Morgunblaðið - 09.01.1996, Page 39

Morgunblaðið - 09.01.1996, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 39 uð og stórvel gefin, og síðar kom í ljós að hún var einstaklega mynd- arleg húsmóðir. Þau Gunnlaugur giftust haustið 1948 og stofnuðu heimili á Sóleyjargötu meðan hann var í skóla. Enda þótt við hefðum talsvert samband var það fyrst þeg- ar við tók framhaldsnám erlendis, að innilegri kynni tókust, og mér varð ljóst hvílík kostakona Berta var. Urðu þau Gunnlaugur brátt einhveijir nánustu vinir okkar hjóna. Minningar hrannast upp. Heim- sóknir á Sjálandi og Jótlandi með söng og gleðskap, og ferðalög í Suður-Svíþjóð með fleiri vinum, sem einskæra gleði vekur að hugsa til. Ferðalag í Kaupmannahöfn vor- ið 1957 á leið til íslands, og ógleym- anleg ferð heim með Gullfossi. Síð- an óijúfanleg vinátta þegar fullorð- insárin tóku við. Alltaf sama til- hlökkun að eiga von á að hitta þau hjón og vera í návist þeirra, þar sem menningarlegur andblær hlýju og gamansemi var í hásæti. Þá eik í stormi hrynur háa hamra því beltin skýra frá en þá er fjólan fellur smáa fallið það enginn heyra má. En angan horfin innir fyrst urtabyggðin hvers hefur misst. Þetta erindi eftir Bjama Thorar- ensen, skáld, lýsir þeim hugrenn- ingum, sem á mann leita nú, þegar Berta er horfin úr vinahópnum. Hún var hógvær og lítillát eins og þeir eru sem landið erfa. Engu að síður var hún mjög sterkur persónuleiki, föst fyrir og hafði vel mótaðar skoð- anir um menn og málefni. Æðru- laus skapgerð hennar og andlegur styrkur var óvenjulegur, eins og svo áberandi varð ljóst í margra ára stríði við erfiða sjúkdóma. Hennar verður sárt saknað, ekki aðeins af frændgarði fjölskyldu hennar, held- ur af fjölmörgum vinum, sem sjá skarð opið og ófyllt standa þar sem hún áður stóð, brosmild, alltaf glöð og bjartsýn. f Við Hjördís sendum Gunnlaugi og fjölskyldu hans dýpstu samúðar- kveðjur og biðjum hann, sem þerrað getur tregatárin, að veita þeim styrk í sorginni. Tryggvi Þorsteinsson. Berta Andrea Snædal andaðist á nýársdag á Landspítalanum eftir erfíða sjúkdómslegu. Hún starfaði í 20 ár við fæðingarskráningu fyrir landið allt og hafði vinnuaðstöðu á Kvennadeild Landspítalans. Það voru því margar góðar stundir sem við læknaritarar og annað starfs- fólk á skrifstofu Kvennadeildar átt- um með Bertu. Öll samvinna við hana var ánægjuleg og okkur var vel ljóst hversu fær og samviskusöm hún var í starfi sínu. En meira virði var þó að fá að kynnast persónu- lega þessari elskulegu og háttvísu konu sem öllum vildi gott gera. Hún geislaði af velvilja og hlýju og oft á tíðum nutum við höfðingsskapar og gestrisni hennar og eiginmanns hennar, dr. Gunnlaugs Snædal, einkum á jólaföstunni er hún færði okkur laufabrauð og smákökur og bauð okkur til jólafagnaðar. Þessi árlegu boð með kertaljósum og jóla- stemningu munum við geyma í huga okkar sem dýrmæta minn- ingu. Það munu margir minnast þess- arar glæsilegu og góðu konu sem bjó fjölskyldu sinni fagurt heimili þar sem gestrisni og hlýja ríkti í svo ríkum mæli, enda voru þau hjón samstiga í því að gleðja aðra og bæta mannlífið í kringum sig. Við sem unnum með henni þökkum henni samstarfið og þá umhyggju sem við nutum hjá þeim hjónum báðum. Við sendum eiginmanni hennar, dr. Gunnlaugi Snædal, og allri fjöl- skyldu hennar hugheilar samúðar- kveðjur. Ritarar á Kvenna- deild Landspítalans. • Fleiri minningargreinar um Bertu Snædal bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskulegur sonur okkar og bróðir, HILMAR ÞÓR REYIMISSON, Hlíðarhjalla 71, Kópavogi, lést af slysförum þann 7. janúar. Guðbjörg Halla Björnsdóttir, Reynir Bárðarson, Marteinn Jónsson, Jón Björn Marteinsson. Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, INGA EIRÍKSDÓTTIR KÚLD frá Miklaholti, til heimilis á dvalarheimili aldraðra, Seljahlíð, Reykjavik, andaðist laugardaginn 6. janúar. Davíð Sigurðsson, Erla Hulda Valdimarsdóttir, Sesselja Davfðsdóttir, Eiríkur Kúld Davfðsson, Finnbogi Jón Jónsson. Fósturfaðir minn og bróðir okkar, MAGNÚS ÞÓRIR JÓNASSON, Bolungarvík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. janúar kl. 15. Benedikt Bogason, Jóna Jónasdóttir, Hólmfríður Jónasdóttir, Stella Jónasdóttir Kilgore. + Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, JÓHANN M.P. KRÓKNES, verður jarðsunginn frá Áskirkju miðviku- daginn 10. janúar kl. 13.30. Sigriður Króknes, Torfi T. Björnsson, Árni Pétur Króknes, Erla Króknes, Steinþór G. Halldórsson. Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir, dótt- ursonur og vinur, SVEINN SÆVAR VALSSON Þinghólsbraut 50, Kópavogi, sem lést 3. janúar sl., verður jarðsung- inn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 11. janúar. kl. 13.30. Sævar Valur Sveinsson, Hafþór Helgi Sveinsson, foreldrar, afi, systkini og ástvinir. + Tengdafaðir minn og afi, JÓHANN ÁRNASON, fyrrv. rammagerðarmaður, áðurtil heimilis á Laxagötu 3, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hrafnistu, Hafn- arfirði, þann 5. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á Hrafnistu, Hafnarfirði fyrir góða umönnun. Sigurjón Eðvarð Sigurgeirsson, Þóra Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Árný Jóhanna Sigurjónsdóttir, + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafað- ir og afi, SIGURBJÖRN ÞÓRÐARSON, Ölduslóð 28, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju í dag, þriðjudaginn 9. janúar, kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Heiðveig Hálfdánardóttir, Sigrfður G. Sigurbjörnsdóttir, Gunnlaugur M. Sigmundsson, Herdís J. Sigurbjörnsdóttir, Helga S. Sigurbjörnsdóttir, Karl Ólafsson og barnabörn. + Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, KARL M. EINARSSON, áðurtil heimilis á Nýlendugötu 18, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 10. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Styrktarfélag vangefinna. Jón Ó. Karlsson, Guðrún Dam, Elsa Jónsdóttir, Jóhann Þórisson, Ingunn Jónsdóttir, Guðmundur Árnason, Pétur Jónsson, Elin Andrésdóttir og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT PÁLÍNA GÚST AFSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Suðurgarði 24, Keflavík er lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, 1. janúar, verður jarðsung- in frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 10. janúar kl. 13.30. Mona Erla Símonardóttir, Sigurbjörn Reynir Eiríksson, Margrét Símonardóttir, Gústaf Simonarson, Lilja Sigurjónsdóttir, Jónína V. Eiríksdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞORBERGUR GUÐLAUGSSON veggfóðrarameistari, Frakkastfg 5, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 9. janúar, kl. 10.30. Ólöf Guðmundsdóttir, Guðlaugur Þorbergsson, Helgi Þorbergsson, Ebba Þóra Hvannberg, Guðmundur Ingi Þorbergsson, Jutta Thorbergsson, Ágústa Þorbergsdóttir, Rúnar Halldórsson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför HILDIGUNNAR JÓHANNSDÓTTUR, Skagaströnd. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Árnason. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og margvíslegan stuðning vegna fráfalls sonar mfns og þróður okkar, LOFTS SVEINBJÖRNSSONAR, Engihlíð 20, Ólafsvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11E á Landspítalanum og starfsfólks Rauða kross deildar, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Sveinbjörn Sigtryggsson, Kristinn Sveinbjörnsson, Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir, Olga Sveinbjörnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.