Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félagsdómur ógildir uppsagn- ir samninga FÉLAGSDÓMUR felldi í gær úr gildi uppsagnir Læknafélags ís- lands og Starfsmannafélags ríkis- stofnana á kjarasamningum við ríkissjóð. í samningum beggja félaga, sem gilda eiga til ársloka 1996, var ákvæði þar sem sagði að forsenda samningsins væri að verðlagsþróun á samningstímanum í heild yrði Logandi jólatré SLÖKKVILIÐINU í Reykja- vík bárust margar tilkynning- ar í gær og gærkvöldi vegna logandi jólatijáa á götum borgarinnar. Fólk er nú að taka niður jólaskrautið og hafa Reykvík- ingar verið hvattir til að koma jólatijánum út að gangstétt- um þar sem þau verða hirt. Sumsstaðar hafa trén verið borin í kesti. Einhveijir hafa fundið hjá sér hvöt til að tendra í hinsta sinn á jólatijánum og nota við það lifandi eld. Að sögn slökkviliðsmanns eru trén skraufþurr og eldfim. í sum- um tilvikum hefur skapast hætta af þessum síðbúnu og óæskilegu ,jólaljósum“. áþekk því sem gerist í helstu sam- keppnislöndum þannig að stöðug- leiki í efnahagslífínu yrði tryggður. Bæði félögin töldu þessa forsendu brostna og sögðu upp samningum 30. nóvember sl. frá og með ára- mótum. Að auki var í samningum lækna ákvæði um að samningurinn væri uppsegjanlegur semdu önnur félög BHMR um meiri launabreyt- ingar en Læknafélagið. Hvað varðar starfsmannafélag ríkisstofnana byggist niðurstaða Félagsdóms á því að þar sem fé- lagið hafí sagt upp samningnum hafi því borið að sýna fram á að skilyrði væru til uppsagnar sam- kvæmt ákvæðum samningins. Fé- lagið hafí ekki sýnt fram á að þau frávik hafí orðið á forsendum samningins að segja mætti honum upp. Forsendur brostnar Rökstuðningur dómsins varð- andi samninga Læknafélagsins var áþekkur. Félagið hafi ekki gert tilraun til að sýna fram á að þau frávik hafí orðið á samnings- forsendum, þar með talinni bókun, um að umframhækkanir til ann- arra félagsmanna BHMR valdi því að forsendur bresti. Auk þess hafi aðilar samningsins ekki komið saman til að leggja mat á hvort forsendur samningins hafi haldið áður en gripið var til uppsagnar. Slíkur fundur hefði átt að fara fram að frumkvæði þess aðila sem taldi forsendur brostnar. FRÁ slysstað á Miklubraut aðfaranótt sunnudagsins. Morgunblaðið/Júlíus Banaslys á Míklubraut 17 ÁRA gamall piltur lést eftir árekstur tveggja bíla á Miklu- braut um kl. 1, að- faranótt sl. sunnu- dags. Tildrög slyssins voru þau, að sögn lög- reglu, að ökumenn bílanna reyndu með sér í hraðakstri frá gatnamótum Kringlu- mýrarbrautar vestur Miklubraut. Þegar bílarnir voru komnir til móts við Stakka- hlíð sveigði ökumaður bílsins á hægri akrein yfir á þá vinstri til þess að komast fram úr bíl sem var fyrir framan hann. Við það rakst hann harkalega á bílinn vinstra megin við sig. Bílarnir köst- uðust báðir á girðingu á umferðareyju sem Iagðist niður á fimmt- án metra kafla. Bíll- inn sem var á vinstri akrein stöðvaðist fljótlega hinum megin við umferðareyjuna. Tveir piltar sem í hon- um voru sluppu án líkamstjóns. Hilmar Þór Reynisson. Hinn bíllinn kastaðist á raf- magnskassa og fór rafmagn af húsum í hverfinu. Einnig hafnaði hann á ljósastaur og endaði bíllinn á hvolfi inni í húsagötu. Þrír menn voru í bílnum, tveir piltar í fram- sætum og stúlka í aftursæti. Oku- maðurinn og stúlkan sluppu án teljandi meiðsla en farþeginn' í framsætinu var mikið slasaður og lést á slysadeild Borgarspítalans skömmu síðar. Hinn látni hét Hilmar Þór Reynisson til heimilis í Hlíðar- hjalla 71 í Kópavogi. Hann var nemandi í Iðnskólanum í Reykja- vík. Hilmar Þór var fæddur 13. maí 1978. Enginn kostnaður af eftirliti fyrir útgerðirnar að sögn sjávarútvegsráðherra Samþykkt vantraust á oddvita Reykhólahrepps Mótmælin byggð á misskilningi „ÞESSI mótmæli eru byggð á misskilningi," segir Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, um þá ákvörðun nokkurra úthafsút- gerða, sem gera út skip á Flæm- ingjagrunni, að neita að taka eftir- litsmenn frá Fiskistofu um borð. „Þessar útgerðir neita að taka eftirlitsmenn um borð vegna mik- ils kostnaðar, en í reglugerðinni er ekki minnst. á neinn kostnað af þessu tilefni.“ Þorsteinn segir að eftirlitið sé alþjóðleg skuldbinding sem íslend- ingar þurfí að fullnægja eins og allar aðrar þjóðir sem veiði á NAFO-svæðinu: „Það er algjör misskilningur að þetta sé uppfínn- ing okkar í sjávarútvegsráðuneyt- inu eða þeirra hjá Fiskistofu." Sjái um fæðið Að hans sögn er ekki verið að leggja kostnað á útgerðina í þess- ari reglugerð. Hann segir að meginreglan varðandi eftirlit inn- an íslenskrar landhelgi sé sú að útgerðimar standi straum af því með sérstöku gjaldi. Síðan séu ákvæði um það, sem aldrei hafi verið umdeild, að útgerðir skuli sjá eftirlitsmönnum endurgjalds- Iaust fyrir fæði. „í reglugerðinni sem gildir um veiðar á Flæmingjagrunni er hins vegar einungis kveðið á um að útgerðirnar skuli sjá eftirlits- mönnunum fyrir fæði,“ segir Þor- steinn. „Þeir útgerðarmenn sem telja það við hæfi að senda reikning fyrir soðningunni ofan í eftirlits- manninn geta gert það, en ég minnist þess ekki, þótt útgerðar- menn séu kröfuharðir og sérdræg- ir í hagsmunabaráttu sinni, að þeir hafi fram að þessu séð eftir soðningunni ofan í eftirlitsmenn um borð. En það er alltaf að ger- ast eitthvað nýtt.“ Þorsteinn segir að þeim útgerð- um sem þarna eigi í hlut verði skrifað bréf þar sem þær verði upplýstar um þær þjóðréttarlegu skuldbindingar sem verið sé að fylgja eftir og misskilningur um meintan kostnað verði leiðréttur. „Það er alls ekki svo að allar útgerðir, sem þarna stunda veiðar, hafi hafnað þessu,“ segir Þor- steinn. „Til að mynda er skip að koma á veiðar þarna núna, Sunn- an, sem hefur tilkynnt að hún muni taka eftirlitsmann um borð. Því fer þess vegna fjarri að þetta séu einhver allsheijarmótmæli gegn þessari skipan.“ Hvað varðar þær athugasemdir að viðkomandi útgerðum hafi ekki borist formleg ósk um að taka eftirlitsmenn um borð segir Þor- steinn að Fiskistofa geri það með venjubundnum hætti þegar að- .stæður leyfi. Hann segist vonast til þess að þegar það hafí verið upplýst að kostnaður við eftirlitið leggist ekki á útgerðirnar muni þær endurskoða afstöðu sína. Eftirlitsmönnum ekki hleypt um borð Skipstjórum á Dalborg, Erik og Kan var falið að afhenda skip- herra kanadíska strandgæslu- skipsins, sem er með eftirlitsmenn Fiskistofu um borð, bréf með mót- mælum útgerðarmanna viðkom- andi útgerða. Þar segir að eftirlitsmenn NAFO séu velkomnir um borð, en ekki eftirlitsmenn Fiskistofu. ■ Deilt um eftirlit/18 Ræðir við minni- hlutann um mynd- un nýs meirihluta FELAGAR Stefáns Magnússonar, oddvita Reykhólahrepps á L- listanum, sem myndar meirihluta hreppsnefndar, hafa skorað á hann að segja sig úr hreppsnefnd þar sem hann njóti ekki lengur trausts þeirra. Varaoddvitinn hef- ur tekið sér frí frá störfum um óákveðinn tíma. Hafnar eru óformlegar viðræður fulltrúa N- listans og Stefáns um myndun nýs meirihluta. Vantraustið á oddvitann var samþykkt á fundi L-listans á laug- ardag. Daníel Jónsson, einn hreppsnefndarmanna meirihlut- ans, segir að ekki hafí gengið nógu vel að vinna að lausn á fjár- hagsvanda hreppsins. Nauðsyn- legt sé að fá einhvern botn í mál- ið. Stefán og fulltrúi N-listans sem skipar minnihlutann hafa verið að vinna í Qármálum hreppsins í tvo mánuði. Daníel tekur það fram að þetta sé hans ástæða fyrir því að standa að vantraustinu, málefni fyrrverandi sveitarstjóra hafí þar ekki áhrif, en þvertekur ekki fyrir að það kunni að ráða afstöðu ein- hverra. Segist hann ekkert hafa persónulega á móti Stefáni Magn- ússyni. Allir sammála Á fundi L-listans voru mættir níu af þeim fjórtán mönnum sem listann skipa og haft var símasam- band við þá sem ekki gátu mætt. Daníel segir að allir hafí staðið að samþykktinni nema Stefán sjálfur. A fundinum lýsti Guð- mundur Ólafsson varaoddviti því yfir að hann hefði tekið sér frí frá störfum um óákveðinn tíma. Stefán Magnússon vildi í gær ekki tjá sig neitt um samþykkt L-listans eða hvort hann hygðist segja af sér. Á fundinum lýsti hann því yfír að hann myndi íhuga málið. Bjarni P. Magnússon, fyrr- verandi sveitarstjóri Reykhóla- hrepps, segir að á fundi L-lista- fólks fyrir síðustu kosningar hafí verið gert heiðursmannasam- komulag um að ef brestur kæmi í samstöðuna þá myndi viðkom- andi hreppsnefndarmaður víkja. Óformlegar viðræður Strax á sunnudag hófust við- ræður um myndun nýs meirihluta. Þórður Jónsson, einn af hrepps- nefndarmönnum N-listans, stað- festi það í gær að fram færu við- ræður við Stefán og áður einnig við annan hreppsnefndarmann L- listans en þær væru enn óformleg- ar. Þórður segir óhjákvæmilegt annað en að málefni fyrrverandi sveitarstjóra blönduðust inn í þessi mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.