Morgunblaðið - 25.04.1995, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Vargas Llosa hlýtur
Cervantes-verðlaunin
JÓHANN KarJ Spánarkonungur
árnar rithöfundinum Mario
Vargas Llosa heilla eftir að hafa
afhent honum Cervantes-verð-
launin í gær. Umrædd verðlaun
eru kennd við höfund Don Kí-
kóta, Miguel de Cervantes Sa-
avedra og eru þau eftirsóttustu
í heimi spænskra bókmennta.
Athöfnin fór að venju fram í
húsakynnum háskólans í Alcala
de Henares sem var heimabær
Cervantes. Vargas Llosa er
fæddur í Perú en fékk spænskan
ríkisborgararétt á dögunum.
Prívat eilífð
IEIKIISI
Leikfélag
Hveragerðis
KLUKKUSTRENGIR
eftir Jökul Jakobsson
Leikstjóri: Anna Jórunn Stefánsdótt-
ir Leikendur: Svala Karlsdóttir, Mar-
ia Kristjánsdóttir, Vilborg Þórhalls-
dóttir, Stefán Pétursson, Jóhann Sig-
10*08800, Pétur Pétursson, Guðjón
Bjömsson Hótel Ljósbrá, Hvera-
gerði, 22.04.
ALLIR leita að einhveiju eða ein-
hveijum til að fylla upp í tómarúmið
í sjálfum sér. Fæstum hugkvæmist
að hlaða í það með sér sjálfum. í
þessu ágætlega samtímalega leikriti
Jökuls Jakobssonar gapir þetta
tómarúm við áhorfendum um leið og
þeir beija sundurleitan hópinn á svið-
inu augum. Texti Jökuls, beittur,
stundum margræður, stundum
háðskur en samt engan hatandi, skil-
ar þessu til okkar ekki síst í gegn
um gaphúsið á ekkjunni Jórunni, sem
glennir það ógurlega þar tii Almætt-
ið sér aumur á okkur öllum og gerir
hana klumsa.
Jórunn sækist eftir því yfirskilvit-
lega og má engan tíma missa. Alla-
vega dugir henni ekkert minna en
kraftaverk. Henni iíst líka vei á
endurholdgunarhugmyndina. En
fullkomnunartrippið tók Gautama
Búdda, samkvæmt nákvæmum út-
reikningum talnaglöggs búddista, til-
tekna tímaeiningu sem er skilgreind
sem talan einn fyrir framan 352 sept-
illjónir kílómetra af núllum, og var
hvert núll 0.001 kílómetri að lengd
(Septilljón er talan einn með 42 núll-
um). Hinsvegar eru áhöld um hvort
Jórunn hefði eirð í sér til að bíða á
rauðu ljósi. Rannveig og orgelstillar-
inn trega mjög að hafa ekki brugðið
sér saman til Kabúl í Afganistan.
Um þessar mundir mun vandfundinn
heppilegri staður fyrir vestrænt fólk
sem vill flýta sér í endurholdungar-
ferlinu. Kristófer vesalingurinn held-
ur að sannleikann sé að fínna í bók-
um. Menntamaðurinn Haraldur veit
betur. Hann hefur spreytt sig á kakt-
usarækt en vill fækka þymum og
hugar nú að konum. Læla og Eirík-
ur, ungmennin tvö, undirstrika svo
annað meginþema verksins, þá freu-
dísku tilgátu að alls' staðar leynist
kynhvötin undir og stjómi gerðum
okkar.
Klukkustrengir eru því að minnsta
kosti tvíhyggjuverk. Það er þægilegt
að þurfa ekki að kokgleypa boðskap
og þrælgaman að rifja upp tilvistár-
bollaleggingar. Þetta er stofuleikhús
og þess vegna íhaldssamt. Það veitir
áhorfendum aflausn þegar þeir skella
upp úr við að þekkja sjálfa sig á
sviðinu.
Og stofan er hreint afbragð f þess^
ari uppsetningu Leikfélags Hvera-
gerðis í hótelinu Ljósbrá. Hreinn
horror. Jómnn hefur stúkað af sitt
eigið tómarúm með röndóttu bet-
rekki (leikritið endurvekur tíma orðs-
ins) sem minnir á fangelsisrimla.
Teppið á gólfinu er lambadrallugult,
lappirnar á stólunum úr renndum
viði, kertið í stjakanum bleikt, ramm-
ar utan um biblíumyndir á veggjum
gylltir, klukkustrengimir bróderaðir
(auðvitað gerist ekkert þegar kippt
er í þá: okkar klukka er þögnuð) og
ekki má gleyma sófaplussinu sem
aldrei verður rykhreinsað svo vel sé,
hvorki í þessari tilvera né þeirri
næstu. Þetta er stofa þar sem (h)eldri
konur átta sig á því að lífið er til
einskis; stofa þar sem náttúralausir
kallar eigra um gólf og taka snúss.
Ekki er ástæða til að nefna einn leik-
ara í sýningunni öðrum fremur. Þeir
standa sig allir vel og Anna Jórann
Stefánsdóttir leikstjóri hefur auð-
heyrilega hjálpað þeim til að sýna
virðingu sína fyrir textanum með því
að tryggja að hann heyrist glögg-
lega. Mikla hæfileika þarf til að skil-
greina persónu á sviði, aga og
reynslu atvinnumannsins til að láta
hana lifna svo að þagnir lýsi hugará-
standi og handarhreyfing hundrað
orðum. Klukkustrengjum hæfir betur
meiri hraði, einkum eftir hlé, en var
á framsýningu. Inn- og útkomur á
sviði verða að bera í sér tilgang, sjálf-
sagða einbeitni og fleyta þar með
framvindunni áfram. Búningamir
vora í tímanum og hárgreiðslan líka.
Þessi sýning er ánægjuleg.
Umfram allt er ánægjulegt að
verða þess var, I Hveragerði og ann-
ars staðar, að leikhúsfólk sinnir nú
oftar en áður sjálfsagðri og gleði-
legi'i skyldu sinni við Jökul Jakobsson
og áhorfendur með því að sviðsetja
verk hans. Jökull var nefnilega þann-
ig leikskáld að hverri kynslóð er
hollt að skyggnast inn í hugarheim-
inn sem hann skóp og lét okkur eft-
ir til að halda lifandi.
Guðbrandur Gíslason
Skagfirskur
alþýðusöngnr
TÓNLIST
Langholtskirkja
SKAGFIRSKA
SÖNGSVEITIN
Flutt voru íslensk og erlend kórlög.
Einsöngvarar Arni Eiríksson,
Guðmundur Gíslason, Guðmundur
Sigurðsson og Svanhildur
Sveinbjörnsdóttir. Píanóleikari
Vilhelmína Ólafsdóttir. Stjómandi
Björgvin Þ. Valdimarsson.
Fimmtudaginn 20. apríl 1995.
TÓNLEIKAR Skagfirsku söng-
sveitarinnar vora að mestu leyti til-
einkaðir alþýðutónlist og hófust á
því að sumri var fagnað með gamal-
kunnu lagi eftir Ibsen, Þú vorgyðjan
svífur, Hver á sér fegra ættarland,
eftir Emil Thoroddsen og Yfír voru
ættarlandi, eftir Sigfús Einarsson,
komu næst og voru þéssi lög fallega
sungin og vel mótuð af hendi stjórn-
andans. Næstu fímm lög á efnis-
skránni era ákaflega lítilfjörlegar
tónsmíðar, nema þá helst eitt lag
eftir söngstjórann, Höfðingi smiðj-
unnar, við kvæði eftir Davíð Stefáns-
son. Þrátt fyrir að lagið sé nokkuð
laust í formi, brá fyrir „dramatík"
en einsöng í laginu framdi ungur
bassasöngvari, Asgeir Eiríksson, en
hann stundar söngnám hjá Snæ-
björgu Snæbjamardóttur og verður
fróðlegt að fylgjast með söngferli
þessa efnilega söngvara.
Erlendu lögin á efnisskránni voru
Lofsöngur eftir Beethoven, Sanctus
Sá einn er
TÓNLIST
Gcrðarsafn
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Alina Dubik messosópran og Úlrik
Ólason, píanóleikari, fluttu söngverk
eftir Strauss, Chopin, Tsjajkovskí,
Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Halldórs-
son, Saint-Saens, Verdi og Donizetti.
Laugardaginn 22. aprfl 1995.
ALINA Dubik hefur í nokkur ár
búið og starfað hér á landi og tekið
m.a. þátt í óperaflutningi, er hún
söng eina af „dömunum" í Töfra-
flautu Mozarts. Ágætur söngur
hennar í þessu kvennatríói var það
eina sem flestir þekktu til hennar
sem söngvara, þar til á tónleikunum
sl. laugardag, í Gerðarsafni, að hún
„slær í gegn“ með frábæram söng
sínum. Rödd hennar er ein stór, jöfn
og djúphljómandi tónsúla allt tón-
sviðið. Túlkun hennar er nokkuð yfír-
veguð en ákaflega hlý, sem kom
mjög vel fram í sex ljóðum eftir
Strauss. Má vera að varfæmin hafí
verið meira áberandi fyrir þá sök að
undirleikarinn Úlrik Ólason var
stundum nokkuð þunghentur og hef-
ur auðheyrilega litla reynslu í þeirri
vandasömu tónmótun, sem einkennir
píanóundirleikinn hjá Strauss. Þessa
gætti nokkuð í lögum eins og All-
eftir J.A. Hiller, Þér vil ég syngja,
eftir Handel, Locus iste, eftir
Brackner og Agnus Dei, eftir Bizet,
með Guðmund Gíslason sem ein-
söngvara. Locus iste var best sungið
af kórnum og Guðmundur Gíslason
skilaði sínu vel í lagi Bizet, þó helst
til með of miklum þrótti. Þetta lag er
í eðli sínu „lýrísk" og viðkvæm bæn,
sem „bel canto“ söngmáti á einkar
vel við.
Á eftir, Sjá dagar koma, lagi Sig-
urðar Þórðarsonar, sem var ágætlega
sungið af kórnum, kom lagið Á leið
til Mandalay, frægur slagari, sung-
inn við þýðingu, sem er aldeilis
hræðilegur leirburður. Einsöngvari
var hinn efnilegi bassasöngvari, Ás-
geir Eiríksson, sem átti nokkuð erf-
itt á köflum með að halda í við sterk-
an söng kórsins. Tónleikunum lauk
með Kaldalónssyrpu og þar sungu
Guðmundur Gíslason og nafni hans
Sigurðsson einsöng af smekkvísi og
síðata lagið, sem var Ave María,
söng svo raddþjálfari kórsins, Svan-
hildur Sveinbjörnsdóttir, ágætlega.
Tónleikamir í heild voru fallega
framfærðir og hljómur kórsins í heild
mjög góður, þó merkja mætti á
stundum, að sópraninn ætti til í hárri
tónstöðu, að liggja neðarlega í tónin-
um. Bestu lög kórsins vora Hver á
sér fegra föðurland, Locus iste, Sjá
dagar koma og Kaldalónssyrpan, þar
sem söngstjórinn Björgvin Þ. Valdi-
marsson náði að móta söng kórsins
mjög fallega og naut góðrar aðstoðar
undirleikarans, Vilhelmínu Ólafs-
dóttur.
Jón Ásgeirsson
þekkir þrá
erseelen, Zueignung og sérstaklega
í Stándchen en einnig hvað varðar
mótun í tónblæ í snilldarverkunum
Morgen og Die Nacht.
I þremur fallegum lögum eftir
Chopin var samleikurinn góður sér-
staklega í lagi sem heitir Meyjarósk
en Alina söng Chopin lögin einstak-
lega fallega. Sá einn er þekkir þrá,
eftir Tsjajkovskí, var frábærlega vel
sungið, svo að tók til hjartans og
sama má segja um íslensku lögin
Erlu, eftir Sigvalda Kaldalóns, og
Vögguljóð, eftir Sigfús Halldórsson.
Það var svo í óperaaríunum, þar sem
rödd hennar blómstraði, bæði í hljóm
og túlkun. Aríurnar vora Mon coeur,
úr Samson og Dalila eftir Saint-
Saéns, Re dell'abisco úr Grímudans-
leiknum eftir Verdi og Oh, mio Fern-
ando, úr La Favorita eftir Donizetti,
allt stórkostleg tónverk, sem Alina
Dubik söng af glæsibrag.
Alina Dubik er afburða góð söng-
kona, er svo sannarlega á erindi við
samleik hljómsveitar og væntanlega
verður ekki langt að bíða þess, að
henni bjóðist tækifæri til að sýna
hvers hún er megnug. Þrátt fyrir að
Úlrik Ólason hafí ekki mikla reynslu
í undirleik og hans sérgrein sé orgel-
leikur, er hefur áhrif á píanóáslátt-
inn, stóð hann sig vel að mörgu leyti,
t.d. í erfíðum verkum eins aríu Dal-
ilu og í Stándchen.
Jón Ásgeirsson
Ameríkumaður í París
KVIKMYNDIR
Rcgnboginn
PARÍSARTÍSKAN
„PRET-A-PORTER“ ★ ★
Leikstjóri: Robert Altman. Aðalhlut-
verk: Sophia Loren, Marcello
Mastroianni, Julia Roberts, Tim
Robbins, Kim Basinger, Stephen
Rea, Lauren Bacall, Anouk Aimee,
Lili Taylor, Sally Kellerman, Tracy
Ullman, Linda Hunt, Rubert Eve-
rett, Forest Whitaker, Lyle Lovett.
Miramax Films. 1994.
ÓMÖGULEGT er annað en að
bera nýjustu mynd Robert Alt-
mans, Parísartískan eða „Pret-a-
porter“ í Regnboganum, saman við
tvær síðustu myndir leikstjórans,
Leikmanninn og Klippt og skorið,
og það verður að segjast eins og
er að hún kemur heldur illa út í
þeim samanburði. Altman byggir
tískumyndina sína upp á mjög svip-
aðan hátt og hinar tvær enda meist-
ari hins margflókna frásagnarstíls
þar sem f|'öldanum öllum af sögum
og persónum er splæst saman í eina
víðfeðma heildarmynd. En einhvern
veginn gengur formið ekki upp í
París. Þótt margt skondið megi
finna innan um og saman við eru
sögurnar hans ekki nógu spennandi
eða fyndnar til að halda upp rúm-
lega tveggja tíma mynd.
Parísartískan er farsi og meint
sem háðsádeila á tískuheiminn sér-
staklega, fólkið, fötin og frægðina,
en um leið almennt á yfirborðs- og
sýndarmennsku og hvar er betra
sögusvið fyrir það en tískuhúsin I
París? Eins og í Leikmanninum
hefur Altman fengið hóp frægra
kvikmyndaleikara og þátttakenda I
tískubransanum til liðs við sig og
kvikmyndað á raunverulegum
tískusýningum, sem vill svo til að
era skemmtilegustu atriði myndar-
innar (Björk bregður fyrir eitt and-
artak að sýna föt frá að líkindum
Gaultier).
Á meðal leikara í áberandi hlut-
verkum eru Tim Robbins (ómiss-
andi hjá Altman) og Julia Roberts,
sem þekkjast ekki en deila hótelher-
bergi alla myndina; Marcello
Mastroianni og Sophia Loren eru
fomt kærastupar, sem hittist aftur
eftir mannsaldur; Tracy Ullman,
Linda Hunt og Sally Kellerman
leika ritstjóra tískutímarita á hött-
unum eftir skemmtilega ómerkileg-
um írskum tískuljósmyndara, sem
Stephen Rea leikur; Kim Basinger
er gersamlega heilalaus tískufrétta-
maður sem gapir upp í frægðina;
Lauren Bacall selur kúrekastígvél;
Forrest Whitaker er hommi sem
kallar Lagerfeld þjóf (þar með varð
myndin ekki sýningarhæf í Þýska-
landi); Anouk Aimee er ein fárra
tískuhönnuða sem ekki er skrípa-
mynd; Richard E. Grant er einkar
ýkt skrípamynd af tískuhönnuði og
svona mætti lengi telja.
Nema myndin verður aldrei sér-
lega innblásin af skemmtilegheitum
og fyndni þrátt fyrir allt þetta lið.
Skopið verður í flestum tilvikum
annaðhvort of yfirgengilegt eða
andlaust til að virka jafnvel fyrir
farsa eins og þennan og nægir að
nefna söguna af Robbins og Ro-
berts, sem gera lítið annað en að
veltast um í rúminu. í fyrri myndum
hans tveimur kom gamansemin af
sjálfu sér, hér er hún þvinguð. Það
er ekki annað að sjá en Altman
hafí orðið fórnarlamb tískunnar í
París, eins og svo margir aðrir.
Arnaldur Indriðason