Morgunblaðið - 09.01.1996, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 17
Maxwell- málið
kemst á lokastig
London. Reuter.
DÓMARINN í fjársvikamáli Kevins
og Ians Maxwells hefur sagt kvið-
dómendum að þeir verði að gera
upp við sig hvort synir fjölmiðlajöf-
ursins Roberts Maxwells hafi vísvit-
andi lagt fjármuni lífeyrissjóða í
hættu.
Réttarhöldin hafa staðið í sjö
mánuði og hófust aftur eftir áramót
að loknu fjögurra vikna jólahléi.
Við það tækifæri sagði Nicholas
Phillips dómari að bræðurnir Kevin
og Ian og Larry Trachtenberg fyrr-
um framkvæmdastjóri hefðu aðeins
Disney og
CapCities
sameinast
New York. Reuter.
HLUTHAFAR Walt Disney Co. og
Capital Cities/ABC Inc. hafa sam-
þykkt fyrirhugaðan 19 milljarða
dollara samruna fyrirtækjanna, en
líklega verður ekki endanlega geng-
ið frá samningnum fyrr en deila
forseta og þings um halla á ríkis-
íjárlögum leysist.
Stjórnarformaður Disneys, Mich-
ael Eisner, kvað samrunanann vel
við hæfi og sagði að sameining
kvikmynda, skemmtigarða og vöru-
merkis Disneys annars vegar og
frétta, íþróttaefnis og dreifingar-
kerfis Capital Cities hins vegar
mundi gera nýja fyrirtækið að vold-
ugu afli í skemmtanaiðnaðinum.
eitt starf haft með höndum þegar
þeir stjórnuðu lífeyrissjóði Max-
wells, Bishopsgate Investment
Management (BIM) - að stjórna
honum lífeyrisþegum til góðs.
„Það er á valdi ykkar að ákveða
hvort sakborningur hefur samþykkt
að leggja eignir lífeyrissjóðsins í
verulega hætta,“ sagði hann kvið-
dómi skipuðum sjö konum og fimm
körlum.
Sakborningarnir neita því að
hafa tekið sig saman um að svindla
á BIM með því að hætta á að leggja
22 milljónir punda af eignum BIM
í ísraelska fyrirtækið Teva
Pharmaceuticals til að afla láns til
handa aðaleinkafyrirtæki Roberts
Maxwells. Kevin lýsti sig saklausan
af annarri ákæru þess efnis að áður
en faðir hans hefði látizt hefðu
þeir tekið sig saman um að svindla
á lífeyrissjóðnum með því að nota
100 milljónir punda í annað ísra-
elskt fyrirtæki, Scitex.
„Stór í sniðum“
Phillips dómari sagði að Robert
heitinn Maxwell hefði verið „stór í
sniðum" og að viðskipti hans hefðu
einnig verið stór í sniðum og um-
fangsmikil.
Hann kvað dularfullan dauðdaga
Maxwells þessu máli óviðkomandi
og sagði kviðdómendum að gera ráð
fyrir að slys hefði borið að höndum.
Lík Maxwells fannst við Kanaríeyj-
ar í nóvember 1991.
Dómarinn kvað ásakanir gegn
Kevin kjarna málsins og sagði að
ekkert vitni hefði hallmælt honum
eða bróður hans, Ian.
Sértilboð til Kanarí
31. janúar
nðbotarh.
frá kr. 49.930
Tilboðið okkar seldist upp í gær. Okkur
hefur tekist að fá 8 viðbótarhús í þessum
fallegu smáhýsum á Kanarí, Sonnenland
Club. Öll húsin eru með einu
svefnherbergi, baði, stofu, eldhúsi,
sérinngangi og svölum. Veitingastaður,
verslun, móttaka, falleg sundlaug og
frábær aðstaða.
Njóttu lífsins á Kanarí í vetur
í yndislegu veðri og tryggðu þér
síðustu sætin.
Verð kr.
49.930
m.v. hjón með 2 böm, 31. janúar, 3 vikur
Verð kr. 59.960
m.v. 2 fuliorðna í húsi.
Skattar innifaldir, ekki forfallagjald kr. 1.200
Austurstrætí 17, 2. hæð. Simi 562 4600.
Tæplega 73% hluthafa Disneys
samþykktu samninginn og rúmlega
tveir þriðju hluthafa Capital Citi-
es/ABC.
Til þess að lýsa mikilli breidd
fyrirtækjanna sýndi Eisner kynn-
ingarþátt með atriðum úr fréttum
ABC, íþróttaefni ESPN og nokkrum
vinsælum sjónvarpsþáttum. Ekkert
var minnzt á undeildan lögreglu-
þátt ABC, „N.Y.P.D. Blue“.
Samruninn á eftir að hljóta sam-
þykki hringamyndunarnefndar
bandaríska dómsmálaráðuneytisins
og yfírstjórnar fjarskiptamála, FCC
(Federal Communications Com-
mission). Disney býst við samþykki
FCC síðar í þessum mánuði.
Eisner sagði að Disnéy stæði við
það markmið að auka hagnað um
20% á ári. Disney hyggst tvöfalda
fjölda Disney-verzlana á næstu
fimm árum úr 452 nú.
Mesti hagur Disneys af samrun-
anum kann að vera sá að Capital
Cities hefur komið upp miklu dreif-
ingakerfi erlendis, sem stenzt sam-
jöfnuð við News Corp. Ruperts
Murdochs, sem á Fox-sjónvarpsnet-
ið í Bandaríkjunum.
ABC nær til 99% heimila í Banda-
ríkjunum.
STÍriAÐ?
Fáðu þér þá brúsa af Fermitex og málið er leyst.
Fermitex losar stíflur I frárennslispípum, salemum
og vöskum. Skaðlaust fyrir gler, postulín, plast
og flestar tegundir málma. Fljótvirkt og sótt-
hreinsandi. Fæst í flestum byggingarvöruverslunum
og bensínstöðvum ESSO.
^ VATNSVIRKINN HF.
o^ '.'Ármúla 21, sími 533 2020
UTSALA
20-40% AFSLÁTTUR
AF ÚTSÖLUVÖRUM
15 % staðgreiðsluafsláttur af öllum
flfsum meðan á útsölunni stendur
Einstakt tækifæri til að eignast góðar flísar á góðu verði - margar tegundir.
Nokkrar tegundir afganga af 31x31 gólffiísum á kr. 1.270 mr
Stórhötöa 17 við Gullinbrú, sími 567-4844.