Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 35 hún vart frá honurrt og veitti honum ómetanlegan styrk þar til yfir lauk. Stuttu síðar fór Bubba að beij- ast á ný við sinn eigin sjúkdóm og hefur sú barátta staðið yfir síðan. Hún bar sjúkdóm sinn af slíkri reisn að með ólíkinum var. Það var sama hversu mikla erfiðleika hún gekk í gegnum, hún var ætíð tilbúin að horfast í augu við raunveruleikann og leit þá fyrst og fremst á björtu hliðarnar. Um leið og hún hafði jafnað sig eftir áfall byrjaði hún að gera áætlanir um framtíðina því uppgjöf var ekki til í huga hennar. Hún var ein af þessum hetjum hversdagsleikans sem aldrei gafst upp hvað sem á dundi. Á milli jóla og nýárs, þegar hún var farin að jafna sig á ný eftir að hafa verið fárveik og allir von- uðu að henni tækist að ná sér eins og svo oft áður, sagði hún mér frá því að annar fóturinn væri máttlaus og hafði á orði að nú þyrfti bara að takast á við það. Lífsþrek henn- ar og vilji var ótrúlegur. Bubba mín, ég þakka þér allar þær góðu minningar sem aldrei ber skugga á. Sú mynd sem þú skilur eftir verður okkur öllum dýrmæt og börnum þínum mikilvægt vegar- nesti í þeirri sorg sem þau standa nú frammi fyrir. Ég bið góðan Guð að blessa minningu þína og gefa börnum þínum styrk. Rósa. Það var stór systkinahópur, sem ólst upp á Freyjugötu lOa, fimm stelpur og tveir strákar. Við strák- arnir áttum oft í vök að veijast. En fljótlega eignaðist ég hauk í horni, þar sem Bubba systir var. Reyndist hún mér alla ævi sína mjög traustur og góður vinur, sem auðvelt var að leita til og gaman að skemmta sér með. Ung kynntist hún Hákoni Svani Magnússyni, sem lést reyndar langt um aldur fram, aðeins 54 ára gam- all, 1993. Þau Hákon og Bubba voru ákaflega samhent hjón, mjög gestrisin og gott að heimsækja þau. Ég og Ida kona mín og seinna börn okkar, Jóna og Einar Freyr, áttum því láni að fagna að eignast þar mjög góða vini, sem við nutum að eiga samvistir við. Hvort sem það var á ferðalögum innanlands sem utan, á vellinum, úti að skemmta sér eða í léttu spjalli heimavið. Kæra Bubba. Það er erfitt að sætta sig við að þú ert ekki lengur meðal okkar jafn hress og kát og þú varst alltaf. Aðdáunarvert var hve þú stóðst þig vel í baráttunni við illvígan sjúkdóm síðastliðin 8 ár. Mér fínnst eftirfarandi erindi úr ljóði Gunnars Dal, „Trú mín“, lýsa þessu einkar vel: Þá ástúð og hlýju mér andi hans veitir, að ósigri mínum í sigur hann breytir. í raunum verður hann hjálp og hlíf. í húmi dauðans mér eilíft líf. Nú veit ég að aldrei frá okkur fer hann. Sem frelsari á veginum hjá okkur er hann. Þótt oft sé hér myrkur mannsins svart, hans máttur að lokum gerir það bjart. Bubba mín. Við þökkum þér kærlega fyrir samfylgdina. Megi guð blessa þig. Við vitum að vel verður tekið á móti þér. Kæru Helga, Hildur, Magnús og fjölskyldur. Það er erfítt að missa móður sína. Hvað þá bæði föður og móður með stuttu millibili. Allt virðist svart og enga ljósglætu að sjá í myrkrinu. Verið jafn bjartsýn og móðir ykkar var, eða eins og skáldið Tómas Guðmundsson segir: Nú veit ég, að sumarið sefur í sál hvers einasta manns. Eitt einasta aupablik getur brætt ísinn frá bijósti hans, svo íjötrar af huganum hrökkva sem hismi sé feykt á bál, unz sérhver sorg öðlast vængi og sérhver gleði fær mál. Guð blessi ykkur öll. Páll, ída, Jóna og Einar Freyr. Við viljum kveðja elsku ömmu okkar með eftirfarandi ljóðlínum Hallgríms Péturssonar: Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvfld að hafa, hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, i eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. Barnabörnin. Stundin deyr og dvínar burt, sem dropi í straumaniðinn. Öll vor sæla er annaðhvort óséð - eða liðin. (E. Ben.) Hver stund er sem örskot, hvert örskot sem eilífð. Við sjáum lífsins dag í einni svipan, hver þáttur rifj- ast upp af sjónarsviði; líf þess sem var og þess fólks, sem við tengd- umst vináttuböndum á unglings- og æskuskeiði. Nú er hún Svana mín dáin, eftir mikla og stranga baráttu við erfíð- an sjúkdóm. Hún átti mikla þraut- seigju og baráttuvilja og glímdi ótrauð við ofurefli. Við vorurn 16 ára er við sáumst fyrst, en kynnt- umst betur og betur eftir því sem árin liðu. Svana átti ætíð nægan tíma, ásamt eiginmanni, Hákoni Svan Magnússyni, og börnum, til að rækta vinskapinn við okkur hjónin og dætur okkar. Frændsemi og fjölskyldubönd voru henni afar dýrmæt. Engin var glaðari í góðra vina hópi en hún og mest þótti henni gaman, ef grín og góður söngur var með í spilinu. Margar útileguferðir fóru fjölskyldur okkar saman. Var þá ævinlega tjaldað við á eða vatn á góðum grasbala. Allir veiddu í matinn, börn og fullorðnir. Síðan var eldað á prímusum af mikilli snilld, í skjóli við brekku eða lækjarbakka. Þetta var lífsins un- aðssemd í góðu sumarveðri, og einnig þó regnúði klæddi gróður og lyng í silfurslikju svo skóför barna og fullorðinna mynduðu dimmgrænar brautir á vatnsbakk- anum. Alls konar leikir voru í há- vegum hafðir og þeir sem ekki nenntu úr veiðistígvélunum voru settir í markið í fótboltakeppnum. Allir voru með, smáir og stórir, en það var svo skrýtið að kakóið og kaffíð var alltaf miklu betra í Svönu tjaldi en mínu. Kannski var það af því að hún kunni svo vel að laða það besta fram í fari hvers og eins og gat látið öllum líða vel á tímans augnabliki. Hún átti því láni að fagna að ganga í hjónaband með æskuástinni sinni og njóta þess með honum, þar til hann féll frá, að ást, virðing og umhyggja eru homsteinar góðs fjöl- skyldulífs. Hafa böm þeirra tileink- að sér þessi fjölskyldubönd foreldr- anna og hlúð vel að Svönu í erfiðum veikindum. Það er margt sem kem- ur upp í huga og em eingöngu perl- ur sem sindra í minningunni, minn- ingu frá áratuga kynnum við dag- farsprúða og elskulega konu. Hún lét ekki hjóm og skmm slökkva bros á vanga og sparaði ekki hlýleg orð öðrum til uppörvunar. Við fjölskyldan teljum það gæfu og heiður að hafa notið félags og vináttu hennar. Sendum við börn- um hennar, barnabörnum og systk- inum samúðarkveðjur með þökk fyrir góðar samvemstundir sem við höfum átt sameiginlegar með lát- inni heiðurskonu. Ninna. Það er sárt að kveðja þig, Bubba frænka, og söknuðurinn og tóm- leikinn er mikill, en um leið er hægt að gleðjast yfir að þú þarft ekki lengur að þjást og að nú emð þið Hákon, sem þú unnir og sakn- aðir svo mjög, aftur saman. Svo lengi sem við munum voru Bubba og Hákon stór hluti af lífi okkar. Fyrst í húsinu hjá afa og ömmu á Freyjugötunni en þar hitt- ist fjölskyldan oft og alltaf var gaman að koma. Síðar var Bubba vinnufélagi okkar en alltaf góða frænkan sem hægt var að leita til. Við minnumst margra góðra stunda, sérstaklega þeirrar síðustu er Bubba kom glöð og brosandi á jólafagnað samstarfsfólks síns í desember. Bubba var þessi mikla húsmóðir og á heimili þeirra Hákonar vom allir velkomnir. Alltaf átti Bubba fulla bakka fram að færa og alltaf átti sér blóm fyrir vestan,“ því vor- ið eftir að hann tók kennaraprófið hafði hann trúlofast yndislegri stúlku, Jóhönnu Jónsdóttur, sem var ættuð að vestan, dóttir útvegsbónda frá Hesti, sem er í Seyðisfírði við ísafjarðardjúp. Stúlkan hans Ólafs var einnig með kennarapróf upp á vasann, svo þau höfðu farið hvort til sinnar heimabyggðar að kenna sínum sveitungum. En brátt kom að því að bréfa- skriftir fullnægðu ekki þrá þeirra til að fá að vera saman, og ákvað þetta unga fólk að hittast í Reykja- vík, gifta sig og hefja búskap í höfuðborginni. Reykjavík hafði ekki mikið að bjóða dugmiklu ungu fólki á þessum árum, kreppan var í algleymingi og enga vinnu að fá. Svo það var inn í mikla fátækt sem sonurinn, fyrsta og eina barn þeirra hjóna, fæddist. Hann var skírður Jón í höfuðið á afa sínum fyrir vestan. Nonni frændi minn sagði mér, að á þessum árum hefði móð- ir hans verið orðin mjög þjáð af berklum, svo þegar henni bauðst að leika á píanó í Fjalakettinum, þar sem þöglu kvikmyndirnar voru sýndar, bæjarbúum til skemmtun- ar, hefði hún tekið þá vinnu, þó ekki væri það heppilegasti vinnu- staðurinn fyrir berklaveika stúlku vegna kuldans, því sparað var í upphitun í þessu fyrsta kvikmynda- húsi Reykvíkinga. Það er erfitt fyrir okkur í dag að setja okkur í spor þessara ungu hjóna. Engar atvinnuleysisbætur. Læknishjálp var munaður, sem fá- tækt fólk leyfði sér í neyðinni, og reyndi að hugsa ekki um reikning- ana óviðráðanlegu sem hlóðust upp. í þessum aðstæðum dó unga konan hans Ólafs frænda míns. Á þessu tímabili höfðu systur Ólafs flutt til Reykjavíkur. Þrjár þeirra höfðu brotist af miklum dugnaði í hjúkrunarnám, þær Brynhildur, Katrín og Sigrún. Éinn aðdáandi Brynhildar, sem seinna varð reyndar eiginmaður hennar, Gísli Þorleifsson, varð nrikill vinur Ólafs. Ráðlagði hann honum að heQa nám í múrverki. Að hafa rétt- indi sem múrari, sagði Gísli, það er framtíðin. Og Ólafur hlýddi þessum ráðum og lærði þessa iðngrein sem líklega enn þann dag í dag tryggir fólki betri afkomu en kennaraprófið. Þegar undirrituð byrjaði að leika í Þjóðleikhúsinu var henni bent á að stuðlarnir sem skreyta það fagra hús væru einmitt handverkið hans Ólafs Pálssonar frænda. Seinna átti kennaramenntunin og það hve mikill reikningshaus hann Óli alla tíð var, eftir að koma sér vel, því hann var einn af þeim fyrstu sem fór í uppmælingar á verkum svo farið var að vinna í akkorði. í sumar hitti ég Ólaf frænda minn austur í Heiðardal. Hann dvaldi þar ásamt Helgu dóttur sinni, sem sagði að sínum sumar- frísdögum væri ekki betur varið en að vera þar með föður sínum í kyrrðinni. Við sátum þar um sum- arkvöld og borðuðum saman. Dal- urinn skartaði sínu fegursta. Ég horfði út um gluggann, yfir kyrrt vatnið, þar sem hin alvörugefnu fjöll voru nú farin að leika sér með því að spegla sig í lygnu þess. Óli sýndi mér hvar væru bestu veiði- svæðin; þarna var Stálabót, Minnis- bót og Grásteinabót og svo var tekið mið af Höttu, fjallinu fagra, drottningu dalsins. Spurningu minni um hvernig hann hefði kynnst seinni konu sinni, Steinunni Ögmundsdóttur, var svarað með því að þar hefði Brynhildur systir hans aftur komið honum í kynni við þá sem urðu honum til heilla. „Hún var mín heilladís, hún Binna,“ sagði Óli. Hún kom honum i kynni við bráð- fallega hjúkrunarkonu sem hann síðan kvæntist og átti með dæturn- ar tvær; Jóhönnu, sem látin var heita í höfuðið á fyrri konu hans, og Helgu. Síðan fór Óli að segja mér frá 96 ára afmælisdegi sínum. „Heldurðu að dæturnar hafí ekki drifið mig til Þingvalla. Mig, kall- inn, fótafúinn á tíræðisaldri. Þar breiddu þær úr teppi og röðuðu á það kræsingum, sögðu mér svo að fara úr jakkanum og setjast. Ég sagði þeim að ef ég settist, þá gætu þær ekki náð mér á fætur aftur. Þær héldu það nú, og þar sat ég á níutíu og sex ára afmælis- daginn með englana mína sinn til hvorrar handar. Það má nú segja að ég sé lánsamur maður.“ Nú voru farnar að hrannast gár- ur á vatnið, fjöllin hætt að spegla sig og horfðu nú til okkar aðdá- enda sinna í allri sinni helgu tign. Ég kvaddi þau feðgin. Eg vissi ekki þá að ég væri að kveðja hann Óla frænda í síðasta sinn. Ég sakna hans, en það er hlýtt og gott að minnast hans. Og ég er stolt af að vera komin út af því ágæta fólki sem svo mörg ár bjó í Heiðardaln- um fagra. Guðrún Ásmundsdóttir. Margs er að minnast er gamall vinur kveður, og verður fæst af því upp talið í þessum fáu kveðjuorð- um. Ólafur Pálsson fæddist hér á Litlu-Heiði og ólst upp í stórum systkinahópi, auk fósturbræðranna Jónatans og Páls, föður okkar bræðra. Frá því við fyrst munum eftir var hann og fjölskylda hans snar þáttur í tilverunni. Hann unni æskustöðvunum í Heiðardalnum og átti hér sumarbústað, sem hann dvaldi í á hveiju sumri, eftir því sem hann hafði tíma til. Ásamt eiginkonu sinni, Steinunni, þessari stórbrotnu konu sem af svo miklum dugnaði bar sjónleysið í fjölda ára, talaði alltaf eins og hún hefði fulla sjón og vann flest verk meðan heils- an leyfði. Eftir lát hennar komu dætur þeirra austur með honum, einkum Helga, sú yngri, leiksystir okkar og vinkona frá bernskutíð. Gott þótti okkur og gaman að skreppa í heimsókn til þeirra Ólafs í bústaðinn. Þar ríkti gestrisni og einstök hlýja og rausnarlegar góð- gerðir, spjall um daginn og veginn og ekki síst um liðna tíð. Bát átti Ólafur, sem hann geymdi við Heiðarvatnið á sumrin. Margar ánægjustundir átti hann við það að róa út á vatnið, renna fyrir silung, og ekki síst að njóta heillandi fegurðar æskudalsins. Ólafur var lengst af heilsugóður og ellina bar hann með mikilli reisn. Minnisstætt er okkur, er við heim- sóttum hann í bústaðinn á níutíu og fimm ára afmæli hans. Vissu- lega hefði maðurinn, sem þar fagn- aði gestunum á tröppunum, getað verið tuttugu árum yngri! Þama ríkti gleði og kátína og var Ólafur hrókur alls fagnaðar að vanda. En á síðasta ári tók að halla undan fæti, og varð dvöl þeirra feðgina í bústaðnum með styttra móti síðastliðið sumar. Á gamlárs- dag veiktist hann alvarlega og á þriðja degi nýs árs var hann allur. Við hér á Litlu-Heiði söknum þess sárt að eiga ekki framar kost á að hitta Ólaf á góðri stund í nota- lega bústaðnum hans. Við kveðjum hann með hjartans þökk fyrir ára- kleinur, en betri kleinur eru vand- fundnar og þó hún gæfí öðrum uppskriftina voru þær aldrei eins góðar og hjá Bubbu sjálfri. Bubba brá ekki út af vana sínum fyrir þessi jól. Hún hafði undirbúið jólin sárveik en full vilja og baráttu- þreks og miklu veikari en hægt var að gera sér grein fyrir. Oft leit út fyrir að veikindi hennar væru að ná yfirhöndinni en áfram hélt hún. Sá, er svona hefur barist, hefur ekki tapað heldur sigrað. Kæru systkin, Helga, Hildur, Maggi og fjölskyldur. Ykkar missir er mestur. Við sendum ykkur okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að veita ykkur styrk. Við vitum að minningin um góða móður og föður mun lifa með ykkur og veita birtu á þungri göngu. Jónas, Jóhanna, Sigurður og fjölskylda. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Bubba. Nú er þinni miklu þrautagöngu og baráttu við óvininn mikla lokið og þú hefur fengið frið. Við eigum margar góðar og skemmtilegar minningar um þig, sem við munum geyma í hjarta okkar um ókomna tíð. Við vitum að þér Iíður vel þar sem þú ert núna og Hákon hefur tekið vel á móti þér eftir stuttan aðskilnað. Takk fyrir allt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú Kljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Helga, Hildur, Maggi og fjölskyldur, megi góður Guð gefa ykkur frið, styrk og trú í ykkar miklu sorg. Erla, Gunnar, Birgitta og Egill. langa vináttu, og geymum hlýjar minningar. Börnum hans, Jóni, Jó- hönnu og Helgu, svo og öðrum aðstandendum, sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Tómas, Steinunn og Rúnar á Litlu-Heiði. Við fráfall Ólafs Pálssonar vil ég með fáum orðum minnast hans, sem velunnara Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Islandi. Ólafur Pálsson átti mjög hlýtt og farsælt samband við Blindrafé- lagið og félagsmenn þess í ára- tugi. Hann var félagskjörinn endur- skoðandi samtakanna í fjölda ára, sem hann leysti af hendi með stakri prýði. Hann var virðulegur og vel máli farinn. Það mátti heyra saum- nál detta er hann tók til máls á fundum félagsins, þá er hann hafði uppi varnaðarorð um reksturinn eða er hann hvatti félagsmenn til einingar í góðum málum. Þau hjónin voru hvatamenn að ritun heimildarrits um Sögu blindra og sjónskertra á íslandi og lögðu fram nokkurt fé í þeim tilgangi. Þeim var hugleikið að varðveita þennan hluta íslenskrar sögu. Blindrafélagið fékk Þórhall Gutt- ormsson cand. mag. til að skrifa söguna og gaf ritið út árið 1991. Heiðurshjónin Steinunn Ög- mundsdóttir og Ólafur Pálsson voru bæði kjörin heiðursfélagar á fímm- tíu ára afmæli Blindrafélagsins árið 1989. Stjórn Blindrafélagsins þakkar Ólafi Pálssyni farsælt samstarf og flytur börnum hans og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Ragnar R. Magnússon, formaður stjórnar Blindrafélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.