Morgunblaðið - 20.04.1995, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Morgunblaðið/Þorkell
SALTFISKUR með Romeseo-sósu og krydd-
gijónum.
PAPRIKA, fyllt með lambakjöti og grænmeti.
Uppskrift vikunnar
Saltfiskur o g fylltar
paprikur frá Katalóníu
MATREIÐSLUMENN í Blómasal á
Hótel Loftleiðum gefa uppskriftirn-
ar að þessu sinni. „Hér voru kata-
lónskir dagar í mars og þá kenndu
katalónskir matreiðslumeistarar
okkur uppskriftir frá heimahéraði
sínu. Við höfum þessa rétti ekki á
boðstólum núna, en tókum nýlega
upp matseðil þar sem eru margir
nýstárlegir réttir,“ segir Sigurður
Ólafsson, matreiðslumaður á Hótel
Loftleiðum. „Til dæmis höfum við
vískílegna nautalund með couscous
og Morell-sveppum og hörpuskel í
volgri Teryaki-sósu með salati í
blaðdeigskörfu."
Sigurður segir að auðvelt sé að
matreiða báða réttina frá Katalón-
íu. „Bragðið af saltfiskinum kemur
vel í gegnum sósuna, þótt hún sé
mjög ólík smjöri og tólg sem við
erum vanari að borða með salt-
fiski.“
Bacalao amb Romesco
Saltfiskur
með Romesco-sósu
Fyrir 8 manns
1,5 kg útvatnaóur saltfiskur
1 kúrbítur, skorinn í jafna bita
1 eggaldin, skorið í jafna bita
1 laukur, saxaður
6 ferskir tómatar, eða niðursoðnir,
skornir í grófa bita
6 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 bolli ólífuolía
1 sykurmoli
Vitsk timían
______________pipar_____________
Steikið eggaldin, lauk og kúrbít
í ólífuolíu í potti, þar til grænmetið
er gulbrúnt. Setjið þá tómata, hvít-
lauk og helminginn af olíu saman
við. Eldið við vægan hita í 20 mínút-
ur og bætið afgangi af olíu saman
við, ásamt pipar, sykri og timían.
Sjóðið áfram í 15 mínútur.
Skerið saltfiskinn í jafna bita og
penslið með ólífuolíu. Eldið undir
grilli í ofni í 6-10 mínútur, eftir
stærð bitanna.
Berið fram með kryddgtjónum
eða ristuðum kartöflum. Að sögn
matreiðslumanna er gott að drekka
þurrt hvítvín með saltfískinum.
Pebrots forcits
Fylltor puprikur
12 litlar paprikur eða
6 meðalstórar
2 laukar, saxaðir
1 búnt steinselja, söxuó
2 hvítlauksgeirar, saxaðir,
5 niðursoðnir tómatar
_______ 750 g lambokjöt__________
______________I egg_______________
1 eggjahvíta
5 msk ólífuolía
hvítvín (má sleppa)
Cayenne-pipar á hnífsoddi
salt og pipar
Best er að nota gular eða rauðar
paprikur. Skerið stilkinn úr paprik-
unni og hreinsið hana að innan.
Ekki henda stilknum.
Steikið lauk, hvítlauk og tómata
í ólífuolíu á pönnu. Brúnið ekki.
Kælið. Hakkið lambakjöt og blandið
grænmeti, eggjum og kryddi saman
við. Blandið saman við lauk, hvít-
lauk og tómata.
Fyllið paprikur með farsinu og
stingið stilknum aftur í. Veltið pap-
rikum upp úr ólífuolíu, raðið á
bakka, stráið salti og pipar yfír.
Látið i 200 gráðu heitan ofn.
Bakið í 8-10 mínútur og hellið þá
hvítvíni yfír, ef vill. Lækkið hita í
160 gráður og bakið áfram í 10
mínútur. Ef paprikur eru stórar
má lengja bökunartíma.
Berið fram með fersku salati.
Gott er að nota safa af paprikum
og olíu út á salatið. Gott er að
drekka ungt rauðvín með þessum
rétti. ■
' tilboðin
—T* KJÖT & FISKUR QILDIR 20. TIL 27. APRÍL
| Kryddaðar lambaframhryggssneiðar 549 kr.
Kryddaðar svínahnakkasneiðar 680 kr.
Folaldagúllas 490 krTj
Hreinsuð svið 269 kr.
2 kg Minel þvottaefhi 299 kr.
18 stk. kókómjólk, (30 kr. 'A Itr.) 540 kr.
10-11 BÚÐIRNAR QILDIR 18. TIL 26. APRÍL
Frosin ýsuflök 1 kg 298 kr.;
Örafiskibollur 1/1 dós 179i kr.
i Úrvals súpukjöt 1 fl. 398 kr.l
AB-mjólk 1 Itr. 85 kr.
Maxwell House kaffí 'h kg 368 kr.|
Sólskinsmúslí 1 kg 198 kr.
Sumargjöfin myndbandsspóla I
Jafar snýr aftur 1598 kr.
NÓATÚNSBÚÐIRNAR QILDIR 20. TIL 23. APRÍL
I Lambalæri kryddað 1 kg 699 kr.|
Reykt folaldakjöt 1 kg 295 kr.
Humar í skel l kg 999 kr.'l
Bonduelle grænar baunir 'h ds. 49 kr.
i Clúb saltkex 1 pk. 57 kr.|
Robin appelsínur 1 kg 89 kr.
[BC epllrauðl kg 99 kr.,
íslenskaragúrkur 1 kg 199 kr.
BÓNUS
Sórvara 1 Holtagöröum
jMottur6litir 99 kr.j
T-bolir 3 saman 499 kr.
| Dömusokkar 45 kr.]
ALBA-stæðan komin aftur 13.970 kr.
| ALBA-karaokestæða 6.900 kr.j
Verkfæri í kassa 297 kr.
Brauðríst m /beyglugrilli Hrærivél meðskál 1.687 kr.] 2.190 kr.
BÓNUS QILDIR 18. TIL 27. APRÍL
Grape 1 kg 35 kr.j
Gulrætur 1 kg 39 kr.
Club kex 7 stk. 99 kr.
Hamb. 4 stk. m/brauði 199 kr.
Saltines saltkex 400 g 79 kr.j
Egils kristall 0,51 55 kr.
Herseys súkkulaði 2 stk. 57 kr.j
WC-pappír4rúllur 47 kr.
HAOKAUP Skeifunni, Akureyri, Njarðvik, Kringlunni - QILDIR19. TIL 26. APRÍL - matvara
Þurrkr. lambakótilettur frá Borgarnasi 699 kr.
McVities fourré kex 2 teg. 1 pk. Gulrætur hoilenskar 1 kg, pr. poki 89 kr. 59 kr.j
Áppelsínur frá Kaliforníu 1 kg 69 kr.
Húsavíkurjógúrt 'h Itr. 74 kr.
Italskar ömmu pizzur 3 teg. Lotus eyrnapinnar 2 box + fylling Agúrkur íslenskar 1 flokks, 1 kg 229 kr. 299 kr. j 199 kr.
ÞÍN VERSLUN Plúsmarkaðir Grafarvogl, Grímsbæ og Straumnesi, 10/10 Hraunbæ, Suðurverl og Norðurbrún, Austurver, Brelðholts kjör, Garðakaup, Melabúðin, Hornið, Selfossl, og Sunnukjör. QILDIR TIL 22. APRÍL
Úrbeinað hangilæri 998 kr.
Sperglarheilir425g 169 kr.
! Borgarnespízza 3 teg. 289 kr.j
Vogaídýfur allar bragðtegundir 89 kr.
I Maarud snakk m/osti og lauk 250 g 219 krJ
Orvilleörbylgjupopp 95 kr.
Kókómjólk V4 Itr. 33 kr.!
Sýrður rjómi 18% 108 kr.
FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 17
Þú og þínir eru velkomnir í
ísveisluna okkar á Ingólfstorgi
í dag. Þar færð þú tvo
Dairy Queen ísa í brauðformi
með dýfu á verði eins.
Dairii
Queen