Morgunblaðið - 25.04.1995, Síða 47

Morgunblaðið - 25.04.1995, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 47 . BRÉF TIL BLAÐSINS Samstilling lífs og efnis Frá Þorsteini Guðjónssyni: MÉR hefur verið gefin bók, sem | nefnist „Dr. ..Helgi Pjeturss. Sam- | stilling lífs og efnis í alheimi", en útgefandi bókarinnar er Heimspeki- stofa Helga Pjeturss, og er mér bæði Ijúft og skylt að fara um hana nokkrum orðum. Þetta er furðulega mikil bók og merkileg. Ég var búinn að lesa þó nokkuð í henni, þegar mér datt í hug að gá að blaðsíðufjölda, og kom mér á óvart að sjá að þær voru ekki nema 216. Þá datt mér í hug i að draga frá skrár aftanvið og | reyndust þær taka yfir 50 síður. Frumsíður að framan reyndust 10. Bókin er með öðrum orðum aðeins 156 síður - og þó svona geysimikið efni. Eitthvað er þetta nú óvanalegt - en er annars nokkuð athugavert við bók eins og þessa? Hérna virðist allt með felldu. Fjórir viðurkenndir . fræðingar hafa ásamt öðrum áhuga- mönnum tekist á hendur fræðilega '1 könnun á efni, sem einhverra hluta ( vegna hefur mjög verið vanrækt, og á það þó síst skilið. Skal nú stutt- lega greint frá efni bókar og nöfnum höfunda. Bókin hefst á mannlýsingum þeirra Ingibjargar Ólafsdóttur frá Eyvindarholti og Guðmundar Kjart- anssonar jarðfræðings, sem bæði kynntust dr. Helga, hvort ísínu lagi. j Mun minningargrein Guðmundar hafa átt nokkurn þátt í því að hinn I rætni íslenski rógburður, sem alveg | sérstaklega beindist gegn persónu dr. Helga á þeim árum, náði aðcins takmörkuðum skriði fyrst eftir lát hans, enda þótt síðar væri reynt að vekja slíkt upp að nýju. - Þvi miður varð Guðmundi það á, í hinum merku eftirmælum sínum, að draga í efa náttúrufræðilegt gildi heim- speki dr. Helga, og er þó ekki um 4 að sakast eftir á; slíkur var tíðarand- inn; én þó lét Guðmundur fáum I árum síðar svo um mælt, að hann | vissi enga fullnægjandi skýringu á eðli drauma aðra en hina nýölsku. Og um tök dr. Helga á náttúru- fræði þarf enginn að efast, sem þekkir jarðfræðirannsóknir hans. Af hinum nýju greinum ritsins stendur fremst „Störf og þróun hugmynda dr. Hclga Pjeturss 1895-1948“ eftir Elsu Vilmundar- 4 dóttur, jarðfræðing. Er þar i fyrstu rakið jöfnum höndum jarðfræðistarf « dr. Helga og heimspekinám hans | samfara heimspekitilraunum. En af hinum 14 þáttum þeirrar ritgerðar er lengsti kaflinn nefndur „í „sjón- arturni Verðandi-heimspekinnar" “. Ég hefði frekar kosið að skrifað væri: verðandispekinnar, því að verðandi er hjá dr. Helga jafnan sama og framþróun, evolutio, og auðvitað ekki einbundin við líffræði- | hugsun Lamarcks og Darwins, held- . ■ ur einnig við Huxley og Spencer, ** Haeckel og Wallace, Nietzsche og | Bergson, og fjölmarga aðra, sem dr. Helgi þekkti eins og fingurna á sér og gaf þeim heiðursheitið verð- andispekingar, evolutionistar. Allir bestu heimspekingar aldamóta- tímans voru verðandispekingar, evolutionistar, en saga heimspek- innar og lífsins á 20. öld er hin sorg- lega saga þess, að hugsunin brást. | Enda var ráðning gátunnar óvænt- ari en nokkurn varði, og reyndar j niun auðskildari. I Elsa Vilmundardóttir rekur síð- an, með skipulega uppsettum til- vitnunum í rit dr. Helga, þróun hans sem heimspekings fram til Nýals og síðar, um meir en 50 ára skeið. Næst kemur samsettur kafli með grein Benedikts Björnssonar þar sem einnig eru ummæli ýmissa ^ manna, lærðra og leikra, fyrr og a síðar, um kenningu dr. Helga, og ’ þykir mér það skörulegt, að sá þátt- ^ ur byijar með kafla eftir Þorstein Jónsson á Úlfsstöðum, heimsþeking og skáld. Tilfærð er óendanleika- setning Þorsteins, sem enginn mun kalla annað en góða heimspeki, sem nokkkurt vit hefur á þeim efnum. Kaflinn er úr Tunglsgejslum, sem út komu árið 1953, en í þeirri bók kemur minningafræði Þorsteins fyrst fram í glöggri mynd. Annað sem skörulegt er hjá Benedikt eru niðurlagsorð hans sjálfs sem svo hljóða: „Enn mun nokkur tími líða, þangað til hægt verður að halda fyrsta blaðamanna- fundinn með skyndilíkömuðum vini frá annarri stjörnu, t.d. í Perlunni á Öskjuhlíð, en það væri þó hægt með réttum undirbúningi“; og vil ég taka undir þau orð. Hafi menn tengigáfu til að bera, munu þeir sjá örla á líkri skoðun hjá öðrum höf- undum bókarinnar. Nærri grein Benedikts standa tvær gamlar ritgerðir um málefni Nýals, önnur eftir Guðna Jónsson prófessor, mjög lofleg, en hin eftir Gunnar Ragnarsson skólastjóra. Benedikt reis á sínum tíma gegn málflutningi Gunnars og taldi hann alls enga kynningu á verki dr. Helga, eins og líka var, en nú fer vel á því, að endurbirta grein þá, sem hann gagnrýndi forðum. Ólafur Halldórsson líffræðingur á þarna greinina: Yfirlit um kenn- ingar Helga Pjeturss, og fæst hann einkum við að afmarka ýmis hugtök og lögmál sem kalla mætti burðar- ása hinnar íslensku heimspeki. Gott þykir mér hann nefnir þarna líf- stefnu og helstefnu og einnig for- sögn dr. Helga um aldarfarið sem gerð var árið 1919 (eða 1918), þar sem hann sagði fyrir um kjarnork- una og ógnir hennar, áður en önnur vísindi vissu hvað framundan var. - Það sem mér finnst helst vanta á hjá Ólafi er að hann fylgi skil- greiningum sínum eftir með per- sónukrafti. En það er hægara sagt en gert að brjóta af sér herfjötur hlutleysisins, sem hvergi er jafn lamandi og á sumum háskólasvið- um. Var það ekki Nietzsche, sem sagði, að prófessoraheimspeki heimspekiprófessoranna væri sjald- an góð heimspeki? Samúel D. Jónsson þýðir grein um eðlisfræði eftir Nick Herbert, um reglu Bells, tilraun Clausers og tilraun Aspects, sem allar varða ljós- hraðann og samband efnisins í al- heimi. Samúel birtir einnig eigin hugleiðingar á þessu sviði og athygl- isverða tilgátu um ljóshraðann. En þar hefur mikið vatn til sjávar runn- ið, síðan „Postulatið" alkunna (bind- andi fullyrðing um hraðamöguleika) var sett fram snemma á öldinni. Samúel er annar af ritstjórum bókar þessarar. Dr. Björn Þorsteinsson líffræð- ingur, lýsir Gatu- eða Rindar-hugs- un James’s Lovelock’s með þessum orðum m.a.: „Lovelock andmælir þessu aðskilnaðarviðhorfi dauðs og lifandi [að líta á] „jörðina sem gijótkúlu...með þunna skán lífs utan á jarðskorpunni" og bendir á að í raun séu lífið og umhverfið óaðskilj- anlegir þættir sama kerfis, því lífíð skapi sér þau skilyrði á jörðinni sem því séu nauðsynleg." Óneitanlega minnir kenning Lovelock’s á hugsun Björns Gunnlaugssonar: „Iífi duftið þjónar" og „líf sér haminn pijónar“. Frá sjónarmiði nýrri íslenskrar heimspeki er hún mjög athyglisverð. Þorsteinn Þorste/nsson, lífefna- fræðingur, birtir þarna fyrirlestur sem hann hefur flutt í Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum, en þar er hann starfandi. Sú grein, og þijár aðrar eftir Þor- stein lífefnafræðing í þessari bók, gefa vissulega tilefni til ýmsra hug- leiðinga, sem ég vonast til að geta komið á blað áður en langt um líður. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. Hvað er á ferðinni? KRIMGWIK -heppilegur staður- Sjábu hlutina í víbara samhcngi! Tölvuþjálfun Windows • Word • Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. 8 Fjarfestu í framtíðinnil Tölvuskóli íslands Höfðabakka 9 • Sími 67 14 66 Nóbelsverðlaunahafimi Linus Pauling leggur ofur- áherslu á gagnsemi C-vítamins gegn kvefi og flensu, enda talið styrkja ónæmiskerfi líkamans. C-vítamín er nauðsynlegt fyrir heilbrigða starfsemi ýmissa líffæra, einnig fyrir heilbrigði tanna, góms, beina og bandvefs og til að sár grói eðlilega. Streita eyðir C-vítamíni úr líkamanum og það gera reykingar einnig. Því er skortur á C-vítamíni algengur hjá reykingafólki. Okkar náttúrulega C-vítamín er með rósaberjum, rútíni og bíóflavóníðum, sem auka gæði þess. úh Guli niiðinn tryggir gæðin. Fcest í apótekinn og heilsuhiUum matvöruverslana. eilsuhúsið Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966 Verðlækkun á GSM farsímum 980- eoro#?OM ÍOROLA 7200 Viðurkennd Motorola gæði. Lítill og léttur GSM farsími sem vegur aðeins 240 grömm. Flipi er á símanum sem lokar takkaborðinu 100 númera skammvalsminni. Símanum fylgir fullkomið hleðslutæki og tvær rafhlöður. íslenskar leiðbeiningar fylgja. 63,137 Beocom BEOCOM 9500 Beocom frá Bang & Olufsen. Úrvals hönnun og gæði. Beocom vegur aðeins um 225 gr og hentar því einstaklega vel í vasa og veski Síminn er einfaldur í notkun og með 10 númera endurvalsminni. Hleðsluspennir fyrir rafhlöður og íslenskar leiðbeiningar fylgja. 9.980-x) 7 3.663- POSTUR OG SÍMI ♦Afborgunarverð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.