Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hvað er framundan? ÁSTAND á íslandi í launamálum ófaglærðs verkafólks, t.d. Dags- brúnarmanna, er þann- ig að það hefur um 300 kr. á klst. í dagvinnu meðan nágrannar okk- ar, t.d. Danir, fá fyrir sömu vinnu röskar 1.000 krónur. Fyrir slíku ástandi eru engin efnahagsleg rök. Fá- tækt er orðin ískyggi- lega mikii hjá fjölda fólks og minnkandi yfir- vinna, sem lengi bjarg- aði fólki, eykur enn á erfíðleikana. Við þetta bætist að íbúðir á ís- landi eru yfirleitt mun yngri en á t.d. Norðurlöndum. Þess vegna er húsnæðiskostnaðarþáttur íjölskyldna á íslandi mun stærri en þar og þús- undir íslenskra fjölskyldna lifa miili vonar og ótta um hvort þær geti haldið íbúðum sínum og ef ekki á illa að fara, verður kaupmáttur al- mennra launa að aukast verulega. Ég hlýt að spyija, hvað er fram- undan? Sömu laun og í Danmörku Ég held að Verkamannasamband- ið með þau félög í forystu, _sem felldu tillögu launanefndar ASÍ, Eining, Akureyri, Baldur, ísafirði, Dags- brún, Reykjavík, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, hljóti að sammælast um að setja upp ákveðna og ófrávíkjan- iega áætlun um að ná svipuðum kaupmætti og er í Danmörku í áföngum. Kaupmáttarmunur í þess- um löndum er nú svo mikill að ekki er raunhæft að jöfnuður náist í ein- um áfanga. í þessu efni þarf að negla samninga þannig niður að þeir séu uppsegjanlegir ef gengis- lækkun á sér stað, verulegar verð- hækkanir verði, eða aðrar aðgerðir af hálfu stjórnvalda eða atvinnurekenda dynji yfir sem rýra kaupmátt lægri launa. í þessu sambandi er það alveg klárt að beinir skattar verða að lækka hið fyrsta. Þá verður matvöru- verð að lækka í áföng- um og nú veit ég að einhveijir úrtölumenn munu benda á að hér sé hliðstætt verð á mat- vörum og í Noregi. Rétt er það að vísu en hins vegar er kaup í Noregi allt að þrefalt hærra hjá verkafólki. Verka- mannasambandið og forystufélög þess verða að afla sér sem allra nákvæmastra upplýsinga um kaup og kjör, skatta og verðlag í ná- grannalöndum okkar og má ekkert til spara með að senda mann til þessara nágrannaianda okkar til þess að kynna sér málin nógu ítar- lega frá fyrstu hendi. Landflótti Töluvert er nú farið að bera á landflótta. Þessi landflótti mun stig- magnast að óbreyttu og sá flótti á eftir að skerða alvarlega möguleika íslensks þjóðfélags að óbreyttu. Ég hjó eftir því um daginn að Seðla- bankastjóri taldi þörf á að hækka vexti vegna hættu á þenslu. Kannist þið við tóninn? Þetta þýðir á manna- máli að það sé háskalegt að atvinnu- leysi minnki á Islandi. Kannast ís- lenskt verkafólk nokkuð við þennan tón? Seðlabankastjóri er að segja að hækka þurfi vexti til að draga úr atvinnumöguleikum og draga úr kaupmætti. Þetta hjal er ætíð nefnt einhveij- um fínum hagfræðilegum nöfnum enda menn þar á bæ vanir hagfræð- ingaskrúðmælgi. Nær væri að yfir Verkefni Dagsbrúnar- manna er ekki að þrasa um lagakróka hjá félaginu þótt auðvitað megi þar eitthvað lag- færa, segir Guðmund- ur J. Guðmundsson, heldur að halda áfram baráttunni frá útifund- inum í haust. dyrum Seðlabankans stæði fleyg setning gamals hagfræðings: „Vinn- an skapar verðmætin," og nær væri að seðlabankastjóri hefði þau sem sín kjörorð. Hættum að þrasa Verkefni Dagsbrúnarmanna nú er ekki að þrasa um einhveija lagakróka hjá félaginu þótt auðvitað megi þar eitthvað lagfæra. Verkefni Dags- brúnannanna er að halda áfram bar- áttunni frá útifundinum í haust. Við skulum þess vegna setja okkur það markmið að ná í áföngum þeim kaup- mætti sem ríkir t.d. í Danmörku og við skulum skapa okkur það mark- mið að útrýma atvinnuleysinu og ekki telja það hættumerki ef hver vinnufús hönd hefur verk að vinna. Við skulum ná í áföngum sama kaup- mætti og í Danmörku og tefla Verka- mannasambandinu fram og það er klárt að Dagsbrún mun ekki láta sitt eftir liggja. Hér er verið að takast á um lífshamingju íslensks verkafólks og um íslenska framtíð. Höfundur er formaður Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar. Guðmundur J. Guðmundsson A RETTRI HILLU MEf> EGLU BREFABINDUM... TÍMASPARNADUR ÖRYGCI FUNDIÐ FÉ NÝJAR ÁÆTLANIR ...GENGUR ÞU AD MIKILV/LGUM HLUTUM VISUM Egla bréfabindin fást í 5 mismunandi stærðum. Þau stærstu taka 20% meira en áður, en verðið er það sama. Og litaúrvalið eykur enn á fjölbreytnina! Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. RÖÐ 06 RECLA Múlalundur Vinnustofa SÍBS Sími: 562 8500 Simbréf: 552 8819 Nýr skattur - vaxtahækkun HUÓÐVARP kallaði til sín um morgunstund á dögunum tvo alþing- ismenn að ræða við þá um nýjan skatt á spari- fjáreigendur, sem skattheimtumenn munu vera með á ptjónunum. Umræðan hófst á fullyrðingum um að ijármagnstekju- skattar væru lagðir á um öll lönd, þar sem þeir þekktú til. Hins gleymdu þeir að geta - eða vissu ekki - að líklegt má telja að þessi ósanngjarni skattur verði innan skamms aflagður t.d. í Danmörku og Þýzka- landi, og myndu þá vafalaust fleiri þjóðir fylgja í kjölfarið. Að vísu er íjármagnstekjuskattur innheimtur á ísiandi, en nýlundan er að skattheimtumenn ætla að fara að elta sparifjáreigendur uppi með álögur á tekjur þeirra af sparifé. Hljóðvarpsmaðurinn spurði þing- mennina hveija þessi nýi skattur myndi helst hitta fyrir. Því svöruðu þeit' ekki, og vissu kannski ekki. Undirritaður minnist þess frá ár- unum á Alþingi að þar var margur „vinstri" garpurinn, sem stöðugt vildi vera í ani við að reyna að ná til „breiðu bakanna" með álögur, og virtist aldrei átta sig á að meðaljón- inn borgar mest alla skattana og nýjar álögur bitna ævinlega harðast á honum. Ef það skyldi flökra að einhveijum að með skattlagningu spariíjár náist sérstaklega til „breiðu bakanna" vaða þeir hinir sömu í meiri viilu en nokkru sinni. Meira en se_x tíundu alls sparifjár í Landsbanka íslands eru í eigu eldri borgara, sem flestir hafa með aðdá- anlegri hagsýni og fórnfýsi lagt til hliðar til elliáranna. Það eru ekki auðmenn með „breið bök“. I Landsbankanum eiga tugþúsund- ir einstaklinga 35 þúsund milljónir á Kjörbókum og Landsbókum. Margt af þessu er sama fólkið, sem rænt var verðgildi spariijár síns og fé þess brennt upp í óðaverðbólgunni á sínum tíma. Allt hefir það áður greitt háa skatta af þessu íjármagni. Og nú ætlar hið opinbera að ráðast á þenn- an lægsta garð að ná til sín fé í óseðj- andi ríkissjóðshítina. Það er dapur- legt ef þar fer fremstur fjármálaráð- herrann úr flokki greinarhöfundar. Hann hefði þurft að ná einhveijum öðrum árangri í nær fimm ára starfi sínu í því embætti en skuldasöfnun og skattahækkunum. Greinarhöfund minnir að stefna flokks hans hafi verið önnur. Og það verður því miður að segjast eins og er, að glíman á Alþingi við fjárlagahallann er skringi- leg og ótrúverðug á að horfa. Minnir helzt á mann, sem ætlar að rétta við íjárhag sinn með því að hætta að greiða áfallnar skuldir. Frestun nauð- synlegra framkvæmda er ekki sparn- aður. Að þrengja kosti sjúkra og aldr- aðra hljóta að vera ráð ráðþrota manna, sem „einkavinavæða" með hinni hendinni og gefa miiljarða á þann garða. Hin nýja skattlagning er ekkert annað en hrein eignaupptaka ef grannt ef skoðað. Ríki og bankar keppa um ijármagnið, sem lík- legt er. Meðan vextir af spariskírteinum rík- isins eiga áfram að vera skattfijálsir, eftir því sem fregnir herma, er ætlunin að skattleggja vexti af sparifé. Áfar snjallt ráð og fijáls- hyggjulegt! Og afleið- ingin kemur í einn stað niður: Bankarnir geta ekki séð af því fjármagni, sem þar er ávaxtað, ef þeir eiga að geta sinnt viðskiptavinum sínum, sér í lagi at- vinnuvegunum, og neyðast því til að Þótt sá sem hér heldur á penna eigi ekki einn um að véla, segir Sverr- ir Hermannsson, er auðvelt að segja fyrir um það, að Landsbanki íslands mun slá skjaldborg um við- skiptavini sína. hækka innlánsvexti. Því vet'ður svo ekki öðruvísi mætt en með hækkun útlánsvaxta. Furðulegt er að sjá einn af fremstu mönnum næst stærsta bankans róa í fyrirrúmi í aðförinni að spariijáreigendum, ofan í kaupið gamall verkalýðsforingi. Hann hlýt- ur að vera að gæta einhverra ann- arra hagsmuna en bankans síns. En - í upphafi skyldi endirinn skoða. Þó sá sem hér heldur á penna eigi ekki einn um að véla, er auð- velt að segja fyrir um það, að Lands- banki íslands mun slá skjaldborg um viðskiptavini sína. Hann mun að sjálfsögðu greiða af sínu ráðstöfun- arfé hvern eyri sem á innlánseigend- ur verður lagður með hinum nýja skatti. Auðvitað verður sá útgjalda- auki bankans að einhveiju leyti fjár- magnaður með hærri útlánsvöxtum. Allt ber að sama brunni: Hið nýja skattaráð er ráðleysi verra. Hitt er svo annað mál einnig, að hærri útlánsvextir bitna harðast á þeim sem síst skyidi, ungu skuldugu fólki að koma undir sig fótunum. Skriffinnur þessi skorar hér með á samtök ungs fólks í Sjálfstæðis- flokknum að snúast af alefli gegn ósvinnu þessari. Og sparifjáreigend- ur þurfa að minna atkvæðaþiggjend- ur rækilega á atkvæðaréttinn sinn. Það er viðskiptamál, sem þeir skilja, líka í upphafi kjörtímabils. Höfundur er bankastjóri. Sverrir Hermannsson Vinningar í Bingó Bjössa ferðaleiknum Útdráttur 8. janúar. Sony Play Station frá Skífunni hlaut: Katrin Helga, Jörfabakka 20, Reykjavlk Ársáskrift af Andrés önd blððunum frá Vðku Helgafell hlutu: Krakkarnir, Lambltaga 10, Reykjavik Valdimar I. Össurar, Fjaröarstræli 14, tsafirði 10.000,- þúsund króna gjafaúttekt frá Leikbæ hlaut: Eva Brink, Strandgötu 12, Stokkscyri Stigasl ða frá Útilíf hlaut: Sjafnar Gunnarsson, Hátúni 23, Eskifirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.