Morgunblaðið - 25.04.1995, Síða 46

Morgunblaðið - 25.04.1995, Síða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens / Hi 7Ór/\ A€> VFf/b /FljortflNÚ 06 \ / BÍÐIÐÍ FLJÓVK NÚj Grettir IfllllFr^lll í—/ GÓ&Atr V {ij; Htc jC\] RASINN, iftl'VCryi Y'é'^v vepöLP.' r pSgP'^l: k]SQS@£®Œ87ofr, piB gf coperííagen //3"— ANPAP' r.Las CA&séP- Tommi og Jenni Smáfólk IM MAKIN6 THI5 VALENTINE FORMY 5U)EET BABBOO... 4\not' YOURSTUPIP 5WEET BABBOOl! Ég er að búa til þetta Valentín- usarkort handa sætakrúttinu mínu... Ég er ekki þetta heimska sætakrútt þitt! Hann er sætakrúttið mitt og ég er sætakrúttakrúttið hans ... Ég hef aldrei heyrt um sætakrút- takrútt! ÞÚ HEFUR ÞAÐ NÚNA! BREF HL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 Félag hrossa- bænda 20 ára 1995 Frá Önnu Droplaugu Erlingsdóttur: ÉG HÉLT að hrossabændur vissu eins og aðrir í landinu að greiðslu- frestur tíðast í flestum viðskiptum. Þess vegna kemur það eins og skratt- inn úr sauðarleggnum þegar menn innan Félags hrossabænda taka sig saman og rægja sr. Halldór Gunnars- son, sem í tuttugu ár hefur lagt mikla vinnu og tíma í markaðsmál fyrir félagsmenn. Það hefur lengi verið 3ja mánaða gjaldfrestur á sjóðagjöldum, þar sem útflytjendur telja auðveldara að selja með þeim fresti. Þetta var gert fyrir löngu til að liðka fyrir sölu. Þann 15. jan. 1995 skulduðu út- flytjendur kr. 10.117.736, tæpar 5 millj. innan gjaldfrests, 2 millj. skuld, sem var samkomulag um gegn tryggingu, og um 3 millj. í víxilinn- heimtu. Það er látið að því liggja að eitthvað sé óhreint í pokahominu, og auðvitað er allt Halldóri að kenna. Hann er oft nefndur formaður en hann er framkvæmdastjóri Félags hrossabænda. Þetta er bara smá dæmi, og þeir sem lesa þessa grein hafa flestir heyrt þann einlita frétta- flutning í þessari ófrægingarherferð, sem á vart sinn líkan í langan tíma. Það er undarlegt að hrossabændur skuli láta svona aðför viðgangast, þvf hér er á ferðinni mál sem er þeim óneitanlega til skammar. Skýringin er ef til vill sú að flest- ir hrossabændur eru uppaldir við gamla pakkhúshugsunarháttinn, þar sem allir framleiddu mjöl og kjöt, og þurftu ekkert að hugsa um sölu eða markaðsmál, einungis að fram- leiða eins mikið og þeir gátu, burtséð frá hagkvæmni eða tilgangi, varan var alltaf fjarlægð. En góðir hálsar, það gerist ekki með hrossin ykkar, hvorki reiðhrossin eða Japanshross- in, sem helst verður að draga með valdi úr sinuhaugum sumra bænda, til að fylla upp í útflutningssamn- inga. Það er ekki að undra þegar afkom- endur pakkhússmanna sameinast, að eitthvað miður gáfulegt komi út úr því, þeir búast kannski við að óhróð- urinn verði niðurgreiddur, eða út- flutningsbætur komi til. Baldvin í Torfunesi hefur staðið í fremstu víglínu í sínu glerhúsi og kastað steinum. Ekki veit ég hvað hann hafði fyrir stafni áður fyrr en miðað við dugnað hans í þessum árásum á séra Halldór Gunnarsson, hefur hann verið ötull í meira lagi. Það er von mín að hann finni sér eitthvað uppbyggilegra að „gelta“ yfir í framtíðinni. Hrossabændur, látum ekki baldinn fola leggja félag okkar í rúst. Við vitum vel hver örlög bíða hrossa sem enginn vill ríða fyrir sakir kergju og hrekkja. í flestum tilfellum eru þau send til Japans og matreidd þar í smáflisum. Standið saman, bjálkann burt. ANNA DROPLAUG ERUNGSDÓTTIR, hrossabóndi, N-Hvammi, Mýrdal. Lifandi myndir af Olafi og Bjarna Frá Jónasi Sig- urgeirssyni: KVIKMYNDA- GERÐIN Alvís er um þessar mund- ir að gera tvo heimildarþætti fyrir sjónvarp um þá Olaf Thors forsætisráðherra og Bjama Bene- diktsson forsæt- isráðherra. Stefnt er að því að gera þessa þætti sem best úr garði og sýna sem flestar þær kvikmyndir sem til eru af þessum stjómmála- foringjum. Þess vegna stendur nú yfir mikil leit að kvikmyndum í fór- um einkaaðila, þar sem þeir tveir koma fyrir, og hafa nokkrar slíkar þegar komið í ljós. Þeir sem kunna að eiga í fómm sínum slík- ar myndir eða vita af þeim, til dæmis myndir úr fjölskylduboðum, myndir frá op- inberum hátíðum, Varðarferðum, ýmsum samkom- um inni eða úti eða frá 17. júní o.s.frv., eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Jónas Sigurgeirs- son sagnfræðing í síma 650813 eða síma 694526. JÓNAS SIGURGEIRSSON Kirkjuvegi 7, Hafnarfirði. Ólafur Thors Bjarni Benediktsson Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i Gagnasafni þess. Morgunbíaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.