Morgunblaðið - 09.01.1996, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Eimskip eykur þjónustuna vestanhafs
Siglingar að hefj-
ast til Shelburn
EIMSKIP hefur ákveðið að hefja
reglubundnar siglingar til Shelbum
í Nova Scotia á austurströnd
Kanada. Þá hefur félagið einnig
ákveðið að opna markaðsskrifstofu
í -Boston í Bandaríkjunum. Þessar
ákvarðanir eru liður í breytingum
á siglingaáætlun félagsins og miða
að aukinni þjónustu við viðskipta-
vini, skv. frétt frá Eimskip.
Fyrsta viðkoma í Shelburn í
reglubundnum siglingum verður
með Goðafossi sem fer frá Reykja-
vík þann 19. janúar nk. og kemur
til Shelburn þann 27. janúar nk.
Siglingatími er því 8 dagar. Við-
komur í Shelburn verða á vesturleið
á 14 daga fresti sem hluti af þjón-
ustu Eimskips við Atlantshafs-
strönd Kanada. Félagið siglir nú
þegar reglulega til Argentia í Ný-
fundnalandi og hefur þar viðamikla
starfsemi. Félagið flutti alls 45
þúsund tonn um Argentia á síðasta
ári, þar af var þriðjungur milli ís-
lands og Argentia. Fram kemur að
siglingamar muni þjóna bæði ís-
lenskum inn- og útflytjendum svo
og viðskiptamönnum félagsins á
Austur-strönd Kanada. Shelburn er
í hjarta fiskiðnaðar Nova Scotia og
munu siglingar þangað styrkja
samkeppnisstöðu íslenskra fiskút-
flytjenda.
Þá verður í tengslum við breyt-
ingar á siglingaáætlun Eimskips
vestur um haf opnuð markaðsskrif-
stofa félagsins í Boston í Massachu-
setts í Bandaríkjunum. Boston er
ein helsta miðstöð viðskipta með
sjávarafurðir í austanverðum
Bandaríkjunum.
Saatchi & Saatchi vilja
ekki selja nafnið
London. Reuter.
SAATCHI & SAATCHI auglýs-
ingafyrirtækið kveðst vita að stofn-
andinn Maurice Saatchi, sem hlut-
hafar ráku fyrir ári, vilji komast
yfir nafn fyrirtækisins, en segir að
hann muni ekki komast upp með
það.
Samkvæmt frétt í Independent
on Sunday heldur Maurice Saatchi
áfram tilraunum til að kaupa nafn-
ið, þótt hann hafi þegar fengið af-
svar frá eignarhaldsfyrirtæki Sa-
atchi & Saatchi, Cordiant plc.
Maurice Saatchi og Charles
bróðir hans stofnuðu Saatchi &
Saatchi 1970 og komu á fót nýju
auglýsingafyrirtæki, M & C Saatc-
hi, í fyrra þegar hluthafauppreisn
leiddi til þess að Maurice sagði
skilið við gamla fyrirtækið.
miðvikudaginn 10. jan. 1996
kl. 08.00 - 09.30, f Súlnasal Hólels Sögu
HAGKERFID OG
VIDBRÖGD VID ÞVÍ
Undanfarið hefur nefnd innan Verslunarráðsins fjallað
um þetta efni og tekið saman stutta skýrslu um það.
í henni koma fram nýjar ályktanir um eðli og umfang
svartrar atvinnustarfsemi og ábendingar um
nauðsynleg viðbrögð.
Framsaga um skýrsluna
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðsins
Framsaga um fundarefnið
Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknastjóri
Við pallborð auk frummælenda
Jónas Hvannberg, hótelstjóri Hótels Sögu
Reynir Matthíasson, framkvæmdastjóri Bílanausts hf.
Kjartan G. Gunnarsson, framkvæmdastjóri SP -Fjármögnunar hf.
Fundarstjóri
Jenný St. Jensdóttir, framkvæmdastjóri hjá Plastos hf.
Fyrirspurnir og athugasemdir fundarmanna
Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.200.-
Fundurinn er opinn en tilkynna verður þátttöku fyrirfram
í síma Verslunarráðsins, 588 6666 (kl. 08 - 16).
VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS
Afgangur á vöruskiptum
12,2 milljarðar króna
FLUTTAR voru út vörur fyrir alls
um 106,6 milljarða króna fyrstu
ellefu mánuði ársins en inn fyrir
94,4 milljarða króna. Afgangur var
því á vöruviðskiptum við útlönd
sem nam 12,2 milljörðum króna,
en á sama tíma í fyrra voru þau
hagstæð um 17,2 milljarða kr. á
föstu gengi.
Verðmæti vöruútflutnings var
5% meira á föstu gengi á tímabilinu
en á sama tíma árið áður. Sjávaraf-
urðir voru 73% alls útflutningsins
og var verðmæti þeirra 2% minna
er á sama tíma árið áður. Þá var
verðmæti útflutts áls 10% meira
en á sl. ári og verðmæti kísiljárns
rúmlega fjórðungi meira.
Verðmæti vöruinnflutningsins
fyrstu ellefu mánuði þessa árs var
12% meira á föstu gengi en á sama
tíma árið áður. Innflutningur sér-
stakrar fjárfestingarvöru (skip,
flugvélar, Landsvirkjun), innflutn-
ingur til stóriðju og olíuinnflutning-
ur er jafnan mjög breytilegur frá
einu tímabili til annars. Að þessum
tíma frátöldum reynist annar vöru-
innflutningur hafa orðið 14% meiri
á föstu gengi en á sama tíma árið
áður. Þar af jókst innflutningur á
matvöru og drykkjarvöru um 14%,
fólksbílainnflutningur jókst um
38%, innflutningur annarrar
neysluvöru var 8% meiri en á sama
tíma árið áður en innflutningur
annarrar vöru jókst um 15%.
I nóvembermánuði sl. voru flutt-
ar út vörur fyrir 12,2 milljarða kr.
og inn fyrir 10,5 milljarða fob.
Vöruskiptin í nóvember voru því
hagstæð um 1,7 milljaða kr. en í
nóvember 1994 voru þau hagstæð
um 2,7 milljarða kr. á föstu gengi.
VÖRUSKIPTIN T* VJ
VIÐ ÚTLÖND . S
Verðmæti vöruút- og innflutnin gs
jan.- nóv. 1994 og 1995 1994 1995 % breyting á
(fob viröi í miiljónum króna) jan.-nóv. jan.-nóv. föstu gengi*
Útflutningur alls (fob) 101.788,4 106.631,5 4,9
Sjávarafurðir 78.609,3 77.327,9 -1,5
Ál 9.957,8 10.899,2 9,6
Kísiljárn 2.288,2 2.924,2 27,9
Skip og flugvélar 1.373,7 3.761,3 -
Annað 9.559,4 11.718,9 22,7
Innflutningur alls (fob) 84.557,2 94.375,6 11,7
Sérstakar fjárfestingarvörur 3.816,4 2.586,7
Skip 3.610,8 1.741,2
Flugvélar 160,0 793,6
Landsvirkjun 45,6 51,9
77/ stóriðju 4.933,8 5.828,6 18,3
íslenska álfélagið 4.268,8 5.109,8 19,8
íslenska járnblendifélagið 665,0 718,8 8,2
Almennur innflutningur 75.807,0 85.960,3 13,5
Olía 6.193,4 6.664,9 7,7
Matvörur og drykkjarvörur 8.359,4 9.515,2 13,9
Fólksbílar 3.104,6 4.278,4 37,9
Aðrar neysluvörur 18.570,7 20.011,8 7,9
Annað 39.578,9 45.490,0 15,1
Vöruskiptajöfnuður 17.231,2 12.255,9
Án viðskipta íslenska álfélagsins 11.542,2 6.466,5
Án viðskipta íslenska álfélagsins,
íslenska járnblendifélagsins
og sérstakrar fjárfestingarvöru 12.361,7 3.086,5
* Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða var meðalverð erlends gjaldeyrís 0,1 %
lægra í janúar-nóvember 1995 en á sama tíma árið áður. Heimild: HAGSTOFA ÍSLANDS
I
\
\
I
i
Forstjóri Landsbréfa telur að sérstakar reglur um
hlutabréfasjóði myndu fela í sér mismunun
Skattaafslættinum ætti
að dreifa yfir árið
SKATTAAFSLÁTTUR vegna
kaupa á hlutabréfum ætti að mið-
ast við regluleg kaup á hlutabréfum
yfir árið, t.d. ársfjórðungslega, í
stað þess að vera bundinn við ára-
mót, að mati Gunnars Helga Hálf-
danarsonar, forstjóra Landsbréfa.
Það gæti leitt til þess að hlutabréfa-
sjóðimir geti í ríkari mæli fjárfest
í hlutabréfum en nú er.
Eins eins og fram hefur komið
eru uppi hugmyndir í fjármálaráðu-
neytinu um að setja reglur um fjár-
festingar hlutabréfasjóða. í því
sambandi hefur verið bent á að ein-
ungis um helmingur af eignum sjóð-
anna er bundinn í hlutabréfum en
öðrum fjármunum varið í kaup á
skuldabréfum og erlendum verð-
bréfum.
„Með því að dreifa skattaafslætt-
inum yfir árið myndi eftirspurnin
dreifast jafnar yfir árið, hlutabréfa-
verð myndi sveiflast minna og fram-
boðið laga sig jafnar að því. Þar
af leiðandi myndi þörf hlutabréfa-
sjóðanna til að fjárfesta í óskyldum
verðbréfum vera minni,“ segir
Gunnar Helgi.
Þá bendir hann á að setning á
reglum um hlutabréfasjóði og
skattaafslátt vegna hlutabréfa-
kaupa heyrði strangt til tekið undir
tvö ráðuneyti. „Það er mjög mikil-
vægt að ráðuneytin hafi mikið sam-
ráð um setningu reglna og endur-
skoðun fyrirliggjandi skatta-
reglna.“
Aðspurður hvort hann teldi eðli-
legt að setja reglur sem takmörk-
uðu fjárfestingar hlutabréfasjóða í
öðrum eignum en hlutabréfum
Lockheed Martin
kaupir Loral
New York. Reuter.
SKÝRT hefur verið frá því að
Lockheed Martin Corp. muni
kaupa gervihnatta og ijarskipta-
fyrirtæki Loral Corp. fyrir 9.1
milljarð dollara.
Lockheed greiðir hluthöfum
Lorals 7 milljarða dollara, eða 38
dollara á hlutabréf, og tekur við
skuldum upp á 2.1 milljarð dollara.
Árleg sala fyrirtækjanna eftir
sameininguna mun nema um 30
milljörðum dollara. Sala Lockheed
Martin, sem var stofnað í fyrra
með sameiningu Lockheed og
Martin Marietta EP Corp, nam
22 milljörðum dollara 1994. Sala
Loral nam 5.5 milljörðum dollara
1994.
sagði Gunnar Helgi að forðast bæri
allar skyndilegar breytingar. „Þess-
ir sjóðir hafa alið upp fjárfesta.
Með því að nýta sér sveigjanleikann
hefur verið dregið úr sveiflum þann-
ig að sjóðirnir hafa orðið aðlaðandi
kostur fyrir fólk sem ella væri ekki
inni á markaðnum. Þar af leiðandi
hefur þetta örvað þátttöku almenn-
ings í atvinnulífinu.
Þá má ekki gleyma því að þessi
félög hafa fengið viðurkenningu
ríkisskattstjóra á sama grundvelli
og önnur almenningshlutafélög.
Almenningshlutafélög, sem eru í
annarri starfsemi en fjárfestingum,
hafa fjárfest til hliðar í hinum ýmsu
verðbréfum. Ef það yrðu teknar upp
strangar reglur fyrir sjóðina væri
verið að mismuna þeim með ein-
kennilegum hætti.“
Fundur um
neðanjarðar-
hagkerfið
VERSLUNARRÁÐ íslands efnir til
fundar á Hótel Sögu á morgun,
miðvikudaginn 10. janúar kl. 8.00-
9.30 þar sem fjallað verður um
neðanjarðarhagkerfið og hvaða
áhrif það hafi á viðskipta- og at-
vinnulífíð svo og sjálfan þjóðarbú-
skapinn. Þetta hefur verið viðfangs-
efni nefndar innan Verslunarráðs
íslands nú að undanförnu.
i
[
í
i
i
í
i
t
i
I
i
[