Morgunblaðið - 25.04.1995, Síða 17

Morgunblaðið - 25.04.1995, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 17 FRÉTTIR; EVRÓPA Mikilvægasti fiskveiði- samningur ESB í uppnámi 650 bátar rekn- ir burt úr land- helgi Marokkó? Brussel. Reuter. EVRÓPUSAMBANDIÐ reyndi í gær til þrautar að ná samkomu- lagi við ríkisstjóm Marokkó um framlengingu mikilvægasta físk- veiðisamnings ESB, sem 28.000 spænskir og portúgalskir sjómenn og fiskverkamenn byggja afkomu sína á. Náist ekki samkomulag fyrir mánaðamót, verða 650 bátar frá Spáni og Portúgal reknir burt af gjöfulum fiskimiðum í landhelgi Marokkó. Um helgina var stál í stál í við- ræðum samningsaðila. „Staðan er mjög erfíð ... Marokkómenn heimta miklu meira en við getum látið af hendi,“ sagði talsmaður framkvæmdastjómar ESB. Emma Bonino, sem fer með fískveiðimál í framkvæmdastjórn- inni, átti í gær að hitta forsætis- ráðherra Marokkó, Abdellatif Fil- aldi, og sjávarútvegsráðherrann, Mustafa Sahel, á fundi í Rabat til að reyna að leysa málið. Marokkómenn vilja vemda fiskistofna innan lögsögu sinnar, en þeir telja þá nú eiga undir högg að sækja. Evrópusambandið hefur gert fískveiðisamninga við Ma- rokkó allt frá árinu 1988 og greið- ir nú um átta milljarða íslenzkra króna á ári fyrir kvóta í ýmsum tegundum, þar á meðal sardínu, túnfíski, smokkfíski og rækju. Marokkó í fullum rétti Marokkó vill fækka skipum ESB, sem hafa aðgang að fisk- veiðilögsögunni, um helming og skera kvóta sambandsins niður um 30 til 65 af hundraði. Markmið stjómvalda er að tryggja marok- kóskum fískimönnum nægan afla til framtíðar. Einvörðungu er um að ræða stofna, sem halda sig innan lög- sögu Marokkó, og þjóðréttarleg staða í deilunni er því skýr, ólíkt því sem gerðist í deilu ESB við Kanada. „Marokkó hefur fullan rétt [til að gera áðumefndar kröf- ur] samkvæmt þjóðarétti," segir heimildarmaður Reuters innan ESB. Fiskveiðistefnu mótmælt FISKIMENN frá Cornwall í Bretlandi mótmæla sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins í Plymouth fyrir nokkrum dögum. Á fundi fiskimannanna töluðu meðal annarra fulltrúar herferðar undir slagorðinu „björgum brezkum fiski“. Sumir fundarmenn klæddust skyrtum með mynd af kanadíska fánan- um til að sýna samstöðu með Kanadamönnum í fiskveiðideilu þeirra við Spán og Evrópusambandið. Dave Pessell, varafor- maður Bandalags sjómannafélaga á Bretlandi, sagði að mið- stýrt skrifræði væri óvinur sjómanna í ESB. Lausnin væri fólg- in í að sérhvert aðildarríki hefði sína 200 mílna lögsögu, sem það stjórnaði sjálft. Evrópusambandið styður Kína í WTO • LEON Brittan, sem fer með viðskiptamál í framkvæmda- stjórninni, sagði á blaðamanna- fundi í Peking, að ESB styddi umsókn Kína um aðild að Al- þjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Hann sagði hins vegar að ef Kínverjar ættu að eiga möguleika á aðild yrðu þeir að draga úr viðskiptahindrunum. • NORÐMENN sjá ekki eftir að hafa hafnað Evrópusam- bandsaðild i nóvember sl. sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun. Sögðust 56% kjósenda vera and- víg aðild en 44% vildu að Norð- menn gerðust aðilar að ESB. • ÍRSKÁ flugfélagið Ryanair hefur lýst yfir andstöðu við þá ákvörðun framkvæmda- stjórnarinnar að heimila írsk- um stjórnvöldum að styrkja ríkisflugfélagið Aer Lingus fjárhagslega þrátt fyrir að Lingus hafi ekki staðið við þau skilyrði, sem upphaflega voru sett fyrir aðstoðinni. • BUIST er við að fram- kvæmdastjórnin endurnýi á miðvikudag umdeilda undan- þágu bifreiðasölufyrirtækja frá samkeppnisreglum sambands- ins. ■ FRABÆRT VERÐ A FJALLAH JOLU M Ódýrustu 21 gírs hjólin á markaönum 21 gírs BRONCO meðfullkomnum útbúnaði. SHIMANO/SUNTOUR gírar, álgjarðir, átaks- bremsur, standari, keðjuhlíf, gírhlíf og brúsafest- ing. Herra- og dömustell. Verðið er ótrúlegt, kr. 25.900, stgr. 24.605 Fjallahjói fyrir yngri krakka: 16" fyrir 5 ára, kr. 11.900, stgr. 11.305 20" fyrir 6 ára, kr. 12.900, stgr. 12.255 20" 6 gíra, kr. 17.500, stgr. 16.625 Hjólln eru afhent samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæðl. Árs ábyrgð og frf upp- hersla eftir einn mánuð. Varahlutir og við- geröir. Vandið valið og verslið í sérverslun þar sem þjónustan er. 18 gíra BRONCO með fullkomnum útbúnaði. SHIMANO SIS gírar, álgjarðir, átaksbremsur, standari, keðjuhlíf, gírhlíf og brúsafesting. Herra- og dömustell. 24", verð aðeins kr. 20.500, stgr. 19.475 26", verð aðeins kr. 20.900, stgr. 19.855 Við bjóðum mesta úrval landsins af fjallahjólum: Yfir 30 geröir af 21 gírs hjólum. Yfir 20 geröir af 18 gira hjólum. Símar: 35320 688860 Ármúla 40 l/érslunin A\m D M S K E I Tungumál fyrir sumarið -12 kennslustundir Enska Cheryl Hill Stefánsson Robert Stephen Robertson Danska Magdalena Ólafsdóttir Sænska Adolf H. Petersen Þýska Bernd Hammerschmidt Spænska Elisabeth Saguar ítalska PaoloTurchi Franska Ingunn Garðarsdóttir íslenska fyrir útlendinga Inga Karlsdóttir Alma Hlíðberg Tómstuiiriir uc| lislir Myndlist 24 st. Ingiberg Magnússon Má.og mi. kl 19-22 Glerskurður Tiffany's 25 st. Glerbræðsla 25 st. Björg Hauksdóttir Skrautritun 10 st. Þorvaldur Jónasson Þri. og fi. kl. 18-19:30 Ljósmyndataka 18 st. Skúli Þór Magnússon Þri. ogfi. kl. 18-20:15 og lau. kl. 10-15 Vídeótaka á eigin vélar 12 st. Sigurður Grímsson Helgin 20.-21. maí kl. 10-15 Nuddnámskeið 16 st. RagnarSigurðsson Má. og mi. kl. 19-22 Fluguhnýtingar 12 st. Lárus Guðjónsson Má.ogfi. kl. 20-22:15 Austurlensk matargerð 4 st. í samstarfi við Vöku /Helgafell Veronika S.K. Palaniandy Pri. 23. maíkl. 18-21 Söguferðir með Jóni Böðvarssyni - Njáluferð, lau. 13. maí - Grettissöguferð, helgin 19. til 21. maí Tómstiiiidas/a nu u Raikdm ng muhvcríi Vorverkin í garðinum 5 st. Hafsteinn Hafliðason Lau. 6. maí kl. 13-16:45 Mat-og kryddjurtir 12 st. Hafsteinn Hafliðason Mi.kl. 19:30-21:45 Villtar jurtir og grasasöfnun 14 st. Einar Logi Einarsson Má. 22. og mi. 24. maí kl. 19:45-22 ogferð lau. 3. júní. Námskeið fyrir börn í maí og júní Tónlistarleikir fyrir ungabörn 12 st. maí Helga Björg Svansdóttir Þri. og fi. 9:30-10:45 Enska 18 st. Cheryl Hill Stefánsson Linda Walker 6.-15. júní nema fö. kl. 10-12 Leiklist 18 st. Margrét K. Pétursdóttir 6.-15. júnínema fö. kl. 10-12 Myndlist fyrir börn 18 st. Guðbjörg Jónsdóttir 6.-15. júní nema fö. kl. 10-12 Grensásvegi16A 9 Sími: 588 72 22

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.