Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 41 MINNINGAR JON KRISTINN HÖSKULDSSON + Jón Kristinn Höskuldsson var fæddur 24. mars 1918 að Halls- stöðum, Nauteyrar- hreppi við Isafjarð- ardjúp. Hann lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Sunnu- hlíð snemma nýárs- dags. Jón giftist eft- irlifandi konu sinni, Kristrúnu Magnús- dóttur frá Arnþórs- holti í Lundar- reykjadal, 30. des- ember 1945 og áttu þau því gullbrúðkaup 30. des- ember sl. Börn þeirra hjóna eru: 1) Magnús Jónsson, fæddur I. maí 1946, búsett- ur í Noregi og á hann 3 börn, sam- býliskona hans er Margrethe Fossen. 2) Höskuldur Pétur Jónsson, fæddur 4. ágúst 1948,_ giftur Theodóru Oladótt- ur, þau eiga 3 börn, og 3) Níels Steinar Jónsson, fæddur II. mars 1958, gift- ur Elínborgu Chris Argbright og eiga þau 5 börn. Útför Jóns verð- ur gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Einu sinni las ég sögu sem Jón skrifaði í Hreyfilsblaðið, hún hét Meðan eggjakassinn beið. Þetta var ágætlega skrifuð saga, enda hafði hann mjög fijóa hugsun, var vel pennafær og hefði getað skrifað miklu meira, en hann lagði enga rækt við þennan eiginleika sinn, því miður. Jón giftist systur minni Kristrúnu árið 1955 og fluttu þau til Reykja- víkur og seinna í Kópavog þar sem þau hafa búið lengst af. Jón gerðist leigubílstjóri og vann við það þar til hann hætti störfum vegna heilsu- brests, fyrir aldur fram. Rúna hefur verið hans stoð og styrkur í veikind- um hans og gert allt sem í hennar valdi stendur til að létta honum líf- ið. Jón var sérlega hjálpsamur mað- ur sem gott var að leita til, alltaf boðinn og búinn að rétta hjálpar- hönd. Fyrir það og alla vinsemd í gegnum árin vil ég þakka kærlega. Nú er hann kominn yfir móðuna miklu til æðri heima „þar sem búa ekki framar neinar sorgir". Ég kveð þig vinur með þessum orðum: í DAG verður til grafar borinn tengdafaðir minn, Jón K. Höskulds- son leigubifreiðastjóri. Með trega í hjarta pára ég þessi fátæklegu orð til að þakka honum samfylgdina þau rúmu 18 ár sem við höfum þekkst. Ég minnist ætíð fyrstu kynna okkar er hann sótti okkur mæðgur úr flugi frá Patreksfirði, en þar fyrir vestan hafði ég starfað um nokkurra mánaða skeið. Hann hafði verið beðinn um að sækja væntanlegu sambýliskonu miðsonar síns. Ég tjáði dóttur minni að þessi maður væri faðir stjúpföður henn- ar, hún var fljót að átta sig og spurði hann umsvifalaust hvort hún mætti þá ekki kalla hann afa, ég man hvað hann varð glaður yfir þessari bón. Þessi fyrstu kynni af Jóni sýndu mér svo ekki varð um villst að börnin áttu hug hans allan en hann hafði það meðal annars að starfi að aka þroskaheftum börn- um að Lyngási. Jón kom nánast á hverjum degi á heimili okkar hjónanna á meðan starfsorkan nýttist honum. Hann hafði gaman af að spjalla yfir kaffi- bolla enda var hann víðlesinn og hafði frá mörgu að segja. Ég á þessum aldraða tengdaföður mínum margt að þakka því það var alveg sama hvaða bón ég bar upp, hann brást mér ekki og það vil ég þakka honum. Um sjötugt fór heilsa hans að bila smátt og smátt og þá sér- staklega nú síðustu tvö árin og hafði hann þá oft á orði við mig að hann vildi að þessu færi að ljúka. Nú þegar honum varð að ósk sinni var hann aðeins búinn að vera fáein- ar vikur á Sunnuhlíð. Rétt fyrir jólin þegar ég kom til hans var hann þreyttur og bað mig að halda í höndina á sér á meðan hann sofn- aði, um leið og hann lokaði augun- um fór hann með þennan sálm. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt, æ, virzt mig að þér taka ■ mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofí rótt. (Sveinbj. Egilsson.) Aðeins tólf dagar liðu þar til hann var allur. Ég bið góðan Guð að líkna honum. Ég kveð þig, gamli vinur, þín tengdadóttir, Dóra. Við viljum hér í fáeinum orðum minnast afa okkar sem kvaddi okk- ur nú á fyrsta degi nýs árs. Hann var afi eins og allir hugsa sér að afar eigi að vera. Það var alveg sama hvaða vitleysu við gerðum, alltaf stóð hann við hlið okkar og stappaði í okkur stálinu um að gera bara betur næst. Það var í ófá skipti sem hann sagði okkur söguna af því er hann hitti Dagnýju í fyrsta sinn á Reykja- víkurflugvelli og eftir þann samfund var hann ekkert annað en afi henn- ar líka. Við munum alltaf minnast þessa einstaklega góða manns sem besta og hlýjasta afa sem við höfum átt og við munum þakka Guði á hveij- um degi fyrir að hafa átt því láni að fagna að kynnast honum. Barnabörnin í Hlíðarhjalla. Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt og jörðin fær hlutdeild í himninum. Þar búa ekki framar neinar sorg- ir, þess vepa er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir feprðin ein ofar hverri kröfu. Þessi lýsing á jöklinum eftir Hall- dór Laxness var í miklu uppáhaldi hjá Jóni Höskuldssyni mági mínum. Hann vitnaði oft í þessa snilldarlegu lýsingu við ýmis tækifæri og sagði þá oft: „Ég vildi gefa mörg ár af ævi minni fyrir að geta samið eitt- hvað þessu líkt.“ Jón hafði mjög næmt eyra fyrir fallegum ljóðum og kunni mikið af þeim eftir okkar bestu skáld, t.d. Einar Benediktsson sem hann vitnaði oft í og flutti stundum heilu kvæðin með miklum tilþrifum á góðum stundum. T.d. kvæðið Fákar sem var hans uppá- haldsljóð, enda hafði hann mikið yndi af hestum og átti lengi góða hesta, meira að segja eftir að hann kom hingað suður. Jón var Vestfirðingur að ætt. Fáa menn hefi ég þekkt sem bundið hafa slíka tryggð við æskustöðvar sínar og uppruna. Hann talaði alltaf með sérstakri hlýju um allt fyrir vestan, bæði fólk, fjöll og fénað. Ég var honum sammála um að það væri viss ljómi yfir æskustöðvunum, en það hefði líka verið víða „grýtt á vegunum gömlu heima“ og neit- aði hann því ekki. Þú ert genginn, góður drenpr, gröfín hefur fengið sitt, heims á vengi lífsins lenpr lítur enginn blómið þitt. (Þ.B.) Elsku Rúna mín. Ég sendi þér og fjölskyldu þinni innilegar samúð- arkveðjur. Guð blessi ykkur. Ragnhildur. Ég og sambýliskona mín komum hingað í jólafrí frá Noregi og lýkur ferð okkar með því að fylgja föður mínum til grafar. Þetta bar brátt að, og er því erf- itt að setjast niður og skrifa það sem mig langar til, margs að minn- ast og mörgu að segja frá, en gleyma ekki öðru. Ég ætla því að láta mér nægja að skrifa þetta sem stutta kveðju frá mér, sambýliskonu minni, börn- um mínum og barnabarni. Góðmennska og mildi föður míns við þá minnstu er að auki það sem mér fannst vera öðru meira virði í fari hans, enda var afi og pabbi Nonni kall í augum barnanna þeirra besti vinur. Hann var þeim bæði hjálpsamur og hugulsamur. Börn á öllum aldri um allan bæ munu og minnast hans fyrir 15 ára þjónustu við akstur bama á dagheimili Styrktarfélags vangefinna, Lyngás. Pabbi og afi Nonni kall, við þökk- um þér fylgdina og óskum þér góðr- ar ferðar í þinni hinstu för. Þú ferð varla í óvissu, og vel verður tekið á móti þér. Farðu heill og sæll, pabbi minn. Magnús Jónsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, FRIÐRIKS BERTELSEN stórkaupmanns, Hagamel 48, Reykjavík. Sofie Bye Helga Bertelsen, Friðrik Óskar Bertelsen. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, IIMGÓLFS ÁRNASONAR, dvalarheimilinu Hlið, Akureyri, áður Hríseyjargötu 8, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Hlíðar, Akureyri. Svan Ingóifsson, Helga Guðmundsdóttir, Ámi Ingólfsson, Björg Sigurjónsdóttir, Sigríður Ingólfsdóttir, Sigurður Björnsson, Agnes Ingólfsdóttir, Hákon Jónsson, Hrafnhildur Ingólfsdóttir, Ólafur Aðalbjörnsson, Hrefna Ingólfsdóttir, Kristján Sveinsson, Lára Ingólfsdóttir, Páll Asgeirsson, Inga Björk Ingólfsdóttir, Vilhelm Arthúrsson, barnabörn og barnabarnabörn. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Reykjavíkurmótið REYKJAVÍKURMÓTIÐ í sveita- keppni, sem jafnframt er undan- keppni íslandsmótsins, stendur nú sem hæst og lýkur annað kvöld. Spilað er í tveimur riðlum og leið- ir sveit Búlka hf. A-riðilinn með 245 stig, VÍB er í öðru sæti með 231 stig og Sigmundur Stefánsson í þriðja sæti með 187 stig. Sveit Ól- afs Lárussonar er efst í B-riðli með 214 stig. Samvinnuferðir/Landsýn er með 208 stig og Landsbréf og Lyfjaverzlun íslands eru í 3.-4. sæti með 207 stig. Tvær umferðir eru spilaðar í kvöld og tvær síðustu umferðirnar eru annað kvöld. Bridsfélag Kópavogs Sl. fímmtudag var spilaður eins kvölds tvímenningur. Úrslit: Sturla Snæbjömsson - Cecil Haraldsson 192 ÁrmannJ.Lárusson-HermannLárusson 179 ÞorsteinnBerg-JensJensson 177 Helgi Viborg—Ólafur H. Ólafsson 174 Næsta fimmtudag verður aftur eins kvölds tvímenningur en fimmtudaginn 18. janúar hefst að- alsveitakeppni félagsins, skráning er þegar hafin. Bridsdeild Rangæinga og Breiðholts í kvöld, 9. janúar, verður eins kvölds tvímenningur en næsta þriðjudag hefst sveitakeppnin. Bridsfélag Hornafjarðar Nýlokið er tveggja kvölda ein- menningskeppni Bridsfélags Hornaíjarðar og varð lokastaðan þessi: SverrirGuðmundsson 310 Jón Níelsson 308 GuðbrandurJóhannsson 302 Milli jóla og nýárs var brugðið á leik og spiluðu saman vanur og óvanur spilari og urðu úrslit eftir- farandi: Gunnar Páll Halldórss. - Bjamar Karlsson 192 Jón Níelsson - Heimir S. Karlsson 182 Jóhann Kiesel - Páll Dagbjartsson 171 Nú stendur yfir undirbúningur fyrir úrtökumót BSA og hefur verið spiluð hraðsveitakeppni. Fyrra kvöld: Eldsmiðurinnhf. 575 Páll Dagbjartsson 535 Seinna kvöld: Homabær 542 GunnarPáll 508 Um næstu helgi, 12. og 13. janúar, verður spilað úrtökumót -fyrir íslandsmót í sveitakeppni á vegum BSA og verður spilað á Hótel Höfn. + Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, systur, mágkonu og föðursystur, GUÐBJARGAR HÁKONARDÓTTUR (Stellu) Hliðarhjalla 68, Kópavogi. Sigurður Sigurðsson, Valtýr Hákonarson, Ingunn Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, Snjáfriður Sigurjónsdóttir og bræðrabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SÓLVEIGAR CLAUSEN. Lára Ctausen, Árni S. Kristjánsson, Herluf Clausen, Sigríður Ingvarsdóttir, Guðrún Clausen, Jón R. Antonsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ÓSK GUÐMUNDSDÓTTUR, Frakkastíg 24. Ásthildur Kristin Þorkelsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Þorkell Þór Guðmundsson, Steinar Guðmundsson, Ósk Guðmundsdóttir, Dögg Guðmundsdóttir, Margrét Ósk Guðjónsdóttir, Þorkell Guðjónsson, Elisabet Ósk Guðjónsdóttir Guðmundur Þorsteinsson, Ingibjörg Jónsdóttir, María Kjartansdóttir, Katrín Heiðar, Lars Hilmarsson, Sigurður Guðmundsson, Gígja Gunnarsdóttir, og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS GUÐMUNDSSONAR, Engjavegi 32, Selfossi. Aðalheiður Jóna Gunnarsdóttir, Kristín Bára Gunnarsdóttir, Svanhvít Björk Gunnarsdóttir, Guðrún Lilja Gunnarsdóttir, Friðbert Guðmundur Gunnarsson, Jón Pálsson, Guðjón Sveinsson, Sigurður Magnússon, Örn Arason, Eydís Dögg Eiríksdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.