Morgunblaðið - 09.05.1995, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 09.05.1995, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 45 I DAG BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson MAKKER er gjafari í norð- ur og passar í fyrstu hendi. Næsti maður opnar á fjór- um spöðum, og þú átt að segja með þessi spil í suð- ur, á hættu gegn utan: Norður ♦ Á ¥ ÁKDG95 ♦ Á ♦ Á863 Þetta vandamál blasti við spilurum í undankeppni ís- landsmótsins í tvímenningi. Flestir sögðu einfaldlega fimm hjörtu og voru skildir þar eftir. Það gaf ekki góða raun: Norður ♦ 84 ¥ 874 ♦ KD653 ♦ K105 Vestur ♦ G6 ¥ 632 ♦ G1087 ♦ D974 Austur ♦ KD1097532 ¥ 10 ♦ 94 ♦ G2 Suður ♦ Á ¥ ÁKDG95 ♦ Á2 ♦ Á863 Þrettán slagir eru auð- fengnir með því að trompa út tígulinn, og reyndar vinnast sjö grönd einnig því vestur lendir í láglitaþving- un þegar síðasta hjartanu er spilað. Fimm hjörtu er ekki vond sögn, og örugglega ekki verri en stökk beint í sex hjörtu, eins og sást líka. Sennilega er best að segja fjögur grönd, sem er til að byija með úttekt í láglitina. Hugmyndin er síðan sú að breyta láglitasvari makkers í fimm hjörtu, sem ætti þá að skiljast sem einlita hjartahönd og slemmuá- hugi. Norður ætti þá ekki að vera í vandræðum með að lyfta í slemmu, hafi hann ekki þegar knúið sagnir upp á sjötta þrep við íj'órum gröndum. LEIÐRETT Nafn féll niður í minningargrein Sigurrósar Baldvinsdótt- ur um Sigríði Madsen á blaðsíðu 30 í Morgunblað- inu á sunnudag féll niður nafn eins af systkinum Sigríðar, Pálínu Sig- mundsdóttur, sem er lát- in. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir velvirð- ingar á þessum mistök- um. Heimildir vantaði í STUTTRI grein um lerki á bls. 55 í laugardags- blaðinu láðist að geta heimilda en vitnað var m.a. í bók Steins Kára- sonar: Trjáklippingar og er hann beðinn velvirðing- ar á því. Sjóvá og Eimskip I Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins 30. apríl sl.sagði, að Sjóvá- Almennar hf. hafi keypt hlutabréf, sem ríkið átti í Eimskipafélagi Islands hf. Hið rétta er, að það var Sjóvátryggingafélag íslands hf., sem keypti þessi hlutabréf. Samein- ing þess fyrirtækis og Almennra trygginga hf. fór ekki fram fyrr en eft- ir þau hlutabréfakaup. Þetta leiðréttist hér með og eru lesendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Arnað heilla GULLBRUÐKAUP. Sl. laugardag héldu hjónin Del- bert J. Herman og Ieda Jonasdottir, upp á fímmtíu ára hjúskaparafmæli sitt, í Bloomington, Illinois, USA, sem þau áttu 25. mars sl, en þau giftu sig í Reykjavík 25. mars 1945. Ieda er dótt- ir hjónanna Jónasar Bjöms- sonar skipstjóra og Dag- bjartar Bjamadóttur, sem bæði era látin. Börn þeirra tíu talsins vora með mót- töku til heiðurs þeim síðast- liðin laugardag í Illinois State University. Hjónin eiga 17 bamaböm og níu bamabarnaböm og munu margir fjölskyldumeðlimir ferðast til íslands í ágúst í sumar til að fagna tímamót- unum með ættingjum sem búa í Reykjavík og annars- staðar á landinu. Línur féllu niður í tilkynningunni sl. laugardag og er beðist vel- virðingar á því. lyrvÁRA afmæli. í dag, f \/ þriðjudaginn 9. maí, er sjötugur Benedikt Bjarnason, kaupmaður, Völusteinsstræti 34, Bol- ungarvík. Eiginkona hans er Hildur Einarsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í Víkurbæ kl. 19.30 í dag, afmælisdaginn. n KÁRA afmæli. Á | D morgun, miðviku- daginn 10. maí, verður sjö- tíu og fímm ára Hulda Guðmundsdóttir, frá Úlfsá, Stórholti 9, Isafirði. Eiginmaður henn- ar var Veturliði Vetur- Iiðason, en hann lést árið 1993. Hulda tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Vesturvangi 7, Hafnar- firði, eftir kl. 16 á afmælis- daginn. COSPER AUÐVITAÐ elska ég þig hverja einustu mínútu sólarhringsins. Ég tók mér bara örstutt hlé. Farsi jD1995F«rci«Carloofw/d^byUnivfl(salPrœsSyndiaiIe^^^WA/S6í~/f££^C^O^^M^r // 3erir Þ'eríKubuitab grein. fyrircÁ hérereUcert pLác* fijrírstöbuhxJdam'.' STJÖRNUSPA eftlr Frances Drake NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú ert fróðleiksfús og nýtir þér vel það sem þú lærir. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þótt ágreiningur geti komið upp í dag varðandi innkaup eða fjárfestingu, ætti dagur- inn að vera hagstæður í við- skiptum. Naut (20. apríl - 20. maí) Vinur gefur þér ráð sem reynast vel, og þér verður trúað fyrir leyndarmáli. Gefðu þér tíma til að sinna einkamálunum. Tvíburar (21.maí-20.júní) Misskilningur getur komið upp milli vina í kvöld og tor- veldað lausn á sameiginlegu verkefni. En úr rætist fljót- lega. Krabbi (21.júní — 22. júlf) >“10 Mál er varðar vinnuna getur valdið ágreiningi milli þín og nákomins ættingja. Lestu vel smáa letrið áður en þú undir- ritar samning. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Vinir veita þér góðan stuðn- ing í dag. Þú mátt eiga von á spennandi heimboði þar sem þú átt eftir að kynnast nýjum aðdáanda. Meyja (23. ágúst - 22. september) 32 Félagslífíð hefur upp á margt að bjóða, og þú nýtur þess að blanda geði við aðra. Eitthvað kemur skemmti- lega á óvart í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Ekki fer allt eins og þú ætl- aðir í dag, en þér miðar samt að settu marki. Sýndu sveigjanleika í samskiptum við ættingja. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þótt þú viljir vel, ættir þú ekki að kaupa dýran hlut til heimilisins án vitundar ást- vinar. Vertu heima í kvöld. Bogmaður (22. nóv. -21. desember) #0 Miklar breytingar til batnað- ar virðast framundan í vinn- unni, en þær geta vakið öf- und í þinn garð hjá starfsfé- laga._____________________ Steingeit (22. des. - 19.janúar) Þú verð miklum tfma í verk- efni sem lengi hefur beðið afgreiðslu, og árangur verð- ur góður. Hugmyndum þín- um er vel tekið. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú hefur tilhneigingu til að eyða of miklu um þessar mundir. Reyndu að gera fjár- hagsáætlun og halda þig inn- an ramma hennar. Fiskar (19.febrúar-20.mars) tS* Hagsýni og raunsæi ráða ferðinni hjá þér, en misskiln- ingur milli vina getur leitt til óvæntra útgjalda í dag. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spdr af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staó- reynda. Viðhald & nýbyggingar Láttu okkur gera þér tilboð og við komum þér þægilega á óvart. K.K. Blikk hf - Auðbrekku 23 - S:554-5575 Ingólfur Jónsson - Húsasmíðameistari Sími: 567-0643 og Bílasími: 985-21909 frá kr. 39.930 Síðustu stætin í maí og byjun júní á hreint frábæru verði. Einu sinni enn kynnum við einstakt verð til Kanaríeyja með frábærum gistisamningum okkar. Þriggja vikna ferð, 24. maí á gististaðnum Maritim Playa, sem er í hjarta Ensku stamdarinnar. Gott íbúðarhótel með allri þjónustu, einfaldar íbúðir með öllum aðbúnaði, einu svefnherbergi, stofu, baði og svölum. Verð kr.39.932 m.v. hjón mcð 2 böm. 2-14 ára. 24. maí. . , Verð kr. 49.960 V 3 vikur - 24. mai mv 2,W6 Innifalið í verði: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn, flugvallarskattar. Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562-4600. Styrktarfélagar og aðrir veluunarar Karlakórs Reykjavíkur Vegna mikillar aðsóknar að vortónleikum kórsins verða AUKATÓNLEIKAR í Digraneskirkju í Kópavogi þriðj udaginn 9. maí kl. 20 Þeir fjölmörgu sem urðu frá að hverfa á vort ónleikunum fimm eru sérstaklega velkomnir á þessa aukatónleika. Karlakor REYKJAVÍKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.