Morgunblaðið - 25.04.1995, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 21
NOKKRIR úr hópnum sem standa að uppfærslu á söngleiknum
Jósep í leikhúsi Tjarnarbíós í sumar.
Söngleikurinn Jósep
og Light Nights
STARFSEMI Ferðaleikhússins í
leikhúsi Tjarnarbíóis verður
mjög fjölskrúðug í sumar. Boðið
verður upp á hinar hefðbundnu
sýningar Light Nights þar sem
atriði úr sögu íslands svo ogþjóð-
sögur verða sviðsettar. Fleiri
þátttakendur en fyrr koma nú
fram í þessum sýningum, svo og
verða atriði endurnýjuð og end-
urbætt.
Jafnframt eru æfingar að hefj-
ast á söngleiknum Jósep og lit-
skrúðugi frakkinn hans eftir
Andrew Lloyd Webber og Tim
Rice. Þetta er fyrsta verk þeirra
félaga og er af mörgum álitið
eitt skemmtilegasta verk er þeir
sömdu saman. Þessi söngleikur
hefur farið sigurför um heiminn,
verið margoft sýndur bæði í
Bandaríkjunum og í Englandi,
nú síðast í West End í London
þar sem hann gekk fyrir troð-
fullu húsi áhorfenda í rúm þijú
ár. Jósep hefur ekki verið sýndur
áður í Reykjavík, en hefur verið
færður upp í Tónlistarskóla
Keflavíkur og einnig í Verk-
menntaskólanum á Akureyri.
Þessar uppfærslur báðar nutu
geysi vinsælda.
Uppfærslunni í leikhúsi
Tjarnarbíós er stjórnað af lista-
mönnunum, Kristínu G. Magnús,
leikstjóra, Michael Jón Clarke,
tónlistar- og söngstjóra, og David
Greenall frá íslenska dansflokkn-
um semur dansana.
I aðalhlutverkinu Jósep er leik-
arinn Eggert A. Kaaber, en sýn-
ingin er mannmörg, á milli 20
og 30 manns taka þátt í henni.
Þetta verk er sérstaklega fært
upp til að gefa ungu hæfileika-
fólki tækifæri til að koma fram.
Sérstaklega er haft í huga að
veita atvinnulausu skólafólki og
öðru atvinnulausu fólki vinnu við
sitt hæfi í leikhúsi. A morgun,
miðvikudagskvöld kl. 20 fer fram
raddprófun, vegna Jóseps.
Það skal tekið fram að söng-
leikurinn Jósep verður færður
upp með íslenskum texta eftir
Þórarin Hjartarson.
Light Nights er leiksýning, þar
sem Kristín G. Magnús, leikkona,
fer með aðalhlutverk, en henni
til aðstoðar, svokölluð lifandi
leikmynd, er túlkuð af áhuga-
fólki.
Það sem er sameiginlegt með
þessum uppfærslum er að sögu-
maður segir sögur sem birtast á
sviði í leik, dansi og söng. Efnið
úr Jósep er upprunalega tekið
úr Biblíunni (Mósebók).
Umræður um fjárhagslega að-
stoð frá Reykjavíkurborg við
þessi verkefni hafa staðið yfir frá
því í ágúst á sl. ári, bæði við fram-
kvæmdasljóra ITR, borgarsljóra
og borgarráðsmenn.
Gagnstæður
MYNDLIST
Kjarvalsstaöir
RÝMISLIST
MAGNÚSTÓMASSON.
Opið alla daga frá)0-18. Til 7. maí.
Aðgangur 300 kr. Ókeypis fyrir eldri
borgara. Sýningarskrá 1600 kr.
MAGNÚS Tómasson hefur lengi
verið í fremstu röð íslenzkra rýmis-
listarmanna og fjölhæfni hans við-
brugðið. Upprunalega hugðist hann
verða málari og nam við listakadem-
íuna í Kaupmannahöfn, en síðar
hneigðist hann að gerð rýmisverka
hvers konar, sem lengi vel voru lítil
og fíngerð og í ætt við það sem
fékk á sínum tíma sérheitið „Visual
Poetry" eða sýniljóð. Viðhorf hans
breyttust nokkuð við gerð hinnar
stóru og margfrægu flugu, sem
fyrst var sýnd á útisýningu Mynd-
höggvarafélagsins fyrir framan Ás-
mundarsal, ef ég man rétt. Hún var
í fyrstu tæknilega nokkuð ófullkom-
in en er mun sterkara verk og hrif-
meira í seinni tíma endurgerð.
Á undanförnum árum hafa verk
Magnúsar stöðugt verið að stækka
og hann hefur meira og meira leitað
í næsta umhverfi sitt í leit að fersku
myndefni, sem teljast hárrétt
stefnumörk. Einkum hefur hann
látið heillast af gijótblökkum, sem
hvíla á undirstöðum úr smíðastáli
sbr. Amlóða (1990-92), sem er eins
og ferfætt fornsögulegt skordýr eða
jafnvel kónguló í yfirstærð úr stáli
og grjóti, og Grettistak á þrem þrí-
hymdum stálfótum, sem er fyrir
faman elliheimilið á Akranesi og
fellur þar yfirmáta vel að umhverf-
inu. Bregður svo jafnvel risablökk
yfir höfuð vegvillts möppudýrs, sbr.
ÞREYTTIR indjánar, 1994-95. Þijár stuðla-
bergssúlur og ryðfrítt stál. Mesta hæð 225 sm.
„Minnismerki óþekkta embættis-
mannsins“ (1994), en þessi verk eru
ekki á sýningunni en eru kynnt með
litmyndum í sýningarskrá.
Það er vel til fundið að kynna
ný verk Magnúsar í miðrými Kjar-
valsstaða, þótt svo hin stærri verk
hans njóti sín þar engan veginn, og
væru mun betur sett úti undir berum
himni eða jafnvel í vestri sal, en þá
með sérhannaðri lýsingu og ein-
hveiju undirlagi sem drægi úr áhrif-
um hins hlutdræga parkettsgólfs.
Sagt er um listamanninn, að verk
hans séu gædd frásagnarlegu ívafí,
sem verður að teljast mikið rétt, og
ekki þarf að fara í grafgötur um
kímnina í þeim, sem oftar en ekki
er í senn beinskeytt og markviss
og þannig séð ágætlega jarðtengd.
Það segir okkur svo aftur, að hún
er kominn til að vera en er ekki
lúmsk og léttvæg glettni augna-
bliksins eins og svo margt í list
dagsins. Maður getur t.d. lengi velt
vöngum yfír verk-
inu „Þreyttir indj-
ánar“ (1994-95),
því að það býr ekki
einungis yfir form-
og efnislegum and-
stæðum, heldur
einnig frásagnar-
legum víddum og
tilvísunum í tíma og
rými. Segir manni
svo margt í ein-
faldri, en snjallri
útfærslu. Mann-
dómurinn virðist
svo í lagi, eins og
vera ber, í verkun-
um “Oddiseifur" 1
og 2, en þar vísar
annars vegar
stuðlabergssúla, en
hins vegar trédrumbur skáhallt til
himins. Þær hvíla á ryðguðum keilu-
og turnformuðum stálfleini sem
sorfinn er í oddinn sem eins og gref-
ur sig inn í upprisuformið. Verkin
standa svo í aflöngum ferhyrndum
kerum með lágum börmum sem
fyllt eru af vatni, möl og gijóti.
Smærri verkin eru sem myndljóð
úr ævintýrum, en öll eiga þau það
sameiginlegt að áhersla er lögð á
efnislegar andstæður og jafnframt
að stefna hlutgerðri smíð gegn nátt-
úruformum svo úr verði eins konar
tvírætt samræmi.
Hér er á ferð mjög hugmynda-
fræðileg list af lífrænna taginu, sem
sækir forsendur sínar og vísanir
jafnt á íslenzkan sem alþjóðlegan
vettvang. Ágætt kynningarrit fylgir
framkvæmdinni ásamt stuttum og
skilvirkum formála Ólafs Gíslason-
ar, en bandið er ekki alveg hnökra-
laust.
Bragi Ásgeirsson.
&
J J
fimmtudaginn 27. apríl, kl. 20.00
Hljómsveitarstjóri: Owain Arwel Huges
Einsöngvari: Ingibjörg Guðjónsdóttir
Owain Arwel Huglies
Efnisskrá:
Vinsælar óperuaríur, forleikir og fleira.
Ingibjörg Guðjónsdóttir ■
Miöasala á skrifstofutíma og viö innganginn viö upphaf tónleika. Greiöslukortaþjónusta
111
i i
Lll L
LÍFEYRISSJÓÐURINN
EINING
-framlag þitt til framtíðar