Morgunblaðið - 23.05.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 23.05.1995, Síða 1
72 SÍÐUR B 115. TBL. 83.ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stjórnin í Israel fellst á tilslökun á neyðarfundi Frestar eignar- námi í Jerúsalem Jerúsalem. Reuter, The Daily Telegraph. STJÓRN ísraels ákvað á neyðar- fundi í gær að fresta umdeildum áformum um að taka 53 hektara lands í Austur-Jerúsalem eignar- námi. Tilslökunin kom mörgum á óvart og henni var ætlað að bjarga stjórninni, sem stóð frammi fyrir vantrauststillögu á þinginu, og af- stýra því að friðarviðræðurnar við araba sigldu í strand. „Stjórnin hefur ákveðið að fela hópi ráðherra undir forystu forsæt- isráðherrans að gaumgæfa deiluna um eignarnám í Jerúsalem," sagði Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, á þinginu eftir skyndifund með Yasser Arafat, leiðtoga Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO). Tveir flokkar araba, sem hafa stutt minnihlutastjórn Yitzhaks Rab- ins forsætisráðherra á þinginu, höfðu hótað að fella stjórnina með vantrauststillögu. Eftirgjöf stjórn- Spánverjar fordæmdir Brussel. Reuter. EMMA Bonino, sem fer með sjáv- arútvegsmál innan framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins (ESB), fordæmdi í gær spænska sjómenn sem stöðvuðu flutninga- bíl á leið frá Marokkó til Hollands með djúphafsrækju. Sjómennirnir stöðvuðu bílinn og köstuðu helmingi farmsins á veg- inn nálægt spænska hafnarbæn- um Algeciras. „Þetta er ólögleg aðgerð og óviðunandi athæfi nú þegar samn- ingaviðræður standa yfir,“ sagði Bonino og vísaði til viðræðna ESB og Marokkó, sem deila um veiði- kvóta og landanir í marokkóskum höfnum. „Ég furða mig á því að sama fólkið og fordæmdi Kanadamenn og sagðist vilja að farið yrði að lögum skuli hegða sér svona,“ bætti Bonino við. Falli stjórnar Rabins afstýrt arinnar varð til þess að fallið var frá tillögunni. Hægriflokkarnir sögðust ætla að greiða atkvæði með vantrauststillög- unni, þótt þeir væru hlynntir eign- arnáminu. „Þetta er mesta hneyksli í sögu landsins - að fella stjórnina frekar en að standa vörð um einingu Jerúsalern," þrumaði Peres á þing- inu. Hægrimenn brugðust hins vegar ókvæða við ákvörðun stjórnarinnar og sögðu Rabin hafa látið undan þrýstingi araba. Israelsstjórn tilkynnti í síðasta mánuði að hún hygðist taka 53 hekt- ara lands eignarnámi í Austur-Jerú- salem, sem Palestínumenn vilja gera að höfuðborg ríkis síns þegar fram líða stundir. ísraelar náðu Austur- Jerúsalem á sitt vald í stríðinu í Miðausturlöndum árið 1967 og segja að ekki komi til greina að gefa borg- arhlutann eftir. Leiðtogafundi aflýst Frelsissamtök Palestínumanna og ýmis arabaríki brugðust ókvæða við áformum ísraelsku stjórnarinnar og þau stefndu friðarviðræðunum við araba í hættu. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, fagn- aði eftirgjöf stjórnarinnar. „Svo virð- ist sem viðleitni Palestínumanna, araba og umheimsins hafi borgað sig,“ sagði hann og kvaðst vona að staðið yrði við ákvörðunina. Arabaríki höfðu boðað til leiðtoga- fundar í Marokkó á laugardag til að ræða deiluna um Jerúsalem, en Esmat Abdel-Meguid, framkvæmda- stjóri Arababandalagsins, sagði í gær að fundinum hefði verið aflýst vegna eftirgjafar ísraela. Reuter Eignarnámsdeilan leyst "YASSER Arafat, leiðtogi PLO, og Shimon Peres, utanríkisráð- herra ísraels, kveðjast eftir fund þeirra um eignarnámsdeiluna. Umdeildur dýrlingur JÓHANNES Páll páfi II lauk í gær þriggja daga heimsókn til Tékklands og Póllands en í heimalandi hans komu saman allt að 200.000 manns til að fagna honum þrátt fyrir kalsaveður. í ræðu, sem páfi flutti í Póllandi, hvatti hann landsmenn sína til að láta ekki nýfengið frelsi verða siðferðislegri upplausn að bráð en í ferðinni lagði páfi megin- áherslu á, að kristnir menn í öll- um kirkjudeildum viðurkenndu misgjörðir sínar á umliðnum öld- um og fyrirgæfu hverjir öðrum. Það varpaði hins vegar nokkrum skugga á, að hann skyldi taka í dýrlingatölu í Tékklandi um- deildan prest, Jan Sarkander, sem féll fyrir mótmælendum á 17. öld. Hér er páfi ásamt mynd af prestinum, heilögum Sarkand- er, en Pavel Smetana, einn helsti leiðtogi mótmælenda í Tékk- landi, hafnaði fundi með páfa vegna þessa máls. I augum mót- mælenda var Sarkander málaliði kúgunarafla og útsendari kaþól- sku herjanna. Reuter Japanski sértrúarsöfnuðurinn „Æðsti sannleikur“ o g gasárásin í Tókýó Tókýó. Thc Daily Telegraph. JAPANSKI sértrúarsöfnuðurinn „Æðsti sannleikur" hafði skipulagt hermdarverk í japönskum borgum síðar á árinu áður en hann var leyst- ur upp eftir mannskæða gasárás í Tókýó 20. mars, að því er háttsett- ir félagar í söfnuðinum hafa sagt lögreglunni. Einn af svokölluðum „ráðherr- um“ safnaðarins, Kiyohide Hay- akawa, sem sagði skilið við hann í vikunni sem leið, hafði undirbúið hermdarverk í Tókýó og borgum á eyjunum Honshu og Hokkaido. Lögreglan hefur fundið stór vopnabúr, riffla, skammbyssur, skotfæri og sprengjur, auk eitur- Fleiri hryðju- verk ráðgerð Yildu láta heimsendaspána rætast efna, í byggingum safnaðarins. Félagar í söfnuðinum hafa viður- kennt við yfirheyrslur að nota hafi átt vopnin til að skapa ringulreið í stærstu borgunum í nóvember. Markmiðið hafi verið að láta spádóm leiðtoga þeirra um að heimurinn færist í gjöreyðingarstríði rætast. Leiðtoginn, Shoko Asahara, var handtekinn fyrir viku en hefur neit- að að ræða gasárásina. Hann kveðst hafa haft of marga aðstoðarmenn til að geta fylgst með því hvað þeir væru allir að gera. Lögreglan segir hins vegar að nokkrir safnaðar- mannanna hafi sagt að leiðtoginn hafi fyrirskipað árásina. Ennfremur hafa komið fram vís- bendingar um að Asahara hafi gef- ið fýrirmæli um morð á lögfræðingi foreldra sem reyndu að endur- heimta unglinga úr söfnuðinum. Lögfræðingurinn hvarf árið 1989 ásamt konu sinni og ungum syni þeirra. Háttsettur safnaðarmaður hefur játað að hafa ásamt fimm öðrum ráðist inn í hús lögfræðings- ins, sprautað eitri í fjölskylduna og grafið líkin á lóð safnaðarins við rætur Fuji-fialls. Þýskaland Fangar taka gísl Bonn. The Daily Telegraph. ÞÝSKA lögreglan elti í gær tvo fanga, er héldu fangaverði í gíslingu og óku um á Porsche-bíl sem lögreglan neyddist til að láta þeim í té. Fangarnir sögðu í símavið- tali að þeir hefðu engu að tapa. „Við viljum frekar deyja frjáls- ir með byssukúlu í hausnum en hægum og kvalafullum dauðdaga á bak við lás og slá.“ Annar fanganna, sem var dæmdur fyrir rán og fjársvik, sagði í viðtali við sjónvarpsstöð að þeir myndu láta fangavörð- inn lausan um leið og lögregl- an hætti að elta þá á bílum og þyrlum. Gíslinn grátbað lögregluna um að verða við kröfunni. Hinn fanginn hafði verið sakfelldur fyrir morðtilraun. Þeir voru með byssur, sem þeir smíðuðu sjálfir, og tóku fangavörðinn í gíslingu í bóka- safni fangelsis nálægt Hanov- er. Eftir 12 stunda samninga- þref féllst lögreglan á að láta þeim í té jafnvirði 9 milljóna króna, Porsche-bíl og farsíma. Mennirnir virtust ekki hafa ákveðið hvert þeir ættu að fara og óku um í stórum hringjum í von um að komast undan lögreglunni. „Við ætl- um að bíða eins lengi og mögu- legt er og þreyta þá,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Fangarnir voru áður eitur- lyfjafíklar og eru smitaðir af alnæmi. Annar þeirra reyndi að sleppa úr sama fangelsi með svipuðum hætti fyrir ell- efu árum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.