Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 IUIINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Svanhildur Guð- björg Sigurðar- dóttir fæddist í Reykjavík 17. febr- úar 1938. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 31. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Sigurð- ur Guðmundsson frá Tröð í Kolbeins- staðahreppi og Kristjana S. Helga- dóttir frá Ólafsvík. Þau bjuggu lengst af á Freyjugötu lOa í Reykjavík. Systkini hennar eru: 1) Sigurrós, f. 20.12. 1926. 2) Pálína Matthildur, f. 26.2. 1928. 3) Ámý, f. 5.1. 1930. 4) Guðmundur Helgi, f. 15.5. 1932. 5) Guðný, f. 16.10. 1935. 6) Páll Valgeir, f. 3.5. 1940. Svanhildur giftist Hákoni ELSKULEG systir mín, Svanhildur Guðbjörg, er látin. En í mínum huga verður hún alltaf Bubba mín. Við vorum mjög nánar systur og góðar vinkonur. Af miklu er að taka því minning- arnar hlaðast upp en hér er aðeins smábrot af þeim. Við ólumst upp í stórum systkina- hópi á Freyjugötu lOa. Húsnæðið var ekki stórt, en þar var nóg pláss fyrir alla, ömmu, afa, öll sjö systk- inin, mömmu og pabba, svo ekki sé talað um alla ættingjana utan af landi, sem komu og gistu hjá okkur. Oft var þröng á þingi og mikill hávaði, en glaðværð og ánægja er minningin frá þessum tíma. Bubba fór snemma að vinna og vann nokkur ár hjá Kexverksmiðj- unni Frón. Snemma hitti hún hann Hákon sinn, þau voru 16 og 17 ára þegar það gerðist. Þau hófu Svani Magnússyni 12. september 1959. Hann starfaði Iengst af hjá Stræt- isvögnum Reykja- víkur og Flugleið- um (Flugfragt). Hann lést 19.2. 1993. Börn þeirra eru: 1) Helga, f. 16.7. 1959. Maður hennar er Þór Garðarsson bifvéla- virki. Börn þeirra eru Hákon Svanur og Edda Karen. 2) Hildur, f. 26.1. 1962. Maður hennar er Þorgeir Guðmundsson stýrimaður. Börn þeirra eru Svanhildur og Brynjar Freyr. 3) Magnús, f. 29.J0. 1966. Utför Svanhildar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. búskap á Rauðalæknum og þar fæddist Helga, svo bættist Hildur við, voru þau þá flutt á Freyjugöt- una. Á þessum tíma var mikill samgangur á milli efstu og neðstu hæðarinnar, en gott var að koma við á miðhæðinni því alltaf tóku amman og afinn við litlu öngunum sínum með opnum örmum. Á þess- um tíma ólust börn okkar upp sam- an. Við Elli fluttum frá Freyjugöt- unni 1962, en samgangur okkar systra minnkaði ekkert við það. Frá árinu 1977 var heimili þeirra í Stífluseli 6. Maggi fæddist 1966 og var mik- il gleði þegar lítill snáði kom í heim- inn. Bubba og Hákon voru einstak- lega samrýnd hjón sem gott var að heimsækja og vera með. Þau ferðuðust mikið innanlands á þess- um árum og man ég sérstaklega eftir ferðalagi sem við fórum saman í júlí 1957 með okkar heittelskuðu um Norður- og Austurland. Á þessu ferðalagi gerðust allir þeir ótrúleg- ustu hlutir sem hugsast gat hjá þeim og reyndi það mikið á þolin- mæði Hákonar en aldrei lét hann það bitna á okkur. Eitt atvik verð ég að minnast á. Við vorum að fara yfir Reykjaheiðina þegar hlið- arrúðan á bílnum þeirra brotnaði, þeim megin sem Bubba sat. Á þeim árum var ekki til plast eða annað til að setja í opið. Þegar komið var til Húsavíkur og þau Bubba og Hákon stigu út úr bílnum sást ekki í þau fyrir moldryki. Mikið og oft hefur verið hlegið að þessu atviki og öðrum álíka sem komu fyrir í þessari ferð. Eins kemur í huga minn ferð sem farin var til Miami og var það fyrsta utanlandsferð þeirra. Með í þeirri ferð voru Maggi og Elli yngri. Gaman var að fylgjast með þeim og sjá undrunina yfir öllu sem fyr- ir augu bar, átti Hákon ekki til nógu sterk lýsingarorð yfir hrað- brautirnar þar. Ekki gleymum við ferðinni sem við fórum saman til Lúxemborgar í september 1992. Við flengdumst um allt, fórum t.d. til Parísar. Þar gerðum við allt sem okkur langaði til, borðuðum uppi í Eiffelturninum, skoðuðum söfn og kirkjur. Þaðan fórum við til Þýskalands og var allt gert sem hugurinn girntist. Þessi ferð er okkur Ella alveg ógleymanleg. En viku eftir að við komum heim brá fyrir skugga, Hákon fór að finna fyrir lasleika, sem enginn hélt þá að væri alvar- legur, en annað kom í ljós. Þremur mánuðum síðar var hann allur. Var þetta gífurlega mikið áfall fyrir Bubbu mína, því hún hafði þá ver- ið búin að glíma við sinn illvíga sjúkdóm í fimm ár. Þau þrjú ár sem liðin eru frá því að Hákon lést hafa verið henni mjög erfið, en hennar einstaka skapgerð og æðruleysi yfir öllu sem yfir hana dundi er alveg sérstakt. I hennar huga var ekki til það hugtak að gefast upp á hverju sem gekk. Á sl. þremur árum hef ég verið svo lánsöm að hafa haft tækifæri til að vera meira með henni en áður. Hún var aufúsugestur á okk- ar heimili og margar eru þær stundirnar sem við þrjú kveiktum upp i arninum, spiluðum Pavarotti, lágum sitt í hverjum sófanum og hlustuðum. Fyrir tveimur árum voru gerðar breytingar hér heima og var Bubba skipuð yfirverkstjóri og eftirlitsmaður. Fyrir rúmri viku þegar ég heimsótti hana fárveika upp á Landspítala fórum við að tala um þetta tímabil og minnt- umst á það þegar við sátum í öllu draslinu, kveiktum upp í arninum og á kertum, bjuggum til pláss svo hægt væri að borða við arineldinn. Þá sagði hún: „Guðný mín, eftir áramótin, þegar ég verð búin að ná mér, þá kem ég í hornið mitt, því ég á eftir að taka út verkið, þið eruð ekki búin að setja mig af því, er það?“ Hún átti líka á þessu tímabili mjög góðar stundir úti í Maryland hjá henni Öddu systur okkar. Þar naut hún sín vel innan um sitt fólk. I júní sl. var ég svo lánsöm að fá hana með mér til Lúxemborgar. Áttum við þar saman Ijóra yndis- lega daga sem verða mér perlur í minningunni um mína elskulegu systur. Bubbu var annt um alla sína nánustu, fylgdist með öllum, börn- um mínum, tengdabömum og barnabörnum. Hún var þeim mjög góð frænka. Þakka þau henni alla þá hlýju og umhyggju sem hún sýndi þeim. í veikind hennar hafa börnin hennar stutt hana og styrkt og litlu barnabörnin, þau Svanhildur, Há- kon, Brynjar og Edda, voru henni miklir dýrgripir, og var tilhlökkun hennar mikil að fá að sjá þau í jólagjöfunum sem hún færði þeim á jólunum, en því miður entist henni ekki aldur til þess. Elsku Helga, Hildur og Maggi. Ég veit að missir ykkar og söknuð- ur er mikill, en minningin um góða, elskulega og fórnfúsa móður, tengdamóður og ömmu verður ykk- ur öllum dýrmætt veganesti í fram- tíðinni. Við biðjum góðan guð að styrkja ykkur og styðja í ykkar miklu sorg. Sérstakar þakkir vil ég flytja Sigurði Árnasyni lækni, starfsfólki deildar 11E, gjörgæsludeildar Landspítalans og Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Ég veit að hún sendir þeim öllum sínar inni- legustu þakkir fyrir einstaka alúð, hlýju og elskulegheit í veikindum sínum. Guð blessi ykkur öll. Elsku Bubba, við vitum að nú ert þú laus við allar þjáningarnar og Hákon hefur tekið á móti þér opnum örmum. Við Elli þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og á ókomnum árum eigum við eftir að ylja okkur við dýrmæt- ar minningar um okkar ógleyman- legu samverustundir. Guðný. Svanhildur Guðbjörg Sigurðar- dóttir, eða hún Bubba, eins og við ættingjarnir kölluðum hana, hefði orðið 58 ára 17. febrúar næstkom- andi. Hún og Hákon voru ekki gömul þegar kynni þeirra hófust og það voru eflaust margir þá sem töldu að það samband myndi ekki endast lengi, en það fór nú á annan veg. Þau voru aldrei rík af efnisleg- um auði, en þau voru rík af þeim auðæfum sem skipta okkur mestu, hjartahlýju og umhyggju fyrir öðr- um. Það kom vel fram þegar for- eldrar okkar þurftu á aðstoð að halda, ekki síst þegar faðir okkar var orðinn einn. Fyrir átta árum fékk Bubba þann sjúkdóm sem nú leiddi hana til dauða. Um tíma leit út fyrir að hún hefði yfirunnið hann eða bar sjúkdóminn að minnsta kosti svo vel að ekki var annað séð en að hún gengi heil til skógar. Bubba og Hákon voru búin að koma sér vel fyrir. Barnabörnin voru farin að koma og af þeim höfðu þau mikið yndi. Þau nutu þess að ferðast saman og lífið var þeim mjög gjöfult. En þá kom reið- arslagið. Hákon veiktist skyndilega fyrir þremur árum og að nokkrum mánuðum liðnum var hann látinn. Hún Bubba systir var aldrei há í loftinu og sagði stundum sjálf að hún væri stutt í báða enda, en það var aldrei neitt smátt í því sem hún gerði. Það sýndi hún vel á meðan Hákon barðist fyrir lífi sínu, þá vék SVANHILDUR GUÐBJÖRG SIG URÐARDÓTTIR o ÓLAFUR PÁLSSON + Ólafur fæddist á Litlu-Heiði í Mýrdal 3. júlí 1899 og ólst þar upp. Hann lést 3. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Páll Ólafsson, bóndi á Litlu-Heiði, f. 5. maí 1862, d. 16. júní 1945, og kona hans, Guðrún Brynjólfsdóttir, húsfreyja og ljós- móðir, f. 5. júní 1860, d. 13. ágúst 1935. Börn þeirra voru átta auk Ólafs: Sigurlaug, f. 9.4. 1896, d. 29.9. 1939, Þor- gerður, f. 10.12. 1897, d. 28.8. 1933, Brynhildur, f. 5.1. 1901, d. 20.4. 1992, Kjartan, f. 3.6. 1902, d. 13.4. 1921, Jón, f. 10.4. 1904, Matthildur, f. 8.11. 1905, d. 23.2. 1945, Katrín, f. 10.1. 1907, d. 10.4. 1982, og Sigrún f. 5.2. 1909. Uppeldisbræður systkinanna voru tveir: Jónatan Jóna- tansson, f. 30.4.1894, d. 7.7. 1987, og Páll Pálsson, f. 11.3.1902, d. 13.6. 1978. Ólafur kvæntist 2.6. 1927 Jóhönnu Jónsdóttur kennara, f. 8.7. 1900, d. 2.6. 1931. Hún var dóttir Jóns Jakobssonar, bónda á Eyri í Seyð- isfirði við Djúp, og konu hans, Kristjönu Hinriku Kristjáns- dóttur húsfreyju. Sonur Ólafs og Jóhönnu er Jón, f. 30.1. 1929, bankamaður í Reykjavík. Ólafur kvæntist 2.6. 1934 seinni konu sinni, Steinunni Ögmundsdóttur hjúkrunarkonu f. 14.8. 1901, d. 2.10. 1989. Hún var dóttir Ögmundar Gíslasonar, bónda í Laugarási í Biskups- tungum, og Helgu Einarsdóttur húsfreyju. Dætur Ólafs og Stein- „MIG LANGAR að biðja ykkur að bera kveðju mína í dalinn,“ sagði hann Ólafur móðurbróðir minn við brúðhjón sem höfðu beðið hann að leyfa sér að dvelja brúðkaupsnótt- ina í sumarbústað hans í Heiðar- dal. Var það leyfi veitt fúsléga og af höfðingsskap. En þannig var hann Ólafur. Hann var höfðingi. Það sópaði af þessum gamla manni hvar sem hann fór. En jafnframt hafði hann til að bera þá glaðværð og hlýju, sem gerði að fólki þótti ljúft að fá að vera í návist hans. „Það er ekki víst að ég fái nokkru sinni að sjá dalinn aftur,“ hélt hann áfram, í samtali við brúðhjónin sem höfðu beðið um næturgreiðann í bústaðnum hans. „Ég er orðinn svo gamall,“ bætti hann við, „ég fer ekkert af sjálfsdáðum. Stelpurnar, dætur mínar, fara bara með mig. Haldið þið að þær hafi ekki farið með mig á Snæfellsjökul í fyrra- sumar. Það var mikil upplifun. Þarna stóð ég á jökulbungunni þar sem hæst bar, á blánkuskóm. Ein- hver hafði orð á því, að það væri unnar eru Jóhanna, f. 28.10. 1934, húsmóðir í Reykjavík, gift Sigfúsi Thorarensen tann- lækni, og eiga fjögur börn, Helga, Ólaf, Jónínu og Stein- unni Thorarensen; Helga, f. 4.6. 1937, forstöðumaður Blindrabókasafns Islands, gift Hilmari Skarphéðinssyni verk- fræðingi, og á hún eina dóttur, Steinunni Stefánsdóttur. Heim- ili Ólafs og Steinunnar stóð í Drápuhlíð 24 í Reykjavík í rúm- lega 40 ár. 1987 fluttu þau að Hrafnistu í Reykjavík. Ólafur lauk kennaraprófi frá KÍ 1921 og sveinsprófi í múraraiðn 1932. Hann var skólastjóri í Deildarár- og Reynisskólahverfi í Vestur- Skaftafellssýslu 1921-26, stundaði múrverk í Reykjavík 1930-42 og varð síðan mælinga- fulltrúi Múrarafélags Reykja- víkur frá 1942-81, auk mæl- ingastarfa fyrir önnur iðnfélög um lengri eða skemmri tíma. Ólafur var fyrsti mælingamað- ur á uppmælingu iðnaðar- manna hér á landi. Útför Ólafs verður gerð frá Áskirkiu í dag og hefst athöfn- in kl. 13.30. merkilegt að sjá svo gamlan mann á spariskónum svo langt yfir sjávarmáli. Ég sagði manninum að það væri ekkert merkilegt. Það sem væri merkilegast, væri þessi ótrú- lega heppni, sem sumt gamalt fólk hefði á þessu landi. Fólk sem ætti börn sem teldu það ekki eftir sér að leyfa öldruðum foreldrum sínum að upplifa ævintýri lífsins í sinni fylgd. Ég veit aldrei," sagði Óli, „hvað þeim dettur í hug að gera næst. Helgu dóttur minni þótti það sjálfsagt mál að ég ætti með þeim hjónum Hilmari og henni sumarfrí í Danmörku. Fór ég einn í flugvél þar út, til móts við þau. Var Helga búin að gera ráðstafanir til að ég yrði sóttur út í vélina með hjóla- stól, svo ég gæti trillað fyrirhafnar- laust úr flugvélinni inn í kóngsins Kaupinhafn. Var það hin reffileg- asta kona í einkennisbúningi sem kom með stólinn inn í flugvélina. Þar vatt hún sér að mér og spurði á dönsku: „Eruð þér blindur?" „Nei, nei,“ svaraði ég. „Ég er ekki blind- ur, bara gamall.“ Og þetta svar virtist nægja fyrir frökenina til að leyfa mér afnot af hjólastólnum," sagði Óli og skellihló. Það virtist einkenna allt dagfar þessa móðurbróður míns einhver sátt og þakklæti til forsjónarinnar. Samt hafði líf hans ekki eingöngu verið neinn dans á rósum, frekar en okkar flestra hér í heimi. Ungur að árum hafði þessi fá- tæki bóndasonur úr Heiðardalnum brotist til náms í Kennaraskólan- um. Lokið þar kennaraprófi með miklum ágætum. Og gat nú snúið sér að hugsjóninni, að fara aftur í sveitina sína og kenna þar. Og umfram allt að láta drauminn ræt- ast. En það var að kenna Mýrdæl- ingum að synda. Margir sóttu þar sjóinn. En engin kennsla hafði ver- ið þar í því sem okkur finnst nú það sjálfsagðasta af öllu. Að sjó- menn kunni skil á þeirri íþrótt sem oft hefur orðið þeim lífsbjörg á hættustund: Að synda. Hann var búinn að finna stað úti hjá Dyrhólaey, þar sem hann áleit heppilegast að byrja sund- kennsluna, og ekki skorti áhuga sveitunganna á þessu framtaki. En þá strandaði á einu. í þessari blóm- legu sveit var ekki mikið um munaðarvöru á bæjunum, svo ekki voru til handklæði fyrir alla þessa nemendur. Sundföt voru hégómi sem auðvelt var að vera án við kennslu í sundi. En handklæði fyr- ir fólkið þegar það kæmi nötrandi upp úr ísköldum sjónum! Ekki var hægt að láta það vera nema ör- skamma stund í sjónum, við að fikra sig áfram við sundtökin, því kuldinn var ægilegur. Ég _ heyrði haft fyrir satt, að hann Ólafur Pálsson frá Litlu-Heiði hefði verið staðráðinn í því að láta ekki handklæðisleysi sveitunga sinna, hindra sig í að koma hugsjón sinni í framkvæmd. Hann skrifaði fyrirtæki í Reykjavík, L.H. Muller, og útskýrði vandann. Verslunar- stjórinn í þeirri verslun lét sem betur fer hrífast af hugsjón þessa unga kennara. Því austur í Mýrdal sendi verslun L.H. Mullers tuttugu handklæði af bestu gerð með því fororði að þau yrðu send aftur til Reykjavíkur, þegar búið væri að kenna Mýrdælingum að synda. Svo vel þekkti ég hann Óla frænda minn að ég veit að þessi ágæti kaupmaður hefur fengið öll hand- klæðin sín til baka skilvíslega. Og mörg var sú móðirin og eiginkonan sem átti eftir að þakka Ólafi kennsluna, þar sem synir, eigin- menn og feður höfðu bjargast úr háska vegna þess eins að þeir voru syndir. Á þessum árum sem Ólafur var við kennslu í Mýrdalnum notaði hann sumarleyfið til að hjálpa föð- ur sínum og systkinum í heyskapn- um í Heiðardalnum. Kom alltaf glampi í augu hans og hýrnaði svip- ur þegar hann minntist þessara ára. Og hægt var að sjá að þessi ár höfðu verið mikil hamingjuár í lífi hans. Og birtuna skæru inn í þessi ár hefur án efa ástin gefið sem gróður- sett hafði verið í bijósti hans. „Hann -b
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.