákveðið að hefja framleiðslu á heimilistölvum og keppa við IBM, Compaq, Apple og fleiri. Margmiðla HP-tölvur af þremur nýjum gerðum munu kosta 1.699- 2.299 dollara. Þær grundvallast á 60, 75 og 90 megahertza Pentium- kubbi Intels. Verðið er svipað og á glænýjum tölvum á markaðnum, en nokkuð hærra en á tölvum frá Dell-fyrir- tækinu. HP hefur framleitt einmenn- ingstölvur um árabil og verðið var hækkað fyrir nokkrum árum til þess að treysta samkeppnisaðstöð- una. Fyrirtækið er nú í 8. til 9. sæti á einmenningstölvumarkaði heims. Það þykir hafa staðið sig bezt í framleiðslu fyrir vandfýsna kaupendur og fyrirtæki. Ifyrirtækið Richard Watts, háttsettur maður hjá HP, segir að takmarkið sé að komast í röð þriggja mestu tölvuframleiðenda heims og ná því marki fyrir árslok 1997. Webb McKinney, yfirmaður heimilstölvudeildar, segir sam- keppnisaðstöðu HP góða og benti á velgengni á neytendamarkaði, til dæmis í sölu leysiprentara. Sérfræðingar segja að þótt búast megi við byrjendaerfiðleikum sé ekkert fyrirtæki eins vel í stakk búið til þess að ná árangri og HP. ÞAfi KOSTAR MIKLU MINNA tr J EN ÞÚ HELDUR AÐ KAUPA SÉR VANDAÐ, FALLEGT OG SLITSTERKT SÓFASETT. Valby sófasettið fæst bæði í 3-1-1 og 3-2-1 eða sem hornsófi 6 sæta eða 5 sæta. Slitsterkt leður á slitflötum og margir leðurlitir. Komdu strax í dag. Hvergi meira úrval til af sófasettum og hornsófum en í stærstu húsgagnaverslun landsins. Húsgapahöllin BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI91-871199 Staðgreiðsluafsláttur eða góð greiðslukjör Komdu og hittu okkar mann í Svíþjóð, Arne Pálsson, á Islandi í þessari viku Arne Pálsson er mörgum innflytjendum að góðu kunnur. Síðastliðin 9 ár hefur hann rekið umboðsskrifstofu Samskipa í Varberg í Svíþjóð og þjónað viðskiptavinum okkar þaðan. Hann hefur því umfangsmikla reynslu af flutningum til tslands. Arne er nú gestur okkar á íslandi þessa vikuna og mun taka á móti viðskiptavinum sínum og Samskipa hér á landi og öðrum þeim sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustu hans. Ef þitt fyrirtæki er í innflutningi frá Svíþjóð er Arne rétti maðurinn að ræða við. Nánari upplýsingar eru veittar í söludeild Samskipa í síma 569 8300. SAMSKIP Holtabakka við Holtaveg, 104 Reykjavík Sími 569 8300 - Fax 569 8327 o o

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.